Tíminn - 04.02.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.02.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN FÖSTUDAGUE 4. febrúar 1972 Söluskattur og rafhitun Eins og kunnugt er felldi rikisstjórnin niður söluskatt á hitaveitugjöldum og oliu til húshitunar þann 1. septem- ber sl. Upphaflega var ætlunin að felia einnig niður söluskatt af rafmagni til húsahitunar. Það reyndist þá erfiöleikum bundið vegna þess að sölutaxtar hinna einstöku samveitna í landinu voru svo mismunandi. Varð þvi að hverfa frá þvi ráði um sinn(en vinna að þvi I staöinn( aö rafveitur sérgreindu I út- sölu þá raforku, sem notuö er til húsahitunar frá annarri raforku til almennra nota. Þetta mál er ekki komiö I höfn enn,og verður ekki unnt að fella niður söiuskatt af rafmagni tii húsahitunar fyrr en slik samræming og sérgreining þessarar orku frá öörum raforkunotum hefur ails staðar átt sér stað. Meöan rafveiturnar I landinu hafa ekki komiö þessum málum i það horf, að unnt sé að feiia söluskatt af rafmagni til húsahitunar niöur, veröur að búa viö þann augljósa vankant, að misræmi sé á milli söluskatt- lagningar húshitunar eftir þvi, hvort um er að ræða hitaveitu eða olfukyndingu annars vegar og hins vegar húshitun með raforku. Þennan vankant hyggst rikisstjórnin snfða af, en þar er við tvenns konar vand kvæði að etja,og greindi fjár- málaráðherra frá þeim, er liann svaraöi fyrirspurn á Alþingi frá Lárusi Jónssyni, þingmanni Sjálfstæðis- flokksins, um þetta efni. Skapar misrétti Halldór E. Sigurðsson sagði, að ekki væri hægt að fella niður söluskatt á raforku til húshitunar nema að þvi marki, sem hún er sérstaklega mæld og þannig aðgreinanleg frá sölu á annarri fraorku, sem er söluskattsskyld. Mátti draga I efa, hvort ráðherra væri skv. gildandi lögum heimilt að fella niður söluskatt á tiltekinni þjónustu til þessara tilteknu þarfa, og þá eftir þvi, hvort hún var sérmæld eða ekki. Jafnvel þótt niðurfelling söluskatts á raforku I samræmi við þaö, sem hér að ofan sagði, teldist fram kvæmanleg, er nauðsyn að hafa það I huga, að sú aöferð felur I sér verulegt misrétti milli þeirra, sem kaupa raforku til húshitunar sér- mælda og hinna, sem nota raforku til húshitunar jöfn um röndum meö öðrum notum(án þess að sú orka sé sérmæld. Dæmi um þetta eru mjög algeng til sveita, þar sem bóndi kaupir á kveðinn fjölda árskw. eftir marktaxta og tengir raf- hitunartæki á þeim tlmum sólarhringsins, sem hann ekki notar raforkuna til annarra þarfa. Meö niöurfelíingu söluskatts á sérmældri raforku til hús hitunar, mundi sllkur notandi greiða söluskatt af sinni húshitun, en ekki sá notandi, sem fær raforkuna til húshitunar sérmælda. LEIÐRETTING Framkvæmdastjóri BSRB hefur beðið blaðið að geta þess, að ekki sé rétt með farið i þættinum á Vlðavangi i gær, að gerð hafi verið sameiginleg álitsgerð BSRB og f jármálaráðun. um kjör rikisstarfsmanna. Álits- gerð þessi sé aðcins verk starfsmanns launadeildar fjármálaráðuneytisins og eigi BSRB þar engan hlut að og beri enga ábyrgð á þeirri skýrslu. — TK Og enn er íslenzka nafna- hefðin á dagskrá. Freymóður hefur sent Landfara þetta bréf: „Landfari góður. 1 blaðinu 25. janúar birtir þú greinarstúf um nafna- breytingar. Er þar minnst á grein mina „Mannanöfn”sem er að finna i Timanum 9. jan. s.l. Ég þakka greinarhöfundi fyrir að minnast á grein mina, þó hann telji mig ekki hafa tekið nógu djúpt i árinni um Is lenzku ættarnöfnin, sem hann telur, flest, erlend skripi frá gamalli dönskutið. (Þökk sé honum fyrir það). Þau vill hann afnema i áföngum, láta þau deyja út með núlifandi kynslóð. Ég er þvi sammála. Svipaðan hátt vill greinar- höfundur hins vegar hafa á með útlendingana sem flytja til landsins, — en þar