Tíminn - 17.02.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.02.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN Fimmtudagur 17. febrúar 1972 19. marz 1952 Þau mistök uröu hér I blaðinu i gær er birtar voru myndir aö þeim rikis- stjórnum, sem staðið hafa að útfærslu íslenzkrar fiskveiði- lögsögu, að Eystein Jónsson, þáv. f jármálaráðherra, vantaði á myndina af ráðu- neyti Steingrims Steinþórs sonar, sem stóö aö úrfærsl unni i 4 iiiiliir árið 1952. Þetta er leiðrétt I blaðinu i dag og birt mynd af ráðuneytinu full- skipuðu. En þessi mistök gefa tilefni til að rifja upp I stuttu máli sögu útfærslunnar. Baráttan fyrir uppsögn landhelgissamningsins um 3 milur, er Danir gerðu við Breta 1901, hófst á flokksþingi Kramsóknarmanna 1946. Samþykkt var samhljóða til- laga llelga Benediktssonar um að flokkurinn beitti sér fyrir uppsögn samningsins. Hermann Jónasson og Skúli Guðmundsson fluttu á næsta Alþingi tillögu um uppsögn samningsins. Skv. ósk þáverandi utanrfkisráðherra, Bjarna Benediktssonar, var afgreiðslu tillögunnar frestaö. Samningnum var sagt upp 1950. — Kíkisstjórn Fram- sóknarflokks, Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hafði beitt sér fyrir setningu land- grunnslaganna 1948. Verndar- svæði úti fyrir Norðurlandi voru færð i 4 mlliu 1950. Fyrsta útfærsla fiskveiðilög- sögunnar var svo gerö af ráðuneyti Steingrims Steinþórssonar 19. marz 1952. Grunnlinur voru dregnar fyrir firði og flóa og fært I 4 mflur frá grunnlfnum. Bretar svöruðu með löndunarbanni. Neyða átti islendinga til upp- gjafar. Bretar gáfust upp á löndunarbanninu 1956 og viðurkenndu siðan 4 mllna fiskveiðilögsögu við tsland. 1. september 1958 Annar áfanginn i land- helgismálinu var stiginn af ráðuneyti Hermanns Jónassonar, þegar fiskveiði- lögsagan var færð I 12 mflur frá grunnlinum 1. sept 1958. Bretar hugðust ógilda út- færsluna mcð þvi að veita brezkum togurum herskipa- vcrnd innan Islenzkrar lög- sögu. Fljótlega kom I Ijós, að örðugt reyndist aö stunda vciðar iiiidír herskipavernd, og ofbcldi Breta gegn minnstu þjóð hcimsins er barðis fyrir llfsrctti sinum mæltist hvar- vctna illa fyrir. Bretar höfðu tapað þorskastriðinu. Þá gerði rikisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks landhelgis- samningana við Breta og V- Þjóðverja, sem nú er nauð- synlegt að scgja upp. 1. september 1972 Síðan á að stfga þriðja áfangann og færa fiskveiði lögsögu tslands i 50 sjómilur 1. september 1972, og enn á ný er það ráðuneyti undir forsæti Framsóknarmanns, sem að útfærslunnistendur, ráðuneyti Olafs Jóhannessonar. Rfkis- stjórn hans hefur eindreginn þjóðarvilja að baki. Alþingi innsiglaði i fyrradag órofa samstöðu þings og þjóðar i þessu máli er útfærslan var samþykkt með 60 samhljóða atkvæðum allra alþingis manna. — TK. Gisli G. ísleifsson hæstaréttarlögmaður Skólavöröustig 3a, simi 14150. Lagfæringar á símanum „Sveitamaður" sendir Land- fara eftirfarandi bréf, þar sem hann ræðir um sérstakar aðgerðir i póstþjónustu á takmörkuðu svæði landsins og telur að kostn- aðinum væri betur varið á annan hátt. „Landfari sæll. Eitt af „afrekum" stjórnar- innar, sem kenndi sig sjálf við viðreisn, en þjóðin setti háðs- merki við, var að bæta póst- þjónustuna, eftir þvi sem segir i dagblaðinu VIsi. Þetta „afrek" vann blessuð stjórnin rétt áður en hún yfirgaf stólana sina nauðug, svo að hún gerði það ekki enda- sleppt, blessuð. Þessum gagnmerku endur- bótum var þannig háttað i dreif- býlinu, þar sem mjólkurbill fór aðeins um annan hvern dag, að þá var póstbíll sendur um sveitina