Tíminn - 29.01.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.01.1972, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 29. janúar 1972 TÍMINN Sérstök línusvæði á vetrarvertíð LINUSVÆÐI - VERTIÐ 1972 Frá og meö 1. febrúar n.k. eru sildveiðar sunnaniands og vestan algjörlega bannaðar, nema með reknetum, til 1. september 1973. Bannsvæöiö takmarkast á svæði frá Eystra-Horni suður um og vestur fyrir aö Rit. Þetta er i fyrsta skipti, sem algjört bann er sett vio sildveiðum i nói á suour og vesturlandssíld, en margir aðilar munu hafa óskað eftir þvi núna siðustu ár, að slikt bann verði sett á, vegna ótta um algjöra útrýmingu sildarinnar. Már Eísson, fiskimálastjóri; sagði í viðtali við blaðið, að óskir um algjört bann við nótaveiði, hefðu verið að koma frá ýmsum aðilum nokkuð lengi, og á fundi i stjórn Fiskifélags tslands fyrir stuttu voru svo til allir sammála um að mæla með sliku banni. Sendi stjórn Fiskifélagsins frá sér ályktun um þetta efni til sjávarútvegsráðuneytisins, sem siðan gaf út þar að lútandi reglu- gerð i dag, fóstudag. Már sagðist vilja taka það fram, að ef um mikinn beituskort yrði t.d. að ræða, þá yrðu gerðar ráðstafanir til að bæta úr þvi. Með þessari reglugerð eru sett takmörk fyrir þvi að islenzkir sildveiðibátar geti stundað sild- veiðar með nót á komandi hausti hér við land, og þvi má búast við, að mikill fjöldi islenzkra sild- veiðibáta stundi sildveiðar i Norðursjó, þegar að þvi kemur. I reglugerðinni segir, að sild- veiðar með reknetum á bann- svæðinu, séu aðeins heimilar, ef möskvastærð netanna sé minnst 63 mm , og að lágmarksstærð sildar, sem leyfilegt er að veifta i reknet og i önnur veiðafæri eftir 1. september 1973, verði sem fyrr 25 cm. 24 skip með 6555 lestir Bræla tefur sífellt veiði Þó - Reykjavik. Frá þvi kl. 9 á fimmtudags- morgun til kl. 9 i gærmorgun fengu 24 loðnuskip samtals 6555 lestir á svæðinu út af Alviðru- hömrum. Aðfararnótt fimmtu- dags var leiðindaveður á miðunum, en er fór að morgna byrjuðu bátarnir að kasta á sæmilegar torfur út af Alviðru- hömrum, og köstuðu bátarnir fram eftir deginum, en þá fór Enn rnálar Isleifur EB - Reykjavik. Þann 15. næsta mánaðar verður tsleifur Konráðsson 84 ára, en það skiptir ekki svo miklii máli, þvi að eins og starfsbróðir hans Picasso, lætur tsleifur ellina engan bilbug á sér finna og heldur áfram að skapa listaverk fullum fetum. Hluta árangurs af þessu starfi ts- leifs gefst almenningi nú kostur á að sjá i Bogasal Þjóðminja safnsíns, en þar heldur tsleifur nú sýningu á 30 málverkum sinum, sem öll eru til sölu. Er verð mál- verkanna frá kr. 15 þúsund til 45 • þúsund. Sýningin verður opin til 6. febrúar n.k. aftur að bræla, og að sögn Jakobs Jakobssonar fiskifræðings varð loðnan aidrei virkilega þétt áður en byrjaði að bræla aftur, en á stóru svæði mátti finna loðnu- torfur og dreif frá Alviðru- hömrum austur i Meðallandsb: I morgun fór veðrið aftur að'skána en er siðast fréttist, voru bátarnir ekki byrjaðir að kasta, vegna þess hve þungur sjór var. Kl. 9 i gærmorgun höfðu eftir- taldir bátar tilkynnt afla sinn: Þorsteinn með 250 tonn, Grind- vikingur 210, Hilmir 350, Asgeir 280, Náttfari 240, Orfirisey 320, Gisli Arni 350, Jón Garðar 330, Vörður 220, Asberg 320, tsleifur 180, Þórður Jónasson 240, Jón Kjartansson 400, Ólafur Sigurðs- son 240, Fifill 300, Loftur Bald- vinsson 420, tsleifur 4. 