Tíminn - 05.12.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.12.1971, Blaðsíða 3
Sf.SWNTJDAGUR 5. desember 1971 Einlæg og öll í verki sínu Tove Ditlevsen: G I F T. Helgi J. Halldórsson þýddi. Forlagið Iðunn gaf út. Danska skáldkonan, Tove Ditl- evsen, hefur löngum verið forvitni- leg á höfundarferli sínum, en hann er nú orðinn rúmir þrír ára- tugir. Tove byrjaði snemma að skrifa. Fjrsta bók hennar kom út 1939, og bækur hennar eru orðnar margar, en flestar stuttar, og hún er ekki við eina fjöl felld í form- beitingu. Hún skrifar ljóð, sögur stuttar og langar, rissmyndir og ritgerðir, og leikur þó ærið oft vafi á, hvernig flokka skuli rit- verk hennar að þessu mati. Tove Ditlevsen hefur jafnan fengið orð fyrir að vera einstak- T I L JÓLAGJAFA • HANDBOLTASKÓR FÓTBOLTASKÓR " ENSKIR FÉLAGSBÚNINGAR Mikið úrval af minjagripum,' t.d. — fánar — jakkamerki — húfur — myndir — rósamerki — litlir fótboltaskór — litlir fótboltar — fótbolta- karlar o.fl. o.fl. ^ ^’troruve^'*'' Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44 — sími 11783 POSTSENDUM ^ TtÐINDALAUST Á * VESTURVIGSTÖÐVUNUM Skáldspga þessi kom 'út á ís- lenzku 1930. Þeirri kynslóð, sem þá var komin til þroska og las hana, varð hún ó- gleymanleg.- Bókjn hefur ver- ið ófáanleg árum sdman, en feémur nú út-á ný í 'prýðilegri þýðingu Björns Franzsonar. Eitt af snilldarverkum áranna milli heimsstyrjaldanna .í rammfslenzkum, þáulfáguð- um búningi. t Jirottav Hasek Bok þessi seldist upp fyrir jólin í fyrra, Góði dátínn en síðustu eintökin eru nú komin úr bók- SVEJK TÍMINN lega hreinskilin, hispurslaus og einlæg í verkum sínum, trúverð- ug í lífslýsingu og sjaldan sjálf- sár. Sögufólk hennar og umhverf- isheimur þess standa henni sjálfri og lífsreynslu hennar jafnan nærri og hún seilist sjaldan eftir „sögu- legum“ efnum. Mál hennar er í fullu samræmi við þennan hvers- dagsleika, einfalt og ljóst sam- tímamál. tungutakið virðist stund- um allt að því flatt og sneytt þeim eiginleika að rísa með sögu- efninu. En samt sem áður hefur frásögn hennar fyrr en varir náð undarlega mjúkum og föstum tök- um á lesandanum, knúið hann til þess að fylgjast með, láta sér ekki á sama standa, skírskota til sjálfs sín. Það býr yfir seiðmagni. Þessir höfundarkostir eru ókaf- lega skýrir í bók þeirri, sem Tove kaliaði Gift, og út kom fyrir nokkr- um árum, kölluð endurminningar, enda hefur verið talið, að skáld- konan segi þar af opinskáu hisp- ursleysi frá mestu örlagaárum lífs síns. Vafalaust er rétt, að ytri at- burðarás er að ýmsu leyti sam- ferða eigin lífshlaupi hennar, en hvort bókin hefur styrk endur- minningar í innri trúleik verður síður fullyrt. Tove kallaði bókina Gift, og af efni hennar virðist eðlilegast að líta svo á, að hún eigi við eitrið, en vafalítið er þó um tvíleik í , nafngiftinni að ræða, og hún hef- ur valið heitið svo, að það eigi einnig við hjónabönd hennar. Hún sjálf mun ekki hafa gefið neina skýrgreiningu á þessu, og því er frambærilegt, að