Tíminn - 29.01.1972, Síða 8

Tíminn - 29.01.1972, Síða 8
8 TÍMINN LAUGARDAGUR 29. janúar 1972 Þ.M. SKRIFAR: HVERS VEGNA MA EKKI BYGGJA VIÐ STEINGRÍMSFJÖRÐ? Rætt við Sófus Magnússon, sem kominn er á áttunda tuginn — Það er auðveldara að brjáta brúna að baki aér en bylgigja hana aftur“. Hann er kominn að norðan, gamli maðurinn. Þótt hann aé kominn nokkur fet yfir á áttunda tuiginn er hann hress og viðræðuigóður. — Grásleppuveiðin var góð á sfðasta vori svo að honuim varð ekki verkefna vant, enda tmiundi hann kunna því illa að ganga með hendur faldar í vösunum. Sófus heitir hann Magnússon fæddur undir Folafæti í Seyð- isfirði við fsafjarðardjúp. Þír áttu þá heiima foreldrar hans, Magnús Guðmundsson og Júlíana Þorvaldsdóttir. Þar sem foreldrar mínir bjuggu hét Fornabúð, það var tómthúskot. Mér var saigit að það hefði tekið móður mína tvo sólarhriniga að koma mér í heiminn, virðist því sem mér hafi ekki verið veraldarreisan sérstaklega huigleikin til að byrja með. tÉg hef átt heima í Kaldrana neshreppi frá því ég var 11 ára gamall. Þá hafði ég misst móður mína og faðir rninn kom ið mér til dvalar hjá hjónun um Þorsteini Guðbrandssyni og Svanborgu Guðbrandsdóttur, sem þá bjuggu á Bjarnarneji, yzta bæ á Ströndinni norðan Siteingrímsfjarðar. Þanigað kom ég i endaðan ágúst árið 1904. Þau Bjarnarneshjón voru vel efnuð, enda heimili þeirra þekkt að góðri umhirðu oig reglusemi. Til þeirra leitaði oft fátækt fólk og frá þeim fór enginn bónleiður, maettu þau hans vandræði leysa. Þorsteinn var hversdags- prúður en örlyndur nokkuð, ef hann skipti skapi. Svanborg var stórbrotin kona, vinföst oig raunigóð. Þau voru mér ákaf leiga góð, og rnundu naumast hafa verið betri þótt éig hefði verið sonur þeirra, enda fór ég fljóitt að líta á þau sem fósturíoreldra mína. Auðvitað þurfti ég að vinna. Það þurftu allir að vinna á þeim árum. Fyrstu sumurin var ég smali og sat kvíaæmar. Til þess að mér skyldi síður leið ast og gæti verið tímaglöigigur ©áfu þau mér vasaúr. Það átti ég lenigi oig man að á bakloki þess var mynd af hesti. Þelgar ég fenmdist var mér svo gefinn nýr hnakkur, smíðaður af Jóni bónda í Tröllatungu. Bjamames er lítil jörð, en mjöig þægileg og notagóð. Trjá reki var þar talsverður oig auð velit að sækja sjó, enda var róið þaðan seinnipart sumars og frameftir hausti meðan fisk ur var á grunnmiðum. Þorsteinn átti burðamikinn þrigigja rúma bát. Eitt haust man ég að Sig urður Stefánsson bóndi á Brúará var þar formaður. Hann var sjósóknaæi og mikil aflakló, enda kom hann oft að landi með hlaðafla. Á vorin var umtalsverð hroknkelsa- veiði og á suimrin fékkst lúða bæði á handfæri og haukalóð. Einu sinni vorum við að vitja um hrognkelsamet, sem lá réitt út af Steinnesinu, þá var f því 30—40 punda stofna og var hún búin að belta netið utan on siig. Þetta þótti góður feng ur svo snemma vors, en þetta var um sumanmál. Það var salgt um Bjamames á þeim árum, að sá sem ekki gæti lifað af þeirri björg sem þar væri hægt að draga f bú, mundi nauimast fær um að bjarga sér annars staðar. Á Bjarnamesi var kommylla. Hún var fyrst byggð í svonefnd um Miðstekkjarlæk nokkuð ut- an við bæinn. En þar reyndist vatmið alltof lítið nema í leys- ingum á vorin. Myllan var því færð inn í síkið utan við Göngustaðaána og þar sett upp stífla. Mylluhúsið var stórt og rúmgott og þar hægt að geyma korn. Þarna var malaður rúg ur og bankabygg og gekk