Tíminn - 22.01.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.01.1972, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 22. janúar 1972 TÍMINN 3 ASÍ vill breytingar á skattafrumvörpunum Tilhneiging Mbl. til segir miðlungstek jur s.l. árs 400-600 þús. kr. KJ—Reykjavík. Miðstjóm ASÍ hefur að undan- fömu haft til athugunar frum- vörpin um tekjuskatt og eigna- skatt og frumvarpið um tekju- stofna sveitarfélaga, einkum með tilliti tif. áhrifa frumvarpanna á tekjur þeirra, sem ASÍ er í fyrir svari fyrir. Á fundi miðstjórnar- innar á fimmtudag voru gerðar ályktanir, sem samþykktar voru með atkvæðum allra miðstjómar- mannanna nema eins oig annars, sem sat hjá. í ályktuninni segir, að miðstjórn in iheti mikils hágsbætumár á almannatryggingalögunum, og að skattabreýtingar á tekjum hinna lægstlaunuðu séu í samræmi við stefnu verkalýðssamtakanna. ,-------—----------—--------- Fara til Kaup- uiannahafnar í dag EB—Reykjavík. Forseti íslands fer í dag; til Kaupmannahafnar, þar sem hann verður viðstadd- ur útför Friðriks IX Dana- konungs. í fylgd með forsetan- um verða þeir Einar Ágústs- son, utanríkisráðherra og Birg- ir Möller, forsetaritari. Forsetinn er væntanlegur til landsins aftur næstkomandi þriðjudag. Þá segir að augljóst sé að skattabreytingin hafi í för með sér lækkun hjá ,þeim lægstlaun- uðu, en erfiðara sé að gera sér grein fyrir áhrifunum á laun þeirra sem hafa miðlungstekjur, eða 400—600 þús. Þá segir orðrétt í þriðja lið ályktunarinnar: Gera verðúr ráð fyrir að hækk un fasteignaskatts vegi nokkuð þungt fyrir launafólk með slíkar tekjur, en stórum mikilvægari er þó spurningin um áhrif kerfis- breytingarinnar á kaupgreiðsluvísi töluna, en hugsanleigt virðist að niðurfelling nefskattanna hafi þær afleiðingar að kaupgjaldsvísi- talan lækki um allt að 3.7 stig og heildarkerfisbreytingin valdi þannig u.þ.b. 3% lækkun kaup- gjalds miðað við það, sem ella hefði verið. Sé gert ráð fyrir lækkun kaupgjaldsvísitölunnar um 3% vegna skattakerfisbreytingarimn- ar og tillit tekið til þyngimgar fasteiignaskattsins má ætla að heildarbreytingin taki yfirleitt að verða óhagstæð. nálægt , 400 þús. kr. tekjumörkunum og í ein- stökum tilvikum jafnvel við veru- lega lægri tekjumörk. Af framangreindu leiðir að miðstjórnin t.elur óhjákvæmilégt að úr því fáist skorið, áður en fullur dómur er á kerfisbrevting- una lagður. hvort hún hafi áður- greind lækkunaráhrif á kaup- gjaldsvísitöiuna Teljist \iH á þessu leika með tilliti til gildandi laga um verðlagsbætur á laun, álítur miðstjórnin nauðsynlegt að lagabreyting verði gerð, sem tryggi að ekki verði um meiri lækk un kaupgjaidsvísitölunnar að ræða veigna kerfisbreytingairinnar en svarar til þeirrar raunverulegu lækkunar sem verða kann hennar vegna á átgjöldum fjölskyldna með lágar og miðlungstekjur. Miðstjórninni er ljós sá vandi, sem þetta kann að skapa, sérstak- lega sá að með slíkri aðgerð yrði verulega dregið úr þeirri jöfnun, sem kerfisbreytingin stefnir að, að því leyti að hátekjufólk ferngi að verulegum hluta bætta þá skatthækkun, sem það verður fyr- ir, en sjá mætti við slíku með fleiri þrepum í tekjuskattsstigan- um, en margt virðist mæla með því að þar yrðu upp tekin 4—5 skattþrep, ag skattbyrðinni þannig dreift réttlátlegar miðað við teki ur. Vera má að hliðstæðum ár- angri mætti ná með lengingu fyrra skattþrepsins í 100—150 þús kr., eða með hækkun per- sónufrádráttar. Miðstjórnin telur æskilegt að KJ-—Reykjavík. líagstofan' hefur sent frá sér skýrslu um bifreiðar sem voru tollafgreiddar á sl. ári, og kemur í ljós, að allp hafa 7.729 bifreiðar I verið tollafgreiddar, og mest af ! því eru fólksbílar eða 6.434 nýir ! ag 625 notaðir. Hinsvegar á Vega- gerðin og Bifreiðaeftirlitið eftir að gefa út skýrslu sína um bif- reiðaeiignina, ag þá fyrst kemur í ljós hve raunverulega voru marg- ir bílar á landinu um áramótin. Af einstökum bifreiðum hefur mest veríð flutt inn af Volks- wagen (1200, 1300 og 1302) eða alls 994 bílar, og