Fréttablaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.02.2004, Blaðsíða 30
Hrósið 30 24. febrúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR Það er verið að þýða Hellisbú-ann á japönsku,“ segir Bjarni Haukur Þórsson en eftir vel- heppnaða uppsetningu á þessu bandaríska verki hér pakkaði hann einleiknum niður í tösku og fór með hann til Norðurlandanna. Nú síðast bárust fréttir af því að sænska leikhúsakademían hefði tilnefnt Bjarna sem besta leik- stjóra ársins fyrir verkið. Nú á sem sagt að taka stórt skref og setja Hellisbúann upp í Tókýó „Þetta er erfitt, því þetta er allt annar heimur,“ segir Bjarni þegar hann er spurður hvort þýðingin gangi ljúflega fyrir sig. „Það gætu orðið ein- hverjir árekstrar í húmor en Jap- anir eru vel með á nótunum um hvað er að gerast í vestrænni menningu. Þetta er amerískt verk og við höfum verið að heim- færa það bæði hér heima og í Skandinavíu og munum gera það í Japan líka.“ Til að ná að fóta sig á japanska markaðnum nýtur Bjarni aðstoð- ar Yoko Narahashi sem rekur stórt framleiðslufyrirtæki í Japan og var meðal annars einn af fram- leiðendum Síðasta samúræjans sem skartaði Tom Cruise í aðal- hlutverki og sá um leikaraval í Japan fyrir þá mynd. „Verkið verður ekki sett upp fyrr en á næsta leikári, í kringum áramót. Við erum búnir að fara út og kynna okkur málið en þetta er búið að vera mjög flókið og taka langan tíma. Þetta er framandi heimur þarna úti.“ ■ Leikhús HELLISBÚINN ■ Ísland - Stokkhólmur - Tókýó. Imbakassinn ... fær Siv Friðleifsdóttir, um- hverfisráðherra, fyrir að stýra ráðuneyti þar sem konur eru komnar í meirihluta yfirstjórnar. Allt annar heimur ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Ralph Nader. Sprinkle Network. Jarþrúður Ásmundsdóttir. í dag Kærustu Grétars grunaði ekkert Útigangsmenn hertaka uppahverfi Sýklalyf veldur brjósta- krabbameini Gerir við allt nema beinbrot Ég geri við allt nema beinbrot.Ég má það nefnilega ekki. Ég veit ekki nema landlæknir færi að gera við það einhverjar athuga- semdir,“ segir Halldór Gunnars- son, þúsundþjalasmiður í Kópa- vogi. „Fólk er að koma hingað til mín með heilu listaverkin í poka, hreinlega í smámolum. Ég hef nú bara bent þeim á ruslafötuna, en læt samt stundum til leiðast.“ Árangurinn lætur sjaldnast á sér standa, því Halldór virðist geta gert við hvað sem er. „Ég geri við styttur, platta, gler, kristal, járn og tré. Líka dúkkur, gömul húsgögn og allan andskotann. Ég hef meira að segja tvisvar lagt hendur yfir gamlar konur sem urðu alheilbrigðar á eftir.“ Halldór er lærður skiltagerð- armaður og starfaði lengi vel við að búa til auglýsingaskilti, meðal annars fyrir Pepsí og Kók. „Svo gerðist það árið 1993 að ég lenti í umferðarslysi. Það keyrði á mig drukkinn ökumaður og gerði mig að 75 prósent ör- yrkja. En eftir að ég reis upp frá því datt mér í hug að það gæti ver- ið einhver eftirspurn eftir svona þjónustu. Ég hef alltaf verið svona altmuligmand eins og það er kallað og lét skrá mig í Gulu línuna. Viðbrögðin hafa verið mik- il. Hingað kemur fólk frá öllum landshlutum, sjaldan færri en tveir til þrír á dag.