Tíminn - 29.01.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.01.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN LAUGARDAGUR 29. janúar 1972 Þ.M.SKRIFAR: I ¦¦¦ HVERS VEGNA MA EKKI BYGGJA VIÐ STEINGRÍMSFJÖRÐ? Rætt við Sófus Magnússon, sem kominn er á áttunda tuginn — Það er auðveldara að brjáta brúna a<5 baki sér en bylgigja hana aftur". Hann er kominn að norðan, gamli imaðurinn. Þótt hann sé kominn nokkur íet yfiir á áttuhda tuiginn er hann hress og viðiræðuigóðuir. — GrasleppuveiBin var góB á síBasta vori svo að honuim varð ekki verkefna vant, enda (iDundi hann kunna því illa að ganga imeð hendur tfaldar í vösunuim. Sófus heitir hann Magnússon fæddur undir Folafæti í Seyð- isfirði við fsafjarðardjúp. Þár áttu þá heiima foreldrar hans, Magnús Guðmundsson og Júlíana Þorvaldsdóttir. Þar seim foreldrar anínir bjugigu hét Fornabúð, það var tómthúskot. Mér var saigit að það hefði tekið mófiur mfina tvo sólarhriruga að koma mér í heiminn, virðist því sem mér hafi ekki verið veraldarreisan sérstaklega huigleikin til aB byrja með. lÉg hef átt heima f Kaldrana neshreppi frá því ég var 11 ára gamall. Þá hafði ég misst móður imfna og faðir imiirn kom ið mér til dvalar hja hjónun um Þorsteini Guðbrandssyni og Svanborgu Guðbrandsdóttur, sem þá bjuggu á Bjarnarnesi, yzta bæ á Ströndinni norðan Siteingrimsfjarðar. Þangað kom ég í endaðan ágúst árið 1904. Þau Bjarnarneshjón ivoru vel efnuð, enda heimili þeirra þekkt að góðri uimhirðu oig reglusemi. Til þeirra leitaði oft fátækt fólk og frá þeim fór enginn bónleiður, mættu þau hans vandræði leysa. Þorsteinn var hversdags- prúður en örlyndur nokkuð, ef hann skipti skapi. Svanborg var stórbrotin kona, vinföst og raungóð. Þau voru mér lákaí lega góð, og imiundu naumast hafa verið betri þótt ég hefði verið sonur þeirra, enda fór ég fljótt að líta á þau sem íósturforeldra mína. AuBvitaB þurfti ég að vinna. Það þurftu allir að vinna á þeim áruim. Fyrstu sumurin var ég stmali og sat kvíaærnar. Til þess að mér skyldi síður leið ast og gæti verið tímaglöggur gafu þau mér vasaúr. Það átti ég lengi og man að á bakloki þess var mynd af hesti. Þegar ég fenmdist var mér svo gefinn nýr hnakkur, simíðaður af Jóni bónda í Tröllatungu. Bjarnarnes er lítil jörð, en mjög þægileg og notagóð. Trjá reki var þar talsverður og auð velt að sækja sjó, enda var róið þaðan seinnipart sumars og frameftir hausti meðan fisk ur var á grunnmiBum. Þorsteinn átti burðamikinn þriggja rúma bát. Eitt haust man ég að Sig urður Steíánsson bóndi á Brúaná var þar formaður. Hann var sjósóknairi og mdkil aflakló, enda kom hann oft að landi með hlaðafla. Á vorin var umtalsverð hroknkelsv veiði og á sumrin fékkst lúða bæði á handfæri og haukalóð. Einu sinmi vorum við að vitja um hragnkelsanet, sem lá rétt út af Steinnesinu, þá var í því 30—40 punda stofna og var hún búin að belta netið utan um siig. Þetta þótti góður feng ur svo snemma vors, en þetta var um sumanmál. ÞaB var sagt um Bjamarnes á þeim árum, að sa sem ekki gæti lifað af þeirri björg sem þar væri hægt að draga £ bú, mundi nauimast fær um að bjarga sér annars staBar. Á Bjarnarnesi var kornmylla. Hún var fyrst byggð í svonefnd um Miðstekkjarlæk nokkuð ut- an við bæinn. En þar reyndist vataiið alltof lítið nema í leys- ingum á vorin. Myllan var því færð inn í síkið utan við Göngustaðaána og þar sett upp stífla. Mylluhúsið var stórt og rúimgott og þar hægt að geyma korn. Þarna var