Tíminn - 05.12.1971, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.12.1971, Blaðsíða 12
SkgábM Rætt við skólastjóra húsmæöraskólanna um breytingar á fyrirkomulagi húsmæðrafræðslu FB—SB'—Rvik, föstudag. Húsmaeðraskólar hafa lönguim notið mikilla vinsælda, og stúlk ur gjarnan farið einn vetur í slíkan skóla, til þess að læra sitthvað, sem þeirn gæti komið vel í framtíðinni bæði innan heimilis og utan. Margir hafa tal ið, að húsmæðraskólarnir fylgd ust ekki nægilega vel með breyt ingum og breyttum tímum, en trúlega er þar talað af vanþekk ingu, því að skólastarfið hlýtur að breytast með breyttum efniviði, sem úr er unnið, eins og ein skóla stýran komst að orði í viðtali við blaðið. Nú eru starfandi á landinu 11 húsmæðraskólar, í Reykjavík, Varmalandi, Staðarfelli, ísafirði, Blönduósi, Löngumýri, Akureyri, Laugalandi, Laugum, Hallorms- stað og á Laugarvatni og að auki Ilúsmæðrakennaraskóli í Reykja vík. í þessum 11 húsmæðraskólum er rúm fyrir 395 nemanda, en í vetur eru þar aðeins 313 neín- endur. Þeir skólar, sem nemend um hefur fækkaði í bili, hafa fært starfsemi sína yfir á annað svið, tekið upp fjölbreytt nám skeið fyrir konur í nágrannasveit um og bæjum og einnig hafa þeir tekið að sér matreiðslu- kennslu fyrir nærliggjandi gagn- fræðaskóla, svo sízt er hægt að segja að þeir séu verkefnalausir. Ekki er hægt að segja neitt ákveð en væru í vetur. Auk þeirra stúlkna, sem eru í skólanum all- an veturinn, hefur skólinn dag námskeið, sem eru mjög eftir- sótt. Rúmlega 60 stúlkur munu vera á biðlista eftir að komast á þau. Fram að jólum verða 20 á dagnámskeiðinu, en eftir ára- mótin verða dagnámskeiðsnemend umir 24 taldsins. Meðaltalskostnaður í Hús- mæðraskóla Reykjavikur í fyrra vetur var um 30—32 þúsund krón ur, miðað við 9 mánuði ,en fyrir 5 mánaða dagnámskeið hefur kostnaðurinn orðið 13 til 15 þús und krónur. Sjö fastráðnir kenn arar eru við skólann, að skóla- stjóranum meðtöldum, en auk þess kenna við skólann nokkrir stunda kennarar. Á Varmalandi eru í vetur 42 stúlkur, og er skólinn fullskip aður, og hefur verið það undan farin ár. Skólastjóri er Steinunn Ingimundardóttir, sem er for- maður nefndar þeirrar, sem erid nrskoða á löggjöfina um hésmæðrafræðslu landsins. Steinunn sagði að nemendurn ir væru víða af að landinir,' ” 17 væru komnar norðan yfir Holta vörðuheiði og aðrar úr hinum ýmsu sveitum fyrir sunnan 'og austan og úr Reykjavík. Náms- tíminn á Varmalandi er 9 mán- að þær fari í þennan skóla. — Fyrir tveimur árum voru voru teknar í notkun nýjar íbúðir fyrir kennaralið skólans. Þá tók ég 36 stúlkur inn í skólann, þar sem ég hélt, að það .gæti gengið, en þá nægði engan veginn kennslu rýmið, því ekki var hægt að gera nægilegar breytingar á því, þótt svefnrými ykist fyrir nemendurna. Hef ég því ekki tekið fleiri en 24 eins og áður var, og verður ekki með góðu móti tekið við fleiri nemendum fyrr en kennslurýmið eykst. Kennarar við Staðarfellskólann eru f jórir, en auk þess hefur venju lega komið söngkennari frá Akra- nesi og kennt söng í 10 daga á vetri. Staðarfellsskólinn starfar í átta mánuði á ári, og í fyrra var kostnaður 34 til 36 þúsund krón- ur fyrir liverja stúlku, Er þá með- talinn kostnaður við fæði, bækur handvinnu, vefnað og bílakostn- aður, þegar stúlkurnar fara eitt- hvað í burtu, saman á skemmtan- ir eða því um líkt. — Ég tel alveg lífsnauðsynlegt, að