Tíminn - 17.02.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.02.1972, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 17. febrúar 1972 TÍMINN 7 liiii ®íwímw h ! ■ -................- ■ ............. . Otgefandi: FrawsiikttarfloR-kurfnn ; Framkv«nKl«»ti(irÍ5: Krls+fárt Bertódtkfssútt;: Ritstjórart :Þ6rarirttl: :: : : Þórarinsson (áb)> Attdrés KrltfiártSSOrt, 4ón Heljetbrt, Irtdríðf G. Þorsteinsson og Tómas Ksrfsson. Aúðlýsingasfiúrí: Steirt- : srimor Gíslason. R'itsliórnarskrifstofur f Bddúbúsirtú/ súner 1Ö300 — 18306. Skrifstofur Bankastræti 7. —• Aforetssiusfmi 13323, Augiýsingasimi 19523, AOrar sRrifstofyr simi T83O0, Áskriftargíald kt, 32S.ÖO á mánuít innanlaniís. í latlsasólif kr, 15.00 eintekia. — filaíaprertt b.f. |Offeat> Þekking bóndans Ásgeir Bjarnason formaður Búnaðarfélags íslands vakti m.a. athygli á þvi i hinni yfirlits glöggu ræðu, sem hann flutti við setningu Búnaðarþings, að bóndastarfið væri enn hið fjölþættasta og vandasamasta starf. Þar nægir ekki fjármagnið eitt, nema þvi fylgi þekking og reynsla i starfi. Ef vel á að fara þarf bóndinn að þekkja landið - jarðveginn, grastefundirn ar, áburðarefnin - og einnig að kunna góð skil á fóðrun, meðferð og ræktun búfjár og umhirðu og viðgerð á vélum. Fáum tekst að afla þessarar þekkingar nægi- lega vel nema stunda búnaðarnám. Bænda- skólar hafa frá þvi Torfi i ólafsdal stofnaði fyrsta búnaðarskólann verið bændastéttinni til ómetanlegs gagns til að efla þekkingu i land- búnaði. En skólanámið eitt dugar ekki lengur. Það nægir ekki að læra einu sinni til búskapar, áður en starfið er hafið. Heldur þarf sifellt að endurnýja og bæta við þekkinguna. Þar kemur þáttur leiðbeiningaþjónustunnar, sem hefur verið aðalverkefni Búnaðarfélags íslands frá stofnun þess. Ásgeir Bjarnason sagði, að það væri nú mikið um það rætt innan Búnaðarfélags ís- lands og búnaðarsambandanna, að nauðsyn- legt sé að efla leiðbeiningaþjónustuna, þar sem það hefur sýnt sig, að séu leiðbeiningar nógu miklar og góðar, þá verður búreksturinn betri en annars. Markmiðið er einn ráðunautur fyrir hverja 100 bændur. 1 leiðinni þarf að ihuga verkefnaskiptingu á milli Búnaðarfélags ís- lands og búnaðarsambandanna og hugleiða það, á hvern hátt búnaðarsamböndin geta stuðlað að og stutt dreifðar tilraunir. Málefni þessi þurfa að þróast á lengri tima svo að þau nái tilætluðum árangri. Endur- skoðun og skipulangning þarf alltaf að fara fram af og til, svo léttara sé að fylgjast með nauðsynlegum nýjungum. Það mun verða eitt að helztu verkefnum Búnaðarþings að þessu sinni að ræða um þetta þýðingarmikla mál landbúnaðarins og bænda- stéttarinnar. Hvað kostar búið? Ásgeir Bjarnason upplýsti i ræðu sinni við setningu Búnaðarþings, að 20 kúa bú muni nú kosta um 7,2 millj. króna, en sauðfjárbú með 400 ám um 8 millj. Þá er allt talið: jörð, ibúðar- hús, peningshús, vélar og bústofn. Þetta sýnir, að það þarf meira en litið fjármagn til að hef ja búskap. Af þessu er það vel ljóst, að nauðsynlegt er að veita frumbýlingum meiri stuðning til bú skapar. Aðrar þjóðir standa okkur mun framar i þessum efnum, t.d. Danir. Þeir lána allt að 90% út á jörð með tilheyrandi mannvirkjum, vélum og bústofni. Mál frumbýlinga mun verða eitt af aðal- málum þess Búnaðarþings, sem nú situr að störfum. Þ.Þ. CONOR CRUISE O'BRIEN: Brezki herinn verður að fara frá írlandi En tilkynna þarf brottfarardaginn með fyrirvara Höfundur þessarar grein- ar, Conor Cruise O’Brien, var á árunum 1956-60 aöal- fulltrúi irlands hjá Samein- uðu þjóöunum, 1961 var hann sérstakur erindreki Samein- uöu þjóöanna i Kongó, og 1962-65 háskólarektor I Ghana, en slöar prófessor við háskóla I New York. Hann á nó sæti á þingi Ir- lands sem fulltrúi Verka- mannaflokksins. Hann er i röð þekktustu stjórnmála- manna ira og nýtur álits viða um heim. VÆRU brezku hersveitirnar kvaddar á burt frá Norður-tr- landi i þessum mánuði brytist út borgarastyrjöld milli mót- mælenda og kaþólskra og her irska lýðveldisins hlyti að dragast inn i þau átök. Mann- fall i slikri styrjöld yrði að sjálfsögðu langtum meira en dæmi eru enn um á Norður- Irlandi og kaþólskir menn i Belfast og þar i grennd yrðu harðast úti. Hitt er svo annað mál, að brezku hersveitirnar geta hvorki unnið sigur né orðið um kyrrt um óráðna framtið. Ég