Tíminn - 17.02.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.02.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Kimmtudagur ,17.. febrúar 1972; 41 klárnum þínum. Svo bjóourci vétr þér aftur góðan dag að finum dög uin liðnum á þingstað vorum. Lif heill! Eftir tvær stundir ætlaði hafn- sögumaðurinn að leiðbeina segl- skipinu út af höfninni. Dót Sig- urðar var komið fram í bátinn. Gunnar gaimli var seztur undir ár ar. Pirestur og Sigurður kláruðu skiptaireikninga. Var svo veifað höttuim. Að síðustu bað Sigurður prest að gæta þess, að þeir frænd ur færu ekki illa með mig, fyrir þá aðhlynningu, er ég hefði sýnt sér í málarekstri þessum. Eftir litla stund var seglskipið horfið sjónuim landsmanna. Prestur fann frændur mína og samdi svo fyrir mína hönd, að þeir létu mig aldrei igjalda Sigurðar, en þeiim varð svo mikið um ósigur þenn- an, að þeir voru við rúmið alltaf öðru hverju, það sem þeir áttu eftir ólifað. Ári síðar fékk síra Kristján bréf frá Sigurði, er hljóðar þann- ig: — Bezti vinur minn! — Kær- asta þökk fyrir síðast. öllum þeim víkings- og skörungsskap gleyimi ég aldrei. t>á slóstu ferðugt úr spaðanum. iÞú vanníst mér þarfan sigur, hvar fyrir þér sé heiður og hamingja alla tíð. Eftir að við skildum gekk allt til, eins og í sögu. Frá Énglandi voru níðdimm air þokur á sjóðleiðinni og því var sá tími niðurdrep sálairinnar. iSkip- stjórar voru samt alla jafna viss- ir í stefnu. Þeir voru snillingar í útreikningi sjómennskunnar. Svona gekk það sólarhring eftir sólarhring, og þokunni létti ekki. Við fórum að verða varir við ís- rek og hleyptu þá skipstjórar held- ur undan honum. Það var hald- inn vörður á skipinu vegna fssins dag og nótt, og virtist okkur áreið- anlega vissa, að ísinn drægi á okkur. Stýrimaður sagðist hleypa til grynninga nálægt skerjaklasa og þar skyldi skilja með þeim, því ísinn ristir dýpra en skipið. Svona gekk það um stund. Það fór að diraga úr sjávarólgu og þótt- ist ég þá vita, að ísinn væri kom- inn nálægt og það hlyti að vera stór spöng. Það var þögn á skip- inu og ekki frítt við hræðslu- ónota í sumuim. Ég var alla jafna uppi á þilfari, þótt útsýnið væri ein tóm niðaþoka. Ég gat talað við stýrimann og gat uim það við hann, að mér heyrðist ómur af mannshljóði, en hann áleit það fuglakvak á ísnum. Bað ég þá fleiri að hlusta. Það var logn og sjógangur lítill orðinn. Að tveim- ur klukkustundum liðnum var ákvæði okkar, að maður væri á ísnum. En það var ekki hægt að hjálpa. Þannig gekk það um stiund, að skipið fór með þeim hraða ,sem unt var. Nú sá ég að sjávargangurinn var farinn að vaxa, og ómur af mannshljóðunum með öllu dauður. Dim þetta bil fór að rifa ögn í þokuna, og tal- aði ég þá við skipstjóra um að stanzað væri og litið eftir, hvort ísinn væri langt frá, því skemmti- legra væri að igeta hjálpað þess- um nauðstadda manni. Þokuna birti smám saman. Við vorum þarna í skerjaklasa nálægt ströndum nokkrum. Nú þegar bira fór hljóp maður upp í reið- ann og alla leið upp í körfuna. Þar var hann stundarkorn og þeg- ar hann kom aftur sagði hann að ísinn væri á að gizka þrjar vikur sjávar frá skipinu, og það stór spöng. Nú var talað um og afráðið að taka skipsbátinn og róa að ísnum. Var svo báturinn vel mannaður og lagt af stað. Þetta var uim dagmál, og mér þótti gaman að skoða mig um á skerjavelli þessuim. Allt, sem fyr- ir augað bar, virtist mér svo tign- arlegt. Þegar sunnanblærinn hó- aði þokunni út í íshöfin. Fuglarn ir' sváfu á skerjunum, eins og börn í faðmlögum. Það var nú allt svo dvalafult og rólegt, þeg- ar sólin náði til að senda ylgeisla sína til að þerra þokuúðann. Það heyrðist aðeins til silunganna, sem dönsuðu fjörugan vals við borðstokkana. Æðurnar heim- sóttu hver aðra með barnahóp sinn í fylgd með sér. Þær hlógu og spauguðu og sögðu hver aðra velkomna. Við rerum fast og svifum því í flugkasti. Við vorum rétt komn- ir að spönginni. Skipslæknirinn var með okkur. Hann tók upp lúð ur og blés í hann. Það kom það afarhljóð, að ég hefði igetað trú- að því, að lúður Bragða-Mágusar hefði ekki hvellari verið. Eftir hálfa stund kom maðurinn fram á ísbrúnina. ísinn var svo hár, að það var ómögulegt að komast upp. Var svo setið é ráðstefnu um hvað gera skyldi og var það nið- urstaðan, að skipa manninum að fleygja sér í sjóinn og við skyld- um svo ná honum, þegar hon- um skyti upp aftur. Læknirinn fór að gera