Tíminn - 19.01.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.01.1972, Blaðsíða 9
JHIÐVIKUDAGUR 19. janúar 1972 TÍMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Heigason, Indriði G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Stein- grímur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur Bankastræti 7. — Afgreióslusími 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 225,00 á mánuði innanlands. ( lausasölu kr. 15,00 eint. — PrentsmiSjan Edda hf. Blint ofstæki ERLENT YFIRLIT Skiptist Júgóslavía í fleiri ríki, þegar Tító fellur frá? „Engin ríkistjórn á ísiandi hefur jafn ógæfusamlegan feril í samskiptum við þjóðfélagsþegna og sú stjórn, sem nú situr." Þetta er setning úr forustugrein Mbl. s.l. sunnudag. VlrCist eiga að vera eins konar sunnudagshugvekja fyrir lesendur Mbl. Varla ætlast þó höfundur forustugreinar þessarar til þess að aðrir taki mark á þessum skrifum en þeir, sem hvorki hafa heyrt, lesið né séð hvað gerzt hefur í íslenzku þjóðfélagi síðan núverandi ríkisstjóm kom til valda. Það verður jafnvel að teljast hæpið, að svona skrif falli í geð svörtustu íhaldsmönnum, jafnvel þótt þeir séu haldnir blindu ofstækishatri á núverandi ríkisstjórn. Þessi skrif eru því til þess eins fallin að minnka álit stjórnarandstöðunnar og Mbl. En þetta glórulausa ofstæki gefur vissulega tilefni til þess að rifjað sé upp í örstuttu máli, hvað ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar hefur gert, síðan hún kom til valda, og hvemig skipti hennar við þjóðfélagsþegnanna hafa verið þessa sex mánuði, sem Mbl. segir að geri hana að verstu stjórn, sem hefur nokkru sinni setið á íslandi: • Ríkissf jórnin hóf valdaferil sinn með því að skila aftur þeim visitölustigum, sem fyrrverandi ríkisstjórn hafði rænt af launþegum. • Þá bætti hún þegar í stað kjör sjómanna með því að skila þeim aflaprósentum, sem fyrrverandi ríkisstjórn hafði af þeim tekið með lögum. Skiptagrundvöllur var um leið hækkaður með sérstökum ráðstöfunum til hækk- unar fiskverðs. • Þessu næst lét stjórnin koma til framkvæmda þær hækkanir á tryggingabótum, sem fyrrverandi ríkisstíórn vildi ekki að kæmu til greiðslu fyrr en á þessu ári. Til viðbótar þessu hækkuðu stjórnarflokkarnir lágmarksiaun til elli- og örorkulífeyrisþega stórlega, og komu þær við- bótarhækkanir til framkvæmda 1. janúar s.l. • Þá framlengdi ríkisstjórnin verðstöðvunina til árs- loka og eru nú gengin í gildi ný lög, sem eiga að halda verðhækkunum niðri sem frekast er kostur. • Ríkisstjórnin hét í upphafi að hún myndi markvisst keppa að því, í samvinnu við verkalýðshreyfinguna, að auka kaupmátt hinna lægst launuðu um 20% á tveim- ur árum. Á grundvelli þess fyrirheits tókust samningar um áfangakauphækkanir og tveggja ára samningstíma við allar fjölmennustu stéttirnar og vinnufriður þannig tryggður næstu tvö árin. • Ríkisstjórnin hét að auka fjárveitingar til mestu nauðsynjaframkvæmda þjóðarinnar og það heit hefur hún efnt við afgreiðslu fjárlaga, þar sem straumhvörf urðu á þessu sviði. • Ríkisstjórnin hét því að létta skattabyrðum af hinum lægst launuðu og breyta skattakerfinu á þann veg að byrðar kæmu réttlátlegar niður. Það mun hún efna þegar skattafrumvörpin koma nú til lokaafgreiðslu á Alþingi. Þótt ríkisstiórnin hafi aðeins setið í 6 mánuði hefur hún samt beitt sér fyrir svo margvíslegum ráðstöfunum til að tryggja og bæta lífskjör fólksins. Fyrir það fær hún þá Mbl.-einkunn, að hún sé versta stjórn, sem setið hefur á íslandi! En skýringin á þessari gífurlegu geðvonzku Mbl. kemur í ljós, þegar lesinn er síðari leiðari blaðsins s.l. sunnudag. Hann fjallar um skattfrelsi hlutafjárarðs. Ónot- in stafa sem sé af því, að ríkistjórnin hefur ákveðið að fella niður það skattírelsi hlutafjárarðs, sem viðreisnar- stjórnin setti í lög á s.l. vori! — TK Viðsjár milli Serba og Króata fara stöðugt vaxandi TÍTÓ SÚ SPURNING er ekki óal- geng um þessar mundir, þegar rætt er um stjórnmálaástandið í Júgóslavíu, hvort ríkið muni ekki liðast sundur eftir að Tító er fallinn frá. Einkum valda vaxandi deilur milli Serba og Króata því, að þessi spurning verður nú algengari. Júgóslavía er nú sambands- ríki sex fylkja, sem skiptast að mestu leyti eftir þjóðemum. Stærst þeirra er Serbía, sem er um 88 þús. ferkm. að flatar- máli og hefur 8.5 millj. íbúa, en næst er Króatía, sem er um 56 þús. ferkm. að flatar- máli og hefur um 4.5 millj. íbúa. Hin fylkin eru Bosnía- Hercegovína, sem er 51 þús. ferkm. að