Fréttablaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 24
24 24. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR BARÁTTA Ítalski ruðningskappinn Marco Bortolami, til vinstri, og Frakkinn Pascal Pape berjast um boltann í landsleik sem var háður í París á dögunum. Frakkland vann örugg- lega, 25-0. Ruðningur NBA-deildin: Ming með 41 stig KÖRFUBOLTI Kínverjinn hávaxni, Yao Ming, setti persónulegt met þegar hann skoraði 41 stig í leik fyrir Houston Rockets gegn Atl- anta Hawks í fyrrakvöld. Leikn- um lauk með sigri Rockets 123- 121 og var þetta sjötti sigur liðs- ins í síðustu sjö leikjum. Ming hitti úr 15 af 21 skoti sínu og tók 16 fráköst. Einnig gaf hann sjö stoðsendingar sem er einnig persónulegt met. „Hann gerði allt,“ sagði Steve Francis um félaga sinn Ming. „Hann tók frá- köst, skoraði, gaf stoðsendingar og varðist vel. Það var mjög gam- an að sjá hann taka að sér leið- togahlutverkið.“ ■ Erfiðir útileikir ensku liðanna Fyrri leikir 16-liða úrslita meistaradeildar Evrópu verða háðir í kvöld og á morgun. Arsenal, Chelsea og Manchester United eiga erfiða útileiki fyrir höndum. FÓTBOLTI Arsenal hefur verið á mikilli siglingu í ensku deildinni og hefur sjö stiga forystu á Manchester United og níu á Chelsea. Liðið sækir Celta Vigo heim í kvöld. Celta varð í fjórða sæti á Spáni á síðustu leiktíð en er núna í því fimmta neðsta. Þrátt fyrir gott gengi sinna manna og slæma stöðu Celta tel- ur Arsene Wenger að spænska liðið sé að bæta sig með tilkomu þjálfarans Radomir Antic. „Ég hef aldrei átt auðveldan leik gegn spænsku liði. Ég hefði vil- jað leika gegn Celta Vigo fyrir tveimur mánuðum þegar þeir voru daprir en núna virðast þeir vera að bæta sig á ný,“ sagði Wenger. „Við höfum mikið sjálfstraust en þetta er allt ann- ar fótbolti. Við verðum að koma í veg fyrir að Vigo láti boltann rúlla vegna þess að þeir hafa mjög góða tækni.“ Sergio Fernandez, varnar- maður Celta, óttast ekki Arsenal, sem hefur tapað fimm af sex leikjum sínum á Spáni undir stjórn Wenger. „Þótt Henry, Reyes og félagar séu mjög öflugir, þá spilum við gegn framherjum um hverja helgi sem eru alveg jafn góðir og þeir,“ sagði hann. Celta og Arsenal hafa aldrei mæst í Evr- ópukeppni. Arsenal hefur góða ástæðu til að hræðast andstæð- inga sína því leiktíðina ‘98/’99 sló Celta út ensku liðin Aston Villa og Liverpool í Evrópukeppni fé- lagsliða. Talið er að Damen Duff komi inn í lið Chelsea sem sækir Stutt- gart heim annað kvöld en kapp- inn hefur ekki leikið í byrjunar- liðinu síðan í desember vegna meiðsla. Einnig eru taldar líkur á að Carlo Cudicini standi á milli stangana hjá Chelsea eftir að hafa misst af leiknum gegn Arsenal um síðustu helgi. Hern- an Crespo hefur átt við veikindi að stríða og óvíst er hvort hann fái að spreyta sig í leiknum. Stuttgart og Chelsea hafa einu sinni áður mæst í Evrópu- keppni, en það var í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa fyrir sex árum. Þá vann Chelsea 1-0 með marki frá Gianfranco Zola. Ljóst er að leikmenn Chelsea munu leggja mikla áherslu á leikina við Stuttgart því liðið er nánast úr leik í baráttunni um enska meistaratitilinn auk þess sem enski bikarinn er genginn þeim úr greipum. Phillip Neville telur að Manchester United þurfi að bæta varnarleikinn fyrir viður- eignina gegn Porto annað kvöld. United, sem hefur fengið á sig ellefu mörk í síðustu fimm leikj- um, verður án Mikaels Silvestre sem er meiddur. „Stjórinn sagði okkur fyrir leikinn gegn Leeds að hann vildi ekki að við kæmum með buxurnar niður um okkur inn í meistaradeildina en það er nákvæmlega það sem við höfum gert,“ sagði Neville. „Við verð- um að fara að vinna leiki á ný, jafnvel þótt það þýði að við spil- um ekki áferðarfallegan fót- bolta. