Tíminn - 19.01.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.01.1972, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 19. janúar 1972 TÍMINN 3 Togarar til Seyðisfjarðar [H—SeySisfirði, mánudag. Einmuna tíð hefur verið hér undanfarið og er nú svo komið, að snjó hefur alveg tekið upp og Fjarðarheiði er fær öllum bílum. Þrettán enskir togarar hafa leit- að hér hafnar síðan um áramót. Hafa þessir togarar átt hingað ým- is erindi og hafa t.d. komið með sjúklinga, leitað eftir viðgerð og til ístöku. Tveir Seyðisfjarðarbátar, Gull- berg og Hannes Hafstein, eru nú byrjaðir róðra með línu. Eru bát- arnir búnir að fara í eina veiði- ferð og komu þeir inn eftir viku- tíma, en afli var tregur, enda gæftir meS afbrigðum stirðar. ^ Byggir ísbjöminn við höfnina? ÞÓ—Reykjavik, þriðjudag. Á fundi Hafnarstjórnar Reykja- víkur 13. janúar var tekin fyrir umsókn ísbjamarins hf. um lóð fyrir hraðfrystihús við Reykjavík- urhöfn. Hafnarstjórn mælti með um- sókninni og fól hafnarstjóra að eiga viðræður við umsækjanda um uppbyggingu og hagnýtingu svæð- isins áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Allt í garðinum Nú eru aðeins eftir þrjár sýn- ingar á hinum skemmtilega leik, Edwards Albee, Allt í gaiðinum: Uelkurinn hefur verið sýndur 22 sinnum við ágæta aðsókn. Um 8.900 leikhúsgestir hafa séð sýn- inguna. Næsta sýning leiksins verður miðvikudaginn 29. þ.m. Að- alhlutverkin eru leikin af Gunnari Eyjólfssyni og Þóru Friðriksdótt- ur. Myndin er af Þóru í lilutverki sínu. Þrír góöir gestir IGÞ—Reykjavík, þriðjudag. Þrír góðir gestir litu inn á rit- stjórn Tímans í dag, þeir Jóhann- es Davíðsson í Hjarðardal, Björn Egilsson, Sveinsstöðum og Helgi Haraldsson á Hrafnkelsstöðum. Varð mikill fagnaðarfundur, og ekki gott að sjá, hvort þeir áttu meira erindi hver við annan eða starfsmenn ritstjórnar, fyrst tilvilj unin hafði ráðið því að stefna þeim til Túnans á sömu stundu. Upp úr hinum áköfustu viðræðum heyrðust svo vísur á stantgli, þegar upp var rifjaður nýjasti afrakst- urinn á vettvamgi ferskeytlunnar. Menn skrifuðu niður og báru sam- an bækur sínar. Afmælisvísa Finns Sigmundssonar, fyrrum landsbóka- varðar, um Ingimar Jóhannesson fyrrum skólastjóra á Flúðum á áttræðisafmæli hans 13. nóv. í haust, átti auðheyrilega aðdáun að fagna. Hún er svo: Ævi langa Ingimar öðrum fremur búinn var eðliskostum íslenzkrar aldamóta kynslóðar. Og svo hafði Helgi á Hrafnkels- stöðum fengið vísu frá Baldri á Ófeigsstöðum með öðru á jóla- korti. Hún hljóðar svo: íslenzkan er íþrótt snjöll og föigur. Ýmsum Helgi fyrirmyndir gefur. Af því hann skilur fslendingasögur einn hann veit hver Njálu skrifað hefur. Auk þess var rætt um prent- villur í vísum, eins og þegar vísu- parturinn, Þar sem engin æð er til/, ekki er von að blæði, varð víst: Þar sem engin ævi er til, Lög um verðstöðvun féllu úr gildi um síðustu áramót, en þrátt fyrir það er áfram óheimilt að hækka verð eða álagningu á hvers konar vöru frá því, sem var 1. nóvember 1970, nema með sam- þykki hlutaðeigandi verðlagsyfir- valda og staðfestingu ríkisstjórn- o.s.frv. Þetta fannst mönnum auð- vitað forkastanlegt; að ætlast til að blætt gæti úr ævileysinu. Það var gaman að fá þessa ágætu menn í heimsókn. Kátína þeirra setti eiginlega allt á annan endann á meðan þeir stóðu við. Þetta bann við verðhækkunum gildir einnig um hvers konar þjón ustu, húsaleiigu, umboðslaun og álagnimgu á selda vinnu. í löguim nr. 94, 24. desember 1971, er jafnframt kveðið á urn, að verðlagsyfirvöld megi ekki leyfa neina’ hækkun, nema þau telji hana óhjákvæmilega. Bannað að hækka "" th/f yf hverskonar vör- ur eða þjónustu LEIÐRETTING Nokkrar prentvillur urðu í ein- um kafla viðtalsins við Alexander Stefánsson, sem birtist á sunnu- daginn var. Hér á eftir fer kafllnn réttur: — Hvernig er greiðsluþátttaka fiskiskipa í uppbyggingu hafna hvað gjöld varðar? — í skýrslu, sem reiknistofn- un Sjávarútvegsins hefur birt, kem ur í ljós, að hafnargjöld fiski- báta þar m.t. vatnssala, en ekki aflagjöld, eru mjög lítill hluti í heildarrekstrarútgjöldum bátsins; þar sem hæst er eru hafnargjöld aðeins 6.5%» af heildarútgjöldum