flatarmáli og hefur um 3.2 milljónir íbúa, Slovenía, sem er um 20 þús. ferkm. og hefur um 1.9 millj. íbúa, Make- donía, sem er um 25 þús. ferkm. og hefur um 1.6 millj. íbúa og Montenegro, sem er 14 þús. ferkm. að flatarmáli og hefur um 500 þús. íbúa.. ÞAR SEM Serbar eru lang- stærsti þjóðflokkurinn, hafa völdin lent mest hjá þeim. Fyrir heimsstyrjöldina fyrri tilheyrði Króatía og Slovenía austurríska-ungverska keisara- dæminu, en þá var þar all- sterk skilnaðarhreyfing studd af Serbíu, sem hafði orðið sjálf stætt ríki 1878, eftir langvar- andi yfirdrottnun Tyrkja. Það var króatiskur þjóðernissinni, sem myrti Ferdinand erkiher- toga og konu hans í Sarajevo 28. júní 1914 og varð það form leg orsök fyrri heimsstyrjald- arinnar. Eftir lok hennar voni Króatía og Slovenía sameinað- ar Serbíu, sem skömmu síðar hlaut nafnið Júgóslavía. Fljótlega eftir sameining- una tók að bera á ágreiningi milli Serba og Króata. Raunar var það lítið annað, sem hafði tengt þá saman, en að þeir voru Slavar að uppnma. Hins vegar var menning þeirra að mörgu leyti ólík. Serbar höfðu orðið fyrir miklum tyrkneskum áhrifum og trúarbrögð þeirra voru grísk-kaþólsk. Króatar höfðu hins vegar orðið fyrir miklum austurrískum áhrifum, trúarbrögð þeirra voru róm- versk-kaþólsk og atvinnulif þeirra var að mörgu leyti þró- aðra en hjá Serbum. Króatar töldu sig fljótlega komast að raun um, að Serbar notuðu sér aðstöðu sína til að draga öll völd í sínar hendur og kom því brátt til harðra árekstra, sem leiddu m.a. til þess að þekktasti stjórnmálamaður Kró ata, Raditch, var myrtur í þing- húsinu í Belgrad. Þegar Þjóðverjar lögðu Júgó- slavíu undir sig í síðari heimsstyrjöldinni, gerðu þeir I Króatíu að sérstöku ríki. Sú skipan var að sjálfsögðu af- numin eftir styrjöldina og júgó slavneska í'íkið endurreist sem sambandsríki sex fylkja, eins og áður greinir. ÁTÖKIN milli Serba og Kró- ata minntu eftirminnilega á sig í aprílmánuði síðastliðnum, þeg ar króatiskir þjóðernissinnar gerð árás á sendiráð Júgó- slavíu í Stokkhólmi og særðu sendiherrann til ólífis. Hér voru að verki menn úr leynifélags- skapnum Ustasja, en hann er sprottinn upp úr flokkssamtök- um þeim, sem fóru með völd í Króatíu á heimsstyrjaldarár- unum og hölluðust að nazist- um. Að sjálfsögðu er þessi fé- lagsskapur bannaður í Júgó- slavíu og fylgismenn hans eru aðallega útlagar, sem auglýsa einkum andstöðu sína gegn nú- verandi skipan mála í Júgó- slavíu með árásum á sendiráð og sendimenn júgóslavneska ríkisins erlendis. Af þessum árásum hefur árásin á sendiráð ið í Stokkhólmi orðið sögu- legust. Það kom svo í ljós á síðast- liðnu hausti, að þjóðernisstefn an í Króatíu á miklu víðtæk- ara fylgi en ætla má af störf- um þessa leynifélags. Þá hófu stúdentar í Zagreb. sem er höf- uðborg Króatíu, mótmælaverk- fall til a* fylgja eftir kröfum um, að stjórnarvöld Króatíu fengju að ráðstafa þeim er- lenda gjaldeyri, sem aflað er í landinu, en hér er fyrst og fremst um greiðslur frá ferðamönnum að ræða. Mikill meirihluti strandlengjunnar meðfram Adriahafi heyrir til Króatíu, en þangað koma er- lendir ferðamenn, sem heim- sækja Júgóslavíu, aðallega. 0 Sambandsstjórnin í Belgrad Í hafnaði þessum kröfum, og i hélt því áfram, þrátt fyrir mót- § mæli stúdenta. Eftir að þau | höfðu staðið nokkurn tíma, 1 skarst Tító sjálfur í leikinn. fí Forsprakkar stúdenta voru i handsamaðir. Nokkru síðar af- I söluðu ýmsir helztu leiðtogar g kommúnista í Króatíu sér völd ® um og trúnaðarstörfum, sem j þeir höfðu gegnt á vegum flokksins, og nýir menn tóku við. Þykir ljóst af því, að áhrif * þjóðernisstefnunnar hafi náð langt inn í raðir kommúnista. SVO virðist sem Tító hafi tekizt með þessum afskiptum, að bæla niður hin ytri tákn vaxandi þjóðernisstefnu í Króatíu. En vafasamt þykir, að | honum takist það til lengdar. j Og því er almennt spáð, að , hún muni magnast um allan í helming við fráfall hans eða [ þegar hann lætur af völdum. Því er einnig spáð, að skiln- aðarhreyfingin muni þá einnig breiðast til annarra fylkja a.m. k. Slóveníu, þar sem miklu meira er sameiginlegt með Slóvenum og Króötum en Serb um og Slóvenum. Þá er einnig óttazt, að þetta geti einnig ýtt undir sjálfstæðishreyfingu Makedoníumanna. en Makedon ía skiptist nú milli þriggja ríkja, Júgóslavíu, Grikklands og Búlgaríu. Balkans’’agínr getur þannig % orðið einu sinni enn órólega | hornið á Evrópu. Þ.Þ. | LiJöí-.---

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.