Fréttablaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.02.2004, Blaðsíða 10
10 11. febrúar 2004 MIÐVIKUDAGUR ■ Asía FANNFERGI Í MOSKVU Mikil snjókoma hefur verið í Moskvu und- anfarna daga. Moskvubúar létu það hins vegar ekkert á sig fá. Sumir settu upp regnhlíf þar sem þeir gengu fram hjá St Basil dómkirkjunni á Rauða torginu. Ahmed Qureia berst gegn öryggismúr Ísraela: Leitar eftir stuðningi í Evrópu DUBLIN Ahmed Qureia, forsætisráð- herra Palestínumanna, segir að ekki verði hægt að stofna palestínskt ríki ef Ísraelar haldi áfram að reisa öryggismúr á Vesturbakkanum. Hann krefst þess að alþjóðasam- félagið grípi í taumana þegar í stað. Palestínski forsætisráðherrann fór til Dublin á fund írskra ráðamanna áður en hann hélt af stað í ferð um Evrópu til að afla málstað sínum stuðnings. Ísraelar hafa þegar lokið við að reisa um einn fjórða hluta múrsins sem á að verða rúmir 700 kílómetrar að lengd. Hæstiréttur í Ísrael hefur ákveðið að taka fyrir beiðni tveggja ísraelskra mannrétt- indasamtaka sem halda því fram að með byggingu múrsins sé verið að skerða mannréttindi Palestínu- manna. Niðurstöðu hæstaréttar er að vænta í þessari viku. Eftir tvær vikur mun Alþjóðadómstóllinn í Haag fjalla um lögmæti múrsins. ■ Tsjetsjenía: Níu féllu VLADIKAVKAZ, AP Níu rússneskir hermenn og tsjetjsenskir lög- reglumenn féllu fyrir hendi upp- reisnarmanna frá sunnudagseftir- miðdegi fram á mánudagsmorg- un. Fjórir hermenn féllu í árásum á stöðvar Rússa og þrír tsjetj- senskir hermenn voru skotnir til bana. Yfirmaður Öryggisstofnun- arinnar, arftaka KGB, lét lífið þegar bíll hans keyrði yfir jarð- sprengju og sprengjusérfræðing- ur lét lífið þegar jarðsprengja sem hann reyndi að aftengja sprakk. Rússneskir hermenn handtóku rúmlega 170 Tsjetsjena vegna gruns um tengsl við uppreisnar- menn. ■ SAMEINUÐU ARABÍSKU FURSTADÆMIN, AP Að minnsta kosti 43 fórust þegar írönsk farþegaþota hrapaði skammt frá íbúðahverfi í bænum Sharjah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þrír lifðu slysið af og voru þeir fluttir þungt haldn- ir á sjúkrahús. Fokker 50 vél Kish Airlines var að koma frá írönsku eynni Kish í Persaflóa með 40 farþega innan- borðs auk sex manna áhafnar. Far- þegar vélarinnar voru frá Íran, Ind- landi, Egyptalandi, Filippseyjum, Alsír, Sýrlandi, Kína, Nígeríu og Bangladesh. Vélin fórst þegar hún var að koma inn til lendingar á flugvellin- um í Sharjah. Að sögn flugmálayfir- valda í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum höfðu flugmennirnir ekki sent frá sér neyðarkall. Báðir flugritar vélarinnar eru fundnir og munu yfirvöld í furstadæmunum njóta fulltingis íranskra sérfræð- inga við rannsókn slyssins. Flugslys er tíð hjá írönskum flugfélögum enda hefur íranska flugflotanum verið lítið við haldið á undanförnum tveimur áratugum, meðal annars vegna viðskiptaþving- ana Vesturlanda. Vélin sem fórst í Sharjah var þó ekki nema ellefu ára gömul. ■ TONY BLAIR Breski forsætisráðherrann hélt 45 mínútna frestinum svokallaða á lofti á fundi með þingmönnum fyrir innrás. Blix um Blair: Ýkti hættuna LONDON, AP „Ætlunin var að gera þetta dramatískara en það var, rétt eins og sölumenn varnings reyna að auka og ýkja mikilvægi þess sem þeir hafa í höndunum,“ sagði Hans Blix, fyrrum yfirmað- ur vopnaeftirlitssveita Sameinuðu þjóðanna í Írak, um framsetningu Tony Blair forsætisráðherra á upplýsingum um að Írakar gætu notað gereyðingarvopn með 45 mínútna fyrirvara. Blix var gagnrýninn á Blair. „Ég held að við búumst við aðeins meiri af stjórnmálamönnum, sér- staklega leiðtogum á Vesturlönd- um, aðeins meiri einlægni,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali í BBC. ■ BANDARÍSKT SENDIRÁÐ Í PEKING Bandaríkjamenn hafa tekið fyrstu