Fréttablaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 2
2 24. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR „Nei, ég vil frekar vera liðsmaður Hróa. Ég leita að bandamönnum í Skírisskógi.“ Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, gagnrýndi sölu ÚA og lýsti Björgólfi Guðmunds- syni, formanni bankaráðs Landsbankans, sem Hróa hetti sem umhverfst hefði í fógetann í Nott- ingham. Á morgun mun Kristján ásamt fleiri góð- um Norðanmönnum kynna fjárfestingartækifæri í Eyjafirði. Spurningdagsins Kristján, ertu á höttunum eftir Hróa? Hækkun Laxárstíflu er ávísun á átök Umhverfisráðherra vill með frumvarpi um verndun Mývatns og Laxár leysa vandamál sem trufla rekstur Laxárvirkjunar. Formaður vinstri grænna segir ákvæði um hækkun Laxárstíflu skýlaust brot á samningum. ALÞINGI Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra mælti fyrir frumvarpi um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu á Alþingi í gær, en með því er mark- miðið að stuðla að náttúruvernd á Mývatns- og Laxársvæðinu. Gert er ráð fyrir hækkun Laxárstíflu til að leysa ís- og krapavandamál sem truflað hafa rekstur Laxár- virkjunar og í frumvarpinu er bráðabirgðaákvæði um að Um- hverfisstofnun veiti Landsvirkjun heimild til hækkunarinnar. Sam- kvæmt samningi frá 1973 sem batt enda á hina svokölluðu Laxár- deilu eru allar breytingar á vatns- borði óheimilar, nema til verndun- ar og ræktunar, og samþykki Landeigendafélags Laxár og Mý- vatns þarf fyrir breytingum á virkjunum í Laxá sem leiða til hækkunar á vatnsborði árinnar. „Bráðabirgðaákvæðinu er ætl- að að tryggja að lögin standi ekki í vegi fyrir framkvæmdum sem Landsvirkjun og Landeigendafé- lagið yrðu sammála um að væru nauðsynlegar til að leysa rekstr- arerfiðleika virkjunarinnar. Einnig er tilgangurinn að opna fyrir þann möguleika að umhverf- ismat vegna framkvæmdarinnar geti farið fram, en um það hefur ríkt ákveðin réttaróvissa vegna ákvæða í núgildandi lögum,“ sagði Siv og lagði áherslu á að breytingar yrðu ekki gerðar nema með samþykki heimamanna. Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum, sagði það ákaflega mikil vonbrigði að það skyldi vera það smyglgóss með í frumvarpinu sem fælist í bráðabirgðaákvæðinu. „Það verður að taka út úr frumvarpinu ákvæði um að hækka stífluna í Laxá þar sem það er ávísun á harðvítug átök í Þingeyjarsýslu. Það er ekkert annað en skýlaust brot að ætla að rjúfa þá grið sem tryggð var í samningum eftir einhverja harðvítugustu og illvígustu deilu á sviði umhverfismála hér á landi,“ sagði Steingrímur. Halldór Blöndal, Sjálfstæðis- flokki, sagði að með frumvarp- inu væri verið að grípa til ráða til að gera Laxárstíflu arðbæra og draga úr sandburði í ánni. „Hver verður fjárhagur og staða sveitarfélagsins í Aðaldal ef við horfum á það að Laxár- virkjun verður lögð niður með öllum þeim umsvifum sem henni fylgja,“ sagði Halldór og beindi orðum sínum að Stein- grími. bryndis@frettabladid.is HAAG, AP Palestínumenn mæltust til þess við Alþjóðadómstólinn í Haag í gær að hann lýsti byggingu múrs milli Ísraela og Palestínumanna á palestínsku landsvæði ólöglega. Ísraelar héldu sig hins vegar fjarri umræðunni í Alþjóðadómstólnum og hvöttu þjóðir heims til að taka ekki mark á umfjölluninni. Málsmeðferðin hófst degi eftir að