Fréttablaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 8
8 11. febrúar 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Evrópa Láttu ekki svona „Þetta kom samt svolítið á óvart. Þar sem það var ekki for- keppni þá bjóst ég við því að allir aðrir en ég yrðu valdir.“ Jónsi júróvisjónfari, Fréttablaðið 10. febrúar. Þá veistu það Óli „Kóngar og tildurfólk eru í útlönd- um og geta þeir sem vilja lesið um það og skíðaferðir þess í ríkulega myndskreyttum vikublöðum.“ Hannes H. Gissurarson, Morgunblaðið 10. febrúar. Af hverju hringdust þeir ekki á? „Eymingja litla íslenska ríkis- stjórnin gleymdi að láta skáta- höfðingjann vita af fundi því nú væri verið að minnast Baden Powell. Og eymingja litli skátahöfðinginn sat á snjóþotu í fjallshlíðum Vín- lands í stað þess að lyfta glasi með ylfingunum, ljósálfaforingjum og ylfingahvolpum.“ Elísabet Brekkan, DV 10. febrúar. Orðrétt Námskeið: Menntasmiðja Eskju AUSTURLAND Eskja hf., áður Hrað- frystihús Eskifjarðar hf., stendur fyrir umfangsmikilli og endur- bættri menntasmiðju fyrir starfs- fólk sitt og er verkefnið í samstarfi við þekkingarfyrirtækið IMG Deloitte, sem mun sjá um skipu- lagningu námsins næstu þrjú árin. Boðið verður upp á námskeið sem nýtast jafnt í leik sem starfi og með fræðslu þessari er vonast til að ein- staklingarnir verði hæfari til að sinna störfum sínum og takast á við ný verkefni. Í haust var meðal annars boðið upp á námskeiðin, indversk matar- gerð, vínsmökkun, gerum gott betra, að efla eigið sjálfstraust, stafræn myndataka og mynd- vinnsla, skattframtal einstaklinga, internet og tölvupóstur, auk þess sem farið var yfir gæði og sam- vinnu í framleiðsluferlinu. Næstu námskeið verða um fjármál fjöl- skyldunnar, sparnað og lífeyris- sjóðsmál, skyndihjálp, samskipti á vinnustað, starfslok og að grilla af fingrum fram. Að sögn Höllu Óskarsdóttur, sem hefur umsjón með námskeiðunum, hafa á annað hundrað manns sótt námskeiðin það sem af er vetri. Fjölsóttasta námskeiðið, gæða- stjórnun í fiskvinnslu, sóttu 40 manns, allt starfsfólk í bolfisk- vinnslu. Þá sóttu 35 námskeiðið um vínsmökkun og smárétti og 22 nám- skeið í indverskri matargerð. Öll námskeiðin eru starfsfólki Eskju að kostnaðarlausu. Mökum er velkomið að sækja flest nám- skeiðin og borga fyrir það kostn- aðarverð sem getur verið mis- munandi eftir námskeiðum. ■ SKATTAMÁL „Ég hygg að megnið af starfsfólkinu hjá Impregilo eigi að greiða skatta af launum sínum hér, en það er þó ekki algilt,“ sagði Gestur Steinþórsson, skattstjóri í Reykjavík, sem kvaðst þó ekki vilja tjá sig um stöðu stað- greiðsluskila hjá einstökum fyrir- tækjum eða launagreiðendum. Sveitastjóri Norður-Héraðs greindi frá því í Fréttablaðinu í gær, að úrsvar erlendra starfs- manna skilaði sér ekki nema að örlitlu leyti til sveitarfélaganna fyrir austan nema að örlitlu leyti. Gestur sagði, að álitamál hefði komið upp varðandi ábyrgð á skattgreiðslum starfsmanna Impregilo annars vegar og manna frá erlendum starfsmannaleigum hins vegar. Spurður hver bæri ábyrgð á að skattgreiðslur Impregilo-manna væru í réttu ferli, sagði Gestur það vera sitt embætti. „Impregilo er staðsett í Reykjavík og á að standa skil á skattgreiðslum þar. Mitt embætti á því að fylgjast með því hvernig skattskilum þess er háttað. Ég tel, að við vitum hvernig þeim skuli háttað til framtíðar litið, en hvort þeir eru sammála því, það er önn- ur saga. Skattayfirvöld eru að vinna í því að koma þessu á hreint. Þau fylgjast með því hvort menn standi skil á því sem þeim ber. Ef þeir gera það ekki þá er brugðist við því. Almennt talað er stundum gripið til þess að áætla, bókhald skoðað eða farið á stað- inn. Við grípum til aðgerða í þessu tilfelli eins og öðrum ef á þarf að halda.