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur og von- andi á hann eftir að draga fram það besta í okkur. En ef við spil- um eins og við höfum gert síð- ustu tvær vikur þá dettum við út úr keppninni.“ Stórleikur 16-liða úrslitanna er án efa viðureign Bayern Munchen og Real Madrid í Þýskalandi. Bayern hefur geng- ið bölvanlega upp á síðkastið og er sjö stigum á eftir toppliði Werder Bremen í Bundeslig- unni. Liðið marði 1-0 sigur gegn Hamburger SV á laugardag og virkaði ekki sannfærandi. „Við verðum að spila miklu betur gegn Madrid og auðvitað mun- um við gera það,“ sagði Ottmar Hitzfeld, knattspyrnustjóri Bayern. Þýska liðið sló það spænska út úr undanúrslitum meistaradeildarinnar fyrir þremur árum og vann síðan úr- slitaleikinn gegn Valencia. Bayern vonast að sjálfsögðu til að sagan endurtaki sig í kvöld. ■ David Moyes, stjóri Everton: Real og Chelsea hafa efni á Rooney FÓTBOLTI David Moyes, stjóri Everton, telur að einungis Real Madrid eða Chelsea hafi efni á því að kaupa Wayne Rooney. Everton hefur lýst því yfir að hinn 18 ára Rooney, sem skoraði tvö mörk gegn Southampton um síðustu helgi, sé ekki til sölu. „Ég held að það séu aðeins tvö lið í heiminum sem hafi efni á Wayne. Það eru Chelsea og Real Madrid.“ sagði Moyes eftir leikinn. „Hann var frábær gegn Southampton. Hann er yndislegur piltur með mikinn baráttuvilja. Hann er alltaf að bæta sig en það mikilvægasta er að hann öðlist reynslu.“ ■ Ívar Webster í Bandaríkjunum: Þjálfar háskólalið KÖRFUBOLTI Ívar Webster, sem lék körfubolta í fjölmörg ár hér á landi og starfaði sem þjálfari, er orðinn aðstoðarþjálfari í Wilm- ington-háskóla í Delawere í Bandaríkjunum. Webster sneri aftur til Bandaríkj- anna fyrir fjórum árum og gerðist þjálfari Red Lion Christian Academy miðskólans í Bear Delawere, að því er kom fram á kki.is. Á háskólaárum sínum lék Webster með Indiana State ásamt Larry Bird, en þeir mættu Magic Johnson og félögum í Michigan State í úrslitaleik NCAA-keppninnar. ■ ■ ■ LEIKIR  21.00 Valur og KR leika í Egilshöll á Reykjavíkurmóti kvenna í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  16.30 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  18.00 Supercross (Reliant Stadi- um) á Sýn. Nýjustu fréttir frá heimsmeistaramótinu í Supercrossi.  19.00 Meistaradeild UEFA á Sýn. Fréttaþáttur um meistaradeild UEFA.  19.30 Meistaradeild UEFA Bein útsending frá leik Bayern München og Real Madrid á Sýn.  21.40 Meistaradeild UEFA Bein útsending frá leik Celta Vigo og Arsenal á Sýn.  23.30 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis. MING Yao Ming í baráttu undir körfunni við Zeljko Rebraca leikmann Atlanta Hawks. Ming skoraði 41 stig í leiknum. ROONEY Yndislegur piltur með mikinn baráttuvilja., að sögn David Moyes. hvað?hvar?hvenær? 21 22 23 24 25 26 27 FEBRÚAR Þriðjudagur 16 LIÐA ÚRSLIT Leikir í kvöld Lokomotiv Moskva-Mónakó Celta-Arsenal Bayern-Real Madrid Sparta-AC Milan Leikir á morgun Deportivo-Juventus Stuttgart-Chelsea Porto-Manchester United Real Sociedad-Lyn CHELSEA Leikmenn Chelsea fagna marki Eiðs Smára Guðjohnsen í leiknum gegn Arsenal um síð- ustu helgi. Meistaradeildin er nánast eina von Chelsea til að vinna titil á þessari leiktíð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.