Tíminn - 29.01.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.01.1972, Blaðsíða 16
500 ára dómkirkja brann NTB-Nantes Eldur kom upp I gotnesku dómkirkjunni I Nantes I Frakklandi á föstudag. Kirkjan er byggð á 15. öld og hefur hún verið I víögerö siðan striðinu lauk, en þá varð hún illa úti í loftár- ásutn. í sl. mánuði var sett i kirkjuna nýtt orgel. 1 slðustu fréttum á föstudagskvöld sagði, að allt þak kirkjunnar væri hrunið. Ræðir um hernaðarleg vandamál NATO ÞÓ-Reykjavík. Um þessar mundir er staddur hér á landi f boði Varðbcrgs og Samtaka um vestræna samvinnu, Sir Nigel Henderson, flota- foringi og fyrrverandi for- maður hermáladeildar NATO. Á blað-amannafundi i dag sagði Henderson, að hann hefði oft komið til Islands áður, og þá fyrst á Alþingis- hátiðina 1930, en þá var hann á herskipinu Nelson. Siðan kom hann hingað aftur árin 1934 og 1939, en þá fór hann inn i óbyggðir á hestum. Um alllangt skeið var Henderson fulltrúi i hermálaráðuneyti Breta i Washington, en flutti til Bruxells 1962 þar sem hann varð formaður her- málanefndar NATO. Arið 1971 lét hann af störfum og er nú bóndi á setri sinu i Skot- landi, en jafnframt ferðast hann um og flytur fyrirlestra um NATO og kynnir málstað þess. A blaðamannafundi i dag sagði Henderson, aö hann teldi að tsland hefði mikil- vægu hlutverki að gegna i varnarkeðju NATO á N- Atlantshafi og ekki sizt nú, þegar Rússar hafa aukið flotastyrk sinn jafn mikið og Frh á bls. 14 ¦¦ Sir. Nigel Henderson. Bernadette Devlin umkringd blaðamönnum, þegar hún var nýkjörin á þing og var yngsti þingmaður brezka þingsins. Eiturlyfjabælið Kaupmannahöfn: 434 norskir unglingar sendir heim 7977 vegna eiturlyfjaneyzlu SB-Reykjavik Fiturlyfjavandamálið er nú að verða það stórkostlegt hjá frænd- um okkar Norðmönnum, að ugg- vekjandi er. Norskir unglingar, sem komast á bragðið I Osló, Icnda yfirleitt i Kaupmannahöfn, sælustað eiturlyfjaneytenda. í fyrra sendu dönsk yfirvöld hvorki meira né minna en 434 norska unglinga heim til sin, þar sem þau voru komin I alls kyns vandræði I heimsborginni. Márgir þessara norsku ungl- inga eru svo illa á sig komnir, að þeir eiga sér ekki viðreisnar von i lifinu framar. Sumir þeirra Frh. á bls. 14. Hugsuðu málið meðan stíflan sprakk NTB-Bogota Stlfta, sem til varð á þriðju- daginn i skriðufalli I Norð-vestur Columbiu, brast I gær og geysi< legt vatnsmagn sem safnazt hafði ofan við hana, brautzt fram og lagði 20 ferkilómetra af akur- lciuli iiiulir vatn. Skriöufallið á þriöjudaginn kostaði. 70 manns lifið og þurrkaði gjör- samlega eitt þorp út af landa- kortinu. Heimavarnarlið lands- ins hefur siðan verið að velta fyrir sér að sprengja stifluna, sem stiflað hafði ána Chitaga, en liðið þurfti ekki að brjóta heilann lengur, þvi eins og áður segir, brast stiflan af sjálfu sér. Aðux en stiflan brast, var búið að koma upp á akurlendinu búðum fyrir ibúa þorpsins, en þeir eru nú heimilislausir i annað sinn á einni viku. Fær borgað kaupið sitt SB-Reykjavik. Yokoi, japanski lið- þjálfinn, sem fannst nýlega á Guam-eyju, eftir að hafa falið sig þar i frumskógunum i 27 ár, siðan striðinu lauk, fær nú laun sin greidd frá' japanska ríkinu og auk þess fer hann á eftirlaun sem gamall hermaður. Yokoi, sem er 56 ára, á inni um það bil 14 þúsund isl. krónur i kaup siðan i stríð- inu, en eftirlaunin nema um 3000 kr. á mánuði. FÆÐINGUM FJÖLGAR I SVIÞJ0Ð 0G FÓSTUREYÐINGUM LÍKA SB-Reykjavik Fóstureyðingum I Svlþjóð fjölgaöi um 4000 á árinu 1971, en jafnframt jókst tala fæð- ini',a um 5000. Siðustu tvö lirin hafa 42 þúsund sænskar konur