Fréttablaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 27
Prófessor í framhaldskólanumMars Hill College í Norður Kar- ólínu neyddist til þess að segja starfi sínu lausu á dögunum eftir að hafa lent í fremur óþægilegri að- stöðu. Þannig var mál með vexti að hann hafði skorað á nemendur sína að fækka fötum og lofaði hæstu einkunn ef þeir fækkuðu fötum á staðnum. Kennarinn kennir félagsfræði og segir skólastjóri skólans að hann hafi ekki átt von á því að nemendur myndu í rauninni grípa tækifærið og afklæðast. Hann segir að kenn- arinn hafi verið að reyna sýna fram á mismun menningarsvæða og að nekt á almannafæri í bandarísku þjóðfélagi væri ekki viðurkennd. „Prófessorinn áttaði sig á því að málið hafði gengið mun lengra en hann hafði séð fyrir og varð hneykslaður og hverft við,“ sagði skólastjór- inn. S k ó l a s t j ó r i n n vildi ekki gefa upp nafn prófessorsins né nemandans sem fækkaði klæð- um. Prófessor- inn hafði unn- ið við skólann í 25 ár og ákvað að segja af sér í kjölfarið. Nemandanum var ekki refsað. ■ ÞRIÐJUDAGUR 24. febrúar 2004 27 HUNTED MANSION kl. 4 og 6 BJÖRN BRÓÐIR kl. 6 Með ensku tali BJÖRN BRÓÐIR kl. 4 Með ísl. tali SÝND kl. 8 og 10.20 SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 SÝND kl. 5.20, 8 og 10.40 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 SÝND kl. 5.50, 8 og 10.10 B. i. 16 ára SÝND kl. 6, 8 og 10 B. i. 16 ára SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 SÝND kl. 5.45, 8 og 10.15 B i 16 4 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA HHH1/2 SV MBL HHHH Kvikmyndir.com HHH ÓHT RÁS 2 kl. 4.30LORD OF THE RINGS kl. 8 og 10.15PAYCHECK kl. 4 Með ísl. tali 500 kr.MADDITT HHH Kvikmyndir.com HHH H.J Mbl. Charlize Theron vann Golden Globe-verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki og myndin er einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna Frábær gamanmynd frá höfundi „Meet The Parents“ Stórbrotin og margverðlaunuð stórmynd með óskarsverðlauna- hafanum Nicole Kidman, Golden Globe og BAFTA verðlaunahafanum Renée Zwllweger og Jude Law Fréttiraf fólki 800 7000 - siminn.is • Litaskjár. • MMS. • GPRS. • WAP. • 93 gr. • Myndavél. • 2 MB minni. • Pólýtónar o.fl. Nýr og spennandi sími með myndavél. Eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum. 1.980 Léttkaupsútborgun Motorola E365 og 1.250 kr. á mán. í 12 mán. • Litaskjár. • MMS. • GPRS. • WAP. • 106 gr. • Pólýtónar o.fl. • Raddmerki fyrir allt að 10 nöfn. Nokia 3510i 980 Léttkaupsútborgun og 1.000 kr. á mán. í 12 mán. Einfaldur sími með fullt af möguleikum! Eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum. GSM á góðu verði G O T T F Ó LK M cC A N N · S ÍA · 2 5 3 9 2 Verð aðeins: 16.980 kr. Verð aðeins: 12.980 kr. Leikarinn Ethan Hawke segir aðhann og eiginkonan Uma Thurman hafi ákveðið að skilja. Hann hafði vonast til þess að bjarga hjóna- bandinu en það vildi hún ekki. Hann segir að sá fréttaflutning- ur að þau hafi skilið á borð og sæng vegna framhjáhalds hans vera ýktan þar sem hjónabandið hafi verið í krísu löngu áður en fjölmiðlar blönduðust í málið. Hawke hefur aldrei viðurkennt í fjölmiðlum að hann hafi verið konu sinni ótrúr. Leikkonan Nicole Kidman reyn-di víst hvað hún gat til þess að losa sig undan því að leika í myndinni The Stepford Wi- ves. Ástæðan var sú að hún tók að sér hlut- verkið í fyrstu þar sem hana langaði að vinna með leik- aranum John Cusack. Hann neyddist til þess að hætta við vegna fjölskyldumála og í staðinn var leikarinn Matthew Broderick ráðinn. Það leist Kidman ekkert sérstaklega vel á og vildi út en varð að standa við þá samninga sem hún hafði gert. Nú er Madonna mikið á millitannanna á fólkinu í Hollywood. Ástæðan er sú að hún þótti svo hrukkulaus á Grammy-há- tíðinni að margir telja að hún hafi farið í andlitslyftingu. Sharon Osbour- ne talaði um málið í fjölmiðl- um og sagðist hafa fengi áfall þegar hún sá hið „nýja höfuð“ Madonnu. Hún segist viss um að Madonna hafi verið fyllt af Botox áður en hún fór á sviðið. Tals- menn Madonnu neita því að hún hafi farið í lýtaaðgerð. Aðdáendur sjónvarpsþáttarinsAngel sem varð til upp úr þættinum Buffy the Vampire Slayer hafa stofnað undir- skriftalista á Netinu gegn því að þáttur- inn verði tek- inn úr fram- leiðslu. Búið var að tilkynna að fimmta sería þáttarins, sem nú er í gangi, yrði sú síðasta og þá var stofnað til listans. Nú þegar hafa 45 þús- und manns skrifað nafn sitt á listann. Ef þið eruð aðdáendur látið þá í ykkur heyra á petitiononline.com. Finding Nemo neðansjávar KVIKMYNDIR Breskur kafari varð um helgina fyrsti maðurinn til þess að horfa á DVD-kvikmynd á kafi. Lloyd Scott var klæddur í gamal- dags köfunarbúning og sat í stól á meðan myndin var sýnd á breiðtjaldi í Atlantic-vatnstankinum á sædýra- safninu í London. Í tankinum er hópur makrelfiska sem löðuðust að litadýrð skjásins og syntu fram og til baka á meðan kvik- myndin rann í gegn. „Mig langaði til þess að sjá hvort hægt væri að horfa á mynd neðan- sjávar,“ sagði Scott í blaðaviðtali. „Það þurfti stóran hóp manna til þess að tryggja öryggi mitt og tæknilega sérfræðinga svo þetta væri hægt. Þetta er skrýtin hugmynd en teikn- ingarnar í Finding Nemo eru margar svo líflegar. Þar af leiðandi voru nokkur andartök þar sem myndirnar á skjánum blönduðust fullkomlega umhverfi tanksins.“ Atvikið var einnig sett á svið til þess að auglýsa útgáfu Finding Nemo á DVD. Með áheitum safnaði Scott peningum sem gefnir verða til barna með hvítblæði. ■ KAFARINN MEÐ NEMO Kafinn Lloyd Scott horfði á myndina Find- ing Nemo í risatanki sædýrasafnsins í London. SKÓLASTELPA Nemendur Mars Hill fram- haldsskólans virtust mun djarfari en greyið prófess- orinn átti von á. ■ SKRÝTNA FRÉTTIN Gaf þeim sem stripp- uðu hæstu einkunn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.