Tíminn - 04.01.1972, Side 2

Tíminn - 04.01.1972, Side 2
2 TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 4. janúar 1972 Fjögurra lesta bjarg hafnaii í rúminu! SBReykjavík, mánudag. Fjögurra lesta bjarg losn- aði úr fjallinu fyrir ofan Bfldu dal á fmuntudagsmorguninn og valt með miklum undirgangi um 700—800 metra niður snar- bratta hlíðina, unz það stað- næmdist uppi í rúmi í einu af efstu húsunum í þorpinu. Eigandi rúmsins, Páll Krist- jánsson, vélstjóri, var staddur f eMhúsi sínu ,esr hamn heyrði undirganiginn sem hann vissi ekki strax af hverju stafaði. Kom þá bjargið æðandi inn um útidyrnar, síðan svefnher- bergisdyrnar og upp í rúmið, sem brotnaði í spón undan þess um óboðna gesti. Sem dæmi um kastið á bjaig inu má geta þess, að skammt fyrir ofan hús Páls, er veigur og eru girðingar beggja vegna vegarins. Bjargið tók undir sig mikið stökk ofan við efri girð- inguna og kom síðan aftur nið- ur neðan við neðri girðinguna. Annað minna bjang losnaði samtímis, en það fór aðra leið niður og staðnæmdist á túni við fjárhús nokkur, án þess að gera nokkurn usla. Hús Páls er hins vegar stórskemmt eftir þessa gestkomu, rnikið brotið úr veggjnm vtð dyrnar og innganginn. Beðið eftir fiskverði >Ó—Reykjavík, mánudag. Fiskverð hefur enn ekki verið birt, en ekki hefur náðst sam- komulag í yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins. Verðlagsráð sjáv- arútvegsins byrjaði að ræða fisk- verðið £ byrjun desember, en þeg- ar ekki náðist samkomulag þar, var málinu vísað til yfirnefndar. Yfirnefndin hefur verið á svo til stöðugum fundum síðan um jól. Þar sem fiskverðið er ekki kom- ið, þá munu bátar ekki hefja róðra, því útgerðarmenn höfðu samþykkt að hefja ekki veiðar fyiT en fisk- verðið hefði verið birt. Flogið með 3 sjákiinga í gær og 4 biðu 45 ára gamall maður brann inni ÞÓ—Reykjavík, mánudaig. 45 ára gamall maður, Þórður Jónsson, brann iinni í húsinu núm- er 27 við Akurtgerði að kvöldi ný- Það var um kl. 21.15 um kvöld- ið að hringt var í slökkviliðið og tilkynnt um eldinn. Þegar slökkvi- Eðið kom á vettvang stóðu eld- tungurnar út um herbergisglugg- ann, en eldurinn barst ekki út um aðra hluta hússins. Reykkafarar fóiru strax inn í húsið og fundu þeir manninn von bráðar ,en hann var þegar lát- inn. Hitinn og reykurinn munu hafa valdið dauða hans. Þórður var gestkomandi í húsi móður sinnar, en hún var ekki heima þegar eldurinr. kom upp, og talið er að Þórður heitinn hafi sofnað út frá logandi sígarettu. Þórður var ókvæntur. Smygl í Selfossi EB—Reykjavík, mánudag. Um 9 þúsund vindlingar og 200 áfengisflöskur hafa fundizt um borð í flutningaskipinu Selifossi sem liggur í Reykjavíkuxhöfn. Fannst þetta magn í vélarrúmi skipsins. Koim Selfoss fyrir nokkr um dögum frá Bandaríkjunum og hefur leit um*borð í skipinu stað- ið yfir undanfarna daga. Rannsókn arlögreglan í Reykjavík hefur mál- ið í sínum höndum og mun leit vera haldið áfram um borð í skip- inu. EB—Reykjavík, mánudag. Óvenjumikið hefur verið að gera hjá Flugþjónustunni við sjúkraflutninga fyrstu daga þessa árs. Alls hefur Flugþjónustan flutt 6 sjúklinga þessa daga, samkvæmt upplýsingum Björns Pálssonar, flugmanns, og í dag biðu 4 sjúkl- ingar eftir því að hægt yrði, að fljúga með þá. Hafa flugvellir