yfirsést greinarhöfundi ótrúlega. —- Þvi þá væri alltaf til nóg af er- lendum ættarnöfnum i land- inu, ef hver nýr innflytjandi fengi að halda ættarnafni sinu til dauðadags. Alltaf mundu bætast nýir og nýir við, nema að við stöðvuöum allan inn- flutning erlendra manna. Mér Kaupi víxla og stutt skuldabréf fyrir vörur og peninga. Upplýsingar í síma 20555 kl. 5—7 e.h., alla virka daga. HEY Vil kaupa 300 hesta af heyi. Tilboð óskast sem tilgreini magn og verð. Kristján Guömundsson, Minna-Núpi, Gnúpverjahreppi. TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiður, Bankastr. 12 virðast þó fremur litlar likur á, að slikt fengist fram, að svo stöddu, jafnvel þó það kynni að vera hið skynsamlegasta, — og naumast fyrr en i óefni væri komið. Það er þvi miður oft svo, að við erum ekki 'framsýnir, á raunsæan hátt, fyrr en það er orðið of seint. Stöðvun er eina ráöið. Ég hef fylgst meö þróun þessara mála I mörg ár, og finn enga aðra hyggilega leið út úr óefninu, en stöðvun á öll- um ættarnafna-innflutningi og að núverandi ættarnöfn hér, hverfi með núlifandi kynslóð og verði framvegis aöeins arf- ur sögunnar. Mér er að visu ljóst, að slikt fæst naumast ákveðið átaka- laust, vegna þess, að þjóðfé- lagið er þegar orðið sýkt af þessari erlendu tiskuveiki. I flestum stofnunum, áhrifa- nefndum og samtökum hygg ég, að menn gætu rekist á einn eða fleiri af helztu mönnunum, með ættarnafn. Á hinu ný- kjörna Alþingi eru t.d. 9 þing- menn með ættarnafn, eða meira en 7. hver alþingis- maður. Ætli við fyndum ekki Fjárhundur Hefi til sölu hvolpa af skozku fjárhundakyni Collier (Lassý). Ólafur, Hrauni, simi um Hveragerði. eitthvað i svipaða átt t.d. i sumum ráðuneytunum og við- ar, án þess að ég vilji fara nánar út i það aö sinni. Og hvers vegna ætli svo illa hafi gengið að fá framfylgt gild- andi lagaákvæðum um þessi. mál, mundi mörgum detta i hug að spyrja. Fámennri þjóð, eins og okk- ur Islendingum, er fátt nauð- synlegra en það sem gerir okkur frábrugðna öðrum þjóð- um og vekur eftirtekt annarra á þvi, að við séum raunveru- lega sérstæð þjóðarheild með sérstæða menningarlega þjóð- hætti og sérkenni, er varðveita þurfi og varðveita beri, — ef einhverjir kynnu að festa girndarauga á landi okkar til annarra hluta en bústaður fyr ir okkur Islendinga. Ein af styrkustu stoðum okkar i slikri hættu er að sjálf- sögðu tunga þjóðarinnar og sérhættir hennar, — þar með taldar nafngjafir okkar. Freymóður Jóhannsson”. Trillubátur 4-5 tn. óskast Upplýsingar um verð og greiðsluskilmála sendist blaðinu fyrir 15. febrúar merkt: „Bátur 1219”. Tilboð óskast í steypustöðina að Dalshrauni 13—15, Hafnarfirði, ásamt lóðarréttindum og tilheyrandi tækjum og búnaði. Stöðin er talin vera í fullkomnu lagi og unnt að taka hana í notkun hvenær sem er. Tilboð skulu send undirrituðum fyrir 21. febr. 1972. Skiptaráðandinn í Hafnarfirði, 29. jan. 1972. Einar Ingimundarson. ARNFIRÐINGAR Sólarkaffi Arnfirðingafélagsins verður að Hótel Borg sunnudaginn 6. febr. og hefst kl. 20.30. Skemmtiefni, ómar Ragnarsson o.fl. Hljómsveit ólafs Gauks og Svanhildur leika fyrir dansi. Miðar afhentir í skrifstofu hótelsins allan laugardaginn, borðpantanir hjá yfirþjóni sama dag. Arnfirðingar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Skemmtinefndin. ÍVARA- Il Lb Íad *:». ’*;%■». t •. mtlilMMjillí-— >.4.M fllMfkliillllliiMil 1 Hl MHHMn11 1 ^TPTl NÝKOMNIR GLUSSATJ AKKAR || II Frá V/i tonni til 20 tonna. Skrúfaðir tjakkar fyrir smábíla. — Einnig felgju- g| járn (lítil og stór) — Límbætur — Kappar í dekk — Loftdælur (fótdælur) og loftmælar. — Mjög hagstætt verð. — Póstsendum. Ármúla 3 Sími 38900 i I I I I ^4 D^% BÍLABUÐIN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.