átta manns létu lífið í sjálfs- morðsárás Palestínumanns í strætisvagni í Jerúsalem. Ísraelar segja það til marks um nauðsyn þess að byggja múrinn og halda árásarmönnum úti. Palestínumenn segja múrinn til þess eins fallinn að draga úr afkomumöguleikum þeirra og auka á óánægju Palest- ínumanna. Dómstóllinn ætlar sér þrjá daga til að fjalla um múrinn umdeilda, en þetta er í fyrsta skipti sem al- þjóðlegur dómstóll fjallar um her- námsaðferðir Ísraela á Gaza og Vesturbakkanum. Dómstóllinn fell- ir ekki bindandi úrskurð en Palest- ínumenn vonast til þess að niður- staða dómsins verði skýr og á þann veg að bygging múrsins sé ólögleg. Verði niðurstaðan sú vonast þeir til þess að þrýst verði á Ísraela að hætta byggingu hans. Ísraelar hafa sætt þrýstingi vegna byggingar múrsins og breytt legu hans nokk- uð eftir það. ■ Ingunnarskóli: Féll rúma þrjá metra VINNUSLYS Maður slasaðist töluvert þegar hann féll nið- ur þrjá til fjóra metra af vinnupalli við Ingunnarskóla í Grafarholti rétt eftir klukkan eitt í gær. Maðurinn var ásamt vinnufélög- um sínum að slá upp mótum fyrir veggi þegar slysið varð. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Mögulegt var talið að hann hefði brotnað á báðum fótum. ■ Í viku gæsluvarðhaldi: Aldrei meira hass í sendingu HASS 10,2 kíló af hassi fundust við tollleit í vörusendingu sem toll- gæslan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði á miðvikudaginn í síð- ustu viku. Lögreglan í Reykjavík tók við rannsókn málsins og var maður um tvítugt handtekinn á föstudaginn og úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. „Þetta er mesta magn sem toll- gæslan á Keflavíkurflugvelli hef- ur tekið í einu lagi,“ segir Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli. Jóhann segir að búið sé að taka hátt í fimmtán kíló af kannabisefnum á árinu. Það er meira magn en tekið var í 64 málum á síðasta ári. Ekki fékkst uppgefið hvað kom toll- gæslu á sporið nú. ■ Gæsluvarðhald vegna líkfundar: Unir úr- skurðinum GÆSLUVARÐHALD Jónas Ingi Ragn- arsson, einn þremenninganna sem voru úrskurðaðir í gæslu- varðhald til 3. mars vegna rann- sóknar á líkfundinum í Neskaup- stað, ákvað í gærkvöld að una úr- skurðinum. Lögmaður Jónasar segir hann halda fram sakleysi sínu og ekki tengjast málinu á nokkurn hátt. Hins vegar bendli gögn málsins Jónas við brotin, sýnt hafi verið fram á samskipta- tengsl þeirra við hinn látna og því telji Jónas ekki þjóna tilgangi að kæra gæsluvarðhaldsúrskurð- inn. Litháinn Tomas Malakauskas áfrýjaði úrskurðinum til Hæsta- réttar en Grétar Sigurðarson ákvað að una úrskurðinum. ■ KEIKÓS MINNST Bræðurnir Jacob og Noah Froylan voru meðal þeirra sem minntust Keikós. Minningarathöfn: Kvöddu Keikó OREGON, AP Um 700 manns voru viðstödd minningarathöfn um Keikó sem haldin var í sædýra- safninu í Oregon í Bandaríkjunum þar sem hann var vistaður á árun- um 1996 til 1998. Stjórnendur sædýrasafnsins skipulögðu minningarathöfnina eft- ir að hafa borist nokkur hundruð símtöl, bréf og tölvuskeyti frá aðdá- endum Keikós sem óskuðu eftir at- höfninni. Á henni var farið með ljóð, kveikt á kertum, lög sungin og sýnd brot úr ævi hvalsins fræga. Fjáröflun er í undirbúningi hjá hópi fólks sem vill búa til brons- styttu af Keikó. ■ Katrín Júlíusdóttir í veikindaleyfi: Fékk væga