Tíminn - 29.01.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.01.1972, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 29. janúar 1972 TÍMINN Þau þurfa líka hvíld að loknum starfsdegi Það var glatt á hjalla hjá börnunum í Tjarnarborg í glampandi sólskini og snjó á mánudaginn var. Tjarnarborf er meðal elztu leikskóla borg- arinnar. Þar eru nú 70 börn á. morgnana og 70 börn ef tir há- degið, en fóstrur og starfsstúlk- ur eru átta með forstöðukon- unni. Konurnar, sem gæta barnanna sögðu, að þau kæmu vel klædd að heiman og vel undir það búin að leika sér úti í frosti og snjó. Klukkan var farin að halla í þrjú þegar við áttum leið hjá Tjarnarborg, og síðdegisbörnin voru að tínast inn rjóð og heit eftir að hafa leikið sér frá há- degi í góða veðrinu. Við fylgd- umst með einni deildinni af fjórum, en börnin úr henni sögðust flest vera 5 ára, og hjá þeim gætti nokkurs stolts þeg- ar þau skýrðu frá því, að þau væru elzti hópurinn í leikskól- anum. Leið þeirra lá upp stiga, sem er utanvert á gafli þessa gamla húss, sem sannarlega er nýtt til hins ýtrasta og virðist allt titra og hrærast með þeim bylgjum af lífi og fjöri, sem 70 þriggja til sex ára gömul börn gefa frá sér. Fimm ára börnin bröltu upp stigann og sögðu okkur frá viðburðum dagsins. Þegar inn var komið var f arið úr útifötunum og síðan þvoðu sér allir um hendur, því að brátt var kominn kaffitími. Ef tir nokkurn galsa voru börnin komin í fallega röð, en síðan gengu þau inn í stofuna sína. Meðan börnin hvíldust fyrir máltíðina, virtum við fyrir okk ur leikföng, sem þarna eru, myndir á veggjum af mat, sem er hollur fyrir börn, skemmti- legar myndir af krökkum, og margt fleira. Svo fóru börnin að borða bitann sinn, og þegar við kvöddum var síðasti hluti dagsins að hefjast, en þá kenna fóstrurnar börnunum söngva og leiki, leiðbeina þeim við að teikna og föndra. DAGHEBVHLIN NÚ OPIN LENGUB Um 1600 börn eru nú daglega á leikskólum og dagheimilum í Reykjavík ýmist hálfan eða all an daglnn, og er þó fjarri því að eftirspurn sé annað. Um 500 börn eru á 11 dagheimllum í borginni, en um 1100 börn dvelj ast allt að fjórum tímum á dag í jafnmörgum leikskólum. Nýr leikskóli, Arnarborg, hefur tek- ið til starfa í Breiðholtshverfl, og dagheimili tekur þar til starfa í vor. Þá er verið að byggja tvo aðra leikskóla í Reykjavík, sem eiga að verða tilbúnir á þessu ári, annar er við Leirulæk en hinn í Poss- vogi. Nú um áramótin var starfs- tími dagheimilanna lengdur, en þjónusta þeirra kom áður ekki að fullum notum fyrir fólk, í mörgum starfsgreinum. Dag- heimilin eru nú opin frá því 7.30 á morgnana til 6.30 síð- degis, en á laugardögum 7.30— um 12.15. Þó er foreldrum bent á að hámark sé, að börnin dveljist níu klukkustundir á dagheimilunum, eftir þann tíma þarfnist þau hvíldar og næðis heima hjá sér, engu síður en f ullorðnir að loknum vinnu- degi. Leikskólarnir eru hins vegar starfræktir fimm daga vikunn- ar frá því tæplega átta til rúm lega fimm, en hlé gert í hádeg- inu og þá er lika skipt um barnahópa. Þeir foreldrar leik- skólabarna, sem þurfa að hafa vist fyrir börn sín á laugar- dagsmorgnum, geta þó farið með þau á næsta dagheimili. Gjald fyrir börn á dagheim- ilum og leikskólum hefur verið óbreytt síðan 1970; 2.200 kr. fyrir eldri börnin á dagheimil- um, en 