húsmæðrafræðslunni verði breytt þannig, að nemendur úr húsmæðraskólum fái einhver rétt- indi. á því sviði, og því væri æski- legt að hægt væri t.d. að sérhæfa sig t.d. í matreiðslu, vefnaði eða saumum. Þá gætu stúlkur, sem sjálfu sér með breyttum efniviði og þeim breytingum, sem eiga sér stað í þjóðfélaginu, hverju sinni. Annars sagðist hún telja, að slíkir skólar ættu ekki að ganga á undan með neitt bruðl, og sjálf legði hún mikið upp úr því, að gera skólahaldið sem líkast venju- legu heimili. í Kvennaskólanum á Blöndu- ósi eru 10 nemendur í vetur, en skólinn getur hins vegar tekið á móti 36 nemendum. Miklar breyt- ingar hafa orðið á nemendafjöld- anum. í fyrra voru nemendur 25, en' í hitteðfyrra var skólinn full- skipaður. Til þess að nýta skól- ann sem bezt, þrátt fyrir það, að fastir nemendur séu ekki margir hafa verið haldin vefnaðar, sauma- og föndurnámskeið í skólanum, og matreiðslukennsla unglinga úr unglingaskólanum fer fram í Kvennaskólanum, að sögn Aðal- bjargar Ingvarsdóttur skólastýru. Hún er nú við skólann áttunda árið, en þetta er fimmta árið sem hún er skólastýra. Aðalbjörg sagði, að 20 nem- endur hefðu verið á vefnaðarnám- •skeiðunum, 21 á sauma- og fönd- urnámskeiðinu og unglingarnir í matreiðslunni væru 52 talsins. Ákveðið er að halda áfram stutt- um námskeiðum eftir áramótin, þar sem þau hafa hlotið miklar ur ekki starfað sem slíkur undan- farin ár, en í vetur hefur kennsla verið tekin þar upp að nýju. Skóla stjóri var ráðin Margrét Kristins- dóttir. Hún sagði, að fram að þessu hefðu verið haldin námskeið í skólanum ,námskeið fyrir hús- mæður og svo tveggja mánaða námskeið fyrir matsveina í fiski- og flutningaskipum. Eftir áramót- in tekur svo til starfa hinn raun- verulegi húsmæðraskóli, og starf- ar hann í fimm mánuði. í skólanum eftir áramótin verð- ur sérstök hússtjórnardeild. Þar verður megináherzla lögð á mat- reiðslu, þvott og ræstingu og svo bóklegu fögin, sem kennd eru almennt í húsmæðraskólum, og er ætlunin, að nemendur fái jafn- mikla fræðslu á þessum sviðum, eins og hefðu þeir verið allan veturinn, en kennslan verður í 5 mánuði. Verða sextán stúlkur í þessari deild. Þá verða einnig starfræktar tvær aðrar deildir saumadeild og vefnaðardeild, og í hvorri þeirra verða 16 stúlkur, svo alls verða í skólanum eftir áramótinu 48 stúlkur, og getur skólinn ekki rúmað fleiri nem- endur. Margrét sagði, að nemendum- ir myndu búa úti í bæ, þar sem ekki væri heimavist við skólann. Margar væru frá Akureyri, jáfn- 313 nemendur í húsmæðraskólun- um sem rúma 395 í heímavistum ið um, hverju fækkun nemenda L skólunum sætir, en margt bend ir til, að einn skóli verði vinsælli en annar og þannig færist aðsókn in til, þótt hin ófylltu rúm, bendi ef til vill einnig til þess að skól arnir séu orðnir of margir. Skóla stýrurnar telja þó, að breytingar gætu orðið á með breyttu fyrir komulagi, t.d. með því að skipta námstímanum, stytta hann og breyta námsefni og þar fram eft- '\r götunum. Menntamálaráðuneytið hefur na skipað nefnd til þess að etauiskoða gildandi löggjöf um húsm^ðrafræðslu og löggjöfina um Húsmæðrakennaraskóla fs- lano^- í nenndina hafa verið skipuð frú Sigiíður Haraldsdóttir, kenn- ari, samkvæmt tilnefningu Kven- félagasambands íslands, Björn Halldórsson skrifstofustjóri, sam kvæmt tönefningu Sambands ís- lenzkra srveitarfélaga, Vigdís Jóns