nafninu sé haldið á íslenzku, en þá hljóta menn einnig að telja, að átt sé við hjónaböndin, þar sem sú merk- ing orðsins er íslenzk. En þetta skiptir ekki máli, held- ur hitt, að þessi bók er töfrandi verk, í senn gætt auðmýkt og hug- rekki, sem hlýtur að hrífa les- anda til samúðar og manneskju- legrar afstöðu. Undir rósömu yf- irborði sögunnar, sem streýmir ' hægt fram, þrátt fyrir allar svipt- ingar í því lífi, sem lifað er, leikur titrandi lífskvika á þræði mannlegra tilfinninga — ótta, gleði, harms og nautnar undir yf- irborði. Þar skortir ekki spennu skáldsögunnar, en þó á þessi bók - ekkert skylt við skáldsögu, og lesandi hlýtur að telja slíka lík- ingu móðgun, sem hann snýst önd- verður gegn. Það er mikill fengur, að þessi bók skuli hafa verið þýdd á ís- lenzku, og hún á erindi til okkar, bæði sem skáldskapur og sýn í mannlegt líf. Hitt er þó enn meira gleðiefni, hve hún er þýdd og gef- in út með miklum ágætum. Þeg- ar maður les verk þessarar hug- tæku sbáldkonu á dönsku, finnst manni allt blasa ijóst við, svo hreinlegt og vafningslaust er mál hennar og lýsingar, svo sjálfgefið orðafar og hreinskiptin öll um- ræða. Manni finnst ef til vill, að þessu sé auðsnúið á annað mái. En við nánari aðgát, kemur í ijós, að þetta er mikill misskilningur. Það er meiri vandi en margur hyggur að ná í þýðingu blæ og töfrum, eða eigum við að segja heiðríkju, þess einfalda máls, sem gætt er tignustum töfrum skáld- skapar. Þetta brekvirki hefur Helga J. Halldórssyni tekizt eins vel og ætlast má til með nokkr- um rétti. Ég las Gift á dönsku, hrifinn og hugfanginn, og nú, þeg- ar ég les bókina á ný á íslenzku, finnst mér hún ekkert hafa misst af töfrum sínum. Helgi leggur sig fram um að skilja blæ og inntak máls og verks, og honum tekst að skila hvoru tveggja til íslenzkra lesenda á óvenjulega fagurstreymu máli. Búningur bókarinnar og allur frágangur er einstaklega smekk- víslegur, látlaus og svipfagur. Þessi bók kemur til lesandans með lúfum þokka, hvar sem á er litið jafnt að ytri búningi sem innri gerð. — AK. 15 Hvað segir húsmóðirin um Jurta? E smjörlíki hf. „Ég trúi því varla ennþá, en Jurta smjörlíkið hefur valdið byltingu f eldhúsinu hjá mér. Börnin vilja ekki annað á brauðið, og bóndinn heimtar alltaf Jurta á harðfiskinn. A5 auki er Jurta bæði drjúgt og ódýrt og dregur þannig stórlega úr útgjöldum heimilisins. ’^ÞesS vegria mæli ég óhikað meS Jurta smjörliki.“ FRABJER SAFlR SAFIR mótor, ósigrandi, kraftmikill. Hámark- safköst við alla vinnu. Mikilvirkur við borun, sögun, pússun, slípun og hver veit hvað. SAFÍR borvélin er afgreidd i vandaðri, rauðri burðartösku. WOLF SAFÍR 73 10mm íffnaðarpatróna WOLF SAFÍR 74 13mm iðnatfarpatrdna TVEiR HRAÐAR, með sjálfvirkum WOLF rofa. \ ALEINANGRUÐ Örugg við allar aðstæður, án jarðtengingar. nsapphiie IÐNAÐARBORVÉLIN FYRIR HEIIVIILI YÐAR Heimilisborvélin, sem byggð er jafntfyrir iffnað. ÞORHF REYKJAVÍK SKÓLAVÖRÐUSTÍG 25

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.