Tíminn - 05.12.1971, Blaðsíða 6
TIMINN
SUNNUDAGUR 5. desember 1971
„Gró5urrannsóknir“ á MöSrudalsöræfum í ágúsf 1971
ILiism. KbH Sæmvndsson)
Rætt við Ingva
Þorsteinsson, náttúrufræðing
það sem eyðist, jafnvel þótt við
slettum 18 milljón krónum í land-
grasðslu eins og á þessu ári og
annarri eins upphæð í skógrækt.
Það kemur reymdar í ljós við
nánari athugun á verðmæti þeirr-
ar krónutölu, sem er varið til land
græðslumála, að hún hetfur aðeins
fjórfaldazt að verðgildi síðan um
1950. Þetta væri stórkostleg aukn-
ing, ef upphæðin 1950 hefði verið
veruleg, en hún nam aðeins um
2 milljónum króna. Reyndar skipt-
ir það ekki hðfuðmáli hvort „jafn
vægi“ er í gróðureyðingu og upp-
græðslu, heldur það að menn geri
sér ljóst að gífurleg gróðureyð-
ing á sér enn stað í landinu.
Úr hjarðmennska f
ræktunarbúskap
— í hverju ætti heildaráætlun
Fyllilega tímabært að gera nýja áætlun
um gróðurnýtingu og landgræðslu
f dag segir þriðji maðurinn okk-
ur frá skoðunum sínum á framtíð
landgræðslu og skipulegri nýt-
ingu landsgæða. Sá er Ingvi Þor-
steinsson, sem starfar hjá Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins.
Ingvi nam landbúnaðarvísindi að
Hvanneyri óg í Landbúnaðarhá-
skólanum í Ási í Noregi, og síð-
an í Ríkisháskólanum í Montana
i Bandaríkjunum, þar sem hann
lauk magistersprófi.
Við spurðum Ingva fyrst hvort
hann teldi þörf á að gerð yrði hér
á landi heildaráætlun um land-
græðslu og landnýtingu.
— Alveg tvimælalaust, svaraði
Ingvi. — Nú eru 64 ár liðin frá
því að fyrstu lögin voru sett um
andgræðslu á íslandi. Síðan er mik
ið vatn runnið til sjávar. Það sem
var í gildi þá og það sem hægt
var að gera þá á ekki við nema
að litlu leyti lengur. Við lifum á
mestu tæknitímum, sem hafa geng
ið yfir mannkynið. Þekkingin hef
ur aldrei verið meiri, og þetta gild
ir einnig um landgræðslu og aðra
náttúruverr't l'T'-'i 1 sjónarmið
í huga, þa Uj-.i . nslu, sem
landgræðslustaríið hxnga- ’ •-
uí gefið, og þær rannsói scrn
gerðar hafa verið á þessu sviði, að
stefnuljósi, þarf að gera nýja,
skipulega heildaráætlun um gróð-
urvernd, landnýtingu og land-
græðslu. Þetta hefur ef til vill
ekki verið tímabært fyrr, en nú
má það heldur ekki dragast úr
hömlu.
— Hversvegna hefur þetta ekki
verið tímabært fyrr?
— ÞaS hafa ekki legið fyrir
ákveðnar niðurstöður um hvemig
nýtingu gróðurs á fslandi væri hátt
að. En á nýtingu gróðursins bygg-
ist það, hvort hann eyðist eða
heldur velli. Það má heita, að
landgræðslustarfið sé unnið fyrir
gýg, nema alveg sé tryggt að gróð
urinn sé ekki ofnýttur.
Ákveðnar niðurstöður um nýt-
ingu gróðurs eru nú fyrir hendi.
Búið er að mæla og kortleggja
gróður á um 2/3 hlutum af land-
inu. Beitai-þol flestra afrétta hef-
ur verið ákveðið og búið er að
fir.na hver aimarra afrétta
Bústofninn sums staðar
helmingi meiri en afrétt-
irnir þola
— Og hvernig er ástatt um
gróðurinn?
