Tíminn - 19.01.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.01.1972, Blaðsíða 8
__________TÍMINN_________ Mannréttindayfirlýsing meira í orði en á borði 8 Fátt eða ekkert af hugsunum, orðum og óskum mannanna er merkilegra en mannréttinda- yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna. Þar kemur fram í fyllingu og fám ohðum réttlætis- og friðar- hugsjón kristinsdóms yljuð af elsku og uppljómuð af sann- leika. Og það sem þó er bezt, am þetta virðast allar þjóðir geta sameinazt án tillits til trúarbragða, þjóðemis og litar- háttar. Sjálfsagt mætti telja þetta einn stærsta sigur guðsríkis, sem um getur í mannkynssög- unni beint í merkingu orða Krists, þegar hann líkir því við lítið og nærri ósýnilegt súrdeig, sem þó sýrir allt deigið. Þannig sannast, a® hugsjón kristins dóms um réttlæti, frið og bræðralag á miklu víðara verksvið og viðfeðmari rætur en margir halda, sem líta á kirkjuna sem einustu stofnun Guðs andans á jörðinni. En samt verður að játa, að enn er þessi yfirlýsing meira í orði en á borði, meira fróm ósk en fögur framkvæmd. Samt má minna á, að orð eru ffl alis fyrst og ekkert gerist til framfara án óska og fóma. Svo langt hefur vantrú fólks og jafnvel heilla þjóða, á orð- unum einum án framkvæmda og veruleika gagnvart þessari göfugu yfirlýsingu, gengið, að miklu meira ber nú á afneitun Þessara réttinda og um leið firáhvarfí stjómenda heims, sem snúa sér svo sannarlega að verk efnum, sem veitt gætu skjót- fengnari hagnað og áþreifan- legri orð. En þannig hefur það ekki alltaf verið. Á fimmta áratug aldarinnar fór satt að segja hrifningareldur um hugina. Þá var mikið rætt um alheims- bræðralag, eina veröld alls mannkyns, hnattrænan skilning og kærleika, sem umvafið gæti hverja mannveru. Þetta háttstemmda tímabil var nokkurs konar hálogaland aldarinnar eftir styrjöldina, með viðtöku eða samþykkt Sam einuðu þjóðanna á Mann- réttindaskránni, þótt segja mætti, að þar væri meira um táknlega en raunverulega at- höfn a® ræða. Því miður hefur kaldhæðni kalda strfðsins oft sannað það síðan, að ekki hefur varmi þessar-' oiT': náð að allra hjartarotuin. En sannarlega bar té ' ’• t enn að fagna þessari íæðingu þessarar fögru yfirlýsingar, sem leit formlega dagsins ljós 10. des. 1948, og lýsti yfir „óafhendanlegum“ réttindum allra mannvera í veröldinni í 31 málsgrein. Og þessi óvefengj anlegu mannréttindi skyldu framvegis verða viðurkennd, vernduð og útbreidd um alla veröld. Og það voru raunveru- lega frumþættir í öllu starfi allra fulltrúa á þingi og stöðv- um Sameinuðu þjóðanna. Og ástæðurnar fyrir þessari setningu og samþykkt yfirlýsing arinnar voru settar fram í stutiu máli á þessa leið: „Slik yfirlýsing er nauðsyn- leg vegna þess að viðurkenning á .tu'eðfæddum tiginleika og jöfn um og ókrenkjanlegum réttind- um allra íbúa jarðar, sem einn- ar fjölskyldu er hornsteinn og grunnur frelsis, réttlætis og friðar í heiminum Vegna þess að vanmat og lítíicvirðinr á ' mannréttindum h.