víða um land verið slæmir í dag og því ekki hægt að lenda á þeim. Björn Pálsson sagði, að á rý- ársdag hefði sjúklingur verið flutt ur frá ísafirði til Reykjavíkur. í gær hefði verið flogið til Egils- staða til að sækja sjúkling þang- að og annan til Hellissands. f dag hefði sjúklingur á Patreksfirði ver ið sóttur, annar til Hellissands og þriðji til jtykkishólms. Þá átti í dag að flytja tvo sjúklinga á Blönduósi til Reykjavíkur, en þeg- ar síðast fréttizt var ekki e.nn bú- ið að flytja þá, þar eð flugvöiiur inn á Blönduósi er ófær Enn- fremur átti að fly?,a tvo ine?in, sem legið hafa á Borgarspítalan- um, til Hvammstanga, en þar var flgvöllurinn tinnig ófær eins og flugvellir víðar á janöinu. Eldur um borð í togara Hvað er milljón? Medisín áramótanna hljóðar m.a. svo: „ . . . lækka skatta á lágtekjum og haekka skatta á fasteignum, háum tekjum og nettóeignum yfir einni milijón." ‘Höfundur þessa hægSaiyfs handa almenningi er sjálfur Ragnar Arnalds, formaður AlþýSubandalags- ins. Víst er um það, a3 ríkisstjórnin getur ekki staSiS í stórfelldum um- bótum elns og hún gerir, án þess aS taka elnhvers staSar fé til þeirra og færa þaS úr hendi þeirra, sem mega í hendur þeirra, sem sfSur mega. Vlð allir, sem styðjum ríkisstjórnina, fylgjum henni heilshugar í slíkri jöfnunarstefnu. Spurningin er ein- ungis hvar draga ber markalínuna, sem skilur aS hin breiðu bök frá hinum. VitaS mál er, að ákveðnir hópar hafa lltið svo á, allt frá ár- inu 1930, að hér á landi sé eitthvað til sem heitir auSvald, og byggt skoð anir sinar á slíkri órökstuddri mein- Ingu. Nú virðist sem harkan hafi minnkað, og gamla auðvaldstuggan sé orðln að kennlngu um breið bök. Samkvæmt medisíni áramótanna eiga breiðu bökin fasteignir, hafa háar tekjur og luma á nettóeign yflr miiljón. Ef þetta er skoðað bet- ur, þá mun þessi flokkun ná yfir svo til alla, sem búa í eigin húsnæði og hafa haft laun til að standa und- ir afborgunum af lánum, sem á þeim hvHa. Samkvæmt þessu matl eru breiðu bökin hættulega nærri því að vera venjuleg bök — almenn. Það er þessi saml almenni maður, sem á árum viðrelsnarstjórnarinnar varð að búa við skattstiga, sem gerði hon- um skylt að greiða hátekjuskatt af launum sínum, áður en hann náði tekjum, sem reiknuð voru sem nauð- þurftartekjur meðalfjölskyldu. Var þó ekki reiknað með hvað það l:ost- aSi «8 boroa uop ibúð á tíu árum. því aldrei hafa húsnæðismáiastjóm- arlánin verið nema hluti af kostn- aðarverði íbúðar. Affallalánin, sem fólk hefur stöðugt orðið að taka, hafa aldrei verið reiknuð. Nú seljast um hundrað fermetra íbúðir í blokkum á um tvær mill- jónir króna og þar yfir, og þeir eru langflestir, sem eiga um hundrað fermetra íbúðir í blokk. Nettóeign yflr milljón er því ekkl umtalsverð, nema til komi peningamat frá 1930, þegar hæst lét i kenningunni um auðvald á íslandi. Það fólk, sem i dag kaupir íbúð I blokk, verður að greiða fyrir hana fvær milljónir. Það hefur aldrei þótt neinn lúxus að búa í blokk, en frá tímum skattstiga viðreisnarstjórnarinnar, sem stend- ur óbreyttur enn, fær slíkur kaup- andi hátekjuskatt. Vaxtabyrðin ein er um tvö hundruð þúsund krónur á ári. Þá er eftlr að iifa, Síðan verða fjölskyldur barnmargar, þá verða þær að fá stærra húsnæði. En