— Komið hefur í ljós, að gróð-
urlendið er ofnýtt á tæplega helm
ingi landsins, sums staðar aðeins
lítillega, annars staðar mjög vem-
lega. Dæmi eru um sýslur, þar
sem hrossa- og sauðfjáreignin,
þ.a.e.s. sá bústofn, sem nýtir út-
hagann, er helmingi meiri en það,
sem afréttirnir þola. Og það em
reyndar afréttir til á landinu, sem
era svo lítið grónir, að 1/10 hluti
þeirra er gróið land en annað ör-
foka svæði. Það eru til afréttir,
sem hiklaust ætti að loka fyrir
beit í einn til tvo áratugi, vegna
þess hve mikill uppblástur á sér
þar stað.
— Er landið að gróa eða eyð-
ast í heild?
— Sem svar við þessari spum-
ingu vil ég vitiiu í b'. :.„krif sem
áttu sér stað í Morgunblaðinu ekki
alls fyrir löngu, þar sem menn
urðu ekki á eitt sáttir. Persónu-
lega vil ég bó cndurtaka, að d-
an r.r ..ngar af gróðiú íanus-
':’.5 er oinýttur, og við byggjum
Ingvi Þorsteinsson
landbúnaðinn í jafn ríkum mæli
á okkar rýrnandi úthögum og við
gerum nú, og meðan landbúnað-
arframleiðslan er að litlu sem
'.evt’ 1 ■
iandgæ,. ...a, þa er útilokað, að við
séum að græða meira heldur en
Sprengisandur, citt af hinum ónumdu svæðum landsins. Þegar hafa verið
gerö gróðurkort af öllum öræfum og byrjað er á byggðum landsins.
um landgræðslu og landnýtingu
næstu ára og áraituga að vera fólg-
in, Ingvi?
— Slík áætlun yrði mjög marg-
þætt. Hún yrði ekki fyrst og
jfremst fólgin í því að áætla ein-
hverja krónutölu til beinna land-
græðsluaðgerða. Áð mínum dómi
verða þessi mál ekki leyst á ann-
an og betri hátt en að breyta
hjarðmennskunni yfir í ræktunar-
búskap, vegna þess að það þýðir
ekki að klippa af öðrum endanum
og bæta við hinn endann. Þess
vegna er fyrst og fremst um að
ræða endurskipulagningu land-
búnaðar í íslandi.
— Á hverju myndi sú endur-
skipulagning byggjast?
— Þegar er búið að gera gróð-
urkort af 2/3 af landinu eins og
áðan var vikið að. Þar er fyrst
og fremst um hálendið að ræða,
en nú er líka hafin kortlagning
áf beitarþoli og ræktunarmögu-
leikum byggðanna. Þessar rann-
sóknir hafa leitt í ljós hvar of-
nýting á sér stað, og þær eiga að
leiða í Ijós hverjir era ræktunar-
möguleikar hverrar sveitar og
hverrar jarðar á landinu. Það er
nefnilega ekki nóg að finna hvar
og hve mikil ofnýting er, heldur
verður að vera hægt að leggja á
ráð til úrbóta. Hvar er hægt að
rækta og hvernig á að fara að
því?
Við erum ekki á neinum
vonarvöl
Unnið hefur verið að viðtækum
rannsóknum á því hvernig hægt
er að bæta landið og auka nota-
gildi þess. Rannsóknir hafa sýnt
að nú þarf um 2,8—3 ha gróins
úthaga fyrir eina lambá yfir sum-
artímann, en með ákveðinni rækt-
un lands, sem kostar aðeins um
helming af því, sem túnrækt kost-
ar, er hægt að auka beitarþolið
15falt, þannig að unnt er að beita
5 lambám á hektara. Við eram
þess vegna ekki á neinum vnnar-
völ. Með slíkri skipulegri ræktun,
þar sem hennar er þörf, sláum við
tvær flugur í einu höggi: Við létt-
um á okkar þrautpíndu úthögum,
og um leið aukum við arðsemi bú-
fjárræktarinnar, því að ég hef
ekki séð neitt dæmi um fjárfest-
ingu í landbunaði, sem gefur eins
arðbæra útkomu og ræktun bit-
haga.
