Tíminn - 17.02.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.02.1972, Blaðsíða 16
Reykjavíkurmótið: Georghiu enn efstur Harvey fékk einn og hálfar vinning á einu kvöldi ÞÖ-Reykjavík. Biðskákir voru tefldar á Reyk- javíkurmótinu í fyrrakvóld. Fimm skákir voru tefldar og lauk fjórum þeirra, skák þeirra Timmans og Braga fór aftur i bið. Harvey Georgsson kom mjög á óvart þegar biðskákirnar voru tefldar, lauk hann tveimur skákum og út úr þeim hlaut hann einn og hálfan vinning, en hafði engan áður. Harvey vann bið- skak sina við Guðmund Sigur- jónsson, sem er alþjóðlegur meistari, og svo gerði Harvey jafntefli við Keene, sem einnig er alþjóðlegur meistari. Timman og Jón Kristinsson gerðu jafntefli og jafntefli varð einnig hjá Braga og Freysteini. Staðan á mótinu er nú þessi að Georghiu er efstur með 6 vinn- inga, Hort er annar með 5 1/2 vinning, þriöji er Timman með 5 vinninga og biðskák. t 4-7. sæti eru Friðrik, Anderson, Stein og Tukmakov með 5 vinninga. 9. umferð var tefld i Glæsibæ i gærkvöldi, og þá áttu aö tefla saman m.a. Friðrik pg Anderson, og Guðmundur og Timman, Hort og Freysteinn, Georghiu og Jon Kúó Keene og Jon T., Stein og Harvey, Gunnar og Tukmakov, Guömundur og Timman, Bragi og Magnús. Frú Ivring fangelsuð NTB— New York. Dómari I Bandartkjunum, sem fjallað hefur um þá ósk svinss- neskra yfirvalda, að frú Ediht Ivring verði framseld, en hún er svissneskur rikisborgari, ákvað i gær, að frúin skyldi fangelsuö, en ekki framseld að svo stöddu. Frú Irving er sem kunnugt er eiginkona rithöfundarins Cliff- ords Irving, sem hefur haldiö þvl fram, að hafa skrifað . ævisögu hins dularfulla auðkýfings Howard R. Hughes. Frúin lagöi 650 þúsund dollara inn i sviss- neskan banka á nafni H.R. Hughes og tók þá út aftur. Ssvissneska stjórnin hafði áöur gefið út handtökuskipun á bæði hjónin fyrir fjársvik. Afli línubáta í Grindavík glæðist ÞO — Reykjavík. Aflabrögð hafa verið með ein- dæmum treg i Grindavik þangað til nú siðustu daga, en i fyrradag fengu linubátarnir 10 — 12 tonn, sem er ágætis afli. Aftur á móti er afli mjög tregur hjá netabátum, en menn vonast eftir að neta- fiskur fari að gæðast, sagði Guðsteinn Einarsson i Grindavik. Nú er farið að verða vart viö þorsk i loðnugöngunni, en lengi vel sást enginn þorskur i loðnunni og voru mennsvartsýnir á komu hans. Annars var loðnan það snemma á ferðinni í ár að það var ekki vel að marka Vinnuaflskortur í Bolungavík Krjúl — Bolungavlk. Afli Hnubáta hér er I vetur mun betri en hann hefur verið undan- farin ár. Hafa bátarnir fengið allt að 15 tonn I sjóferð. Næg atvinna er hér I Bolunga- vfk, enda skortur á vinnuafli. Fólkið hér vinnur nú aldrei og skemur en 10 klukkustundir á dag og hefur þurft ao fá vinnuafl úr miðskólanum við löndun og útskipun. Frá mótmælagöngunni i Enniskillen á Norður-irlandi. Myndin var tekin, þegar göngumenn voru aðhðpast saman réttáður en gangan hófst. (UPI) Flutningaverkamenn f Bretlandi: r Hvetja til refsiaðgerða vegna landhelgisútfærslu SB—Reykjavik Forystumenn Sambands flutningaverkamanna