Tíminn - 04.01.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.01.1972, Blaðsíða 1
1. tb!. — Þriðjudagur 4. janúar 1972 — 56. árg. 3 U Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra í áramótaávarpi: ; Stærsta málið á árinu er j stækkun landhelginnar! v Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra EJ—Reykjavík, mánudag. — Þegair á heildarmynd efna hagsm^la ársins 1971 er litið, er þannig ljóst, að við höfum fulla ástæðu til þess að minn- ast ársins 1971 með þakklátum huga sem góðæris, — sagði Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, í áramótaræðu sinni í sjónvarpi og hljóðvarpi. Ölafur sagði, að afkoma at- vinnuveganna hefði verið mjög góð á árinu 1971 þegar á heild- ina væri litið. Nýjustu tölur bendi til þess, að heildarfram- leiðsluaukninig á árinu verði a.m.k. 9% tniðað við 1970, og aukning þjóðartekna orðið enn meiri vegna hagstæðra við- skiptakjara við útlönd, eða allt að 12%. Hann sagði, að nýjustu töl- ur Efnahagsstofnunarinnar bentú til þess, að landbúnaðar- framleiðslan hefði aukizt veru- lega 1971 í fyrsta sinn um fimm ára skeið, og væri aukn- ing þeirrar framleiðslu, ásamt bústofnsbreytingum, um 9% árið 1971, en um 4% án bú- stofnsbreytinga. f iðnaði, öðrum en fiskiðn- aði, varð einnig mikil fram- leiðsluaukning, væntanlega a. m.k. 15% að magni til miðað við 1970. Hins vegar miinnkaði magn sjávarvörufraimleiðslu um 6% frá 1970 en verðlag hækkaði mjög mikið á erlendum mark- aði, eða um 23%, þannig. að gjaldeyrisverðmæti sjávaraf- urðaframleiðslu jókst um allt að 16% árið 197L Þá sagði Ólafur, að spari- fjármyndun hefði verið veru- leg á árinu og samkvæmt bráða birgðatölum væri aukning spari innlána ekki undir 2700 milljón um króna, ?n vax 2477 milljón- ir árið 1970. Loks var ekkert atvinnuleysi að kalla á árinu, og má fremur tala um vinnuaflshörgul en at- vinnuleysi árið 1971, sagði Ólaf ur; f ræðu sinni minntist forsæt- isráðherra m.a. á stjórnarskipt- in á árinu, afhendingu handrit- anna, kjarasamningana í des- ember og þann mikla slysafar- aldur, sem gekk yfir á árinu. Síðan fjallaði hanr um hið nýja ár, og sagði m.a.: „Innan fárra klukkustunda heilsum við nýju ári og bjóð- um það velkomið. Við getum ekki ráðið þá rún, hvaSa tíð- indi það mundi flytja okkur. Samkvæmt reynslunni megum við þó reikna með því, aS það eigi í fórum sínum bæði bros og tár, skin o<g skugga, sigra og vonbrigði. Við heilsum því vonglöð, en skulum líka búa okkur undir barning. Við vit- um, að okkar bíða vandasöm verkefni á komandi ári. Stærsta Framhald á bls. 14. Vegir rofnuðu á fímm stöðum í Borgarfírði Enn er fœrt frá Reykjavík austur á land EB—Reykjavík, mánudag. VegagerSin var í gær og dag önnum kafin við að lagfæra vegi víða á Vesturlandi og Vestfjörð- um, en þeir skemmdust talsvert vegna þess vatnsveðurs sem geysaði í þessum landshlutum aðfaranótt gamlársdags og á gaml- ársdag. í Borgarfirði rofnuðu veg- ir á fimm stöðum, en þar var mik- ið vatnsflóð. í kvöld voru vegir þar aftur orðnir færir, og reiknað var með að bráðabirgðaviðgerðum á vegum annars staðar yrði að mestu lokið í kvöld. Mestu flóðin urðu í neSanverð- um Borgarfirði, ög munu þau vera Framhald á bls. 3 Skaröiö, sem myndaðíst í veginn í Norðurárdal við brúna á Biarnardaisá. (Tímamýnd SH) Tilboðin um heimsmeistarakeppni í skák opnuð: Island er með þriðja hæsta tilboðið ^ ÞÓ-EB-Reykjavík, mánud. Þegar tilboðin 14, um að halda einvígi þeirra Fischers frá Bandarfkjunum og Sovét- mannsins Spasskys, um heims meistaratitilinn í skák, vora opnuð á skrifstofu Alþjóða- skáksambandsins 1 Amsterdam í dag, kom í Ijós, að tilboð íslands er þriðja hæsta tilboð- ið og það langviðamesta, sam- kvæmt upplýsingum Guðmund- ar G. Þórarinssonar, forseta Skáksambands fslands. Þá er fulltrúi íslenzka skáksambands ins, Freysteinn Þorbergsson, sem fór með tilboð íslands til Amsterdam, einn af þremur í nefnd sem hafði það hlutverk að opna tilboðin. Guðmundur G. Þórarinsson sagði í viðtali við Tímann í kvöld, að náttúrlega mætti ekki upplýsa hver þessi tvö lönd eru, sem eru fyrir ofan ísland. Kom fram í sjónvarps- viðtali við Freystein í kvöld, að meðlimimir i þriggja manna nefndinni eru bundnir þagnarskyldu næstu tvær vik urnar. Freysteinn taldi fsland hafa töluverða möguleika í þessu efni, en þess bæri að gæta, að verðlaunin skiptu ekki öllu máli. Ýmislegt fleira spilaði þar inn í. Veðrátta og fleira. — Við erum ennþá inni í dæminu, sagði Guðm. G. Þór- arinsson, og gat þess um leið, að margar nýjungar í sam- bandi við slíka skákkeppni fæl- ust í tilboði íslands. Guðmund- ur gat að sjálfsögðu ekki sagt I hvað tilboð Islands væri hátt, þar eð samið var um, að ekk- Framhald á bls. 14. Guðmundur G. Þórarlnsson meS tllboð Skáksambandsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.