skóflustunguna að nýju sendiráði í Peking, höfuðborg Kína. Byggingarframkvæmdirn- ar eru þær umfangsmestu sem bandaríska utanríkisráðuneytis- ins hefur staðið fyrir á erlendri grundu. Við hönnun bygginganna var farið eftir afar ströngum ör- yggisreglum. MUSHARRAF FORDÆMIR ÆRU- MORÐ Pervez Musharraf, forseti Pakistans, fordæmir ærumorð og segir að sökudólgarnir verði að taka út þá refsingu sem lög í landinu kveði á um. Á ári hverju eru hundruð pakistanskra kvenna drepin af ættingjum til að bjarga heiðri fjölskyldunnar. Musharraf segir að þessar aftökur séu ólög- legar og endurspegli brengluð viðhorf í pakistönsku samfélagi. ÁTJÁN FÓRUST Í UMFERÐARSLYSI Að minnsta kosti átján manns létu lífið og fimm slösuðust þegar bifreið fór út af vegi og hrapaði niður fjallshlíð í Shaanxi-héraði í norðanverðu Kína. Orsakir slyss- ins eru ókunnar. Tugir fórust þegar flugvél hrapaði til jarðar: Þrír komust lífs af Á SLYSSTAÐ Eldur kom upp í flaki vélarinnar þegar hún skall á jörðinni. MÚRINN Palestínumenn aka fram hjá öryggismúr Ísraela í útjaðri Jerúsalem. Landsbankinn og Burðarás eru með 12,6% hlut í Íslandsbanka. Karl Wernersson, stjórnarmaður í Pharmco, og systkini hans eiga 5,36% í bankanum. Samtals ráða þessir aðilar um 18% hlut í bank- anum. Beiti þeir afli sínu sameig- inlega er staða þeirra innan bank- ans mjög sterk. Ekki er ljóst á hvaða sveif Karl Wernersson mun leggjast. Það er þó talið líklegast að annaðhvort sé hann Lands- bankamegin eða að hann sé að fjárfesta til skemmri tíma. Líf- eyrissjóður verslunarmanna og lífeyrissjóðurinn Framsýn eru með samtals 12,3%. Framsýn seldi 3% hlut á dögunum. Staða fulltrúa þessara sjóða, Víglundar Þorsteinssonar og Helga Magnús- sonar hefur veikst innan bankans. Víglundur hefur beitt sér af krafti fyrir því að verða endurkjörin í stjórn Lífeyrissjóðs verslunar- manna til þess að tryggja stöðu sína í bankaráðinu. Enginn friður hefur verið í kringum setu Víg- lundar í bankaráðinu og voru hörð átök þegar Helgi og Víglundur tryggðu Helga kjör í stjórn Straums-fjárfestingarbanka. Harður slagur varð innan Sam- taka atvinnulífsins þegar Víglund- ur reyndi að tryggja sér kjör, þrátt fyrir að vera búinn með kjörtíma- bil sitt samkvæmt venju samtak- anna. Hann naut hins vegar full- tingis Samtaka iðnaðarins og tryggði sér með því áframhald- andi setu í stjórn lífeyrissjóðsins. Líklegt má telja að hann nái kjöri í bankaráðið, en staða hans verður mun veikari en áður. Landsbank- inn og þessir tveir lífeyrissjóðir eru því orðnir langstærstu öflin innan bankans. Magnús L. Sveins- son, formaður Lífeyrissjóðs versl- unarmanna, segir sjóðinn fyrst og fremst hugsa um að ávaxta sitt pund: „Viðskipti með bréf bankans og hræringar innan hluthafahóps- ins snerta okkur lítið“. Hann segir að staðan nú hafi ekki verið rædd í stjórn sjóðsins. Töluvert stór hluti innlendrar hlutabréfaeignar lífeyrissjóðsins er í Íslandsbanka. Magnús segir engar ákvarðanir liggja fyrir um hvort hræringarn- ar verði til þess að sjóðurinn selji hluta eignar sinnar í Íslands- banka. Hlutur lífeyrissjóðsins hef- ur heldur farið minnkandi undan- farna mánuði. Þarf tvo til Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, segist vel skilja að áhugi sé á hlutabréfum Ís- landsbanka: „Það segir okkur bara að bréfin eru verðmæt og teljast góður fjárfestingarkostur“. Landsbankinn og skyldir aðilar hafa keypt bréf í bankanum að undaförnu. Bankinn horfir til sameiningar bankanna. „Við met- um það þannig að ekki sé grund- völlur fyrir sameiningu bank- anna. Við teljum að sjálfsögðu að það þurfi tvo til og það sé ekki ákvörðun Landsbankans, heldur sameiginleg ákvörðun ef til þess ætti að koma.