Tíminn - 22.01.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.01.1972, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 22. janúar 1972 TIMINN 9 Úfgcfandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkv.Bmdastjóri: Kristián Benedivtrsson. Ritstiórár: Póran«-' Þórarinrson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Indriði G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson Auglýsingastióri- Stein grímur Gislason. Ritstjórnarskrifstotur i Edduhúsinu simar 18300 — 18306. Skrifstofur Bankastraeti 7 _ Afgreiðslusimi 12323. Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur simi 18300 Áskriftargjald kr. 225,00 á mánuði innantands. I lausasölu ' kr. 15,00 eint. — Prentsmiðjan Edda hf. ÞýðingarmikSl spor s í fyrradag lauk hér 1 bænum þriggja daga fulltrúa- ráðsfundi Sambands íslenzkra sveitarféiaga, er hafði ver- ið kvaddur saman til að fjalla um frumvarp ríkisstjórn- arinnar um tekjustofna sveitaríélaga. Fundurinn gerði ítarlega ályktun um frumvarpið og kemur meginniður- staðan fram í fyrstu málsgrein hennar, er hljóðar á þessa leið: „Fulltrúaróð Sambands íslenzkra sveitarfélaga tel- ur, að með frumvarpi því til laga um tekjustofna sveitarfélaga, sem nú liggur fyrir Alþingi, séu í höf- uðatriðum stigin þýðingarmikil spor í rétta átt. Frun'varpið felur í sér mikilvstga einföldun á sam- skiplUm ríkis og sveitarfélaga. Stefnt virðist að ein- faldara og virkara skattakerfi, fekjustofnar sveitar- félaga eru ekki eins háðir hags/eiflum og verið hef- ur, og ríkið tekur að mestu a<> sér hina félagslegu þætti skattlagningar. Hins vegar er Ijóst, að á frum- varpinu eru annmarkar, sem þó má telja víst, að unnt sé að bæta úr, án þess að það grundvallarkerfi, sem frumvarpið er byggt á, riðlizt." Síðar í ályktuninni segir ennfremur á þe§sa leið: „Fulltrúaráði‘íSambands íslenzkra sveitarfélaga telur, að frunjýárpið um tekjustofna sveitarfélaga sé þýðingarmikilí áfangi í heildarendurskoðun skattakerfisins og í endurskoðun verkefnaskiptingar rtkis og sveitarfélaga." Þá er í ályktuninni vikið að þeim ágöllum, sem helzt eru í frumvarpinu, en úr þeim má bæta að áliti fund- arins með breytingum, sem 1 höfuðatriðum feli í sér: a) Meiri möguleika til tekjuöflunar til að standa undir framkvæmdum sveitarfélaga. b) Möguleika til að halda meiri valkostum í nýtingu tekjustofna en gert er ráð fyrir í frumvarpinu til að vega á móti mismunandi afrakstri hinna ýmsu tekju- stofna í hinum ýmsu sveitarfélögum. Samkvæmt framansögðu hefur frumvarpið í hei)d hlotið mjög jákvæðar undirtektir fulltrúa sveitar- og bæjarfélaga, enda þótt stjórnarandstaðan, með Mbl. í far- arbroddi, hafi reynt að koma óánægju af stað. Við því var aldrei að búast, að ekki fyndust á frumvarpinu ein- hverjir ágallar, enda er það yfirlýst stefna ríkisstjórnar- innar að taka þetta mál til frekari endurskoðunar og úr- bóta pftir að fengin er reynsla af framkvæmdinni á þéssu ári. Sú niðurstaða ætti að geta legið fyrir á næsta þingi. En sannarlega er það mikil viðurkenning, að fjölsóttur fundur sveitar- og bæjarstjórnarmanna skuli telja frum- varpið þýðingarmikil spor í rétta átt. (Jrelt hugmyndafræði Mbl. kvartar mjög undan því, að Tíminn hafi haldið því fram, að hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins sé í höfuðatriðum hin sama og íhaldsflokksins 1924. Tím- inn hefur rökstutt þetta með ákveðnum dæmum, sem sleppt verður að rifja upp hér. Annars er Tíminn ekki einn um þá skoðun, að hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks- ins sé orðin gömul og þarfnist endurskoðunar. Einn af helztu leiðtogum Sjálfstæðisflokksins, Gunnar Thorodd- sen. hélt þessu eindregið fram á fundi í Varðarfélag- tnu í fyrra og var ítarlega sagt frá því í Mbl. Treystir Mbl. sér til að mótmæla því, að þessi ummæli Gunnars Thor- oddsen séu á rökum xeist? Þ.