hinn daginn með dagblöðin, til að mynda frá Selfossi um allar sveitir austur um Rangárþing. t prentaraverkfallinu i desember s.l. hafði þessi sérlegi sendiboði keisarans ekki annað að flytja en jólakortin, þótt enn væri hálfur mánuður til jóla. Þetta þykir mörgun hér um slóðir óþarfur flækingur og telja viðunandi að fá blöðin annan hvern dag, ef það er reglulega, eins og unnt er með mjólkur- bilnum, enda munu flestir aðrir landsmenn, sem i dreifbýli búa, verða að una við það, og sveita- menn hér austan fjalls vita ekki nákvæmlega hverju þeir eiga þessa sérþjónustu fyrrverandi póstmálaráðherra að þakka. Það er auðvitað góðra gjalda vert aö bæta póstþjónustu, en jafnræði i þvi sem öðru er enn betra. En hefði póst- og simamálaráð- herrann fyrrverandi viljað bæta það fyrst, sem verst var á vegi statt, hefði hann átt að muna eftir simanum, og okkur á þessum slóðum finnst, að þessum kostn- aði, sem nú er varið i sendiboða keisarans á póstbilnum, heföi betur verið varið i að bæta sima- þjónustuna, svo að við gætum náð til læknis eða slökkviliðs með öruggum hætti eða rekið önnur lifsriauðsynleg erindi i sima lengur en sex stundir sólarhrings- ins. Til þess væri þessum aurum betur varið. Það er áreiðanlega vilji margra, að hinn nýi póst- og simamálaráðherra hugi að þessum málum fyrirrennara sins og felli jafnvel niður þetta flakk sendiboða keisarans Ingólfs og bæti fremur simaþjónustuna i strjálbýlinu. Þess er mikil og miklu meiri þörf. Sveitamaður". Öflug starfsemi Tónlistarskóla Fljótsdalshéraðs JK-Egilsstöðum. Hér hefur starfað tónskóli i vetur á vegum Tónlistarfélags Fljótsdalshéraðs. Skólanum var skipt i tvær annir og lauk þeirri fyrri 1. febrúar s.l. i þeirri önn var lögð sérstök áherzla á nótnalestur. 45 nemendur hófu nám i skólan- um i haust, en er aftur var inn- ritaði skólann l. febrúar, voru innritaðir 50 nemendur, flestir frá Egilsstöðum. Tónlistarfélagið hefur haldið uppi ýmiskonar starf- semi m.a. á Héraðsvökunni, en þar fór fram hljóðfæra- leikur á þess vegum, og haldin var velheppnuð jólavaka I desember, þar sem m.a. kom fram blandaður kór Tónlistar- félagsins, sem æft hefur i vetur undir stjórn skólastjóra tónlistarskólans, Magnúsar Magnússonar. Næstkomandi laugardag heldur tónlistar- félagið skemmtikabarett I Valaskjálf. Hefst kabarettinn kl. 21. Til skemmtunar verða létt tónverk sungin og leikin, gamanþættir af ýmsu tagi og fl. Agóði af skemmtuninni rennur til kaupa á hljóðfærum fyrir tónskólann. Pöntuð hafa verið blásturshljóðfæri frá Englandi og er fyrsti hluti þeirra þegar kominn. (fc Filters ei/mii. eklááíí /u um OUUSIGTI BILABUÐ ARMULA Reykvíkingum fjölgaði um 1132 á einu ári KJ - Reykjavik. Hagstofan hefur sent frá sér tölur um mannfjölda i Reykjavik 1. des. sl. og er þar tilgreint hvað búi margir við hverja götu. Ibúum hefur fjölgað um 1.132 á einu ári og alls hafa verið 82.693 heimilisfastir i Reykjavik á þessum tima, og flestir við Hraunbæ i Arbæjarhverfi, eða 3.181 ibúi, en alls munu búa i Arbæjarhverfi um 3.700 manns. Breiðholtshverfin vaxa jafnt og þétt, og i Breiðholti I og III voru skrásettir um 6 þusund manns 1. des, svo ibúatalan þar fer senn að nálgast sjö þúsund, ef hún er ekki þegar orðin það. Töluvert fleiri konur eru i Reykjavik en karlar, eða 42.276 á móti 40.417 körlum. Auglýsið i Timanum + MUNIÐ RAUDA KROSSINN Þessi vinsœlu HLAÐRÚM 1 eru kömin aftur i rauðum, grœnum og bláum litum HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVÍKIM BRALTARHOLTI 2 — SÍMl 11-9-40

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.