var þeirrar skoðunar allt fram að blóðsúthellingunum i Londonderry 30. janúar, að hersveitirnar yrðu vegna hættunnar á borgarastyrjöld, — að vera um kyrrt þar til búið væri að semja um stjórn- málalausn. En eftir skothrið- ina i Londonderry kemur nær- vera hersveitanna i veg fyrir stjórnmálalausn, nema unnt sé að setja henni ákveðin timamörk fyrirfram. Kaþólskir menn bæði á Norð- ur-trlandi og Suður-trlandi lita almennt svo á, að brezku hersveitirnar hafi af ráðnum hug myrt þrettán unga kaþólska menn i Londonderry 30. janúar. I KAÞÓLSKIR menn á Norð- ur-trlandi töldu brezku her- sveitirnar vera sér til verndar gegn ágangi og reiði rikis- stjórnar mótmælenda frá þvi i ágúst 1969 og þar til snemm- sumars 1970, og höfðu þó ekki áttvon á þvi fyrirfram. En frá þvi á miðju sumri 1970 og til jafnlengdar 1971 tók viðhorf kaþólskra á Norður-trlandi til hersins mjög miklum breyt- ingum til hins verra. Kom einkum tvennt til, eða tilkoma skæruliða IRA i landinu og hin mikla áherzla brezku ihalds- stjórnarinnar á bælingu með hervaldi, en að þvi reri ríkis- stjórn mótmælenda i landinu öllum árum. Fyrri hluta sumars 1971 hölluðust menn enn að þvi, að herinn gæti talizt hlutlaust afl, sem „héldi i horfinu”. En á þessu varð nokkur breyting aö þvi er kaþólska menn snerti i júli 1971, þegar brezkir her- menn i Londonderry skutu tvo kaþólska menn, sem almennt var álitið, að heföu verið vopn- lausir. Siðarskautbrezkur her- maður i Belfast alsaklausan vörubilstjóra, Harry Thornton að nafni, og brezkir hermenn börðu saklausan félaga hans sundur og saman. Þó kastaði fyrst tólfunum 9. ágúst 1971, þegar farið var að halda mönnum i fangelsi án dóms og laga, og kom einvörðungu nið- ur á kaþólskum mönnum. Fallinn Iri borinn til grafar á Norður-lrlandi. (UPl) VITASKULD skutu skæruliðar IRA á brezka her- menn og vörpuðu að þeim sprengjum þetta ár, eða frá þvi i júli 1970 og fram i júli 1971. Og hitt má einmg vel vera, að hersveitir af hvaða þjóðerni sem er hefðu orðið jafn þunghentar á heima- mönnum, sem skutuskjólshúsi yfir fjandmenn þeirra. Blóðbaðið i Londonderry 30. janúar hefir haft það i för með sér, að tilfinningatengsl ibúa irska lýðveldisins við minni- hlutann i Norður-lrlandi eru nú miklum mun sterkari en áður. Viðhorf almennings á lýðveldinu er nú með þeim hætti, að ef ástandið i norður- hluta landsins versnaði enn skyndilega gætu átökin hæg- lega breiðzt út um eyjuna alla.1 BREZKA rikisstjórnin talar enn af vongleði um viðræður og „tryggt hlutskipti minni- hlutans”. Hitt er eigi að siður staðreynd, að meðan mönnum er haldið i fangelsi án dóms og laga og meðan hersveitirnar eru á verði, getur ekkert orðið úr alvarlegum viðræöum, og hlutverk minnihlutans getur ekki orðið annað en einhvers konar andstaða, ýmist óvirk eða ofbeldiskennd. Ég er sannfærður um, að framhald á núverandi stefnu brezku ríkisstjórnarinnar get- ur ekki leitt til annars en framhalds ef ekki aukningar á þjáningum þeim, sem ibúar norðurhluta landsins verða nú að búa við, og án þess að nokk- uð þokist i átt til stjórnmála- lausnar. Niðurstöð- ur skoðanakannana sýna, að meirihluti almennings i Bret- Iandi vill að herinn hverfi frá Norður-trlandi. Og sá meiri- hluti stækkar sennilega þvi ör- ar sem ljósara verður, hvers eðlis kviksyndið er. EINS og ástandið er nú virð- ist næsta sennilegt, að brezka rikisstjórnin ákveði allt i einu, að hentugast sé að hverfa með herinn á burt eins og gert var iPalestinu, og „lázta hina inn- fæddu gera upp sín á milli”, þar sem hvorki sé mögulegt að knýja fram hernaðarlausn né stjórnmálaláusn. Ef svo færi yrðum við fyrst að búa við við- varandi skæruhernað gegn brezka hernum, en i kjölfar hans kæmi miklu ægilegri ógnir borgarastyrjaldar milli mótmælenda og kaþólskra. ÞEGAR ég hugleiði hver framvindan hefir orðið, hygg ég lang viturlegast að stefna að brotthvarfi hersins á sinum tima og ákveöa brottfarar- daginn með nægilega löngum fyrirvara. Það hlyti að verða þeim Lynch og Faulkner máttugri hvati en nokkuð ann- að til þess að hefja loksins al- varlegar viðræður. Máttugasti hvatinn fælist i vitund þeirra og vissu um gagnkvæma eyði- leggingu —algerthrun um allt Irland — sem óumflýjanlegt væri, ef viðræður þeirra færu út úm þúfur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.