Tíminn - 19.01.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.01.1972, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. janúar 1972 TIMINN GARDÍNUSTANGIR í MIKLU ÚRVALI — Póstsendum — Málning & Járnvörur Laugavegi 23 simar 112 »s.* 128 76 VERKAMANNAFÉLAGIÐ DAGSBRÚN TILLÖGUR uppstillingamefndar og trúnaðarráðs um stjóm og aðra trúnaðarmenn félagsins fyrir árið 1972 liggja frammi í skrifstofu félagsins frá og með 20. janúar. Öðrum tillögum ber að skila í skrifstofu Dags- brúnar fyrir klukkan 18 föstudaginn 21. þ.m., þar sem stjórnarkjör á að fara fram 29. og 30. þ.m. Kjörstjórn Dagsbrúnar. Fálagsfundur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur félags- fund að Hótel Sögu, Súlnasal, miðvikudaginn 19. janúar 1972, kl. 20,30. Fundarefni: Vinnutími í verzlunum. Afgreiðslufólk er hvatt til að fjölmenna á fundinn. Stjórnin. Höfum tíl sölu eftirtalin tæki úr ryðfríu stáli: Hita- og kæliborð, ! vaskaborð, hitakör, gufu- og rafmagnspotta, diska- ; þvottavélar, kleinuhringavél og hrærivélar. Sölunefnd varnarliðseigna. The Wild Bunch. Leikstjóri: Sam Peckintah Kvikmyndari: Lucien Ballard. Tónlist: Henry Fielding. Bandarísk frá 1969. Sýningarstaður: Austurbæjar- bíó. íslenzkur texti. Það er svo sannarlega engin tilviljun hvernig þessi mynd byrjar; börn að leik sleppa spordreka í mauraþúfu og skemmta sér við að horfa á dauðastríð hans. Síðan kveikja þau í þúfunni og gæta þess vandlega að enginn maur sleppi burt. Þetta er blóðugasta kvik- mynd, sem ég hef nokkurn tíma séð, en ofbeldið, morðin og ránin eru ekki út í bláinn. Við heyrum daglega um ofbeld isverk og glæpi og 18. des. s.l. voru 4 menn pyntaðir til bana á skeiðvelli í Dacca og mikill áhorfendaskari horfði á og fréttamenn ljósmynduðu og kvikmynduðu atburðinn. Götubardagarnir og dráp á saklausu fólki eru fréttir sem stöðugt klingja fyrir eyrum okkar frá írlandi. Það er því ekki að ástæðulausu að við horfumst í augu við það að mannskepnan virðist aldrei VHV»f ^ispum. .......... Texas 1910. Hópur manna kemur ríðandi inn í smábæ rétt hjá landamærunum. Þeir fara á skrifstofu járnbrautar- félagsins í bænum og ræna peningaskápinn. Á þaki húss í nágrenninu leynist flokkur byssumanna undir forustu Deke Thorthon (Robert Ryan), og hópurinn kemst við illan leik úr bæn- um. Þetta er Pike Bishop (Will- iam Holden) með félögum sín- um, sem fer rænandi um byggð ina. Vonbrigðin eru mikil þeg- ar þeir uppgötva að þeir hafa gengið í gildru. Eina leiðin fyrir þá er að hörfa til Mexikó. Þar logar allt í ófriði á kostnað bláfátæks bændafólks. Þeir gera samning við Mapache hershöfðingja um að ræna vopnalest. Mapache hefur í hyggju að drepa þá og ná vopnunum, en Bishop lætur Robert Ryan ekki blekkjast. Þegar Mapache fangar einn félaga þeirra, Angel (Jamie Fermandez), ákveða þeir að láta til skarar skríða, þó að fyrirfraim geti eng inn efazt um endalokin. Þetta er mynd í sérflokki. Kvikmyndun Lucien Ballards er frábær. Hann er af Chero- kee Indíánaættum og hefur áður kvikmyndað Ride the high country 1961 og 1968 Will Penny og True grit (sýnd í Há- skólabíói), auk ótal annarra. En þessar, að The Wild Bunch meðtalinni, sýna bezt eigin- leika hans. Gl^ggt auga fyrir staðsetningu og landslagið nýt- ir hann eins og bezt verður á kosið. Klippingarnar eru vand- aðar og aðferð hans að sýna þegar mest á gengur í „slow motion“ er fyllilega réttmæt hér. Peckintah gerir engan greinarmun á morðum þeirra félaganna og fulltrúa járn- brautarfélagsins, sem í krafti peninganna myrðir og lætur myrða á meðan Deke Thorthon á dauðadóm yfir höfði sér fyrir sams konar afbrot. Enda segir hann: „Er það ekki góð tilfinn ing að ráða yfir lífi manna?“ Þjóðver.iar tveir, sem eru spariklæddir eins og tusku- dúkkur, lifa á því að selja vonn. Þeir eru jafn sekir um morðin og ræningjahópur Bishops, og jafn viðurstyggilegir og götu- ræsaskríll Thorthons, sem rænir valinn miskunnarlaust eftir bardaga. Það er margt afar vel gert í þessari mynd. Ógleymanlegum myndum er brugðið upp, t.d. af börnunum sem hjúfra sig hvort að öðru, þegar bardaginn stend ur sem hæst. Svipbrigðalaus andlit Mexikananna þegar hvítu mennirnir berjast, virð- ast segja, — já, berjizt þið bara, við lifum þetta af eins og Spánverjastríðinu áðurfyrr. Leikurinn er alveg í sér- flokki, ég var farin að halda að William Holden gæti alls ekki leikið, en The Wild Bunch sannar, að hann getur leikið af lífi og sál. Ernest Borgine er fullkominn í sínu hlutverki. Handritið er knappt og vel samið, samt bera tvö þögul at- riði alveg af. Indíánarnir að bjarga Sykes, og Bishop hjá hórunni í Aqua Verde. Tengsl þessarar myndar við nútímann eru svo sterk, að hvergi verður dulizt. Hún er vönduð að allri gerð og ég vil hvetja fólk, sem þorir að horf- ast í augu viö veruleikann, til að sjá þessa mynd. — PL. AÐEINS VANDADIR OFNAR %OFNASMIÐJAN EINHOLTI ÍO - SÍMI 21220 Sólun. SÓLUM HJÓLBARÐA Á FÓLKSBÍLA, JEPPA- OG VÖRUBÍLA MEÐ DJÚPUM SLITMIKLUM MUN5TRUM. Ábyrgð tekin á sólningunni. Kaupum notaða sólningarhæfa nylon-hjólbafða. önnumst allar .viðgerðir hjólbarða með fullkomnum tækjum. GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HF. Ármúla 7. — Sími 30501. —Reykjavfk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.