Tíminn - 05.12.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.12.1971, Blaðsíða 2
24 TIMINN SUNNUDAGUR 5. desember 1971 Sportvöruverzlunin GODABORG FREYJUGÖTU 1 — SÍMI 19080 Vegna stækkunar fyrirtækisins að Freyjugötu 1 hefur verzlunin hætt starfsemi sinni i Glæsibæ, Álfheimum 74. Á Freyjugötu 1 bjóSum við betri þjónustu en við áður höfum getað, vegna of lítilla húsakynna. Sportvöruverzlunm G0ÐAB0RG FREYJUGÖTU 1 — SÍMI 19080 Við bjóðum til jóiugjuh SKAUTA fyrir börn og fullorðna (við skerpum skauta). SKÍÐI fyrir böm og unglinga, ódýr og góð. SKÍÐASKÓ vandaða og ódýra, allar stærðir. ÆFINGABÚNINGAR nýjar tegundir. FÓTBOLTASKÓ, Puma, Nokia og fl. teg. FÓTBOLTA — HANDBOLTA, mikið úrval. BADMINTONSPAÐA fyrir börn og fullorðna. VEIDISTENGUR og VIÐLEGUÚTBÚNAÐUR. HAGLABYSSUR — RIFFLA og skotfæri. Góð viðgerðarþjónusta á byssum. ATHUGIÐ vegna mikils vörulagers á PUMA fótboltaskóm og uppháum strigaskóm bama og fulorðinna gefum við sérstakan afslátt af þeim. Leikföng - RÝMINGARSALA - Leikföng Vegna flutnings bjóðum við til jóla 20% afslátt af barnaleikföngum Ótrúlega mikið og fallegt úrval, allt nýjar vömr, t.d. BRÚÐUR með hári, margar gerðir og stærðir. BÍLAR og BÍLABRAUTIR. FÓTBOLTASPIL og BOBBSPIL og margt, margt fleira. PÖKKUM í jólapappír, og viðskiptavinir fá gefins DAGATAL. PÓSTSENDUM UM LAND ALLT. Opið til kl. 10 á þriðjudögum og föstudögum. Sportvöruverziuniu G0DAB0DG FREYJUGÖTU 1 — SÍMI 19080 Halldór Kristjánsson: Blekkingin mikla Oft hefur það heyrzt, að ís- lenzka ríkið hefði miklar tekj- ur af áfengissölu. Jafnvel hef- ur mátt heyra, að vandséð væri hvemig ríkissjóðnum yrði borg ið, ef sá gróði væri horfinn. Þetta mun þó vera einhver stórkostlegasta blekking, sem finna má í sambandi við rík- isbúskapinn. Víst hefur ríkið tekjur af áfengissölu. Árið 1970 voru tekjur af Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins 874 milljónir. Það er mikið fé. Satt er það. En þar ætti líka að koma bakreikningur. Raunar er enginn svo vel að sér, að hann geti sagt svo nærri lagi sé hvað það kostar þjóðina að afla þessara ríkis- tekna. Um það eru engar skýrsl ur og alls ekki hægt að gera þær, svo að tæmandi yrði. En nefna má nokkra liði, sem hafa sín áhrif á ríkisbúskapinn. Nefnum fyrst vinnutjón, Það er vitað mál, að margir vinnu- dagar tapast árlega vegna áfengisneyzlu. Það veit enginn hvað margir veikinda- dagar verða hjá starfsfólki rík- isins vegna drykkjuskapar. En nokkrir eru þeir. Þessi tekjuöflun fyrir ríkis- sjóðinn veldur miklu mann- tjóni. Það mun sízt of mælt, að árlegt beint manntjón vegna drykkjuskapar á íslandi geri meira en jafnast á við heila skipshöfn eins og þær gerast fjölmennastar á fiskiskipum. Þetta fólk deyr með ýmsu móti. Sumir blátt áfram drekka sig í hel. Aðrir fara sér að voða í ölæði. Nokkrir rísa ekki undir því böli og eymd sem drykkju- skapur þeirra veldur og farga sér sjálfir. Og til eru þeir, sem falla fyrir drápshendi ölóðra manna. Sé reiknað með að 30 manns farist árlega af þessum sökum og hefðu til jafnaðar átt eftir 20 