mjög wel. Vorið 1910 fluttist Bjamar- nesfólkið að Kaldrananesi. Þá hættu þau búskap, Þorsteinn og Svamborg, en við tók Matthías Helgason frá Þambárvöllum, en hann var kvæntur Margréti dóttur þeirra og bjuggu þau síðan á Kaldrananesi í fjöru- tíu ár. Ég var lenigi vinnumað ur hjá þeim. Veturinn áður en ég fermdist var ráðinn kennari að Bjamar nesi. Hamn hét Tómas Brands son og var bróðir séra Jóns Brandssonar, prófasts á Kolla fjarðamesi. Ég var bölvaður tossi og seinn til, en þó að dómi pæesitsins ekki verri en aðrir krakkar hvað smerti þekkingu í hinum helgu fræðum. Einhverjum krökkum úr sveitinni var komið fyrir á Bjamarnesi meðan kennarinn var þar, þar á meðal tveim dætrum þeirra Skarðshjóna, Guðmundar og Sigríðar, önnu og Jónínu. Þær komu að kvöldi daigs í góðu veðri. Á vökunmi sat allt fólkið uppi í baðstofu og skrafaði saman. Þá er allt í einu barið að dyrumi. Einhver fór fram til að taka á móti gestinum, en varð einskis var. Eftir nokkra stund er aftur barið. Er þá aftur farið fram og nú gangið umhverfis bæ- inn, en enginn sýnilegur gesit ur gerði vart við sig. EftLr þetta var því ekkert sinnt þótt svo hraustleiga væri á hurðir knúð að svo virtist sem baðstofan léki á reiði- skjálfi. Hundamir ruku upp með gelti og ólátum. Við Eysteinn, fóstursonur hjónanna, sváfuim saman í rúmi undir súð. Ég ætla ekki að lýsa því, hvernig mér var inn- anbrjósts við að heyra allan þennan gauragang og kunna engin skil á því af hverju hann stafaði. Að síðustu heyrði ég að þrammað var þungum skref um inn eftir ganginum, allt að eldhúsdyrum. Fram af bænum var skyiggni Og hurðinni þar lokað að inn- an með koparloku. Um morgun inn, þegar niður var komið, var hurðin galopin og lokan brotin. Seinna um daginn var fólk á ferð og þótti þá fengin skýring fyrirbærisins. Fyrsta kirkjuferð mfn til Kaldrananeskirkju var á igaiml árskvöld veturinn fyrsta, sem ég var á Bjamarnesi. Séra Hans Jónsson á Stað söng messu. Þorsteinn Guðbrands son varmeðhjálpari ogmeðhon um fór ég norður. Ég hafði að- eins einu sinni komið í kirkju áður, það var þegar móðir mín var jarðsett að Eyri í Seyðis firði. Kirkjugestir á Kaldrana- nesi voru fáir aðrir en heirna fólk þar, en það var þá mar^t. Ég hef oft undrað mig á því hvað prestarnir í þá daga lögðu á siig mikið erfiði til að þjóna sínu kalli. Innan frá Stað í Steingrímsfirði, norður að Kaldrananesi, er lönig leið fót- gangandi manni og að vetri. til oft erfið vegna óveðurs og snjóalaga. Á þessum lárumi var ég mjög hlédrægur og hafði mig lftt í framnni, þorði til dæmis varla að bera mál á ýmislegt það. sem athygli mfna vakti. Þegar við fórum heim fná kirkjunni, gemgum við út Nes strönd, eins og venjulegast er, þó má stytta sér leið með þvf að fara yíir hálsinn utanverð an um svokallað Geirsskarð. Utan til við miðja strönd virð ist mér ég heyra áraglam fyrir framan landið og þeigar ég lit í átt þangað sé ég bát mann- aðan fólki róa yfir víkina og hverfa undir klettana fyriæ ut- an. Þar sem Þorsteinn sýndist ekki taka eftir þessu eða þá engan igaum gefa því, hafði ég ekki einurð á að tala um það við hann. Ég tel mig ekki vera hjátrú arfullan, en á huldufólk trúi ég, eða öllu heldur tilveru þess, og ég umgengst með var úð alla þá staði, sem ég get búizt við, eða hef sagnir um, að séu helgaðar því. Ég tel mig ekki vera þess umkominn Frh á bls. 14

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.