“ Kristján segir að það hafi eng- in áhrif á bankann þótt Lands- bankinn og tengdir aðilar kaupi bréf í bankanum: „Þeir stjórna ekki bankanum með því, nema þeir ráði meirihluta í bankanum. Mér skilst að þetta sé víðs fjarri því. Það er ekki ákvörðun Lands- bankans að það gerist“. Þeir sem nú ráða ríkjum í bank- anum telja leið Landsbankans ófæra, bæði út frá samkeppnislög- um, svo og pólitískt. Íslandsbanka- menn telja auk þess aðferð Lands- bankans ekki líklega til árangurs. Mikilvægt sé við flóknar samein- ingar að hlutirnir gerist í sátt. Óljóst framhald Landsbankamenn vilja samein- ingu bankanna. Hins vegar er ekki víst að þeim liggi mikið á því. Samkvæmt heimildum verður núna staldrað við og andanum náð. Hlé verður á athöfnum í bili og menn munu gefa sér tíma til að átta sig á landslaginu. Eigendur Landsbankans eru komnir með annan fótinn inn fyrir þröskuld- inn og láta sér það líklega nægja í bili. Staðan er metin þannig að ekki verði ráðist í óvinveitta yfir- töku. Frekar verði reynt að tryggja ákveðin sjónarmið innan stjórnar Íslandbanka og kannað hvort ekki megi efla vilja innan stjórnarinnar til þess að leita leiða til sameiningar. Þótt hlé verði gert nú á frekari atlögu að Ísland- banka, er erfitt að dæma um næstu skref. Óvinveitt yfirtæka er ekki líkleg leið. Íslandsbanki er í góðum rekstri og ekki þarf stór- an hlut til að hafa mikil áhrif inn- an bankans. Áhætta Landsbank- ans er því ekki veruleg enda lík- legt að hægt sé að finna kaupanda að hlutnum ef menn gefast upp á þessari leið. Burðarás hefur borð fyrir báru og getur auðveldlega haldið áfram að kaupa bréf í bank- anum. Framhaldið er óvíst, en Landsbankinn er búinn að tryggja að taka verður tillit til þeirra sjón- armiða við stjórn bankans. Óvíst er hvernig lífeyrissjóð- irnir og félög í eigu eða hlutaeigu Íslandsbanka beita eignarhlut sín- um. Komi til hlutfallskosningar á aðalfundi, gæti staðan orðið sú að smærri hluthafar réðu nokkru um hver niðurstaðan yrði. ■ STÆRSTU EIGENDUR ÍSLANDSBANKA Lífeyrissjóður verslunarmanna 8,10% Landsbankinn* 7,40% Straumur-fjárfestingarbanki** 6,00% Karl Wernersson og fjölskylda 5,36% Burðarás* 5,20% Íslandsbanki*** 4,60% Lífeyrissjóðurinn Framsýn 4,20% Framtak-fjárfestingarbanki** 4,00% Lífeyrissjóður sjómanna 1,90% Hrómundur ehf. 1,40% Samtals 48,16% * Landsbankinn og tengdir aðilar ** Í eigu Íslandsbanka að hluta eða öllu leyti *** Óheimilt að nýta atkvæðisrétt á aðalfundi LAGT Á RÁÐIN Landsbankinn vill sameiningu. Íslandsbanki telur ekki mikinn jarðveg fyrir sameiningu, auk þess sem þeir efast um aðferðir Landsbankamanna. Landsbankinn hefur tryggt sér áhrifastöðu í Íslandsbanka. Vígstaðan metin Innan Íslandsbanka er talið að leið Landsbankans til sameiningar sé ekki fær. Landsbankinn er kominn með sterka stöðu innan bankans. Nú bíða menn hægir og sjá hvernig landið liggur. Erfitt að spá um hvaða skref verða tekin í næstu lotu. LJÓSASTAUR FELLDUR UM KOLL Á Sauðárkróki er mikil hálka á götum eins og víðast hvar á Norðurlandi. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og keyrði á ljósastaur. Bifreið- in kastaðist þvert yfir götuna og stöðvaðist utan vegar. Engin meiðsl urðu á fólki en að sögn lögreglu var bifreiðin óökufær og talsvert skem- md. Ljósastaurinn lá á hliðinni. HESTAR Í BÆJARFERÐ Að sögn lög- reglu á Egilsstöðum fóru nokkrir hestar frá Egilsstaðabænum einir síns liðs inn í kaupstaðinn að skoða sig um. Girðingar við bæinn eru á kafi í snjó og því áttu hrossin auð- velt um vik að stinga af úr hagan- um. Starfsmenn bæjarins aðstoð- uðu eigendurna við að reka hestana aftur heim á bæ. ■ ■ Lögreglufréttir Fréttaskýring HAFLIÐI HELGASON ■ skrifar um kaup Landsbankans í Íslandsbanka og sameiningarhugmyndir eigenda Landsbankans.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.