bátsins og niður í 2.1%». T.d. 71 brt. bátur með heildar- gjöld krónur 3.949.860.00 þar af hafnargjöld krónur 20.731.00 eða aðeins 5.3%», 230 brt. bátur með heildargjöld krónur 8.342.223.00 hafnargjöld kr. 42.336.00 eða 5.1%». Þetta leiðir rök að því, að bát- ur og skip greiði of lítið til upp- bygginga hafna. Það getur að vera OÓ—Reykjavík, þo-iðjudag. Samkvæmt skýrslu frá Borgar- fógetaembættinu í Reykjavík voru afgreidd þar 4007 skrifloga flutt mál. Langmestur hluti þessara mála eru skuldakröfur og eru skuldunautar dæmdir til að greiða kröfuhöf- um tilteknar fjárupphæðir. Oft eru um tiltölulega lágar upphæð- ir að ræða, kannski örfáar þús- undir króna og stundum jafpvel undir þúsund krónuim, þótt &***■- kröfurnar skipti milljónum. En það getur verið dýrt að skulda þúsund kr. og láta dæma sig til að greiða þær. Verður sá dæmdi að greiða að minnsta kosti um 2600 kr. í málskostnað, rétt- verið dýrt fátækur argjöld og fyrir birtingu dóms- ins, greiða þarf fyrii- afrit af hon- um og svona hleður kostnaður- inn utan á sig þótt upphæðin sem málið snýst um sé lág. Eftir því sem upphæðirnar verða hærri hækkar kostnaðurinn, t i miðað við lágmarksgi"' l; y hækk ar kostnaðurinn ekki mikið, þótt kröfurnair hlaupi á nokkrum þús- undum, svo að það er tiltölulega dýrast að láta dæma sig til að 'pfi smáupphæðir. En það getur líka verið dýrt að skulda smáupphæðir þótt ekki komi til kasta dómstóla. Lögmenn ' taka ekki að sér innheimtu fyrir minna en 1200 kr. þótt upp- : hæðin, scm krafizt er greiðslu á ' sé lægri. Gleymdu kommum í gær S.l. sunnudag var hér í Tím- anum svarað nokkrum orðum þeim áróðri Mbl., að Framsókn arflokkurinn hefði fórnað stefnu sinni og afhent komm- únistum atvinnumálin. Var í Tímanum vitnað til ræðu þeirr- ar, sem Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokks- ins, flutti á flokksþingi fyrir kosningar, þar sem hann út- skýrði all ítarlega stefnu Framsóknarflokksins í atvinnu málum. Af því sem þar var vitnað kemur glögglega í ljós, að öll meginatriðin úr atvinnu mála -og efnahagsstefnu Fram sóknarflokksins hefur verið tek ið upp í stefnu núvcrandi ríkisstjórnar. Lagði Tíminn út af þessu á þann veg, að segja, að sannleikurinn í þessu máli væri þvert á móti fullyrðing- um Mbl. því að sannleikurinn væri sá, „að með þessari stjórn fær Framsóknarflokkurinn tækifæri til að sína stefnu sina í verki ómengaðri en nokkru sinni fyrr í stjórnarsamstarfi við aðra.“ Mbl. svarar þessum skrifum Tímans í gær með forystu- grein, sem ber yfirskriftina „Ómenguð Framsóknarstefna“. Er þar hamazt gegn stofnun Framkvæmdastofnunar ríkisins og því þar haldið fram, þvert gegn gagnstæðum yfirlýsing- um forsætisráðherra, að þess- ari stofnun sé ætlað að koma einkaframtakinu á kné. En nú er þetta ekki lengur stefna kommúnista, sem ræður, held- ur „ómenguð Framsóknar. stefna“. Á valdi óttans? Þessi skrif Mbl. eru út af fyrir sig svo ómerkileg, að þau væru ekki svaraverð ef ekki fylgJi athugasemd frá ritstjóra Mbl. og túlkun hans á því, hvað felst í þeim orðum Tímans að með þessu stjórnarsamstarfi fengi Framsóknarflokkurinn tækifæri til að sýna stefnu sína í verki betur en í sam- starfi við aðrr. Um það segir Mbl.: „Engum dylst, livað við er átt. Það er gamall draumur Framsóknarmanna að halda Sjálfstæðisflokknum og þar með nær helmingi kjósenda, utan við öll áhrif í þjóðfélag- inu.“ Rétt er að minna á í þessu sambandi, að Sjálfstæðisflokk- urinn hefur átt aðild að stjórn- arsamstarfi á íslandi svo til óslitið frá því ísland varð lýð- veldi. Flokkurinn var utan stjórnar um tveggja ára bil, 1956—1958. 1959 stjórnuðu íhaldsmenn ráðherrum í minni- lilutastjórn Alþýðuflokksins eins og leikbrúðum, enda kvört uðu þeir ekki þá um valda- skort. Það er hollt að skoða tilgreind ummæli Mbl. í Ijósi þessarar staðreyndar, því að þau segja meira en langar og faguryrtar flokksyfirlýssngar um raunvcrulegar lýðvæðÞhug sjónir forustumanna pessa flokks. Sjálfstæðisflokkurinn, sem var eini flokkurinn ’ á hægri kantinum, þar til hann tældi Alþýðuflokkinn til fylgi- Framhald á bls 14 EasKiTKv; :■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.