2.400 kr. fyrir þau yngrl, en gjaldið í leikskólunum er 1.200 kr. Stjórn Barnavinafé- lagsins Sumargjafar, sem rek- 1800 börn að leik ur dagheimilin og leikskólana í Reykjavík, hefur sótt um að hækka gjöldin verulega, en rekstrarkostnaður heimilanna hefur hækkað mjög á þessu tímabili, t .d. var hann 37,15% hærri árið 1971 heldur en ár- ið 1970. ANNA EKKI EINU SINNI FORGANGSHÓPUNUM Svo sem áður var sagt koma færri börnum sínum á dagheim ili og leikskóla en vilja, og á það einkum vlð um dagheim- ilin. Þau geta ekki einu sinni veitt viðtöku öllum börnum ein stæðra mæðra, sem óska að koma börnum sínum í dagvist- un. Þó hafa börn einstæðra mæðra forgangsrétt umfram önnur á dagheimilunum. Næst börnum einstæðra mæðra ganga börn ekkla og einstæðra feðra, sem hafa ónóga heim- ilishjálp, börn, sem búa vlð erfiðar heimilisástæður, veik- indi o. s. frv., síðan koma börn námsmanna og loks börn, sem er uppeldisnauðsyn að dvöl á dagheimili, að dómi sérfróðra manna. Unnið er nú á vegum Reykja- víkurborgar að könnun á þörf fyrir dagheimili hér. Ekki er að efa að hún er mikil, því mik- ffl fjöldi fólks hefur börn sín í gæzlu hjá ýmsum einkaaðilum, og flestir telja æskilegra, að þau njóti umönnunar sérmennt aðs starfsfólks þann tima, sem foreldrarnir eru í vinnu. Pyrir ári gerðu nokkrar ung- ar konur könnun á dagheim- Myndirnar tók Gunnar, Ijósmyndari Tímans, í Tjarnarborg. ilaþörfinni í Kópavogl. Komust þær að þeirri niðurstöðu, að ef stefna ætti að því að fullnægja þörf á dagvistun fyrir börn á aldrinum fram tll sex ára nokkru fyrir aldamótin 2000, þá yrði að byggja eitt dagheim ffl á ári í Kópavogi fram til þess tíma. Þetta töldu ungu konurnar engan veginn ofætl- un, þar sem aukin þátttaka kvenna í atvinnulífinu skapaði auknar tekjur bæjar- og ríkis- sjóðs. í Kópavogi voru í fyrra 2000 börn á aldrinum 0—6 ára. Um 250 af þessum börnum voru í gæzlu hér og þar hjá einkaað- ilum, en mæðurnar unnu úti annað hvort hálfan eða allan daginn. Þannig vantaði 250 pláss á dagheimilum fyrir börn kvenna, sem þegar unnu úti, eða a. m. k. 5 dagheimili, en æskileg stærð dagheimila þykir að þau rúmi um 40 börn. Könnunin sýndi ennfremur, að mæður um 600 barna á þessum aldri í Kópavogi hafa hug á að vinna úti, geti þær komið börnum sínum í gæzlu. En það merkir að 12—15 dagheimili vantar til viðbótar. Nú eru starfrækt eitt dag- heimffl og einn leikskóli í Kópavogi. Á dagheimilinu eru 40 börn á aldrinum 2—6 ára og að auki 20 börn á leikskóla- deild. Á leikskólanum eru 80 börn í hálfsdagsvistun. Engin heimffl eru í Kópavogi fyrir börn innan tveggja ára. 20 DAGHEEVnLI VANTAR NÚ ÞEGAR í KÓPAVOGI, 145 (?) HÉR Búast má við, að þörfin á nýjum dagheimilum og leik- skólum sé hlutfallslega svipuð í Reykjavík og Kópavogi, þ. e. a. s. að um 145 heimffl vanti nú þegar. Já, dagheimffl og leikskólar eru mjög í sviðsljósinu um þessar mundir. Næsta þriðju- dag, 1. febrúar, verður rætt um uppeldisgildi dagheimila í nýj- um útvarpsþætti, „Ég er for- vitin — rauð", kl. 2.30 e. h. Þar verður einnig gerður sam- anburður á uppeldi barna, sem eingöngu eru heima hjá sér, og þeirra, sem einnig dveljast á dagvistunarstofnunum. Eflaust verður forvitnilegt fyrir áhuga- fólk um þessi mál að hlýða á þáttinn. SJ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.