195, Seley 220, Óskar Halldórsson 280, Akurey 220, Oskar Magnússon 200, Súlan 260, Birtingur 260 og Börkur 200. Kosið i Dagsbrún Stiórnarkjör fer fram i Verkamannafélaginu Dagsbrún nú um helgina. Kosið er um tvo lista, A og B. Kosið verður i Lindarbæ niðri, og hefst kosning kl. 10 f.h. i dag og stendur yfir til klukkan sex eftir hádegi. A sunnudag hefst kosning klukkan tiu fyrir hádegið, og kosningu lýkur kl. 10 um kvöldið. Kosningaskrifstofa A listans er á Freyjugötu 27, simar: 2 56 23, - 2 56 26, - 2 56 29. A kjörskrá munu vera um 3.150 þegar kosning hefst. Kosningarétt hafa aðeins aðalfélagar, sem hafa greitt árgjald fyrir árið 1971. Þeir, sem skulda, geta greitt árgjaldið meðan á kosningu stendur, og öðlast við það at- kvæðisrétt. Verð á loðnu ÞÓ - Reykjavik. Verðlagsráð sjávarútvegsins ákvað á fundi sfnum á fimmtudag eftirfarandi lágmarksverð á loðnu frá byrjun loðnuvertiðar til 15. mai 1972: Fersk loðna til frystingar og i beitu: hvert kiló kr. 4.00. 1 frétt verðlagsráðsins segir, að ó- heimilt sé að dæla loðnunni úr skipi. Þá er vinnslumagn aðeins talið innvegin loðna að frá- dregnu þvi magni, er vinnslu- stöðvarnar skila i verksmiðju. Veröið er miðað við loðnuna komna á flutningstæki við hlið veiðiskips. NU VITA VERZLUNARMENN L0KS HVAÐ ÞEIR FÁ í KAUP OÓ-Reykjavík. Kveðinn var upp i gær gerðar- dómur i máli verzlunarmanna og vinnuveitenda þeirra. Kaup- og kiaradeilu verzlunarmanna lýktaði 4. des. s.l. með samkomu- lagi, en samið var um að nokkur atriði, sem ekki náðist endanlegt samkomulag um þá, skyldu sæta úrskurði gerðar- dóms. Meginatriðin sem geröar- dómur f jallaði um var breyting á launastiga og lokunartimi, og lengt orlof verzlunarmanna. Þá átti gerðardómurinn að skera úr um kröfu vinnuveitenda þess efnis, að ákvæði um lokunartima sölubúða yrði fellt ut úr samningi og að skera úr ágreiningi deilu- aðila um deilitölu. Niðurstaða dómsins var sú, að krafan um lengt orlof og sérstakt álag var ekki tekin til greina,og ekki heldur krafan um að fella lokunartima sölubúða út úr samningi. Deilitala var ákveðin 160 fyrir skrifstofufólk og 170 fyrir af- greiðslufólk. A meðfylgjandi töflu sést hver grunnlaun verzlunarfólks eru frá 1. des. s.l. En við þessar upp- hæöir bætist 8.37% visitala. 1. júni nk. hækka launin um 4% og 1. marz 1973hækka þau um 6%, eins og samningar verkaíýðs- félaganna gera ráð fyrir. Gerðardóminn skipuðu þrir fulltrúar tilnefndir af borgar- dómara og tveir fulltrúar til- nefndir af hálfu hvors deiluaðila. Fulltrúar beggja deiluaðila geröu athugasemdir við nokkur atriði i úrskurðinum við undirskrift. Gruni ilaun frá 1. des. 1971 Laun eftir: Flokkur Byriunarlaun 1 ár kr. kr. 3 ár 5 ár 8 ár 12 ár kr. kr. kr. kr. 1. 