það er talið til ofrausnar. Húsnæði hinn- ar fjölmennu fjölskyldu nýtur sér- stakrar umhyggju. Það geidur stærð ar sinnar. Þannig verður að gæta þess, að skattakerfi, sem hefur verið meira eða minna á skjön á undanförnum árum, vegna þess að verðbólgan hef- ur farið langt fram úr skattstigan- um, þarf athugunar við í grunninn. Auðvitað krefjast umbótatímar auk- inna álagna á almenning. Á þeim tvö hundruð dögum, sem ríklsstjórn- In hefur verið við völd, hefur hún unnið ýms stórvirki, og á þó flelri eftir. En það er ekki sama hvernig fjáröflunin til framkvæmdanna er undirbúin. Sigurður heitinn Bernd- sen sagðl á sinni tið: Hvað er milljón in nú á riögum? Hún hefur minnkað. siðan. Hin breiðu bök verða ekki mæld með hennl lengur Svarthöfði. Sigldi á bryggju BG—Neskaupstað, mánudag. Þegar hrezki togarinn Robert Hewett, kom til Neskaupstaðar aðfaranótt gamlársdags, vildi það óhapp til, er skipið var að leggj- ast að bryggju, að það sigldi á bryggjukantinn og við það skemmd ist skipið nokkuð, kom m.a. rúm- lega hálfsmetra rifa á stéfni skips ins. Nú vinna menn frá Dráttarbraut inni hf. að viðgerð á togaranum og fer henni senn að ljúka. GS, ísafirði, SB—Rvík, mánud. Engar brennur voru á ísafirði á gamlárskvöld, sökum óhagstæðs veðurs og verða kestirnir geymdir til þrettándaris. Um kl. 23.30 á gamlárskvöld var einhver mesti árekstur, sem orðið hefur á ísafirði. Rákust á tveir fólksbílar á horni Túngötu og Eyrargötu af svo miklu afli, að þeir hentust báðir inn í garð og á húsvegg. ökumennirnir sluppu báðir lítt meiddir, en bíl- amir eru hins vegar að heita má ónýtir. Annar þeirra var alveg nýr Fólksvagn. Þá varð ungur maður fyrir bíl um nóttina, en meiðsli hans munu ekki vera alvarleg. Brezkur cogari, var staddur út af Vestfjörðum á nýársnótt, er eldur kom þar upp í hásetaklefa. Eftirlitsskipið Miranda var statt i höfn á ísafirði og fór það þegar á vettvang, þótt helmingurinn af mannskapnum yrði eftir í landi. Kom Miranda með togarann til ísafjarðar á nýársdag, en þá hafði allur eldur verið slökktur og tog- arinn fór fljótlega út aftur. Ekkert var flogið til ísafjarðar frá Þorláksmessu til gamlárskvölds og er póstur ekki kominn þangað enn síðan fyrir jól. í dag komu hins vegar 5 flugvélar og tóku þær um 200 manns, aðallega skóia fólk, til Reykjavíkur. VINNUTÍMI Í VERZLUNUM Samkvæmt samningi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur við vinnuveitendur verSur vinnutími afgreiSslufólks þannjg frá 1. janúar 1972: Dagvinnutími í verzlunum skal vera 40 klst. á viku. Dagvinnutími skal hefjast kl. 9 að morgni eða að einhverju leyti fyrr, eftir því sem heppilegast verður talið fyrir hverja sérgrein. Dagvinnutíma lýkur kl. 18,00 alla virka daga nema laugardaga kl. 12,00. Hinn samningsbundna hámarksdagvinnutíma skal vinna innan ofangreindra marka, þannig að dagvinnutími dag hvern verði samfelldur. Fyrir 3ja tíma vinnu á laugardögum skal veita frí til kl. 13,00 á mánudegi, eða næsta virkum degi eftir samningsbundinn frídag, samkvæmt 11. grein, eða 1 heilan frídag hálfsmánaðarlega. Heimilt er með samkomulagi milli starfsfólks og vinnuveitenda að hafa aðra vinnutilhögun en að ofan greinir og skal hann tilkynna það til Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.