i Hull hafa sagt, að ef Islenzka stjórnin héldi fyrirætlunum sinum i landhelgismálinu til streitu, muni félagsmenn setja algjört löndunarbann á öll islenzk skip I brezkum höfnum. Samband flutningaverka- manna er stærsta verkalýðs- félag á Bretlandseyjum og sér það um uppskipun á fiski i flestum aðalhöfnum og einnig um dreifingu hans. Sambandið leggur nú hart að berzku stjórninni að gripa til refsiaðgerða, þegar Islend- ingar færa út landhelgina i 50 milur. Formaður Sambands flutningaverkamannanna i Hull og nágrenni sagði, að þaðan hefði sambandið sent tvær sendinefndir til þingsins i London, til að skýra þing- mönnum frá áhyggjum sinum út af fyrirætlunum Islendinga. Sagði hann, að ef landhelgin yrði stækkuð, væri grundvell- inum kippt undan brezka tog- araflotanum, sem sé að mestu leyti háður veiðum á Islands- miðum. Félagsmenn samtakanna, sem er stærsta verkalýðsfélag á Bretlandseyjum með yfir milljon félaga — sjá um af- fermingu fiskiskipa og dreif- ingu aflans i nær öllum helztu útgerðarborgum Bretlands. Þá sagði formaðurinn, að fulltrúar sambandsins væru hvenær sem er reiðubúnir til að ræða við Islendinga um verndun fiskistofna, möskva- stærð og þess háttar ráðstaf- anir, en ef íslenzka stjórnin héldi fyrirætlunum sinum til streitu, myndu félagsmenn setja algjört afgreiðslubann á öll islenzk skip i brezkum höfnum. Hann bætti þvl við, að sambandið hefði einnig farið þess á leit við stjórnina, að sett yrði bann við öllum inn- flutningi á islenzkum vörum, ef af útfærslunni yrði, og þeir hefðu farið fram á, aö brezki flotinn gerði auknar ráðstaf- anir til verndar brezkum tog- urum á Islandsmiðum. Að lokum sagði formaður- inn, að ef samningar tækjust milli Islands og Bretlands um útfærslu landhelginnar, horfði málið öðruvísi við og þá yrði ákvörðunin um löndunarbann- ið tekin til endurskoðunar. Bernadetta ekki i fangelsi í bráð NTB-Belfast. Hafðar voru nokkrar áhyggjur af þvi á tslandi fyrir helgina, að Bernadetta Devlin yrði að hætta víð tslandsferð sina I næsta mánuði, þar sem hún á yfir höfði sér fangelsisdóm — en nú er hins vegar ljóst, að Bernadétta verður frjáls til að koma hingað á Pressuballið 17. marz. Fimm norður—irskir þingmenn með Bernadettu i fararbroddi, komu i gær fyrir réttinn i Newry, ákærð fyrir að hafa tekið þátt i henni ólöglegu mótmælagöngu þar fyrir hálfri annarri viku. Mikill mannfjöldi var saman kominn við dómshúsið og fagnaði fólkið ákaft hetjunum. Dómarinn ákvað að fresta málinu um einn mánuð og leyfði sakborningunum að fara leiðar sinnar. Bernadetta talaði til fólksins, er hún yfirgaf húsið. c Fimmtudagur 17. febrúar 1972 ] Nixon til Kína á morgun NTB—Reuter—Washington Nixon Bandarfkjaforseti mun ganga um borð I sina blá-hvitu Boeing-707 flugvél á morgun, og verða það fyrstu skrefin hjá hon- um á hinni 16 þús. km leið til Peking — ferð, sem á ekki sinn lika á seinni timum. Aðalástæðan fyrir heimsókn Nixons til Peking er að reyna aö binda endi á hinn mikla fjandskap og þá einangrun, sem hefur veriö á milli Bandarikjanna og Kfna