við bætast svo Volkswagen bílar af öðrum teig- undum (1600 K70 og 181 og Cambi/Micfobus) svo alls hafa húsaleigukostnaður verði að ein- hverju leyti frádráttarbær til tekjuskatts. Miðstjórnin telur skattþrepin í útsvarsstiganum á tekjubilinu frá 200 þús. — 450 þús. kr. óheppileg. Þá telur mið- stjórnin að þar sem skattbreyt- ingin virðist tiltölulega óhaigstæð fyrir einhleypa og einstæða for- eldra þurfi að athuga hvort ekki mætti hækka persónufrádrátt þess ara skattþegna. Verði komið til móts við óskir ASÍ, samkvæmt framangreindum ábendingum, telur miðstjórnin að frumvörpin séu til hagsbóta fyrir meginþorra fólksins innan vébanda ASÍ, og mælir með samþykkt frumvarpanna samkvæmt því. verið toUafgreiddir 1.160 Volks- wagen fólksbílar á árinu. Af einstökum bílum kemur svo næst Ford Cortina eða 674 bílar og síð- an allar tegundir af Volvo fólks- bílum 468 talsins. Röðin eftir ein- stökum merkjum er svo 4. Fiat 444. 5. Saab 384, 6. Moskvitch 339, 7. Toyota 322, 8. Sunbeam 293, 9. Citroen 292 og f tíunda sæti er Land-Rover alls 276 bflar. Mest var flutt inn af Volkswagen sendibílum eða 81, og mest af Mercedes-Benz vörubflum eða 93. Frá Keflavíkurflugvelli komu 162 fólksbflar, flestir amerískir. Alls var flutt inn 271 sendibifreið ný, og 31 notuð. Fiuttar voru inn 235 nýjar vörubifreiðar og 85 notaðar. 7,729 bílar fluttir til landsins árið 71 i Á fimmtudaginn hélt þingflokkur Framsóknarflokksins fund meS fulltrúum Framsóknarflokksins I sveitarstjórnum víSa voru einkum til umræSu skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar. Myndin var tekin á fundinum. um land. 'Á fundinum (Tímamvnd Gunnar) að hagræða frétt.um Mbl. birti þá frétt 19. þ.m., að brezka blaðið Daily Tele- graph'hefði haft það eftir tals manni íslenzku ríkisstjómar- innar, að „íslendingar bjóði hólfaveiði og kvóta“ í samn- ingaviðræðum þeim, sem yfir hafa staðið milli íslenzkra og brezkra embættismanna. Tímanum hefur nú borizt Daily Telegraph. Við lestur fréttarinnar, sem Mbl. vitnar í, kemur í ljós, að Mbl. hefur „Tynes-brögð" í frammi og hagræðir fréttinni. Það sem blaðamaðurinn. er fréttina skrifar og dvaldi hér á landi um skeið, hefur eftir íslenzk- um ráðherrum eða talsmönn- um stjórnarinnar, „spokesmen for the Icelandic Government“, er allt innan tilvitnanamerkja. Það sem hann segir um til- boð íslenzkra samningamanna hefur blaðamaðurinn ekki eft- ir neinum tilgreindum eða ótil greindum fulltrúa íslenzku ríkisstjórnarinnar og þær hug- leiðingar blaðamannsins eru ekki innan tilvitnunarmerkja, enda engin sérstök heimild til- greind. Hins vegar hefur hann ýmislegt um málið eftir sjávar útvegsmálaráðherra og það er innan tilvitnunarmerkja. Þessi frásögn blaðamannsins verður því nánast að skoða sem hugleiðingar hans sjálfs og algerlega óheimilt að leggja þannig út af fréttinni, að hann hafi þetta eftir „tals- manni ríkisstjórnarinnar“, eins og Mbl. segir. Stefna íslenzku ríkis- stjórnarinnar í land- helgismálinu er einföld og skýr Afstaða íslenzku ríkisstjórn- arinnar í þessum samningavið- ræðum er einföld og skýr. Það er algert skilyrði af hálfu ís- lenzku ríkisstjórnarinnar að Bretar viðurkenni 50 mflurn- ar, ef veita á þeim einhvern umþóttunartíma. Þeir, sem neita að viðurkenna Iögsögu okkar út að 50 sjómílum frá grunnlínum eftir 1. sept. 1972, geta ekki vænzt neinna íviln- ana af okkar hálfu sér til handa. Ilins vegar eru íslend- ingar að sjálfsögðu reiðubúnir tH að ræða við þá, sem viður- kenna lífsnauðsyn okkar á út- færslunni, í fullri vináttu og þá reyna að sýna á móti ítr- asta skilning og sanngirni. Eins og kemur og fram í fréttinni í Daily Telegraph og haft er innan tilvitnunar- merkja eftir sjávarútvegsmála ráðherrn Kemur ekki til greina, • |T fslendingar hviki í nokkru frá ákvörðun sinni um að færa fiskvciðilögsöguna út í 50 sjómflur 1. sept. n.k. Frá þeirri stefnu mun íslenzka rík- isstjórnin undir engum kring- umstæðum hvika. — TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.