16.240 2. 16.500 17.080 17.660 18.240 18.810 19.390 3. 17.200 17.810 18.410 19.010 19.610 20.210 4. 18.100 18.740 19.370 20.010 20.640 21.270 5. 19.200 19.880 20.550 21.220 21.890 22.560 6. 20.500 21.220 21.940 22.660 2 3.370 24.090 7. 22.200 22.980 23.760 24.540 25.310 26.090 8. 24.300 25.160 26.010 26.860 27.710 28.560 9. 27.200 28.160 29.110 30.060 31.010 31.960 Hús brann til kaldra kola BS-Hvammstanga. tbúðarhúsið að Otibleiksstöðum i Miðfirði brann til kaldra kola i morgun, og inni brunnu svo til allir innan- stokksmunir. Það var um kl. 6.30 i morgun, aö samband var haft við sim- stöðvarstjórann á Hvammstanga og hann beðinn að ræsa út slökkvi lið, þar sem kviknað væri i ibúðarhúsinu aö Otibleiksstööum. Slökkvilið kom mjög fljótt á staðinn, en húsið var þá allt alelda, og gátu slökkviliösmenn ekkert gert annað en að slökkva i eldinum. Heimilisfólkið, sem eru hjón með 6 börn, höfðu getað bjargað smávegis af innanstokks munum,en allt annað brann. Um kl. 7.30 var húsið fallið til grunna, en það var nýlegt timb urhús á steinsteyptum grunni. 951 Pressuball Þeir hjá blaðamannafélaginu hafa ákveðið að halda pressuball I ár og bjóða Bernadettu Devlin til hófsins. Pressuböllinhafaætlð |>ou hinn mesti viðburður I skemm'- (analifinu, og þangað hefur verið boðið frægu fólki, eins og Heath, forsætisráðherra Breta, og Jens Ottó forsætisráöherra Dana. Báðir þessir menn gegndu að visu ekki svona liáuin embættum, þegar þeir yoru gestir Blaða- mannafélagsins, en upphefð þeirra fylgdi I kjölfarið, Með þessu er ekki verið að spá þvi, að þegar Bernadette Devlin hefur drukkið istaðskálina með islenzkum blaðamönnum, verði hún umsvifalaust gerð að for- sætisráðherra Norður - trlands. Umbrotin á Norður - trlandi hafa skapað þjóðhetjur. Enga slika hetjii ber þó hærra en Bernadettu Devlin. Hún minnir um margt á söguna af Jóhönnu frá örk, sem snerist af slíkum krafti gegn fjendum lands sins, að konungur hennar sá ekki annað ráð vænna, samkvæmt siðvenj iiiini. en snúast gegn henni og sanmá hana villutrú. Sem betur fer lifir Devlin ekki sllka tima hindurvitna og fáfræði, en baráttan hefur ekki breytzt. Bretar voru búnir að hengja og skjóta slatta af Irskum frelsis- hetjum áður en tókst að stofna irska lýðveldið. Skiki af landinu varð þá útundan, og nú er komið að skuldadögunum. trsk frelsis- barátta er aftur i algleymingi. Þar stendur Bernadette Devlin I fararbroddi. Hún er orðin eins konar tákn þessarar baráttu. Andstaða mótmælenda hrln ekkl á henni, og hana blta ekki vopn. Hún hefur janfvel haft tima til aö eignast erfingja mitt i darraðar- dansinum. Það er ánægjulegt að þessi unga kona skuli hafa þegið boð blaðamanna um að sitja pressuballið, og nú geta Islenzku rauðsokkurnar litið upp. Sjálft fagnaðarerindið holdi klætt mun stiga niður til þeirra. Svarthöfði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.