Fréttablaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 6
6 24. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ Norðurlönd ■ Leiðrétting GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 69.04 1.38% Sterlingspund 128.26 -0.05% Dönsk króna 11.63 0.54% Evra 86.67 0.53% Gengisvísitala krónu 119,56 0,31% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 370 Velta 2.796 milljónir ICEX-15 2.496 0,56% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 258.702 Íslandsbanki hf. 120.787 Pharmaco hf. 112.696 Mesta hækkun MP BIO 30,00% AFL fjárfestingarfélag hf. 4,44% Kaupþing Búnaðarbanki hf. 2,17% Mesta lækkun Kögun hf. -2,99% Medcare Flaga -0,97% Straumur Fjárfestingarbanki hf. -0,76% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.583,1 -0,3% Nasdaq* 2.016,4 -1,1% FTSE 4.521,3 0,1% DAX 4.066,2 -0,2% NK50 1.391,3 0,0% S&P* 1.142,9 -0,1% * Bandarískar vísitölur kl. 17. Veistusvarið? 1Hvaða talsmaður neytendasamtaka íBandaríkjunum hyggst bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna á ný? 2Sænsk sölukeðja sem reyndi að haslasér völl hér hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Hvað heitir keðjan? 3Hvað heitir nýr formaður stúdenta-ráðs Háskóla Íslands? Svörin eru á bls. 30 LANDBÚNAÐUR Næsti samningur ríkisins við kúabændur verður á sama grundvelli og sá sem nú er í gildi miðað við tillögur sem ellefu manna nefnd um stefnumótun í mjólkurframleiðslu lagði fyrir ráðherra og voru kynntar í gær. Í skýrslu nefndarinnar segir að hagræðing hafi náðst í mjólkur- framleiðslu með núverandi samn- ingi en að stöðnun hafi verið í greininni fyrir þann tíma. Fulltrúar launþega í nefndinni lögðu áherslu á ákvæði um að ábati af hagræðingu í greininni skilaði sér meira til neytenda. Fulltrúar ASÍ, BSRB og Lands- sambands kúabænda voru sam- mála um að ábatinn hefði fyrst og fremst skilað sér til framleiðenda en síður til neytenda. Þegar Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra var spurður hvort hann væri reiðubúinn að beita sér fyrir því að ábatinn skilaði sér í auknum mæli til neytenda mótmælti hann mati þremenninganna og sagði ábatann hafa skilað sér hvort tveggja til neytenda og framleið- enda. Í tillögum nefndarinnar er lagt til að mótuð verði aðhaldsskilyrði fyrir frjálsa verðlagningu, svo sem með hagræðingarkröfu á vinnslustöðvar og/eða lækkun innflutningstolla og aukningu toll- kvóta. Guðni var ekki reiðubúinn að segja hvort hann væri reiðu- búinn að lækka tolla eða auka toll- kvóta, sagði að það þyrfti að skoða. Guðmundur B. Helgason ráðuneytisstjóri sagði þá breyt- ingu fólgna í þessu að ekki yrði samið um að ekki mætti lækka tolla eða auka tollkvóta eins og er í núverandi samningi. ■ SKIPULAG Borgaryfirvöld hyggjast skapa möguleika á allt að 78 þús- und fermetra uppbyggingu í mið- borg Reykjavíkur í tengslum við fyrirhugaða byggingu tónlistar- húss. Hugmyndir um framtíðar- skipulag Kvosarinnar og Mið- bakkasvæðisins voru kynntar á blaðamannafundi í gær og verða kynntar á íbúafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Að sögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, formanns skipu- lags- og byggingarnefndar Reykjavíkur, eru hugmyndirnar enn á vinnustigi en hafist var handa við undirbúninginn í tengslum við niðurstöðu hug- myndasamkeppni og tónlistar- og ráðstefnumiðstöð. Arkitektafyrirtækin Studio Granda og Gassa-arkitektar voru fengin til verksins en til grund- vallar er gengið út frá því megin- þema að haldið skuli í einkenni gömlu miðborgarinnar ásamt því sem gert er ráð fyrir að hafnar- svæðið verði áfram í fullri starf- semi. Á blaðamannafundinum kom fram að gert er ráð fyrir að bygg- ingarnar verði ekki meira en fimm hæðir og að mikil áhersla sé lögð á bílastæðalausnir en sam- kvæmt tillögunum verða útbúinn sextán hundruð bílastæði neðan- jarðar. Ekki er endanlega