Tíminn - 22.01.1972, Blaðsíða 14
Hér* sésl- á hliðina á Gissuri hvíf-a, þar sem hann Ijggur ofan á lyffuhrúgald-
inu. Til vinsfri sést í brotinn lyftupallinn og bogna uppistöSu.
(Tímamynd Lárus Pálsson)
Skipalyftan
Frámhald af bls. 1.
sem áttu aS fara á flot um mén-
aðamótin febrúar—marz.
Gissur hvíti var smíðaður í
Sönderborg í Danimörku árið 1968.
Geysimikið áfall fyrir
Akraneskaupstað.
Tíminn ræddi lítillega við Dani
el Ágústínusson bæjarfulltrúa á
Akranesi í dag, og spurði hann
hvort þetta væri ekki geysilegt
áfall fyrir staðinn.
Daníel sagði, að hjá Skipasmíða
stöð Þorgcirs og Ellerts hefðu
unnið 120 manns að undanförnu
og nú gæti fárjS svo, aö margir
þessara mánha misstu vinnu sína
um langan tíma. Skipasmíðastöðin
væri stærsta fyrirtækið á Akra-
nesi fýrir utah Sementsverk-
smiðjuna.
Daníel sagði, að það vseri ljótt
að sjá bátinn liggja ofan á lyftu-
hrúgaldinu. Stórir járnbitair væru
brotnir í lyftunni og uppistöður
Ih'ifau gengið úr skorðum. Þá
sagði Daníel að ekkert væri hægt
að segja um tjónið að svo komnu
miáli, en talað væri um, að það
væri á annað hundrað milljónir.
Þegar óhappið vildi til var suð-
austan átt á Akranesi en í kvöld
var spáð suðvestan og er það
versta áttin til að eiga við bát-
inn, því þá stendur sjór og vindur
beint upp í rennuna.
Störvirkjanir
Framhalc1 a' b|s 16
hér á landi og hafa margir er-
lendir aðilar gert fyrirspurnir um
aðstöðu og orkukostnað. f sam-
bandi við þetta sagði Magnús
Kjartansson að ekki kæmi til
mála annað en að íslendingar
ættu að minnsta kosti 51% af
hlutafé í þeim fyrirtækjum.
— Við þurfum vissulega á að
halda að komast í samband við
erlenda aðila, sem hafa þá tækni
þekkingu, sem við höfum ekki, til
Þökkum auSsýnda samúS og vlrðlngu við (arðarför móður okkar
og fengdamóður
GuSfinnu ísleifsdóttur
f.v. Ijósmóður og húsfreyju í Drangshlíð undir Eyjafjöllum,
sem andaðist 23. desember s.l.
Björn Gissurarson
Gjssur Gissurarson, Gróa Sveinsdóttir
Jón A. Gissurarson, Anna Þórðardóttir
Sigríður Gissurardóttir, Filippus Gunnlaugsson
Guðrún Glssurardóttir, Sigfús Sveinsson
Ásta Glssurardóttlr, Guðmundur Guðjónsson
Kristinn Skæringsson, Þorbjörg Jóhannesson.
Eiglnkona mín
Svanhildur Sigurðardóttir,
Hátúnj 9,
léit I Landspltalanum, fimmtudaginn 20. janúar.
F. h. barna og annarra vandamanna
Þorvaldur Jónsson.
æsao
Alúðarþakklr fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför
fööur míns og afa okkar,
Gísla Magnússonar
frá Borgarnesi.
Unnur Gísladóttir og synir.
\
TÍMINN
að setja hér upp orkufrekan iðn-
að til að við getum nýtt þá orku
sem fyrir hendi er í íallvötnum.
Helzt hefur komið til tals að setja
á stofn járnblending ðnað og í
sumar er von á niðurstöðum rann
sókna um sjóefnaiðju, en tvær
nefndir sem fjalla um þessi mál,
eru nú starfandi. Önnur á vegum
Orkustofnunar, en hin á vegum
Landsvirkjunar.
Það er stefna ríkisstjórnarinn-
ar í orkumálum, að líta á landið
allt sem sameiginlegan markað
og að selja raforkuna á sama
verði um land allt.
Af þeim tæplega 6000 sveita-
býlum, sem í landinu eru, hafa
nærri 5000 býli rafmagn frá al-
menningsrafveitum. Á næstu
þremur árum hefur verið ákveðið
að leggja rafmagn til um 800
býla í viðbót. Verða þá eftir um
150 býli, sem ekki hafa rafmagn
frá almenningsveitum. Liggja
þau öll fjarri öðrum býlum og
sum mjög afskekkt. Um 100 þess-
ara býla hafa eigin rafstöðvar og
hafa fengið til þess lán úr Orku-
sjóði. Eru þá eftir 50 býli sem
ekkert rafmagn hafa.