heila- blæðingu ALÞINGI Katrín Júlíusdóttir Sam- fylkingunni verður í veikindaleyfi frá Alþingi að minnsta kosti næstu tvær vikurnar. Katrín greindist í síðustu viku með blóð- tappa við heila og fékk væga heilablæðingu. Valdimar L. Frið- riksson hefur tekið sæti hennar á þingi. Líðan Katrínar er eftir at- vikum, að sögn Margrétar Frí- mannsdóttur, formanns þing- flokks Samfylkingarinnar. ■ www.landsbanki.is sími 560 6000 Varðan - alhliða fjármálaþjónusta Nokkrir punktar um beinharða peninga! Tónleikar með Travis í Glasgow 12. - 14. mars Sjáðu eðalhljómsveitina Travis á tónleikum og njóttu lífsins í heimsborginni fallegu. Gisting í tveggja manna herbergi á Jurys Inn Glasgow, nýju 3ja stjörnu hóteli. Verð: 33.910 kr. auk 10 þús. ferðapunkta. Innifalið: Flugvallarskattar og þjónustugjöld. Nánari upplýsingar fyrir ofangreind tilboð hjá Icelandair í hópadeild, sími 505 0406 eða sendið tölvupóst á groups@icelandair.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 23 55 9 02 /2 00 4 Hæstiréttur hafnaði endurupptöku Pressumáls: Blaðamenn forðist að skrifa um falsanir HÆSTIRÉTTUR Hæstiréttur hefur hafnað endurupptöku á svokölluðu Pressumáli þar sem blaðamennirnir Kristján Þorvaldsson og Þóra Krist- ín Ásgeirsdóttir voru dæmd til að greiða háar bætur vegna umfjöllun- ar um málverkafalsanir í vikublað- inu Pressunni. Blaðamennirnir tveir voru dæmdir til að greiða Gallerí Borg skaðabætur og Úlfari Þormóðssyni eiganda gallerísins miskabætur vegna umfjöllunar um meintar falsanir á verkum Sigurðar Guðmundssonar listmálara. Tilefni óska um endurupptöku var mál- verkafölsunarmálið þar sem undir- réttur dæmdi að verk eftir Sigurð listmálara hefðu verið fölsuð. Hæstiréttur taldi að skilyrði til end- urupptöku væru lögum samkvæmt ekki til staðar, þar sem ný gögn væru ekki líkleg til að breyta fyrri niðurstöðu og ekki væri sýnt að blaðamennirnir hefðu stórfellda hagsmuni af endurupptöku. Bent er á að þau hafi ekki greitt sektirnar. „Hæstiréttur afhjúpar enn einu sinni skilningsleysi sitt á störfum blaðamanna,“ segir Kristján Þor- valdsson. Hann segir að á sínum tíma hafi verið leitað til sérfróðra aðila vegna málsins en sumir þeirra hafi eðli málsins samkvæmt notið nafn- leyndar. „Það er grundvallarregla að blaðamaður verndi heimildarmenn sína. Engu að síður komu mörg vitni fyrir rétt og staðfestu ummæli sín og efasemdir,“ segir Kristján. Hann segir að nú sé ekkert til ráða og falsaðar myndir muni áfram ganga kaupum og sölum eins og ekkert sé. „Þeir blaðamenn sem munu hætta sér út í að skrifa um þau mál eiga yfir höfði sér að verða dæmdir til himinhárra bóta,“ seg- ir Kristján. ■ FÓRNARLAMBA MINNST Nemar og ættingjar fórnarlamba sjálfs- morðsárása héldu minningarathöfn um hina látnu daginn sem Alþjóðadómstóllinn hóf umfjöllun sína um vegginn. Ungmennin sögðu vegginn vera vörn sína gegn ofbeldi. Umfjöllun Alþjóðadómstólsins um múr Ísraela vakti hörð viðbrögð: Víða efnt til mótmæla FRÁ SLYSSTAÐ KRISTJÁN ÞORVALDSSON Fær ekki uppreisn æru. SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Umhverfisráðherra segir markmiðið með frumvarpi um verndun Mývatns og Laxár að stuðla að náttúruvernd á svæðinu og koma í veg fyrir krapavandamál sem hefur truflað rekstur Laxárvirkjunar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.