malaður rúg ur og bankabygg og gekk mjög vel. Vorið 1910 fluttist Bjarnar- nesfólkið að Kaldrananesi. Þá hættu þau búskap, Þorsteinn og Svanborg, en við tók Matthías Helgason frá Þambárvöllum, en hann var kvæntur Margréti dóttur þeirra oig bjuggu þau síðan á Kaldrananesi í fjöru- tíu ár. Ég var lenigi vinnumað ur hjá þeim. Veturinn éður en ég fermdist var ráðinn kennari að Bjarnar nesi. Hann hét Tómas Brands son og var bróðir séra Jóns Brandssonar, prófasts á Kolla fjarðarnesi. Ég var bölvaður tossi og seinn til, en þó að domi presitsins ekki verri en aðrir krakkar hvað snerti þekkingu í hinum helgu fræðum. Einhverjum krökkumi úr sveitinni var komið fyrir á Bjarnarnesi meðan kennarinn var þar, þar é meðal tveim dætrum þeirra Skarðshjóna, Guðmundar og Sigríðar, önnu og Jóninu. Þœr komu að kvöldi dags í góðu veðri. Á vökunni sat allt fólkið uppi í baðstofu og skrafaði saman. Þá er allt í einu barið að dyrumi. Einhver fór fram til að taka á móti gestinum, en ivarð einskis var. Eftir nokkra stund er aftur barið. Er þá aftur farið fram og nú gangið umhverfis bæ- inn, en enginn sýnilegur gesit ur gerði vart viB sig. Eftir þetta var því ekkert sinnt þótt svo hraustleiga væri á hurðir knúð að svo virtist sem baðstofan léki á reiði- skjálfi. Hundarnir ruku upp með gelti otg ólátum. Við Eysteinn, fóstursonur hjónanna, sváfum saman í rúmi undir súð. Ég ætla ekki að lýsa því, hvernig mér var inn. anbrjósts við að heyra allan þennan gauragang og kunna engin skil á því af hverju hann stafaði. Að síðustu heyrði ég að þrammað var þungum skref um inn eftir ganginum, allt að eldhúsdyrum. Fram af bænum var skyigigni og hurðinni þar lokað að inn- an með koparloku. Um morgun inn, þegar niður var komið, var hurðin galopin og lokan brotin. Seinna um daginn var fólk á ferð og þótti þá fengin skýring fyrirbærisins. Fyrsta kirkjuferð mín til Kaldrananeskirkju var á igaiml arskvöld veturinn fyrsta, sem ég var á Bjarnarnesi. Séra Hans Jónsson á Stað söng messu. Þorsteinn Guðbrands sonvarmeðhjálpari ogmeðhon um fór ég norður. Ég hafði að- eins einu sinni komið í kirkju áður, það var þegar móðir mín var jarðsett að Eyri í Seyðis firði. Kirkjugestir á Kaldrana- mesi voru fáir aðrir en heima fólk þar, en það var þá maret. Ég hef oft undrað mig á því hvað prestarnir í þá daga lögðu é siig mikið erfiði til að þjóna sínu kalli. Innan frá Stað í Steingrímsfirði, norður aB Kaldrananesi, er lönig leiS fót- gangandi manni og aB vetri til oft erfiB vegna óveðurs og snjóalaga. Á þessum árum var ég mjög hlédrægur oig hafði mig lítt í frammi, þorði til dæmis varla að bera mál á ýmislegt það. sem athygli mína vakti. Þegar við fóruim heim finá kirkjunni, genigum við út Nes strönd, eins og venjulegast er, þó imá stytta sér leið með því að fara yfir hálsinn utanverð an um svokallað Geirsskarð. Utan til við miðja strömd virð ist mér ég heyra áraglam fyrir fraiman landið og þegar ég Ilt í átt þangað sé ég bát mann- aðan fólki róa yfir víkina og hverfa undir klettana fyrir ut- an. Þar sem Þorsteinn sýndist ekki taka eftir þessu eða þá engan gaum gefa því, hafði ég ekki einurð á að tala um það við hann. Ég tel mig ekki vera hjátrú arfullan, en á huldufólk trúi ég, eða öllu heldur tilveru þess, og ég umgengst með var úð alla þá staði, sem ég geit búizt við, eða hef sagnir um, að séu helgaSar því. Ég tel mig ekki vera þess umkominn Frh á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.