Þar sem þessi býli liggja svo
fjarri orkusvæðum og eru dreifð,
kemur vart til mála að leggja
raflínur til þeirra. Hafa bændur
sem þannig stendur á fyrir, feng-
ið fyrirgreiðslu til að koma sér
upp einkarafstöðvum. Nú er
ákveðið að veita þessum bænd-
um enn betri lánakjör en til
þessa hefur vérið. til að koma
sér upp rafstöðvum og séð til
þess að þeir geti endurnýjað þær
á vissu áraþili.
íþróttir
Framhatd af bls. 13
samband við erlendar þjóðir en
áður, og væri nú verið að athuga
samskipti við þær.
Ráðgert væri að taka þátt í
Norðurlandamótinu í golfi sem
fram fer f Danmörku 15.—16.
júlí n.k. Þangað yrði send fjög-
urra manna sveit. Hann sagði að
vel hefði verið í það tekið að fá
íslendinga í hópinn, þó svo að
það kostaði, að breyta yrði fyrir-
komulagi keppninnar frá því sem
ii- hefði verið. Hún hefði verii
holukeppni, en með tilkomu ís-
lands yrði hún gerð að höggleik.
Þá saigði hann að verið igæti
að hingað kæmi i sumar sveit frá
Luxemborg. Hefðu farið fram
munnlegar umræður við formann
Golfsambands Luxemborgar, og
hefði hann sýnt mikinn áhuga á
því, að senda hingað sveit manna.
Ef af því yrði, myndi GSÍ síð-
an senda sveit til.að endurgjalda
heimsóknina árið 1973, og kæmi
þá til greina að taka þátt í Evr-
ópukeppninni í söimu ferð, en hún
fer frarn á írlandi. Yrði líklega
send þangað karla, kvenna og
unglingasveit.
Um undirbúning landsliðs til
keppni á þessuim mótum, sagði
Páll, að „Punktamótunum", sem
tekin hefðu verið upp sl. sumar,
yrði haldið áfram með, og þau látin
ráða að verulegu leyti um val
manna í liðið. Þegar svo ákveð-
ið væri hverjir færu yrðu
sérstakar æfingar fyrir þá. Sagði
Páll, að til að sjá um þær væri
til aðeins einn maður hér á landi,
en það væri Þorvaldur Ásgeirs-
son, sem hefði unnið mikið starf
að eflingu íþróttarinnar, en hann
væri eini maðurinn, sem legði það
fyrir sig að kenna íþróttina eitt-
hvað að ráði.
Þá sagði Páll að afráðið væri
að gefa út blað á vegum GSÍ,
og kæmi t:að 'ík t<a út eínhveria
næstu viku. Væri það í höndum
þeirra bræðra. Biörgvins og Kári?
I-Iólm, sem sæju um alla útgáfu
þess. Einnig væri í bígerð að
koma af stað happdrætti á vegum
sambandsins. Tekjur þess væru
mjög litlar — líklega þær minnstu,
'F ....................
-r----'r* n vwr r WF1
sean eitt sérsamband á vegum
ÍSf, hefði.
Að lokum gat PáH þess, að ný
leiga hefðu verið stofnaðir tveir
golfklúbbar hér á landi. Væru
þeir á Selfossi oig í Höfn í Homa-
firði. Þar með væru golfklúbbam-
ir orðnir 13 talsins og samanlögð
félagatala þeirra eitthvað hátt á
annað þúsund.
Mætti því búast við að góð þátt-
taka yrði á landsmótinu, sem ætti
að fara fram á velli GR í Grafar-
holti í sumar. Væri spurningin
hvort ekki ætti að skipta mótinu,
þannig að allir gætu komizt fyrir
með góðu móti, eða þá færa ein-
hverja flokka yfir á aðra velli í
nágrenninu. —Klp—
Vegirnir
Framhald af bls. 2
Steingrfmur sagði ennfrem-
ur, að aldrei hefði snjóað á
Vopnafirði það sem af væri
þessum vetri, og væri það
mjög óvenjulegt. — Hér er al-
autt upp í fjöll, sagði Stein-
grfmur.
Fært um OddsskarS og
Breiðdalsheiði
Benedikt Guttormsson, frétta
ritari Tímans í Neskaupstað,
sagði að fært væri um Odds-
skarð og hefði það aðeins
verið ófært einn og einn dag
það sem af væri þessum vetri.
