Tíminn - 17.02.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.02.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Fimmtudagur 17. febrúar 1972 MISTÖK...... Frh. af bls 11 Menn eru sammála um ao Brundage komi þessu aldrei i gegn — þó hann verði eins gamall og Metúsalem, en hann liföi vist I ein 900 ár. Þaö er ógjörningur að setja strik og segja — þeir sem eru hérna megin eru atvinnumenn og þeir sem eru hinu megin áhugamenn. Hver þjóð leggur misjafnan skilning I orðið áhugamaður, og svo mun verða i framtið- inni. I>að eina sem mun breyt- ast er að hver þjóð mun bæta hlunnindin til handa iþrótta- fólki sínu eftir efnum og ástæðum. Kapphlaupið er ( fullum gangi og það verður ekki stöðvað af Hrundage & C/0 með cinni lagagrein. Kússarnir urðu heldur vond- ir yfir ásökunum á hendur Firsov. Þeir segja, að hjá þeim fái engin greitt fyrir svona störf — Það sé aöeins fyrir vestan. Ef þeir voru spurðir um þetta, svöruðu þeir allir sem einn maður — Fir- sov, no ruble! -klp- Góður afli Patreksfjarð- arbáta Þó — Reykjavlk. Svavar Jóhannsson, fréttaritari Timans á Patreksfiröi sagöi I viðtali við blaðið I gær (þriðjudag) að gæftir hjá Patreksfjarðarbátum hefðu verið mjög góðar að undanförnu og það sama væri að segja með aflann. Bátarnir fá þetta 10-14 tonn i róðri á 40 bjóð. Aflinn hjá llnubátum er að mestu þorskur, en þá hefur borið á ýsu I aflanum nú un- danfarið, en langt er siðan ýsa hefur veiðzt svo nokkru nemi. Tveir bátar hafa verið á trolli l'ril Patreksfirði og hafa þeir fiskað sæmilega. Þessum góða afla hefur fylgt mikil atvinna og vantar nú fólk til Patreksf jarðar. 1x2—1x2 Vinningar i getraunum (6. leikvika - leikir 12. febr. 1972) Orslitaröðin: ÍXX - 222 - 2X0 - Xll 1. vinningur - lOréttir • kr. 392.000.00 nr. 10.241 2. vinni igur - 9 téttir - kr. 5.600.00, nr 732 nr 42179 nr 48170 nr 61364X NR 70510x - 9775x - 44943 - 48845 - 62I91X - 70505X - 16800x - 46835X - 48848 - 62205X - 70552X - 26668 - 47405 - 54568 - 63839 - 73654 - 34168 - 47410 57402 - 67763 - 73853 - 42220 - 48103 - 60425 - 69402 - 73870 Kærufrestur er til 6. marz. Vinningsupphæðir geta lækkað ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 6. leikviku verða póstlagðir eftir 7. mari. Handhafar nafnlausra seöla verða að framvlsa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. Getr aunir — íþróttamiðstöðin—Reykjavik. Veljið yður í hag ¦ Ursmíði er okkar fag Nivada OMEGA PICRPOnT Magnús E. Baldvinsson laugavcgi 12 - Sími 22804 ^$V BÚNINGA OG SKÓ ^ ^vöruvet^ Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44 - sími 11783 POSTSENDUM Frá æfingu á „Glókolli" Vilmar Pétursson, sem leikur titilhlutverkið, Barbara Árnason, sem teiknaði búninga og leiktjöld, höfundurinn, Magnús A. Arnason og Benedikt Arnason leikstjóri. TfmamyndGE. Glókollur í Þjóðleikhúsinu Oó—Reykjavik. Magnús A. Arnason, iistmálari, hefur samið leikrit eftir hinni vin- sælu sögu Glókollur, eftur barna- bókahöfundinn Sigurbjörn Sveinsson. Verður leikritið frum- sýnt i Þjóðleikhúsinu siðar i þessum mánuði. Leiktjöld og búninga gerir eiginkona Magnúsar, fril Barbara Arnason, listmálari. Sem vænta mé eru aðalhlut- verkin i höndum unglinga. Glókoll leikur Vilmar Pétursson, sem er 12 ára gamall. Prin- sessuna leikur Unnur Sverrisdóttir, en hún er nemandi i Listdansskóla Þjóðleikhússins. Alls eru hlutverkin um 20. Auk fyrrnefndra unglinga leika i Glókolli Þórhallur Sigurðsson, Ævar Kvaran, Bryndis Péturs- dóttir, Hákon Waage, Siguröur Skúlason, Randver Þorláksson og Ingunn