Tíminn - 19.01.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.01.1972, Blaðsíða 1
SENDIBILASTOÐINHf i ~i 5 5 ». FRYSTIKISTUR * -J "'H"1* FRYSTISKÁPAR * * .* * * * * * ~ %z RAFTÆKJADEILD, KAFNARSTRÆTI 23, SlMI 10335 .jjj T4. tbl. — MiSvikudagur 19. janúar 1972 56. árg. Sumarbústaða ævintýrið endaði hjá sýslumanni Ótal kærur á hendur Norðurbakka OÓ—Reykjavík, þriðjudag. — Allt síðan í haust hafa em- bættinu borizt ótal kærur á fyrir- tækið Norðurbakka hf. sagði Páll Hallgrímsson, sýslumaður á Sel- fossi, Tímanum í dag. Það er f jöldi aðila sem á í málaferlum við fyr- irtækið og eru rekin alls konar mál 4 hendur Norðurbakka. Eru þetta allt skuldakröfur af ýmsu tagi, en upphæðirnar eru yfirleitt frekar lágar. Ekki liggur fyrir hve miklar kröfurnar eru samtals, enda hafa kærur verið að berast fram undir þetta. Fyrirtæki® Norðurbakki hf. var stofnað seinni part sumars s.l. Heimilisfang þess er.á Selfossi, þótt flestir hluthafa muni vera búsettir í Reykjavík. Tilgangur fé- lagsins var að reisa sumarbústaði og selja. Var hafizt handa um byggingu sumarbústaðanna í Grímsnesi í sumar. En éitthvað hefur sú framkvæmd gengið á aft- urfótunum. Munu kröfuhafar vera seljendur landsins undir bústöðun- um, seljendur byggingarefnis, smiðir, kaupendur sumarbústað- anna og fl. o. fl. Tveir af stjórnarmönnum Norð- urbakka hf. voru nýlega lýstir gjaldþrota og nema skuldir þeirra milljónum kr. og er að minnsta kosti annar þeirra sakaCur um út- gáfu innistæðulausra tékka fyrir á aðra millj. kr. Norðurbakki hf. hefur ekki ver- ið lýstur gjaldþrota hvað sem síð- ar verður. Steypustöðin OK gjafdþrota OÓ—Reykjavík, þriðjudag. Steypuhtöðin Ok hf. að Dals- hrauni í Hafnarfirði hefur verið lýst gjaldþrota. Var úrskurður þess efnis kveðinn upp af bæjar- fógeta 20. des. sl. Þeir, sem kröfur eiga í þrotabúið, eru hvattir til að lýsa kröfum sínum innan fjögunra mánaða. í Bæjarþingi Reykjavíkur voru á tímabilinu 7. nóv. til 22. des. kveðnir upp ékki færri en sex dómar á hendur Oki hf. Samtals neimur skuldarupphæðin í dómuim þessum um 1,5 millj. kr. Stærstu kröfuna gerir Olíuverzlun íslands hf., rúmiega 1 millj. fcr. 111 1 1 •1 1 1 VerSur janúar met~ mánuíur í útfíutningi': p ÞO—Reykjavík, þriðjudag. Allar líkur eru á, að janúar- mánuður verði metmánuður í útflutningi á þessu ári. Þegar f armannaverkfallinu lauk skömmu fyrir helgina biðu út- flutnings verðmæti upp á hundr uð milljóna. Til dæmis eru 3 skip á leiðinni fyrir SH með fullfermi af frystum fiski til Bandaríkjanna, þá er Jökulfell- ið einnig að leggja af sta® þang- að fyrir SÍS. Núna eftir helg- ina kemur hingað brasilískt skip, sem taka mun 300 tonn af saltfiski, og alls munu 3200 tonn af kísilgúr verða seld úr landinu í þessum mánuði. Fyrir utan þetta, er vitað um mikinn útflutning, sem bíður afskip- unar. Tíminn ræddi í dag við no'kkra menn og spurði þá hvernig afskipanirnar hefðu gengið eftir a® farmannaverk- fallinu lauk. 3200 tonn af kísilgúr Vésteinn Guðmundsson, for- stjóri Kísiliðjunnar við Mývatn sagði, að þeir hefðu verið komn ir í vandræði með geymslupláss o'g Þurftu þeir að fá lánað til viðbótar og það stóðst á endum, að þegar allt geymslu pláss var þrotið á Húsavík þá losnaði um verkfallið. Strax á laugardag var svo afskipað 1500 tonnum og í þessari viku er áætlað að 1000 tonnum til viðbótar verði afskipað. Vésteinn sagði, að hann bygg- ist viö að salan í þessum mán- uði næmi 3200 tonnum, en mán- aðarframleiðslan er í kringum 1800 tonn. Kaupendur kísilsins erlendis vissu um verkfallið hér í tíma, þannig