Tíminn - 05.12.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.12.1971, Blaðsíða 7
iUNNUDAGUR 5. desember 1971 TÍMINN 19 ALEXANDER STEFÁNSSON: SAMGÖNGUMÁL A VESTURLANDI VALD ÁSTARINNAR er eftir BODIL FORS- BERG höfond bókanna „Ást og ótti“ og „Hróp hjartans“. - Hrífandi og spennandi bók um óstir og örlagabarattu. - Kjörbók kvenna. FRANCIS CLIFFORD skrifaði bókina „Njósn- ari á yztu nöf“. Só bók varð metsölubók hér á íslandi. Nýja bókin hans heitir NJÓSNARI f NEYÐ. - Baróttan er hóð upp á líf og dauða. - Ósvikin karlmannabók. horpuútgAfan iwrnrlinm fjánrmmum er var S5 til samgöngumála í landi voru, enda ekki van|>örf á, við búum í stóru og strjálbýlu landi. Það veltur því á miklu aið samgöngubætur séu vel og skynsamlega gerðar og þeir fjármunir sem þjóðin getur lagt til samgöngumála nýtist sem bezt. Ég mun í þessatí litlu grein fjalla nokkuð um samgöngu- mál Vesturlandskjördæmis sér staklega. Ekki hefur verið gerð nein samræmd áætlun um samgöngumál í Vesturlands- kjördæmL Kampsax-skýrslan, sem gerð var um samgöngumál á íslandi, stór og mikil bók, hefur aldrei verið birt. Hefur hún þó að geyma stórmerkar upplýsingar um samgöngumál á íslandi, vissa gagnrýni á stjórnendur samgöngumála og tilllögur til úrbóta sem margar hverjar eiga rétt á sér. Á Alþingi fyrir nokkru, voru samgöngumál Vesturlandskjör- dæmis til umræðu í fyrirspurn artíma. Ekki voru umræður þessar á neinn hátt afgerandi fyrir samgöngumál Vesturlands, og engin stefnumótun, enda hafa samgöngúmál Vesturlands, og víðast í öðrum landshlutum oftast hlotið þau örlög, að Öárveiting, sem er oftast allt of rýr, er tekin til meðferðar af þingmönnum kjördæmis, bút uð niður og skipt á héruð í ákveðna vegi, oftast án þess að takmarki sé náð, og vill þá nýting fjárins vera í sam ræmi við þessi vinnubrögð. Þessu verður að breyta tafar laust. Ég tel, að með tilkomu lands hlutasamtaka sveitarfélaga í öllum kjördæmum landsins, sé skapaður réttur grundvöllur til að ræða og móta ákveðna samgönguáætlun fyrir hvert kjördæmi. Landshlutasamtökin, sem samanstanda af öllum sveitarfélögum hvers iands- hluta, ásamt þingmönnum kjör dæmisins, tæknimönnum og yfirstjóm vegamála, eiga að móta þessa stefnu, og sækja um fjármagn til framkvæmda algjörlega í samræmi við stefnu mótunina. Þetta er sú grundvallarstefnu breyting, sem ég tel lífsnauð- syn fyrir alla þætti samgöngu- mála í landi voru, að öðrum kosti situr þéttþýlið eitt að öllum varanlegum samgöngu- bótum. Á fyrista ársfundi landshluta samtaka Vesturlands 1970 vom gerðar samþykktir um sam- göngumál. 1. Að hraða undirbúnings- rannsóknum í sambandi við brúargerð yfir Borgarfjörð, þannig að framkvæmdir geti hafizt í byrjun næsta vega- áætíunartímabils. 