Jensdóttir. Leikstjóri er Bendikt Árnason. Vasil Tinterov, ballettmeistari Þjóðleikhússins hefur samið dansa og átta nemendur úr List- dansskólanum koma fram I sýn- ingunni. Fimm manna hljóm- sveit leikur og er stjórnar Carl Billich tónlistarflutningi. Leigubílar....... Framhald af bls. 1. Kannski, en I Reykjavik, Seltjarnarnesi og Kópavogi er einn leigubill á hverja 143 ibúa. Bergsteinn Guðjónsson, for- maður Bifreiðastjórafélagsins Frama, sagöi Tlmanum, að atvinnuástand leigubflstjóra væri i rauninni þannig, að þeir þyrftu að vinna 16 tima á sólarhring til að ná nauösyn- legum tekjum. Langmestur timinn fer i bið á stöðvunum eða við staura. Það væri þvi ekki þörf á að fjölga leígu- bilum, en fjöldi þeirra er ák- veðinn með reglugerð i lögum um leigubifreiðar. Það er ekki nema örstuttan tima af öllum vinnutimanum, sem nóg er að gera og þá lika mjög mikið. Þegar færð versnar til muna, skapast svipað ástand og á laugardagskvöldum, — hörgull verður á leigubilum. En það er ekki vegna þess að þeir hætti að aka, heldur verður þörfin svo mikil að ekki er hægt að anna henni. Þrátt fyrir heldur slæmar atvinnuhorfur eru ávallt margir á biðlista til aö komast ínn á stöðvarnai; ef pláss losnar. Um gjaldmælana sagði Bergsteinn, að þeir væru búnir að sprengja af sér verðlagið fyrir löngu, og er ekki hægt að breyta þeim svo að þeir mæli rétt ökugjald, þvi aö þeir eru framleiddir þegar verðgildi krónunnar var miklu hærra en nú er. Verða þvi leigubil- stjórar að notast við marg- földunartöflu til að reikna út rétt ökugjald hverju^sinni. Geðsjúklingar..... Framhald af bls. 1. Þetta fólk hópast inn til okkar og við sitjum uppi með það eins og illa gerðir hlutir. Sumt af þessu fólki kemur oft nótt eftir nótt. Það vill enginn taka við þvi. Við höfum ekkert pláss og vitum ekkert hvað við eigum að gera við það. Suma þarf að vakta. Stun- dum er það hávært og lætur öllum illum látum og verður jafnvel að fá lögregluvakt inn á slysa- deildina. Við rekum slysadeild, eins og nafnið gefur til kynna. Þetta er engin geðveikradeild. Fólk litur svo á að þetta sé ein allsherjar lækningarstöð og eigi sérstaklega að nota hana á nóttinni og kvöldin. Margir koma um miðjar nætur með gömul meiðsli og heimta af sér myndatökur og allskonar rannsókn, vegna kvilla, sem það er kannski búið að ganga með i marga mánuði. Það er alltaf að þrengjast að hjá okkur og ásókn þessa fólks tefur mjög um fyrir þeim störfum sem slysadeildinni eru ætluð. Ég veit ekki hvar þetta endar, ef ekki verður að gert. Það er þegar orðið algjört neyðarástand hjá okkur. Iðulega senda aðstandendur okkur fólk i leigubilum, sem er viti sinu fjær vegna drykkju- skapar, eða töfluáts, og siðan er fólkinu rúllað inn á slysadeildina og við sitjum uppi með það. Það kemur einhver og einhver með það inn og skilur það eftir og fylgdarmennirnir hverfa. Við vitum ekkert hvað að þessu fólki er, oft á tiðum. Það er meira og minna ósjálfbjarga. Það eina sem við getum gert er að láta það sofa úr sér og senda siðan heim aftur, og fá það svo kannski aftur i sama ástandi næstu nótt. Loðnan — Framhald af bls. 1. að vinnsla á þessu loðnu- magni tæki um mánaðar- tima þar I verksmiðjunni, en þar vinna 6 menn á hvorrí vaktinni. Kristján Fr. Guðmundsson heldur á næstunni málverkauppboð. Eru myndirnar, sem boðnar verða upp, til sýnis i endurbyggðum sýningarsal uppboðshaldarans aö Týsgötu 1. fram aö söludegi, sem er óákveðinn. Myndin er af Kristjáni í sýningarsalnum. Tímamynd Gunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.