ár af eðlilegum starfsaldri, þá þýðir Það, að alltaf vantar 600 manns til starfa. Að vísu kemur það ekki beint við rík- issjóðinn í sjálfu sér. Þó verð- ur tryggingakerfið a'ð borga út stórfé vegna þessa manntjóns í staðinn fyrir að ríkissjóður ætti að fá skatta og gjöld af 600 vinnandi manns. Þá eru beinar skemmdir. Á degi hverjum eru til jafnaðar skemmdir bílar fyrir meira en milljón krónur. Enginn veit hve mikið af því tjóni stafar af drykkjuskap. Það er ekki einu sinni víst að hirt sé um að telja saman hve margir bíl- ar það eru, sem drukknir menn stela og eyðileggja, en þeir eru ekki fáir. Nú munu þeir, sem mest tala um gróðann af áfengissölunni segja, að á þessu græði ríkið líka, því að það séu fluttir inn nýir bílar í stað þeirra, sem eyðileggjast og ríkissjóður hafi tekjur af innflutningnum. Hins vegar hækka tryggineagiöld vegna þessai-a skemmda, út- gerð bílanna verður öll dýr- ari og tekjur eigendanna lækka þó að þeir selji þjónustu sína dýrar, en það hvort tveggja snertir ríkissjóiðinn og skerð- ir tekjur hans. Það er líka hætt við að það Halldór Krlstjánsson snerti ríkissjóðinn og tekjur hans þegar ölvaðir menn brenna frystihús, íbúðarhús, skip o.s.frv. Lítum svo á heilbrigðismál- in. Sjúkrahús, sem ætluð eru geð- og taugasjúklingum, yfir- fyllast af fólki sem drekkur frá sér heilsuna. Þá er farið að byggja til viðbótar. Stofnkostn- aður og rekstrarkostnaður þeirra sjúkrahúsa kemur við ríkissjóðinn. Svo er það lögreglan. Fjöl- mennt lögreglulið keppist við það flestar nætur þegar frí- dagur er að morgni að afstýra beinum voða á skemmtistöð- um og kringum þá og í heima- húsum. Og alla daga er lögregl- an önnum kafin að eltast við innbrotsþjófa og falsara, sem langflestir vinna sín ógæfu- verk vegna drykkjuskapar. Þetta verður ríkissjóður allt að kosta að meira og minna leyti, jafnframt því að byggja og reka ný fangahús til að geyma þá, sem glatað hafa manngildi sínu og siðferði við að skapa áfengistekjur ríkis- sjóðsins. Hún er dýr, sú innheimta. Áreiðanlega er hún dýrari' en öll eftirtekjan. Hér er ýmislegt ótalið. Verst eru neikvæð álirif uppeldislega. Það eru svo margir foreldrar sem eyða tíma sínum við að skapa þessar áfengistekjur rik- isins, að þeir mega ekki vera að því að sinna börnum sínum. En verra en afskiptaleysið geta þó afskiptin orðið, þegar for- eldrarnir eru orðnir drukkn- ir. Hvernig eiga bömin að hafa nokkra öryggiskennd á heimilum, þar sem skemmt- un snýst upp ' það, að kalla verður á lögreglu til að afstýra hryðjuverkum? Eða þá á þeim heimHum, þar sem voðaverk eru unnin? Það er versti bakreikningur- inn sem áfengisgróðinn fær, sem fjallar um andleg spjöll á fólki, fyrst og fremst börn- um,, því að þau þola verst tangastríðið, þó að fólki á öll- um aldri sé í stórum stíl mis- boðið og ofboðið. Það kemur fram á ríkis- sjóðnum, þegar landsmenn missa heilsuna, ekki sízt ef börnin ná ekki andlegri heilsu. En það er einmitt það, sem gerist nú í stórum stfl hér á Framhald á bls. 22.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.