siðan kommúnistar tóku við völd- um I Kina árið 1949. Þessi ferð Nixons verður vafalaust merki- legasta opinbera heimsóknin á þessu ári og er kannski merkileg- ust fyrir Nixon sjálfan, sem var þekktur fyrir ósveigjanlega af- stööu til Mao og Chou-en-lai á fyrri árum. Þessi vikuheimsókn Nixons til Kina er vafalaust há- tindurinn á þriggja ára forsetatíð hans. Þegar heimsókn Nixons til Kina var kunngjörð almenningi f fyrra, lagði fólk við hlustirnar. Tilkynri- ingin um heimsóknina varð til þess, að koma af stað flóði af alls- konar ágizkunum. Nixon var aft- ur á móti fljótur að segja, að hann myndi ekki ræða þau máí viö leið- toga Klna, sem eru hvað við- kvæmust I sambandi landanna. Hinn fyrirhugaði stórfundur i Peking milli Nixons og Mao-tse- tung, formanns kinverska kommúnistaflokksins, er árangur leynilegra viðræðna og margra yfirlýsinga, sem orðið hafa til þess að bæta sambúð landanna. Nixon mun, að öllum Hkindum, fá hlýjar viðtökur viö komuna til Peking. Sjálfur gerir Nixon sér það ljóst, að eftir er að leysa mörg erfið vandamál, áður en sambúð rikjanna getur talizt eðli- leg. Oft hefur forsetinn verið að- varaður um að gera sér ekki of háar hugmyndir um árangur af heimsókninni. Nixon og frú munu dvelja tvær nætur á Hawaii og eina á Guam eyju. Nixon tapar einum degi á leiðinni til Peking, er hann fer yf- ir dagslinuna, og kemur hann til Peking kl. 02.30 á mánudagsnótt. Stór hluti tímans mun fara I fundi með Chou-en-lai og Mao. Helztu málaflokkar, sem þeir munu ræða, eru sambiiðin milli Kína og Bandarlkjanna, skyldur Banda- rikjanna gagnvart Formósu, hræðslu Kínverja við Japan sem hernaðarveldi og vaxandi áhrif þess á Asíu og striðið I Viet-Nam. Frá Peking fer Nixon til Hangshow, þar sem hann mun fara í skoðunarferðir og ræða við kínverska ráðamenn. 27. febrtiar fer forsetinn til Shanghai, og þar verður dagskráin lík þvi, sem hún verður I Hanghow. Daginn eftir verður haldið heim á leið. ENN BEÐIÐ EFTIR SVARI FRÁ SPASSKY 0G FISCHER ATHUGAÐ UM KAUP Á HÓTELSKIPI TIL ÍSLANDS ÞÓ-Reykjavík. ,,Ég hef ekkert heyrt frá þeim Fischerog Spassky ennþá, en við biðum eftir svari frá þeim, ef þeirra svör verða jákvæð þá munum við hefja samninga við Belgrad," , sagði Guðmundur G. Þórarinsson I viðtali viö Timann. — Guðmundur sagði, að nú ynnu aðilar að þvi, að kaupa hingað hótelskip og hefði það verið á döf- inni i tvö ár. Ef af þeim kaupum verður fjölgar hótelrúmum i Reykjavik um allt að þvi helming. Hugmynd þessara aðila er aö leggja skipinu hér og koma hitaveitu um borð. Um þessar mundir er hægt að fá skemmti- ferðaskip fyrir frekar lágar upp- hæðir, þar sem að sú kynslóð, sem ferðast með farþegaskipum er að liða undir lok. Nýja kyn- slóðin ferðast með flugvélum, þar sem tíminn skiptir miklu máli. — Guðmundur sagöi, að samningar við Belgrad yrðu vafalaust mjög flóknir, þar sem semja þyrfti um sjónvarpstekjur, auglýsingar og tekjur af móts skrá... — Ef góðir samningar nást ekki, verðum við að bakka með mótið, sagði Guðmundur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.