Tíminn - 05.12.1971, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.12.1971, Blaðsíða 4
16 1.11-'..«» i'i. in.d.^aaaiMái. GÍSLl SIGURBJÖRNSSON: TÍMINN HINIR GLEYMDU Bwafð höfum við gert? Hvers vegna Þarf þetta fólk að bíða votalaust eftir að því verði hjáipað? Væri ekki nær að Mta sér nær í öllu þessu hjálp- arstarfi? Hver ber ábyrgðina? Spurningarnar geta verið miklu fleiri, en svarið er ofur einfalt. Fólk hefur ekki viljað sinna þessum málum. Hver hugsar um sig. Allir vilja lifa lengí, en afð verða gamall, hjálparvana og útslitinn, ein- mana og yfirgefinn — það ætl- ar sér enginn að verða. Hver hugsar um sig og síðan fer allt í öngþveiti, ems og nú er komið á daginn'. Tiigangslaust að tala um orð inn hlut, er stundum sagt, en það er ekki alltaf satt. Þess vegna er sí og æ verið að skrifa í Heimilispóstinn (heim ilisblað fólksins á Grund), reyndar fleiri blöð — og nú í Tímann, í þeirri von, að ein- hvem tímann fari fólkið að rumska. Það opinbera á allt fyrir alla að gera, en hvað er gert í málum sjúkra og aldr- aðra, eins og nú er komið? Að gefa ráð til úrlausnar er hægara sagt en gert. Húsnæði vantar. Nýlega ráðlagði ég borgarstjóranum afð láta hefj- ast handa um byggimgu álmunn ar við Borgarsjúkrahúsið og fullgera bygginguna. Gerði það reyndar á sínum tíma,, þegar ég átti sæti í byggingarnefnd- inni, en því var ekki sinnt þá — og nú, líklega ekki gert. Eitthvað annað er meira að- kallandi, að þeirra dómi. En enda þótt álman verði reist og hún notuð fyrir aldr- að, veikt fólk, þá er spurt, hvar á að fá hjúkrunarfólk? Læknar eru of fáir, segir rálð- herra, hjúkrunarkonur vantar í tugatali er sagt, og allt er eftir þessu. Er nokkuð skrítið, þó einstæðingur, gamall, út- sUtinn og vinafár, sé í vandræð um, ef hann lasnast? Nei, þetta er allt á sömu bókima lært. Vanræksla í Þessum efnum á undanförnum árum hefnir sín í dag. Víti til vamaðar? Veit ekki, sinnuleysið er svo óskap- legt, og stjómleysið og sam- vinnan eftir þvi. 1 bókinni era nöfmin, þeim er sleppt að sjálfsögðu, en raunasagan þeirra er líka sag an um þjóð, sem man ebki eftir sínum minnstu bræðrum, nema helzt um kosningar. Munið þér ekki eftir trygging- unum? Þær hafa verifð hækk- aðar. Er þetta allt þakklætið fyrir allt, sem gert er fyrir blessað gamla fólkið? — Jú, ég mam eftir ti’yggingunum og vanþakka þær ekki, ofþakka heldur ekki. En á það vil ég minna, og leggja áherzlu á, að þjóð, sem drekkur áfengi fyrir milljónir á dag, hún ætti að hafa ráð á að byggja yfir þá gleymdu, ef hún vill. En hvort hún hefur fólk til þess að ann- ast hjúkrun og aðhlynningu, er «vo anamð mál, sem leysa verður. Fimmtugi maðurinn, fimm- tuga konan, þau hugsa lítið sem ekkert um ellina, en ég held, að betra sé fyrir þau að fara að gera það. Röðin kemur að Þeim, en hvert fara þau? Hver annast þau, þegar ellin færist yfir og heilsan bilar? Þau eru í stóra hópnum, sem hefur engar áhyggjur af fram- tíðinni, þetta gengur allt ein- h--ern veginn, þegar þar að kemur. En ástæður þeirra geta þó orðið líkar og hjá fólkinu í bókinni: „Er alveg rúmliggjandi“. „Er algjörlega rúmliggjandi eftir slag“. „Er blindur og með krabbamein". „Á erfitt um gang, þolir illa kulda og er heldur heilsutæp". „Hefur litla sjón. en er að öðru leyti hress“. „Er mikið rugluð, en klæðist og er róleg“. „Þarf að fá pláss sem fyrst. Algjört neyðarástand á heimilinu, býr með manni sín- um, sem er sjúklingur líka og getur ekki hugsað um hana“. „Hefur verið öryrki í fjölda ára. Ellihrumleiki og slæmar heimilisástæður". „Er orðin hrum. Mjög slæmar heimilis- ástæður. Öryrki síðastliðin 4 ár“. „Er alveg rúmliggjandi". „Getur ekki verið á fótum leng ur án hjálpar". „Heyrir illa, en er með heyrnartæki. Sér illa, en fer á milli húsa“. „Hefur í fjölda ára verið eins og hvert annað gamalmenni. Klæðist og matast hjálparlaust, veldur aldrei neinum vandræðum". „Brýn nauðsyn ; ð