að þeir gátu undirbúið sig undir það, enda reiknuðu þeir með að það tæki nokkrar vikur. Þess vegna taldi Vésteinn aið þetta verkfall hefði ekki skaðað verksmiðjuna út á við og reyndar væri það svo, að þeir hefðu aldrei undan við að framleiða kísilgúr. Vantar skip til Evrópu Guðjón B. Ólafsson hjá sjáv- arafurjðadeild SÍS sagði, að afskipanir hjá þeim gengu eðli- lega til Bandaríkjanna, en aftur á móti vantaði skip til að taka fisk, sem fara á til Evrópu. Verksmiðju SÍS í Bandaríkj- unum var farið að vanta vissar tegundir af fiski og voru það helzt þorskflök, sem vantaði, aftur á móti var verksmiðjan sæmilega birg af blokkum. Jökulfell er nú að leggja af stað til Bandaríkjanna me® fisk- farm og eftir 2—3 vikur ætti Framhald á bls. 14. Loðnan veiðanleg Komin í torfur upp við landið en bræla hamlar veiðum ÞÓ—Reykjavík, þriðjudag. Nú er orðið dálítið líflegt í kringum okkur og í nótt og rétt eftir hádegi í dag fundum við torfur, sem vel mátti kasta á", sagði Jakob Jakobsson, leið angursstjóri á Árna Friðriks- syni, er við ræddum við hann í dag. Jakob sagði, að í nótt hefðu þeir leitað í Lónsbugt vestan- verðri og þá hefðu þeir fundið stóra ræmu, sem hefði verið frá kjöl og niður á 5—7 faðma dýpi. Þeir á Árna settu trollið út og virtist vera mikið í þess- ari ræmu, en vegna sjógangs tóku þeir ekki nema li/2 t. inn á dekkið. Eftir að birti í morg- un dreifðist þessi ræma í sund- ur og leitaði þá Árni suður með landihu, og um tvö leytið í dag fundust nokkrar sæmilegar torf ur réttvísandi 3 sjómílur suður af Stokksnesi. Fer loðnan grunnt með landinu, en þar er köld læna, sem loðnan heldur sig í. Þessi læna er 3—4 stiga heit, en er utar dregur er sjór- inn 7 stiga heitur. Loðnan virðist hafa gengið töluvert í vestur síðan í gær, en því miður hefði ekki verið hægt að veiða hana, sagði Ja- kob, þar, sem haugasjór hefur verið á miðunum og engir bát- ar komnir, en vitað er að ein- hverjir bátar eru rétt ókomn- ir eins og t.d. Austfjarðabát- arnir. Loðnumagnið, sem fund izt hefur, er ekki gífurlegt, en að sögn Jakobs er það þó nokk- uð megn, sem nú gengur með fram ströndinni í vesturátt. Snjóruðningar á flugvellinum, eftir aS vélarnar komust á loft ! gærdag. (Tímamynd G.E.) Þoturnar snjoaöi ¦ / inm i Reykjavík OO—Reykjavík, þriðjudag. Öll uimferð um Reykjavíkur- flugvöll stöðvaðist í gænmorgun vegna snjókomu og var völlurinn ekki opnaður aftur fyirr en eftir hádegi í dag. Lá því allt innan- landsfflug niðri í gær og morgun. Einnig varð röskun á utanlands- flugi Flugfélags íslands. Voru báðar þotur félagsins á Reykja- víkurflugvelli þegar hann lokað- ist, en Sólfaxi átti að fara til Bretlands í gær, en komst ekki fyrr en síðari hluta dags í dag, þegar búið var að ryðja snjó af brautunuim. Þegar fluig átti að hefjast að morgni mánudags byrjaði að snjóa í Reykjavík og nágrenni. Kyngdi snjónuim niður og brátt varð að loka fiuigvellinum. Gerðar voru nokkrar tilraunir til að ryðja flug brautirnar, en hvergi nærri hafð- ist undan og var gefizt upp á mokstrinum. f morgun snjóaði talsvert, en um hádegisbil stytti upp og hafizt var handa um að ryðja brautirn- ar. Snjókoman náði ekki nema um suðvestanvert landið og voru allir flugvellir úti á landi opnir enda auð jörð víðast hvar. f dag voru farnar þrjiár flug- ferðir til Akureyrar og einnig var flogið til fsafjarðar. Húsa- víkur, Vestmannaeyja, og Horna- fjarðar. Tvær ferðir voru farnar til Egilsstaða. Eini flugvöllurinn utan Reykjavíkur sem lokaðist var á Patreksfirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.