Þ. 1*5 Fyrir Khaddafi vakir bæöi pólitísk og trúarieg byiting Þess vegna hefur algert áfengisbann verið lögleitt í Libýu EF SAMNINGAR takast milli stjórna Bretlands og Möltu um að Bretar leigi áfram herstöðvar á Möltu, mun það að líkindum valda Khad- dafi, einræðisherra Libýu, verulegum vonbrigðum. Hann hefur stefnt markvisst að því að koma Bretum frá Möltu og ná þar aðstöðu fyrir Libýu- menn. Markmið hans með því hefur verið.að treysta aðstöðu Araba við Miðjarðarhaf og veikja Vesturveldin að sama skapi. Það getur hins vegar orðið honum nokkur huggun, að hann hefur með samninga- makki sínu við Mintoff forsæt- isráðherra Möltu, átt veiga- mikinn þátt í því að Bretar verða að greiða miklu hærri leigu en áður. ÞAÐ hefur verið sagt um Khaddafi, að hann sé nú eini leiðtogi Araba, er meini full- komlega það, sem hann segir: Hinir leiðtogar Araba noti oft stór orð án þess að full alvara sé ailtaf á bak við. Khaddafi sé hins vegar alítaf full alvara. Það é'rú ekki nefna tæplega 2i/2 ár síðan Khaddafi hafði forustu um að steypa Idris konungi úr stóli og setja á laggirnar sérstakt byltingar- ráð, þar sem hann sjálfur er formaður. Þetta gerðist 1. sept. 1969, þegar Idris konungur dvaldi erlendis til lækninga. Khaddafi var þá 27 ára og hefur því enn ekki náð þrítugs aldri. Það voru ótrúlega fáir liðsforingjar, flestir jafnaldrar Khaddafis, sem gerðu bylting- una. Undir forustu Khaddafis tókst þeim fljótt að ná völdum og treysta aðstöðu sína til framþúðar. Khaddafi lýsti því strax yfir, að hann og félagar hans stefndu ekki að neinni venju- legri byltingu. Markmið þeirra væri ekki eingöngu það að nota olíugróðann til að bæta hag þjóðarinnar og efla verk- legar framfarir. Tilgangurinn væri ekki síður sá að koma á réttlátu og heiðarlegu stjórn- arfari í anda Múhameðstrúar- Innar. Byltingin ætti ekki að- eins að verða efnahagsleg og menningarleg, heldur siðferði. leg. Til að árétta það, var m.a. fyrirskipað algert áfengisbann og hefur því verið framfylgt af mikilli einbeittni. Libýa er nú eina áfengislausa landið í heiminum. Khaddafi hefur lagt mikið kapp á að reyna að vera þjóð sinni til fyrirmyndar í lifnaðar háttum. Hann lifir mjög fá- breyttu lífi, ekur f Wolks- wagenbíl, og hverfur iðulega frá stjórnarstörfum til að vinna með óbreyttu alþýðu- fólki við uppskeru, vegavinnu o.s.frv. f september síðastl. sapði hann af sér formennsku f byltingarráðinu í mótmæla- skyni við það. að félagar hans væru farnir að hugsa meira KHADDAFI um peninga en byltinguna. Hann tók aftur við formennsk- unni eftir að látið hafði verið að ýmsum óskum hans. KHADDAFI er sagður öðr- um fremur aðalfrumkvöðull að stofnun sambandsríkis Libýu, Egyptalands, Sýrlands og Sud- ans, sem verið er að koma á laggirnar. Takmark hans er að sameina sem allra flesta Araba í heilagt stríð gegn ísraels- mönnum. Hann hefur veitt Egyptum riflega fjárhagslega aðstoð og hann hefur styrkt Palestínu-skæruliða á margan hátt. Það var fyrsta stjórnarverk Khaddafi að segja upp her- stöðvasamningum þeim, sem Bretar og Bandaríkjamenn höfðu gert við stjórn Libýu. f framhaldi af því hafa herstöðv ar þær, sem þessar þjóðir höfðu í Libýu, verið lagðar nið ur. Þessu næst sneri Khaddafi sér að olíufélögunum, sem höfiðu fengið leyfi til olíu- vinnslu í landinu. Þau hafa orðið að margfalda gjaldið fyr- ir vinnsluna og jafnframt orðið að takmarka framleiðsluna, þar sem óttazt er, að olíulind- irnar verði annars Þurrausnar á skömmum tíma. ÞAÐ ER olían, sem öðru fremur hefur veitt Khaddafi áhrifastöðu, sem nær langt út fyrir landamæri Libýu. Fyrir rúmlega 10 árum var Libýa eitt fátækasta land heimsins. Flat- . armál þess var 679 þús. fer- mílur, en íbúatalan innan við tvær milljónir. Mikill hluti landsins var óbyggileg eyði- mörk. Efnahagsleg afkoma þjóðarinnar byggðist þá að verulegu leyti á aðstoð frá Sam einuðu þjóðunum og herstöðva leigu frá Bretum og Banda- ríkjamönnum. Þetta breyttist er olíuvinnsla hófst í Libýu. Nú er Libýa eitt helzta olíu- framleiðsluland heimsins og þjóðarauðurinn hefur aukizt í samræmi við það. En Khaddafi og félagar hans gera sér ljóst, að þessi dýrð varir ekki endalaust. Miðað við núverandi olíuframleiðslu, verða þær olíubirgðir, sem þeg ar hafa fundizt, þrotnar innan 30 ára. Að sjálfsögðu er vonazt til að meiri olia finnist og því mikið kapp lagt á olíuleit. En ekki þykir rétt að treysta um of á það. Þess vegna er nú unn ið markvisst að því að pfla landbúnaðinn og ýmsan iðnað með það fyrir augum, að Libýu menn byggi á traustum efna- hagslegum grunni, Þótt olíu- lindir þrjóti. Þá er og stefnt að því, að Libýa verði í vaxandi mæliy ferðamannaland, en þar er afengisbannið verulegur Þrándur í Götu. En áður en til þess kemur, gerir Khaddafi sér vonir um, að komið verði til sögu nýtt, víðlent og fjölmennt Arabaríki, sem nái til allrar Norður- Afríku og Arabíuskagans. 1 svipinn bendir þó ekki margt til þess, að sá draumur hans muni rætast, og hann varð m.a. fyrir miklu áfalli í sumar. þeg ar byltingartilraun, sem stjora Libýu studdi, misheppnaðist f Marokko. — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.