— Hæfir það íslenzka sauð-
fénu að ganga á ræktuðu landi?
— Beit á ræktað land eingöngu
virðist ekki eiga við sauðfé. Þvi
era það gleðitíðindi, að hér eigi
að fara að leyfa ræktun holdanant
gripa, en þeir geta nýtt mikið af
gróðri sem sauðfé ekki nýtir. Frá
gróðurfarslegu sjónanmiði er
blönduð búf járrækt mun betri en
einhliða. x
— En höfum við ekki hross?
— Jú, en það er ekki enn búið
að sannfæra mig um arðsemi
hrossaræktar. Við höfum í iand-
inu 270.000 ærgildi i hrossum hvað
beit snertir, þ.e. um 30.000 hross.
Þau éta frá sauðfénu og keppa
við það um gróðurinn.
500—550 millj. kr. framlcv.
— Hver er þá ræktunarþörfin,
svo að binda megi -endi á ofbeit-
ina?
— Eins og sakir standa þarf að
rækta bithaga fyrir um 280.000
ærgildi, en það svarar til um 50
—55 þúsund ha. samkvæmt því,
sem að framan segir.
— Hvað kostar þessi ræktun?
— 10.000 kr. á hektara að með-
altali miðað við núverandi verð-
lag og áburðardreifingu í 2 ár,
þ.e.a.s. 500—550 milljónir sam-
tals. Segjum að þessu væri skipt
á 5 ár þá yrði kostnaðurinn 100
—110 milljónir kr. á ári og til
þess þyrftu bændur að £á styrk,
ekki síður en til annarrar ræktun-
ar. Og svo verðum við að gera
ráð fyrir að bústofninn aukist eft
ir því sem fólkinu fjölgar f land-
inu og fyrir því þarf að gera ráð
í slíkri áætlun.
Það sem hér hefur verið sagt,
era að mínum dómi meginatriði
landgræðsluáætlunar, þ.e.a.s að
taka upp ræktun í stað rányrkju,
ella verður málið ekki leyst En
það er fleira, sem þarf að gera.
Það þarf að stórauka fjárveit-
ingar til beinna landgræðsluað-
gerða, þ.e.a.s. heftingar sandfoks,
friðunar skóglenda, sem hefur ver
ið alltof hægfara, ræktunar ör-
foka lands, og stóraukið fjármagn
þarf ttl rannsókna, sem. öll þessi
landgræðsluáætlun verður að
byggjast á.
Ný vinnubrögð
Það þarf að taka upp nýja
stefnu í vinnubrögðum þeirra
stofnana, sem að landgræðslu
vinna hvað samvinnu snertir. Ég
vil benda á í því sambandi, að í
starfs- og stefnuáætlun Land-
verndar, sem samþykkt var á að-
alfundi samtakanna fyrir skömmu,
var m. a. lýst yfir þeim
vilja að „stuðlað yrði að nánari
samvinnu Landgræðslu rikisins
og Skógræktar ríMsins, og ja£n-
vel unnið að sameiningu þeirra“.
Það er mín persónulega skoðun,
að fjármagn og starfskraftar þess-
ara stofnana yrðu bezt nýtt þann-
ig, að sem mest samræming yæri
í störfum þeirra og að eytt yrði
því sundurlyndi, sem hefur gert
vart við sig, þegar um er að ræða
aðferðir og stefnu f uppgræðslu-
málum. Ég sé ekki þörf á mörg-
um silkihúfum heldur samstilltum
átökum.
Það sem ég hef sagt hér eru
aðeins nokkrir þankar um fram-
tíðaráætlun um landgræðslu, sem
mér komu í hug í skjótu bragði,
en ekM tæmandi útlistun um það
mál.
Við þökkum Ingva samtalið.
( SJ.