hætt að taka „pillunay en sérfræðingar telja, að þær hafi um leið gripið til ann- arra getnaðarvarna,og segj- ast þeir ekki skilja þessa skyndilegu fjölgun fæðinga. Tala fósturláta jókst um 5000 á árinu og er ekki vitað, af hverju það stafar. Sér- fræðingarnir vilja ekki setja það i samband við mjög aukna notkun „spiralsins" sem getnaðarvarnar. Raunar hefur notkun allra annarra getnaðarvarna en pillunnar aukizt í Sviþjóð. Pilluátið náði hámarki árið 1969, en heíur siðan minnk- að. Siðan fóstureyðingar voru gerðar löglegar i Sviþjóð árið 1964, hafa þær aukizt ár frá ári og árið 1971 voru gerðar 20 þúsund löglegar fóstureyðingar, sem er aukning um 4000 frá 1970,og er það langmesta aukning á einu ári. Tala fósturláta á sama timabili hefur hins vegar farið lækkandi og frá 1964 er lækkunin rúm 9 þúsund. Sérfræðingarnir telja, að þörf sé á meiri fræðslu um þessi mál I Sviþjóð, þar sem konur hafi hætt við pilluna sumpart vegna orðróms um krabbameinshættu, en nú séu komnar á markaðinn pillutegundir með annarri efnasamsetningu. Konur eiga heldur að taka pilluna en láta eyða fóstri, segja þeir. Fóstureyðing er mun hættulegra fyrirtæki en ótak- markað pilluát. LAUGARDAGUR 29. janúar 1972 Devlin heiðurs- gestur pressu OÓ-Reykjavik. Blaðamannafélag tslands hefur ákveðið að endurvekja pressu- ballið og verður það haldið að Hótel Sögu 17. marz nk. Síðast var pressuball haldið 1968. Að venju verður heiðursgesti boðið á ballið. Að þessu sinni hefur hin unga og aðsópsmikla stjórnmála- kona. Bernadette Devlin, þekk«t boð Blaðamannafélagsins að koma til tsiands og vera heiðurs- gestur á samkomunni. Verður þetta I fyrsta sinn, sem kona er heiðursgestur á Pressu- balli, en áður hafa mikilhæfir og þekktir stjórnmálamenn sótt Blaðamannafélagið heim og setið prewssuböll þess, eins og Jens Otto Krag, forsætisráðherra Dana, Heath, forsætisráðherra Breta, sem þá var foringi st- jórnarandstöðunnar i Bretlandi, og Per Hækkerup, þá utanrikis- raðherra Danmerkur. Er ástæða til að fagna þvi að nú kemur hingað ung stjórnmála- kona, sem vakið hefur heims- athygli fyrir skelegga, og að ýmsu leyti óvenjulega, stjórn- málabaráttu, enda hefur hún einstakt lag á að koma skoðunum sinum á framfæri og fer ekki troðnar slóðir virðulegra ingmanna i þeim efnum. Þingmaður Bernadette Devlin er 24 ára að aldri. Hún var kjörin á þing er hún var 21 árs gömul, og var þá yngsti þingmaður i neðri málstofu brezka þingsins. Ungfrúin var fyrst kjörin I auka- kosningum i kjördæmi sinu i þingkosningunum tveim árum siðar. Hún byrjaði mjög ung að hafa afskipti af stjórnmálum, og er hún stundaði nám í Queen University i Belfast, stóð hún framarlega i flokki, sem kenndi sig við alþýðulýðræði. Foreldrar Devlins eru kaþólskir, en sjálf segist hún berjast fyrir almenn- um mannréttindum og lætur sig trúarbrögð litlu skipta og telur klerkastéttina, kaþólska, kaþólska og mótmælendur, ihaldssama og ekki liklega til að koma á jafnrétti og almennum mannréttindum á Norður-trlandi með peim baráttuaðferðum, sem hún viðhefur nú. Fangelsi Bernadette Devlin hefur setið i fangelsi, eftir að hún varð þing- Frh á bls. 14 Prentsvertu- konan áfram í fangelsi NTB-Briissel Marie-Louise Kwiatkowski, sii sem kastaði prentsvertunni að Heath, forsætisráðherra Breta; fyrir viku, var i gær úrskurðuð i varðhaldsvist i mánuð I viðbót. Dómarinn, sem kvað þennan úr- skurð upp, sagði, að rannsókn málsins myndi liklega taka 10 daga ennþá, og búizt er við, að ungfrúin komi fyrir rétt viku eftir að rannsókn lýkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.