2. Að ljúka gerð Heydalsveg ar á næsta ári. 3. Að hefjast handa um skipulega uppbyggingu og við- hald vegakerfisins í Vestur- landskjördæmi m. a. með því að staðsetja þar meira af stór virkum vegagerðarvélum t. d. grjótmulningsvélum. Fnndur- inn bendir á það óíremdar- ástand, sem nú er ríkjandi sér- staklega að því er varðar við- hald og uppbyggingu veganna í vesturhluta kjördæmisins. Heydalsvegi er nú að ljúka, sem er mjög mikilvæg sam- göngubót fyrir Vesturland, fyrst og fremst Dalasýslu, og ekki síður Vestfirði og síðar Norð urland. Brú yfir Borgarfjörð er framkvæmd sem yrði stórmerk ur áfangi til samgöngubóta, samtenging þéttbýliskjaraa Akranes — Borgames og um leið stór framför fyrir aðra landshluta. Ég tel að framttíðarlausn á samgöngumálum Akraness við Reykjavík sé hrað- Alexander Stefánsson skreið bifreiða- og farþega- ferja. Slík ferja kæmi einn- ig að fullum notum fyrir um- ferð vestan og norðan, sér- staklega fyrir léttari umferð. Jafnframt þarf að halda áfram uppbyggingu Hvalfjarðarvegar fyrir þunga umferð sem hefur þegar tekið miklum breyting um til batnaðar. Sá hluti Vesturlands, sem hetfur lélegasta vegakerfið er Snæfellsnes. Þrátt fyrir ágæt ar framkvæmdir eins og veg- í Ólafsvikurenni, Búlandshöfða og Brú yfir Mjósund, má segja að vegakerfið á Snæfellsnesi sé í algjörlega óviðunandi ástandi. Á sunnanverðu Snæfellsnea' er vegurinn frá Hitará að Fróð- árheiði að mestum hluta ófull- nægjandi, hefur síðustu ár lit ið verið hreyft við framkvæmd um til úrbóta. í Kolbeinsstaða- hreppi og Eyjahreppi eru kafl- ar sem verða ófærir í fyrstu snjóum, jafnframt seinfærir á öðrum árstímum. Einnig í Miklaholtshreppi eru melar kring um Breiðablik og Gröf sem valda miklum samgöngu- truflunum, þó tekur útyfir í Staðarsveit, þar eru stór svæði, þar sem ódýrt er að bygga upp veginn, algjörlega ófull- nægjandi allt árið og veldur oft mestu samgöngutruflunum á vetrum. f Breiðuvík hefur ástandið lagazt verulega enda þótt mikið vanti á þar til að ör- uggt geti talizt. Á norðanverðu Snfellsnesi er ástandið verst milli Grund- arfjarðar og Ólafsvíkur, meiri- hluti þessa vegar eru gamlir úr sér gengnir vegir að undan-- skildum Búlandshöfðavegi, sem þó þarf mikillar lagfæringar við. Vegur milli Sands og Ólafs- víkur er mjög slæmur, vegur í Ólafsvíkurenni var mikið mann virki, sem til þessa hefur tekið stóran hluta vegafjár í afborg- un og vexti af skuld vegna vegarins. Þessi vegur hefur staðizt illa tímáns tönn þótt ungur sé, skörð hafa myndazt í hann og skriðuföll tíð, virð- ist vegurinn vera of lítið sprengdur inn í bergið og vest ari hluta hans hefði átt að leggja niður á kampinn hjá svo kölluðum „Rauðusteinum“ í stað þess að fara upp á hamr- ana, þar sem er mikill vatns- uppgangur og snjóþyngsli. MiE- ill snjómokstur og skriðuhreins un fylgir þessum vegi, eins og Búlandshöfðavegi, sem gerir staðsetningu á veghefli í Ól- afsvík brýna nauðsyn. Vega- gerð frá Enni út í Rif er nauð- synlegt að framkvæma sem fyrst. Fjallvegirnir sem tengja byggðir sunnan og norðan fjalls, þ.e. Fróðárheiði og Kerl ingarskarð, hafa orðið útundan með nauðsynlegar lagfæringar síðari ár. Fróðárheiði