ákveðið hversu hátt hlutfall byggðarinnar verður íbúabyggð en í því sam- hengi var nefnt að umtalsvert magn íbúabyggðar er fyrirhugað við Mýrargötu. Töldu forsvars- menn skipulagsmála líklegt að á svæðinu myndi rísa blönduð byggð og sagði Steinunn Valdís að orðið hefði vart umtalsverðs áhuga fjárfesta á svæðinu og var Landsbankinn sérstaklega nefnd- ur í því samhengi. Þá er gert ráð fyrir að byggðin myndi skjólgóð svæði sem talin eru henta vel fyr- ir sérverslanir, kaffihús og annan atvinnurekstur sem gjarnan þríf- st vel í miðborgum. Töluverðar breytingar þarf að gera á umferðarmannvirkjum í tengslum við skipulagningu svæð- isins. Áætlaður kostnaður við flutning gatnamóta Geirsgötu og Lækjargötu er hálfur milljarður auk þess sem töluverður hluti uppbyggingarsvæðisins er háður því að útbúin verði ný aðstaða fyr- ir skemmtiferðaskip og voru kynntar hugmyndir um gerð 400 metra langs viðlegukants fyrir skemmtiferðaskip sem staðsettur yrði norðan Skúlagötu. thkjart@frettabladid.is JOHN EDWIN REHM III Rehm III fékk átján mánaða dóm í héraðs- dómi. Varnarliðsmaðurinn: Krefst sýknu DÓMSMÁL Mál Johns Edwins Rehm III var tekið fyrir í Hæstarétti í gær en hann var dæmdur í átján mánaða fangelsi í lok september á síðasta ári. Héraðsdómi þótti ljóst að ákærði hafi ekki staðið einn að verknaðinum en engu að síður þótti atlaga hans stórhættuleg og aðeins hending ráðið að ekki fór verr. Sveinn Andri Sveinsson, lög- maður Rehms III, krafðist sýknu fyrir Hæstarétti en til var að refs- ing hans yrði lækkuð. Sýknukraf- an byggir á að verknaðurinn hafi verið lögmæt neyðarvörn af hálfu ákærða. ■ Sprengjuárás: Tíu létust KIRKUK, AP Í það minnsta tíu manns létu lífið og 45 særðust þegar bíl- sprengja var sprengd utan við lögreglustöð í borginni Kirkuk í norðurhluta Íraks í gærmorgun. Þeir látnu voru allir lögreglumenn en meðal þeirra sem særðust voru ung- ir piltar og stúlkur. Árásin í gær var sú þriðja frá því seint í janúar sem beint hefur verið sérstaklega gegn Kúrdum. Þær árásir og fjöl- di árása til viðbótar hafa kostað rúmlega 300 manns lífið það sem af er árinu. ■ MÁNUÐUR Í DÓMSUPPSÖGU Dómur verður kveðinn upp yfir Mijailo Mijailovic 23. mars næstkomandi vegna morðsins á Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Mijailovic gengst enn undir geðrannsókn sem ræður því hvort hann verði dæmdur í fangelsi eða vistaður á geðdeild. S24 er sjálfstæð rekstrareining innan Sparisjóðs Hafnarfjarðar Viltu minnka greiðslub yrðina? Sæktu um... WWW.s24.is Sími 533 2424 – Kringlan E in n t v e ir o g þ r ír 3 12 .0 16 Lán til al lt að 15 á ra • Betri vex tir • Lægra lá ntökugjald • Allt að 8 0% veðhlu tfall FB -M YN D R Ó B ER T RÖNG MYND Röng mynd birtist með viðtali við Stefaníu Örnu Marinósdóttur í blaðinu. Á þeirri mynd var Sólveig Haf- steinsdóttir. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. STEFANÍA ARNA MAR- INÓSDÓTTIR FRÁ KIRKUK Lögreglumenn og sjúkraliðar voru fjölmennir á vettvangi eftir árásina. Þétt byggð við sjávar- síðuna áformuð Nýjar hugmyndir í skipulagi miðbæjarins gera ráð fyrir þéttri og bland- aðri byggð í umhverfi fyrirhugaðs tónlistarhúss. Áformin verða kynnt á íbúafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag klukkan 17–19. FB -M YN D T H KJ AR T STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR Formaður skipulags- og byggingarnefndar við líkan af svæðinu. NÝTT SKIPULAG SÉÐ FRÁ NORÐRI Þétt byggð í Kvosinni og á svæði Mið- bakkans er áformuð. Hönnuðir telja að með þessi fjölgi skjólgóðum og mann- vænum svæðum í miðborginni. Nýr búvörusamningur verður á svipuðum nótum og sá gamli: Ábatinn að mestu til bænda TILLÖGUR NEFNDARINNAR KYNNTAR Nefndarmenn sögðu núverandi búvörusamning hafa leitt til hagræðingar og því rétt að nýr samningur byggði á sömu forsendum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.