honum þetta skiljanlegt á dönsku, ensku og fleiri tunigumáluim, en hann virtist ekki skilja. Tók þá læknir upp kíkir og skoðaði manninn með honum. Hann áleit þá að hann væri Grændlendingur, því hann var klæddur selskinnsfötum. Læknir ávarpaði hann á græn- lenzku, en var ekki vel góður í henni. Samt gat hann þó skilið hvað við meintum. Það leið stund og ég sá að hann þorði ekki að kasta sér. Ég talaði þá við lækn- ir og kvaðst vilja kasta mér út- byrðis, svo hann sæi hættuna. Fleygði ég mér svo og um leið er mér skaut upp, var ég kominn inn í skipið. Að lítilli stundu lið- inni fleygði Grændlendingurinn sér og það leið stund unz hann rak upp höfuðið, og angistaróp um leið. Ég náði í hárið og komu þá fleiri höndur, svo maðurinn var þegar kominn til okkar upp í skipið. Það var æði á honum, svo ég varð að halda honum. Læknir skoðaði höfuðið og allt var óbilað. Hann gaf honum inn, og þá féll hann í svefnmók, og við af stað, með krafti undir ár- ar. Við höfðum mat í bátnum. Eftir eykt vaknaði hann og fékk þá imat og var þá að imestu orð- inn rólegur. Hann kvaðst hafa farið til botns og höfuðið eitthvað komið við og þar af ruglingur- inn komið. Við náðuim skipinu og var svo haldið ævintýralaust sjó- leiðina til Kvíabakka. Læknir sagði mann þennan taugaslappan og bannaði að t ala mikið við hann fyrst. Við komum til Kvía- bakka um miðnætti og lágum. á skipinu til næstu dagmála. Þenn- an morgunn lét læknir Grænlend ing skýra frá æskustöðvum sínum og byrjar hann svo: — Eg er alinn upp á Græn- 1040. KROSSGÁTA Lárétt 1) Froskmenn. 6) Hallandi. 7) Röð. 9) Röð. 10) Olnbogi. 11) Greinir. 12) 51. 13) Kvæðis. 15) Gott áfengi. Lóðrétt 1) Kona. 2) Eins. 3) Útdauð. 4) Siglutré. 5) Gorgeirinn. 8) Strengur. 9) Fótavist. 13) Brjáluð. 14) Suðvestur. Ráðning á gátu Nr. 1039 Lárétt 1) Jólamat. 6) Ami. 7) Tá. 9) Ær. 10) Lafmóða. 11) Ar. 12) ID. 13) Ani. 15) Daunill. Lóðrétt 1) Jótland. 2) La. 3) Amt- mann. 4) MI. 5) Táradal. 8) Aar. 9) Æði. 13) Au. 14) II. . /' a i « s 16 hvell; Riddaralið fylgir Hvelli inn til Neptunia. — Vertu velkominn Hvell-Geiri. — Trigon konungur. — Ég vona að þessir karlar séu vel dannaðir. — Zimba er lifvörður minn. Hann er bara að reyna að kynnast þér. D R E K I /H :/.; ////¦ "^á^ yj) Sleppið byssunum. — Hver ert þú? — Oft hef ég séð kaldlynda morðingja, en þið sláið þó öll fyrri met. — Þeir stökkva að honum. — Áfram nú Sam. — En það er eins og að hlaupa á móti hvirfilbyl. FIMMTUDAGUR 17. febrúar. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. 13.00 A frívaktinni. Eydis Ey- þórsdóttir kynnir óskalög sjó- manna. 14.30 Ég er forvitin, rauð. Fjallað verður um félagsmál, þ.á.m. sérstök félög kvenna og karla og verkaskiptingu innan sam- eiginlegra félaga. Umsjónar- maður: Elin Hjaltadóttir. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: Musica Antiqua. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.40 Tónlistartlmi barnanna. Elinborg Loftsdóttir sér um timann. 18.00 Reykjavikurpistill. Páll Heiðar Jónsson segir frá. 18.20 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Hvað á barnið að heita? Séra Jón Skagan fyrrum þjóð- skrárritari flytur erindi um is- lenzk mannanöfn. 19.50 Einsöngur i útvarpssal: Elisabet Erlingsdóttir syngur lög eftir Pál Isólfsson, Brahms og Grieg, — og ennfremur laga- flokkinn „Lög handa litlu fólki" eftir Þorkel Sigurbjörnsson við kvæði Þórsteins Valdimars- sonár. Kristinn Gestsson leikur á pianó. 20.15 Leikrit: „Þrir dagar eru max" eftir Bent William Rasmussen. Þýðandi: Torfey Steinsdóttir. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Persónur og leik- endur: Hótelstjórinn: Jón Sigurbjörnsson, Janus hús- vörður: Pétur Einarsson, Garðyrk jumaðurinn: Valdemar Helgason, Dóra ræstingastúlka: Helga Stephensen. 21.10 Tónlist eftir Beethoven 21.45 Ljóð eftir Sigurstein Magnússon. Jón B. Gunnlaugs- son les. 22.00 Fréttif. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (16). 22.25 Einn á báti. Þorsteinn Matthiasson talar við Oscar Clausen rithöfund. 22.45 Létt lög á siðkvöldi. Lög úr ýmsum óperum, flutt af mörgu listafólki. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. fennebsmbélt FENNER KÍLREIMAR OG, REIMSKIFIIR ÁYALLT FYRIRLIGGJANDI SENDUM GEGM PÓSTKRÖFU VALD.POULSEN? KLAPPA8SIIG 29 - SlMAB! 13024-15235 SUDURLANDSBRAUr 10 - 138520-311«

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.