— Sigmar Pétursson á Breið-
dalsvík sagði, að færð þar
um slóðir væri góð og Breið-
dalsheiði væri fær. Hefði heið
in aldrei lokazt alveg í vetur.
Lónsheiði ófær
— Lónsheiði hefur verið
ófær frá því s.l. þriðjudag og
höfum við hér því ekki fengið
póst síðan þá, sagði Þórarinn
Pálmason, fréttaritari Tímans
á Djúpavogi. Hann sagði enn-
fremur, að ekki stæði til að
ryðja heiðina fyrr en n. k.
þriðjudag. Var á Þórarni að
heyra, að íbúar Djúpavogs og
nágrennis væru óánægðir með
það fyrirkomulag er ríkir í
samgöngumálum þar um slóð-
ir. Þyrfti' að kippa þeim mál-
um f lag sem fyrst.
Ófært vegna hríðar
f Vík í Mýrdal og undir
Eyjafjöllum var snjókoma
fram eftir degi í gær og skyggni
afar blint. Voru því ökumenn
lítið á ferðinni, en þegar upp
stytti, voru vegirnir sæmilegir
yfirferðar á stórum bílum.
Verðlækkun
Framhald af bls. 1.
en þetta gæti allt breytzt á næst-
unni og reyndar væri það svo, að
bæði verðhækkanir og verðlækk-
anir kæmu mönnum alltaf á óvart.
Perúmenn áttu alla sína tanka
fulla af lýsi skömmu fyrir áramót
og nú hafa þeir selt allar þessar
birgðir á 45 sterlingspund tonnið.
Þegar fer að ganga á þessar
birgðir má búast við því, að verð
fari hækkandi. — Og við verðum
að vona að svo verði, sagði
Tryggvi að lokum.
LAUGARDAGUR 22. janúar 1972
NÝÁRSNÓTTIN
sýmiimg í kvöld kl. 20. Uppselt.
ALLT f GARÐINUM
sýning sunmudag kl. 20
Næst síðasta sinn
NÝÁRSNÓTTIN
sýning þriðjudag kl. 20.
Aðgöngumaiðasalan opin frá ld.
13,16 til 20. Sími 1-1200.
Kristnihald í kvöld. Uppselt.
Spanskflugan sunnudag |d. 15.00
108. sýning. Uppselt.
Hjálp sunnud. kl. 20,30. Uppselt.
Skugga-Sveinn þriðjud. Uppselt
Kristnihald miðvikud. kl. 20,30.
Skugga-Sveinn fimmtud. Upps.
Aðgöngmmiðasalan í Iðnó er
opin f!rá kl. 14. Sími 13191.
BRÉFASKIPTI
Þýzk stúlka, 30 ára, Ijóshærð
171 cm á hæð, ógift, óskar eftir
bréfaviðskiptum við ísl. karl-
mann á hvaða aldri sem er. Helztu
áhugamál eru, ferðalög, málverk,
bókmenntir. Skrifa á þýzku, enskti
eða sænsku.
Heimilisfang::
Miss
Gerhild Friedrich
Wilhelm — Raabe — Weg 28
2000 Hamburg 63
c/o Thomas
W. Germany.
HJÓNABAND
Um hátíðamar voru gefin saman
í hjónaband í Ólafsvík af síra
Ágúst Sigurðssyni: (25.12) ungfrú
Edda Hilmarsdóttir frá Reykjavik
og Rafn Guðlaugsson Ólafsvík.
Heimili þeirra er að Brautarholti
13, Reykjavík.
(25.12.) Ungfrú Jóhanna Kr. Gunn
arsdóttir og Trausti Magnússon
rafvirki. HeimHi þeirra er að
Grundarbraut 6b, Ólafsfírð.i
(25.12.) Ungfrú Yoko Arai
(Lilja Þórðarson) frá Kyoto f
Japan og Egill Þórðarson símvirlri.
Heimili þeirra er í Endurvarps-
stöðinni í Skjaldarvfe.
(26.12.) Ungfrú Svanborg Elín-
bergsdóttir og Birgir Gunnarsson
hljómsveitarstjóri. Heimili þeinra
er að Skálholtsstíg 11, Ófs.
(31.12.) Ungfrú Hrönn Berg-
þórsdóttir og Björgvin Ármanns-
son frá Ytri-Bug. Heimili þeirra
er að Kaldalæk, Ófs.
ÍTÖLSK RÚMTEPPI
2,20x2,50 m. nýkomin
LITLI-SKÖGUR
á horni Hverfisgötu
og Snorrabrautar.
KULDAJAKKAR
úr uD með loðkraga
komnir aftur.
LITLI-SKÓGUR
á homi Hverfisgötn
og Snorrabrautar.