ívir i.Li.i.j írain í dýrslegum grimmdarathöfnum, sem hefur misboðið samvizku mannkyns. Og ekki síður vegna þess að sköpun heims, þar sem allar mannverur njóta málfrelsis, trúfrelsis og frelsunar frá ótta og örbirgð, má teljast æðsta eftirlangan alls venjulegs fólks. Og af því að það er aðalatriði, ef maðurinn á ekki að neyðast til blóðugrar uppreisnar gegn harðstjórn og kúgun, sem síð- asta úrræðis. Einasta hömlun gegn slíkum örlögum er að vernda mann- réttindin, sem áður eru nefnd, möð lögum“. Vonin um framtíð mannkyns í fögrum hugsjónabúningi gæti nauimast komizt á hærri tinda. En skýrslan um framkvæmd þessarar yfirlýsingar er þrátt fyrir marga sigra raunarúnum rituð. í fyrstu grein yfirlýsingarinn- ar segir: „Allar mannlegar verur skulu breyta hver við aðra í anda bræðralags“. En við gætum næstum leitað hvert sem væri án þess að finna nokkur dæmi um þess háttar breytni eða framkomu þjóða. Það mætti þá ef til vill helzt benda á háttvísi Dana í hand- ritamáli íslendinga sem lýsandi fyrirmynd í þeim efnum. í annarri grein er ákveðið að þoka brott öllu, sem aðskilur í kynÞáttamálum, þjóðflokka- greiningu, kynjum, stjórnmála- skoðunum, trúarbrögðum. Á þessum sviðum skal ríkja al- gjört jafnrétti og frelsi. Samt er aHt þetta þröskuld- ur í vegi til samskipta þjóða og einstaklinga til að njóta fulls frelsis og jafnréttis í flestum löndum. Þrældómur og nauðungar- þjónusta eru bönnuð í 5. grein, en bæði bein og óbein þrælkun þúsunda er í framkvæmd I fjölda landa nú á dögum, meira að segja börn eru seld í þræl- dóm og nauðungarvinnu. 1 14. greininni stendur eftir- farandi ákvæði: „Sérhver mannvera hefur rétt til að velja frjáls aðsetur sitt og skal hafa svigrúm til að flytja sig frá einum stað til annars innan landamæra sér- hvers ríkis. Sérhver mannvera hefur rétt til að flytja úr sérhverju landi, þar með talið sínu eigin landi, og snúa aftur til síns lands“. Þótt að sjálfsögðu sé gert ráð fyrir, a® hér sé um fólk að ræða. sem hefur óskert mann- réttindi í sínu ríki með tilliti til dóms og laga, þá væri fróð- legt að vita, hve mörg ríki gætu undirskrifað þessa 14. grein nú án fyrirvara. Aðrar greinar afnema fang- elsun án dóms og laga, kyrrsetn ingu og pyndingar. Slíkar einveldisfangelsanir, kyrrsetning heilla hópa og op- inberar pyndingar eru venju- legar í mörgum löndum, gæti verið í allt að helmingi þeirra ríkja, sem eiga fulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum. í 20. greininni standa þessi orð: „Sérhver einstaklingur hefur rétt til frjálsrar tjáningar á skoðun sinni og framsetningu hennar. vsr> Þessi réttur felur í sér frelsi til að halda skoðun sinni án íhlutunar annarra, og leita, taka á móti og deila skoðunum, upplýsingum, og hugmyndum, með hvaða tækjum sem tiltæk eru og án tillits til landamæra". Hvernig hefur þetta allt farið í framkvæmd? Margir telja Bandaríki Norður-Ámer- íku — USA — það ríki, sem þarna standi sérstakan vörð og eigi mikinn Þátt í efni og orða- lagi Mannréttinda-yfirlýsingar- innar. Og það má sjálfsagt til sanns vegar færa. En hvað má hins vegar segja t.d. um kynþátta- misræmið þar, svo ekki sé minnzt á mismun þegnanna hvað snertir au® og örbirgð. Þar finnast enn þá auðugustu og fátækustu mannverur heims innan sömu landamæra að sögn þjóðfræðinga. - En lítum á aðstöðu sjálfrar stofnunarinnar, sem gjörði þessa yfirlýsingu. Enn þá hefur ekki þróazt þar formlegt framkvæmdavald til að gjöra fyrirmæli Mannrétt- indaskrárinnar að veruleika í raun og veru hjá þeim ríkjum, sem undirrituðu yfirlýsinguna. Ekki hefur heldur verið skipulög® starfsemi, sem gagn- rýni og fordæmi brot á Mann- réttindaskránni, fræði þjóðim- ar um hana og móti samvizku þeirra samkvæmt anda hennar og orðalagi, undirstriki mikil- vægi hennar og fyrirmæli. Hins vegar hafa verið skipað- ar alls konar nefndir til að miðla málum gagnvart fyrir- mælum hennar, draga úr og fletja út þessi fyrirmæli og teygja þau á alla vegu til sam- komulags gagnvart óskyldum og ósættanlegum