Tíminn - 05.12.1971, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.12.1971, Blaðsíða 10
TÍMINN TAHíTI Borðpantanir í síma 22321 eða 22322. Atvinna Ungur, röskur og samvizkusamur maður óskast nú þegar til afgreiðslu og lagerstarfa í útibú okk- ar í Hveragerði. Þarf helzt að vera vanur kjöt- sögun. Nánari upplýsingar gefur útibússtjóri. Kaupfélag Árnesinga. ÚTBOÐ Tilboð óskast í sorphreinsun fyrir Voga, Vatns- leysustrandarhreppi. Miðað er við að verktaki taki við hreinsuninni 1. janúar 1972. Skulu til- boð vera komin til undirritaðs fyrir 20. des n.k. og gefur hann nánari upplýsingar um starfið. Oddvitinn í Vatnsleysustrandarhreppi. Sími 92-6541 og 6512. Húsmæðraskólar Fr..mhaid ai b- 2 — Við höfum hins vegar nýtt kennslukraftana með því að taka að okkur kennslu á matreiðslu í fjórða bekk héraðsskólans, og einnig hafa verið hér nokkur nám skeið í vefnaði og saumaskap fyr- ir konur úr sýslunni, sagði Jón- ína. Þar að auki höfum við tek- ið að okkur orlofsviku fyrir kven- félagasamtökin hér. — Mjög marg ar konur hafa sótt námskeiðin hjá okkur það sem af er vetri, en nú er hlé í bili, eða fram yfir jól. — Fjórir fastráðnir kennarar eru við skólann, og auk þess hafa verið stundakennarar, t.d. sund- kennapi, íslenzkukennari og svo söngkénnari, en í vetur er engin söngkennsla í skólanum. — Kostnaður hefur að meðal- tali verið 30 til 32 þúsund krón- ur fyrir hverja stúlku, og kennslu- tíminn er 8i/2 mánuður. Jónína sagði að lokum, að hús- mæðrafræðslan þyrfti endurskoð- unar við. Ilúsmæðraskólarnir kæmu hvorki inn á svið skyldu- námsins, né veittu þeir nemend- um nokkur ákveðin réttindi. Þeir væru sennilega að verða of marg- ir fyrir þær stúlkur, sem vildu sækja húsmæðraskóla, og þá dragi að sjálfsögðu fyrst úr aðsókn að þeim skólum, sem fjærst væru og afskekktastir. Nú stendur yfir stækkun og ýmsar lagfæringar í Húsmæðra- skólanum að Hallormsstað. Skóla stýran, Guðbjörg Kolka, sagði, að meðan á þessu stæði, væri ekki hægt að fullsetja í skólann, en eftir breyti'ngarnar myndi hann taka 24 stúlkur. Nú eru þar hins vegar 14, en £ neyð gætu þær verið 18. Hallormsstaðaskólinn hef ur verið tveggja vetra skóli og þá tekið 24 — 35 stúlkur, með breyttu fyrirkomulagi. Fæstar stúlknanna, sem í vet- ur nema við Hallormsstaðaskól- ann, eru af Austurlandi og sagði Guðbjörg, að það væri ofur eðli legt, þar sem stúlkur vildu gjarn an fara lengra fyrst þær færu að heiman á annað borð. Þessa stundina er verið að skipta u meldhús í skólanum og næsta ár verður lokið við marg víslegar endurbætur á skólahús inu, sem Guðbjörg sagði, að orðið hefði verið mjög lélegt. í fyrra- vetur kostaði 30 —35 þús. fyrir hverja stúlku, að læra til húsmóð ur á Hallormsstað. í Húsmæðrakóla Suðurlands á Laugarvatni er 61 stúlka, og skól- inn fullskipaður. Það hefur hann verið allt frá árinu 1952, að sögn skólastýrunnar Jensínu Halldórs- dóttur, sem fer nú í 20. sinn með stjórn skólans. Jensína sagði, að þar til í fyrra hefðu kennarar aðeins verið þrír, en nú væru fastráðnir kennarar sex. Auk þess kernna stundakennarar íslenzku, sund, leikfimi, föndur og söng. Kostnaður við skóladvölina að Laugarvatni, en skólinn starfar í 8 mánuði, er frá 30 í 34 þúsund krónur að meðaltali. Stúlkurnar fá mjög frjálsar hendur um val á efnum og verkefnum, hver í sam ræmi við smekk og áhugamál. Á Laugarvatni er ekki kenndur vefn aður, sagði Jensína, en að öðru leyti er kennslan með svipuðum hætti og í hinum húsmæðraskól- unum. Flestir nemendurnir í Hús- mæðraskóla Suðurlands eru úr Árnes- og Rangárvallasýslu, en auk þess eru stúlkur frá Reykja- vík og Suðurnesjum all margar, en einnig stúlkur úr öðrum lands