“ Halldór situr við þessa iðju meira og minna frá því hann vaknar á morgnana og oft langt fram á kvöld. Hann segist ekki taka ósann- gjarnt verð fyrir, og lætur sig ekki muna um að sækja hluti heim til ör- yrkja og aldraðra. „Ég er svolítið montinn af þessu, því er ekki að neita,“ segir Halldór, og segir að til sín komi jafnt reffi- legir ráðuneytisstjórar sem gamal- menni gangandi við staf. „Eitt sinn var ég beðinn um að gera við þennan rosastóra gríska vasa, sem fólk hafði keypt í útlöndum. Hann brotnaði í flutningum til landsins og fólk- ið vildi fá yfir 200 þúsund úr tryggingunum fyrir. Þegar ég fór að laga hann kom upp úr kafinu að hann var ekkert handmálaður, heldur voru þetta þrykkimyndir sem duttu bara af. Ég þurfti því að mála þetta allt upp aftur. En fyr- ir vikið fengu þau handmálaðan vasa til baka.“ ■ Núningurinn á milli Ólafs Ragn-ars Grímssonar forseta og Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra heldur áfram. Sjálfstæðis- menn hafa allmargir fylkt sér að baki Davíð í hinu heilaga stríði æðstu embætt- ismanna þjóðarinnar. Á árshátíð stjórnar- ráðsins sem haldin var á Hótel Nordica hlýddi fjölmenni á Baldur Guðlaugsson, ráðuneytis- stjóra fjármálaráðuneytisins og kopp í búri Sjálfstæðisflokksins, halda hátíðarræðu. Ráðuneytis- stjórinn skaut því fram á hátíðinni að fólk ætlaði ekki að „kaupa grís- inn í sekknum“ í júní. Hlátrasköll í salnum þóttu köflótt en meðal þeirra sem ekki hlógu var starfs- fólk forsetaskrifstofunnar, eða ferðaskrifstofunnar, eins og sumir sjálfstæðismenn kalla skrifstof- una... Leiðir Davíðs og Ólafs Ragnarslágu síðast saman í árlegri þing- veislu Alþingis í síðustu viku. Athygli vakti að þeir yrtu ekki hvor á annan í veislunni. Forsetinn hélt að vanda ræðu á fremur léttum nót- um en þegar hann bar niður í útlöndum í ræðu sinni kallaði Davíð fram í úr sæti sínu og spurði hvort Ólafur Ragnar hefði verið þar „á skíðum“. Sjálfstæðismenn hlógu ákaft að frammíkallinu en aðrir minna og sumir hlógu alls ekki... Fréttiraf fólki FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R HALLDÓR GUNNARSSON Halldór er nýbúinn að gera upp þessa forláta sjókistu, sem hann stendur við á myndinni. Klukkuna, sem sést fyrir miðri mynd, smíðaði hann sjálfur. Viðgerðir HALLDÓR GUNNARSSON ■ lætur sig ekki muna um að gera við mölbrotin listaverk, gríska fornmuni, kristalsglös og dúkkur. Lárétt: 1þurrka,6afa,7jr, 8rs,9hak, 10háf, 12stó,14rín,15um,16ón,17 æra,18takt. Lóðrétt: 1þari,2ufs,3ra,4kjaftur, 5 ark,9hás,11pína,13ómar, 14rót,17 æt. 1 7 8 9 10 11 13 16 17 18 14 15 12 2 3 4 5 6 BJARNI HAUKUR ÞÓRSSON Fer með Hellisbúann á ný mið í Japan. Eftir miklu er að slægjast ef allt gengur vel enda japanski markaðurinn stór. Sérðu það þarna utarlega á greininni? Ef þú nærð þessu ertu verðugur þess að kallast alvöru hausa- veiðari, Úagadúgú! Lárétt: 1 þerra, 6 ættingja, 7 ensk skammstöfun tengd aldri, 8 í röð, 9 agnúi, 10 hákarl, 12 arinn, 14 stórfljót. 15 varðandi, 16 ofn, 17 sómi, 18 áherslu. Lóðrétt: 1 sjávargróður, 2 á húsi, 3 sól- guð, 4 gin, 5 flýtir, 9 rám, 11 þjáning, 13 hljómar, 14 upphaf, 17 borðandi. Lausn:

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.