ákvörðunum, líkt og skrattinn skóbótina á fjósbitanum forðum. Tökum þár til dæmis Grikk- land*,og stjórnina þar og Pakist- an og stjórnina í Vestur-Pakist- an, fyrrverandi að minnsta kosti. Þessar nafnlausu og oft ósýni legu néfndir „rannsaka", „end- urskoða" og „hlusta" endalaust á kvartanir fórnardýra harð- stjórnar og kúgunar, „gefa skýrslur" og „athuga“ meðan kvalavein frá fangelsum og flóttamannabúðum fara um allan heiminn, án nokkurra raunhæfra aðgerða. Og Þegar loks er lokið endur- skoðunum, athugunum og MIÐVIKUDAGUR 19. janúar 1972 skýrslugerðum eru þeir, sem átti að hjálpa til að ná rétti sínum samkvæmt áliti Mann- réttindaskrárinnar, kannski löngu fallnir fyrir hendi kúg- ara, -böðuls eða pyndinga- manns, eða blátt áfram daueV úr hungri, meðan beðið var eft- ir skýrslunni. En jafnvel þar sem skýrslu- gerðin gekk fyrir sig á hæfi- legum tíma og tók tillit til of- beldisaðgerða og yfirgangs gagnvart hinum órétti beitta og fordæmdi slíkt athæfi að sjálfsögðu, þá verða örlög slíks álits yfirleitt alltaf þau sömu. Skýrslan er grafin og gleymd innan tíðar án þess a® eftir henni sé farið. Viðkomandi þjóðir eða stjórn endur þeirra, sem ótaldir eru, stinga yfirleitt dómum nefnd- anna frá Sameinuðu þjóðunum og fyrirmælum þeirra hljóðlega undir stól og standa kotrosknir frammi fyrir samvizku heimsins ejns og ekkert hafi gerzt. Þar eru dæmin svo ljós, einkum í Austur-Evróþu, að ekki þarf að nefna þau. Allur heimurinn horfir þar á og getur ekki að gert. Að öðru leyti má beneda á annað, sem er ef til vill ör- lagaríkast og verst. Það mun vart finnast það ríki í allri veröldinni, sem hef- ur sýnt það álcveðið í verki og framkvæmd, að það vilji að- hæfa sig í anda og sannleika að orðum og fyrirmælum Mann réttindaskrárinnar. Þar er endalaus undansláttur, frávik og skollaleikur á ferð. Sum ríki ganga þarna lengra, önnur skemmra á leið, en ekk- ert þeirra mun geta heimtað Þá viðurkenningu að hafa geng- ið þar heilshugar til verka gagnvart öllum sínum íbúum. Sjálfsagt er þó að geta þess, sem gert er vel á þessum vett- vangi. Og vissulega hafa komið fram þjóðlegar og alþjóðlegar stofnanir, sem vinna fagurlega í anda yfirlýsingarinnar um al- menn mannréttindi. En því miður hafa þær ekki haft mikil tök. Samt sem áður orðið snar þáttur í samvizkubiti heimsins yfir grimmd og kúgun og þess vegna unni® óendanlegt gagn fyrir framtíðargengi Mannrétt- indaskrárinnar í heild og í einstökum atriðum. Þar má nefna International Press Institute — Alþjóðlegu fréttastofnunina (IPI) til dæmis. Hún var stofnuð f Zurich í Sviss 1951 og er óháð stofnun öllum stjórnvöldum þjóðríkja í þeim tilgangi að vernda frjáls- an fréttaflutning, segja hlífðar- lausan sannleikann, ef með þarf, hver svo sem á í hlut, og berjast gegn öllum þvingunum og kúgun á hendur þeim, sem fréttir flytja, hvort heldur á prenti eða í öðrum fjölmiðlun- artækjum. Þessi stofmm hefur unnið ómetanlegt gagn og nýtur mik- ils álits fyrir það að koma sann- leikanum á framfæri og skapa Þannig skoðanir byggðar á sann leikanum. Hún hefur einnig komið í veg fyrir ýmiss konar missagnir og blekkingar. En samt mun I.P.I. vanta bæði fjármagn og fjarskipti til að njóta sín svo vel sem þyrfti og vert væri, einkum til að kveða niður ýmsar blekkingar. önnur alþjóðleg stofnun, sem vinnur í sama anda er Amnesty International. Það er erfitt a® Framhald á bls. 12 Sérhver einstakiingur hefur rétt til frjálsrar tjáningar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.