hlutum. Auk Jensínu hefur annar kenn- ari við skólann starfað þar í 20 ár, er það Gerður Jóhannsdóttir. Blekking Framhald af bls. 14 landi vegna áfengisneyzlu þjóð- arinnar. Fjöldi manns er andlega veiklaður eða skemmdur, svo að það lagast aldrei til fulls. Sennilega er nú svo komið, að flestum ofbýður, a.m.k. I þegar litið er á vissa þætti áfengismálanna. Þó horfa marg ir á með rósemi þess sljóleika, sem venjan skapar, og er það þó undarlegt með þjóð, sem annars stundar margskonar líknarstarfsemi og slysavarnir með myndarbrag. Á sama tíma og kalla má að þjpðin hafi sigr- azt að fullu á lúsum og berkla- veiki, hefur þetta þjóðarböl stóraukizt. Þar hefur áreiðan- lega ekki verið farið rétt að. Mistökin liggja í Því, að margir trúa því, að það skipti verulega máli í þessu sam- bandi, hvaða áfengistegundir menn drekki og hvar áfengi sé drukkið. Þó er það fullsanr ð að sama áfengismagn er jafn hættulegt eitur hvernig sem það er blandað, og áfengi hef- ur sömu áhrif, hvort sem það er drukkið utan húss eða inn- an, af flöskustút e®a úr fínu glasi. Hér verður ekki reynt að reikna þetta dæmi, en vegna þessa tekjustofns ríkisins vant ar nú fangageymslur til lengri og skemmri tíma, hæli fyrir geðsjúka menn og ýmislega niðurbrotna, uppeldisstofnanír og skóla fyrir börn og ungl- inga, sem ekki lánastf að hafa í almennum skólum og ekki eiga nein heimili, sem að not- uin koma. lJarna á og þarf rík- issjóður að koma til, en ein- SUNNUDAGUR 5. desember 1971 LAUQARA8 Sími 32075 Þrír lögreglumenn í Texas Afar spennandi ný amerísk mynd í litum, með íslenzkum tezta, um mannaveiðar lögreglunnar í Texas. Sýnd kl. 5, 7 og 9. — Bönnuð börnum innan 12 ára HEIÐA Hin vinsæla barnamynd í litum, með ísl. texta. Barnasýning kl. 3 GAMLA BÍÓ 1 Siml 1U75 PERCY Bráðskemmtileg ný ensk gamanmynd í litum.. íslenzkur texti. Sýnd kl. 5. 7 og 9 — Bönnuð innan 14 ára. TARZAN í INDLANDI Barnasýning kl. 3: / hvernveginn er þetta allt ógert, þrátt fyrir tekjustofninn. En jafnvel þó að allt þetta yrði gert, verður þó engan veg- inn hægt að bæta úr því tjóni og eyða þeim sársauka, sem orðinn er. „Þó rösklega sé Rollants hefnt, þeir Rollant sjálfan vekja trautt, og nær til funda stóla er stefnt og stríðs er efnt, er rúmið Rollants autt.“ Það eina sem dugar, til að brjóta áfengisbölið á bak aft- ur, er öflug bindindishreyfing. Með Því einu að efla bindind- issemi, og þá fyrst og fremst bindindissemi ungu kynslóðar- innar, verður sigrazt á þessu mannfélagsböli. Það verður ekki gert með neinni hálf- velgju. Alþingi samþykkti í fyrra- vetur tillögu um varnir gegn sígarettureykingum. Henni venð ur sjálfsagt fylgt eftir með virkari aðgerðu'm. fjárframlög- um og vinnu, svo sem þar var gert ráð fyrir. Vonandi leggur ríkisvaldið þá fyrir sitt leyti líka vaxandi áherzlu á varnir gegn áfengisneyzlu. Það er áreiðanlega mikið hægt að gera ef vilji væri fyrir hendi og reynt væri áð létta undir með áhugamönnum á hessu sviði. Er ekki ástandið orðið nógu vont til þess, að því verði mætt af fullri alvöru? H. Kr. ^jp ÞJÓDLEIKHÚSIÐ LITLI KLÁUS OG STÓRI KLÁUS Sýning í dag kl. 16. Næst síðasta sinn. ALLT I GARÐINUM sýning f kvöld kl. 20. HÖFUÐSMAÐURINN 1 FRÁ KÖPENICK Sýning miðvikudag kl. 20. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,16 til 230. Sími 1-1200 Krisfnihald í kvöld, 114. sýning Spanskflugan þriðjudag, örfáar sýningar eftir. Hjálp, miðvikudag kl. 20,30 Kristnihald fimmtudag Plógur og stjörnur föstudag. Aðgöngumiðasalan í Iðnó er opin frá kl. 14. Sími 13191. ÍTÖLSK RÚMTEPPl 2,20x2,50 m. nýkomin LITLI-SK Ó6UR á horni Hverfisgötn og Snorrabrautar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.