sjúklingur- inn fái vistpláss sem fyrst“. „Er andlega hress og á fótum, en sjón léleg“. „Er hress and- lega og líkamlega, býr með syni sínum, sem hefur stórt ' 'im- ili“. — Nöfnin eru miklu fleiri í bókinni. • AIREIFUR og aðrir fuglar er ný bók eftir 5 Guðmund Böðvarsson, skóldið og bónd- 0 cmn ó Kirkjubóli í Hvítórsíðu. Ljóðskóldið • er hér á nýjum vettvangi, bregður upp ® þjóðlífsmyndum og segir í söguformi frá @ gengnu fólki og samferðamönnum. • Þetta er bók, sem veitir óblandna ánœgju. # REFUR BÓNDI, er landskunnur hagyrðing- ® ur. Hann hefur skráð REFSKINNU. Ekkert 0 af því efni hefur birzt áður. í bókinni eru • m.a. sögur af séra Árna Þórarinssyni, sem ® höfundur þekkti persónulega, fjölmargar q þjóðsögur, skopsögur og frásagnir af dul- • rœnum atburðum. # HÖRPUÚTGÁFAN SUNNUDfGUR 5. desember 1971 Gísli Sigurbjömsson. Lesandi minn. Yður finnst þetta líklega öfgakennt hjá mér, hálfgert ofstæki, ýkjur eða annað slíkt. Ef þér værað í mínum sporam, hvað hefðuð þér gert? Konan var að fara út af skrifstofu minni. Hún sagðist vera búin að vera við símann í tvær vikur, en við hefðum aldrei hringt. Hún bað um vistpláss fyrir tveimur vik um og við sögðum henni þá, að því miður væri allt upp- tekið og langur biðlisti. En hún beið við simann, vonaði að eitt hvað rættist úr, og svo kom hún. Það er einveran, öryggis leysið sem er verst. Ég átti að fá hjálp, en hún kom ekki, mér var lofað þessu og hinu, en ekkert varð úr neinu. Ég held þetta ekki lengur út. Og margt fleira sagði konan, sem er á níræðisaldri. Hvað gat ég sagt? Ekkert, bókstaflega ekkert. Hún gat ekki skilið að hún var gleymd og að henni c: ofaukið í okkar ágæta velferðarÞjóð- félagi, að því er virðist. Þær eru margar og þeir eru margir, því miður, sem þannig er ástatt fyrir. Þess vegna er ég að skrifa þessa grein — í von um, að þér, sem hana lesið, staldrið við andar- tak. Þetta getur líka komið fyr ir yður, þótt seinna verði. Hvers vegna leggið þér ekki hönd á plóginn, á meðan hægt er? Litla Grund átti að verða minnisvarði um rausn og skiln- ing borgarbúa, reyndar allra landsmanna, sem vildu hjálpa til að hjálpa öðrum. Eíi hún Litla Grund verður draumur en ekki veraleiki. En hún veld- ur fleirum en mér vonbrigðum og það er verst. Mat mitt var rangt, hinir mörgu, sem gátu, gerðu ekkert, en hinir, sen> lítið gátu, gerðu mikið. Scgan um Litlu Grund verður rituð eftir mörg ár, hálfgerð rauna- saga um ofmat og vonbrigði. Elliheimili telja sumir vera orðin úrelt, þau þurfi tæpast, í stað þeirra eigi að koma íbúð- ir fyrir aldra® fólk. Sumir segja að aldraða fólkið eigi að vera heima hjá sér, færa því mat, senda hjúkrunarkonu og heim- ilishjálp þegar með þarf. Um þetta má lengi skrifa og skoð- anir eru ýmsar, en reynslan er ólygnust, en á reynslu er sjald an tekið mark nú á tímum, Þegar allt á að vera öðruvísi en það var. Fer ég því ekki að deila við einn eða neinn, skýri aðeins frá hvernig málin standa í dag hjá fjölda aldraðra, sem vita ekki hvar hjálp er að fá þegar heilsan er farin að bila. Ennþá era aðeins um 9% þjóðarinnar orðin 65 ára og eldri, og er því vandamálið hjá okkur ekki nær eins erfitt og hjá nágrannaþjóðunum, þar sem allt að 12% og þar yfir hefur náð þeim aldri. Hjá okk ur hefur þetta verið látið af- skiptalaust að mestu, ella væri ekki komi'ð í slíkt óefni og raun ber vitni um. Á Alþingi eru þeir farnir að ræða málin — hafa reyndar oft gert það áður — en engu að síður verðum við að binda nokkrar vonir við þá. Hitt væri þó miklu áhrifameira, ef hægt væri að vekja áhuga almenn- ings á Þessum málum, en það er erfitt — en vonandi ekki vonlaust. ÚT I ÖVISSUNA Þaö er einróma álit þeirra sem hafa lesið hana að hún skari framúr öllum fyrri bókum höfundar hvað ævintýralega atburðarás og spennu snertir. Verð kr. 450.00 + söluskattur. ohoAN SEM GERISTÁ ÍSLANDI Suöri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.