dóttir, sU^Öastjóri Húsmæðrakenn araskóla íslands, Halldóra Egg ertsdóttir, samkvæmt tilnefningu Kennarafélagsins Hússtjórnar, og Steinunn Ingimundardóttir skóla stjóri, samkvæmt tilnefningu skóla stjóra húsmæðraskólanna, en ráðuneytið hefur jafnframt skip að Steinunni formann nefndar- innar. f tilefni af þessari nefndarskip- un ræddum við við skólastýrur 11 skóla, og fara upplýsingar þeirra hér á eftir: Aðsókn að Húsmæðraskóla Reykjavíkur er góð, að sögn skólastýrunnar, Katrfnar Helga- dóttur. í vetur verða í skólan um 30 stúlkur, en skólinn rúmari 40, ef hann væri fullskipaður. Sagði Katrín, að 1 fyrra liefðu verið nokkru fleiri nemendur uðir, og í fyrra varð kostnaður frá 33 í 36 þúsund krónur. Fer mismunur hér eins og annars staðar eftir því, hve mikið stúlk umar gera í handavinnunni, því efni í hana leggur skólinn til. Kennarar eru fjórir, fastráðnir auk tveggja stundakennara — íþróttakennara og íslenzkukenn- ara. — Það er bráðnauðsynlegt, að koma skólunum í nánara sam- band við fræðslukerfið heldur en nú er, sagði Steinunni. — Nú veita þeir engin sérstök réttindi og því verður nauðsynlega að breyta. Við reynum að sjálfsögðu að fylgjast eins með tímanum og mögulegt er, og gerum það án efa mun betur, heldur en margir telja. En það er nauðsynlegt að breyta fleiru, taka fyrir hagfræði og félagsfræði í meira mæli, svo nokkuð sé nefnt. Steinunn er að byrja 11. vetur sinri, sem skóla stýra á Vanmalandi. Tuttugu og fjórar stúlkur eru við nám í Húsmæðraskólanum að Staðarfelli. Þar af eru 12 úr nær liggjandi sveitum, og mun það heldur óvanalegt, því venjulega sækja stúlkur fremur til skóla fjærri heimilum sínum. — Fólk hér við Breiðafjörð er skólanum einstaklega vinsamlegt, og heldur við hann mikla tryggð, sagði Ingigerður Guðjónsdóttir skólastýra. — Það er rétt, að stúlkur sækja oft í burtu til ann arra skóla, en hér hefur þetta oft ast verið svona, stúlkurnar úr Breiðafjarðarsveitunum koma hing að ekki síður en aðrar. Þáð er eflaust vegna þess að foreldrarn ir halda upp á skólann, og mæð- urnar kalla þetta „skólann sinn“, og þangað langar stúlkurnar ekki síður en mæðurnar langar til þess hefðu lagt sérstaklega stund á matreiðslu gengið íyrir sem að- stoðarstúlkur í eldhúsum á sjúkra- húsum, eða sem ráðskonur hjá stofnunum, og fengju um leið hærra kaup, en stúlkur sem réðu sig, og hefðu enga fræðslu feng- ið á þessu sviði. Mér finnst líka sjálfsagt, að taka pilta inn í skól- ana, og það myndi ég gera, ef piltur sækti um, en þeir gera það líklega ekki á meðan skólinn veit- ir engin sérstök réttindi. Nokkrar breytingar hafa orðið á nemendatölunni á ísafirði. í vetur eru þar 25 stúlkur, en hæfi7 legt er, að þar séu 32 í einu. Þó voru þar 40 nemendur fyrir 3 ár- um. í vetur hefur verið efnt til sauma- og vefnaðarnámskeiða fyr- ir almenning, og einnig hefur ver- ið hægt að koma í skólann á mat- reiðslunámskeið, en ekki verið jafn mikill áhugi á því eins og hinu tvennu, að sögn skólastýrunn- ar Þorbjargar Bjarnadóttur, sem er nú við skólann sitt 23. ár. Við spurðum Þorbjörgu hvað hún teldi meginástæðuna fyrir þeim breytingum, sem orðið hafa á nemendafjölda nokkurra hús- mæðraskólanna. Hún sagðist halda, að nú ættu stúlkur fleiri kosta völ, en áður, svo breyttist ne-mendafjöldinn einn vetur, nem- endu-m fækkaði, en síðan fjölgaði aftur, þótt engar skýringar væri hægt að gefa á því. Kennslan