er stutt leið, að- eins tæpir 13 fem. Meirihluti vegarins liggur á snjóléttu svæði, og hefur Fróðárheiði oftast verið fær allan veturfnn síðari árin, með snjómoksturs- aðstoð þegar verst er, en þessa leið er mjög auðvelt að gera örugga með tiltölulega ódýrri vegaframkvænid, þar sem vitað er, að á tiltölulega litlu svæði myndast ófærð í snjóavetri. Sl. sumar var gerð mikilvæg lagfæring á veginum yfir Fróðárheiði fyrir um 1 millj. króna og vantar aðeins herzlu muninn til viðbótar svo að Fróðárheiði sé með öruggustu fjallvegum landsins, enda er þessi vegur öruggasta og stytzta leiðin frá þorpunum á utanverðu SnæfeUsnesi í vega- kerfið SnæfeUsnes — Reykja- vík. Útnesvegur kemur ekki tíl greina sem vetrarvegur, vegna mikilla vegalengda fjarri allri byggð og snjóþyngsla á löngu svæði — en er sjálfsagður að öðru leyti vegna hringvegar um nesið og ferðamannaum- ferðar. Enda fáir staðir á fs- landi, sem geta státað af stór- brotnari og sérkennilegri nátt- úrufegurð en svæðið kring um „Jökul“. Á Kerlingaskarði er einnig hægt að byggja upp vegakerfi svo viðunandi sé, en brú yfir Álftafjörð kæmi að veruleg- um notum fyrir íbúa Stykkis- hólms og nærsveitir, sem færu þá um Heydalsveginn. Ein,s og að framan greinir tel ég brýna nauðsyn að vega- gerð á Snæfellsnesi fái nú þeg- ar viðunandi fjármagn í næstu vegaáætlun. 1. Vegurinn á sunnanverðu nesinu verði byggður skipu- lega upp frá Ilítará að Fróðár- heiði. 2. Vegurinn milli Grundar- fajrðar og Ólafsvíkur. 3. Vegurinn frá Ólafsvík til Hellissands. 4. Gerðar verða verulegar endurbætur á vegi í Ólafsvíkur enni og Búlandshöfða. 5. Brú yfir Álftafjörð. 6. Staðsett verði stórvirk grjótmulningsvél til fram- leiðslu ofaníburðar á svæðinu Snæsfellsnes — -alasýsla. 7. Staðsettur verði nú þegar veghefill í Ólafsvík fyrir við- hald og hreinsun á veginum Ólafsvfk — Búlandshöfði — Fróðárheiði. Það er mín skoðun að þátt vegamála í samgöngumálum á fslandi verði að skoða í nýju ljósi — taka upp skipulagða stefnu um uppbyggingu vega i hverju kjördæmi — þar sem heildarhagsmunir íbúanna ráði stefnunni. Ég tel að Vegagerð ríkisins þurfi að eignast stórvirkavi vegagerðartæki, ekki sízt til framleiðslu á ofaníburði til vegagerðar. Olíumöl og önnur ný ryk- bindiefni verði í auknum mæli notuð f vegi landsins. Það þarf að styrfcja þau sveitarfélög sérstaklega í endanlegri gatnagerð, þar sem þjóðvegurinn liggur í gegn. Við, sem búum við hið léleg- asta vekakerfi, sem eyðileggur bifreiðar okkar jafnvel ó fyrsta og öðru ári, teljum ekki óeðli- legt, að þeir íbúar þessa lands, sem aka daglega eingöngu eft- ir steyptum eða malbikuðum þjóðvegum, greiði sérstakt vegagjald umfram aðra, með- an ekki er hægt að veita okk- ur sams konar aðstöðu. Það er ósk mín og von, að ; þessi mikilvægi þáttur sam- j göngumála á fslandi verði nú ! tekinn föstum tökum, en handa hófsstefna ekki látin ráða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.