“ Indriði Þorláksson ríkisskatt- stjóri tók í sama streng og skatt- stjóri að Impregilo ætti að standa skil á staðgreiðslu af launum starfsmanna sinna hér. Auk stað- greiðslunnar ættu launagreiðend- ur að skila inn sundurliðun á því hvaða starfsmenn hefðu fengið greidd laun. Sveitarfélögunum væri síðan skilað staðgreiðslu í samræmi við sundurliðunina. „Á launagreiðendum hvíla þær skyldur að halda eftir stað- greiðslu og skila henni. Hins veg- ar fá gjaldendur álagningu þegar árinu er lokið,“ sagði ríkisskatt- stjóri. „Við teljum að skyldur þessara aðila séu mjög skýrar og þeim beri að standa skil á stað- greiðslunni.“ Skattstjóri og ríkisskattstjóri vildu ekki gefa upp hvort Impreg- ilo hefði staðið skil á staðgreiðslu skatta starfsmanna sinna. Þeir kváðust ekki gefa upp stöðu ein- stakra skattgreiðenda. jss@frettabladid.is Mosfellsprestakall: Ragnheiður ráðin til starfa KIRKJAN Séra Ragnheiður Jóns- dóttir hefur verið valin til þess að gegna prestsembætti í Mosfells- bæ við hlið sr. Jóns Þorsteinsson- ar sóknarprests. Alls sóttu tuttugu og einn um stöðuna en valnefnd Mosfells- prestakalls ákvað þann 4. febrúar að legga til að Ragnheiður yrði ráðin. Hún hefur verið sóknar- prestur í Hofsós- og Hólapresta- kalli í Skagafirði undanfarin ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá Biskupsstofu. ■ ÍSAFJÖRÐUR Ný götunöfn eru talin geta valdið ruglingi. Nýtt íbúðasvæði á Ísafirði: Nota götu- nöfn Akur- eyringa GATNAGERÐ Götunöfn, sem um- hverfisnefnd Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt á nýju íbúða- svæði á Tunguskeiði, eru ófrum- leg ef marka má ábendingar Guðna Ásmundssonar, íbúa á Ísa- firði, sem bendir á að fyrirhuguð götunöfn séu þegar í notkun á Ak- ureyri. Þetta kemur fram á bb.is. Fyrir skemmstu samþykkti um- hverfisnefnd að nefna göturnar eftir trjátegundum, Asparlund, Birkilund, Eikarlund, Furulund og Grenilund. Þetta telur Guðni að geti valdið ruglingi og vill koma þeirri hugmynd á framfæri að í stað endingarinnar „lundur“ verði notast við „rjóður“ eða „stígur“. ■ Framlög til ferðaþjónustu 2002 og 2003: Einn og hálf- ur milljarður ALÞINGI Fjármálaráðuneytið hefur aflað upplýsinga um framlög rík- isins til ferðaþjónustu árið 2002 og fram í nóvember 2003, að beiðni Brynju Magnúsdóttur, sem sat á þingi fyrir áramót sem vara- þingmaður Samfylkingarinnar. Í svari fjármálaráðherra kemur fram að árið 2002 námu framlög tengd ferðaþjónustu samtals 726 milljónum króna og rúmlega 710 milljónum króna árið 2003. Til viðbótar þessu koma fjárveiting- ar sem hljóða upp á 900 milljónir króna til nokkurra safna sem rík- ið rekur og tengjast ferðaþjón- ustu óbeint. Af ráðuneytunum veittu forsætisráðuneytið og sam- gönguráðuneytið langmest fé til ferðaþjónustu og tengdra mála á þessu tímabili. ■ Norður-Kóreu: Fengu hjálp Pakistana TÓKÝÓ, AP Pakistanar hjálpuðu Norður-Kóreu við að hefja rann- sóknir og þróun á kjarnorkuvopn- um árið 1996 þar sem notast er við úraníum, að sögn háttsetts norð- ur-kóresks flóttamanns. Norður- kóresk stjórnvöld hafa viður- kennt að vinna að gerð kjarnorku- vopna úr plútóníum en ekki úraní- um. Flóttamaðurinn, Hwang Jang Yop, segir í viðtali við japanskt blað að yfirmaður kjarnorkuáætl- unarinnar hafi sagt sér þetta haustið 1996. Áður hafi sá verið að leita að plútóníumbirgðum en svo sagt að þess gerðist ekki þörf þar sem Pakistanar létu þá fá úraní- um. Þessu neita Pakistanar. ■ ÁRÁSIR