í húsmæðraskólanum á ísafirði stendur í 8 mánuði. Mesti kostnaður á síðasta ári var 35 þúsund krónur. Fjórir kennar- ar starfa við skólann, en auk þess eru aukakennarar í söng og íþrótt- um oftast nær. Þorbjörg sagði, að breytingar hlytu að eiga sér stað í húsmæðraskólurri sem og annars- staðar. En þær kæmu mest af vinsældir í nágrannsveitum Blöndu óss, og í nágrannaþorpunum. Nám skeiðin eru bæði dag- og kvöldnám skeið. Aðalbjörg taldi nauðsynlegt, að einhverjar breytingar yrðu gerð- ar á húsmæðraskólunum. Til dæm- is gæti verið athugandi, að stytta kennslutímann, þannig að hann skiptist í tvennt yfir veturinn fyr- ir þær stúlkur, sem ekki hafa að- stæður til þess að vera í heima- vistarskóla heilan vetur. Einnig sagðist Aðalbjörg óska þess, að nemendurnir fengju einhver starfs réttindi að náminu loknu, en ekki mætti breyta of miklu í einu, því betra væri að fara hægt í allar breytingar og þreifa sig áfram. Aukin matreiðslukennsla gæti einnig verið hagkvæm fyrir sum- ar stúlknanna, og þá minni kennsla í öðru, og ætti slíkt að geta kom- ið að góðum notum til dæmis varð andi hótelrekstur hér á landi á sumrin. í Húsmæðraskóla kirkjunnar að Löngumýri í Skagafirði eru 15 nemendur í vetur, en rúm er þar fyrir 20. Hólmfríður Pétursdóttir skólastýra sagði, að skólinn hefði ekki verið fullsetinn undanfarin 4 ár, en í vetur væru þó fleiri nem- endur en í fyrravetur. Ekki verð- ur séð fyrr en í vor, hvað skóla- vist að Löngumýri kostar í vetur, en í fyrra var kostnaðurinn um 30 þús. kr. hvern nemanda. Varðandi ne-fndarskipunina sagði Hólmfríður, að sér fyndist tími til kominn að endurskoða húsmæðrafræðsluna og þótt fyrr hefði verið. Raunar kvaðst hún álita, að þessa kcnnslu ætti að taka meira inn í hið almenna skóla kerfi og kenna báðum kynjum jafnt. Ilúsmæðraskóli Akureyrar hef- vel giftar konur, sem ættu hægt með að komast að heiman, en myndu hins vegar ekki fara í burtu í heimvistarskóla, og gæf- ist þeim kostur á að fara í hús- mæðraskóla, en stunda heimili sín eftir sem áður, og væri það mjög nauðsynlegt, og einnig vinsælt. í húsmæðraskólanum að Lauga- landi í Eyjafirði eru 37 stúlkur í vetur. Þar er fullskipað með 38 nemendum, en í neyð mætti koma þar fyrir 40 stúlkum sam- tímis, en þá er orðið helzt til þröngf. Síðast liðin tvö til þrjú ár hefur skólinn ekki verið full skipaður, en nemendur þó aldrei færri en 32, að sögn Guðríðar Ei- ríksdóttur, Guðríður sagði, að húsnæðis- vandræði væru nokkur við skól- ann, og rætt hefði verið um stækkun, en ekki verið tekin nein ákvörðun þar að lútandi enn sem komið væri. Meðalkostnaður hjá hverri sútlku er um 34 þúsund krónur, á 9 mánaða námstíma. Upphæðin er þó nokkuð breytileg eftir því, hve mikið stúlkumar vinna í höndunum, því skólinn leggur mest af efninu til. Fjórir fastráðnir kennarar eru við skól- ann, og auk þess hafa verið 1 til tv-eir stundakennarar við skól- skólann að jafnaði. Á Laugum í Þingeyjarsýslu eru nemendur í vetur aðeins 7 tals- ins. Jónína Bjarnadóttir skóla- stýra sagði, að nemendum hefði fækkað mjög undanfarin ár. Hún sagði að þetta væri þriðji vetur sinn við skólann. Fyrsta árið hefðu nemendur verið 30, annan veturinn voru þeir 17 og í vetur sem sagt aðeins 7 talsins. Væri skólinn fullskipaður gætu verið í honum milli 30 og 35 nemendur. Framhald á bls. 22

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.