Á GYÐINGA Réttarhöld eru hafin yfir fjórum aröbum sem ákærðir eru fyrir að hafa skipulagt árásir á gyðinga í Þýskalandi í nafni palestínsku öfgasamtakanna Al Tawhid. Leið- togi hópsins er 39 ára Jórdani. Saksóknarar í Düsseldorf segja að mennirnir hafi meðal annars ætlað að gera árás á nýja gyð- ingasafnið í Berlín. FORSETI GEORGÍU FER TIL RÚSS- LANDS Mikhail Saakashvili, ný- kjörinn forseti Georgíu, fór á fund háttsettra embættismanna í Rússlandi með það að markmiði að bæta samband landanna tveggja. Rætt var um öryggis- mál, baráttuna gegn hryðjuverk- um og þann möguleika að Rússar drægju heri sína til baka frá Georgíu. TALA LÁTINNA KOMIN Í 92 Björgunarmenn hafa fundið 92 lík í rústum ellefu hæða fjölbýlis- húss sem hrundi til grunna í borginni Konya í Tyrklandi 2. febrúar. Á annan tug manna er enn saknað. 24 ára kona sem lá föst í rústunum í heila viku ligg- ur nú á sjúkrahúsi með sködduð nýru, drep í fæti, brotin rifbein og innvortis blæðingar. Verjendur sakbornings: Dómari í glæpagengi BELGRAD, AP Verjendur manns sem var ákærður í tengslum við morðið á Zoran Djindjic, forsætisráðherra Serbíu, hafa kært einn dómaranna í málinu fyrir glæpsamlegt athæfi. Þeir segja að hann hafi tengsl inn í glæpagengi sem tekist hefur á um völd í undirheimunum við glæpa- samtökin sem sakborningurinn á að eiga aðild að. Verjendurnir vitnuðu í fréttir af því að dómarinn hefði ver- ið eiginkonu glæpaforingja innan handar við að fá leyfi til atvinnu- rekstrar. „Þú hefur orðið serbneska réttarkerfinu til skammar og skap- að vantraust á gildi laga og réttar,“ sagði verjandi mannsins. ■ Starfsmenn greiði skatta hér á landi Langflestir þeirra erlendu starfsmanna sem starfa hjá Impregilo á Kárahnjúkavirkjunarsvæðinu eiga að greiða skatta hér á landi, að sögn skattstjórans í Reykjavík. Ekki fæst uppgefið hvort ítalska verktaka- fyrirtækið hefur staðið skil á staðgreiðslum af launum þeirra til ríkisins. SKATTASKIL Embætti skattstjórans í Reykjavík ber að framfylgja því að erlend fyrirtæki sem staðsett eru hér á landi, svo sem Impregilo, greiði staðgreiðsluskatta af launum starfsmanna sinna. Tillögur Verslunarráðs um heilbrigðisþjónustu: Sem mest verði boðið út HEILBRIGÐISMÁL Mikilvægt er að hlutverk Landspítala - háskóla- sjúkrahúss verði skilgreint í þá veru að það sjái fyrst og fremst um sérhæfða sjúkrahúsþjónustu, segir meðal annars í tillögum Verslunarráðs Íslands um eflingu heilbrigðisþjónustu hér á landi. Tillögurnar voru kynntar í gær. Verslunarráð telur eðlilegt að bjóða út rekstur sem flestra þjónustuþátta sem falla utan kjarnaþjónustu spítalans. Starf- semi sú sem færðist yfir á hendi einkaaðila gæti síðan tengst sjúkrahúsinu með samstarfs- samningum vegna háskólahlut- verks þess. Í tillögunum eru nefnd nokkur dæmi um þjón- ustuþætti sem Verslunarráð tel- ur að bjóða megi út. Það eru þjónusta á öldrunarsviði, fæð- ingarþjónusta, tæknifrjóvgun- ardeild, þjónusta við geðfatlaða á Hringbraut og Kleppi, endur- hæfing á Grensási og í Kópa- vogi, langtímameðferð krabba- meinssjúkra og rekstur líknar- deildar. Verslunarráð vill leggja megináherslu á að færa rekstur heilsugæslustöðva í hendur einkaaðila og jafnframt að bjóða út byggingu og rekstur nýrra hjúkrunarheimila. ■ HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA Mikilvægt að Landspítali - háskólasjúkra- hús sjái einungis um sérhæfða sjúkrahúsþjónustu. INDVERSK MATARGERÐ Leiðbeinandi í indverskri matargerð var Shabana Zaman og má hér sjá áhugasamt matargerðarfólk fylgjast með henni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.