Tíminn - 17.02.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.02.1972, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 17. febrúar 1972 TÍMINN TÚN, HOLT OG HLÍÐAR 1 Hliðaskóla eru 810 börn alls, þar af 270 i unglingadeildum. Skólinn tók til starfa i núverandi húsnæði fyrir 12 árum, áður var hann i leikskólanum i Eskihlið og enn áður þurftu Hliðabörn alla leið niður i Austurbæjarskóla. Hliðaskólinn er ekki fullbyggður enn, en það stendur til bóta á næstunni. Skólastjórinn, Asgeir Guð- mundsson tjáði okkur, að til- finnanlega vantaði iþróttáhús við skólann. — Ég trúi ekki öðru en yfirvöld borgarinnar standi við það, að bygging þess verði hafin i sumar, sagði hann. Einnig vantar samkomusal og' húsnæði til sér- kennslu. t Hliðaskóla hefur veriö tekin upp sú nýbreytni að drengir og stúlkur fá sömu verkefni i handavinnu. „Til hugarhægðar fyrir rauðsokka", sagði Ásgeir. En þegar við vorum þarna á ferð- inni, var enginn i handavinnu- stofunni, svo við gátum ekki myndað þar, heldur smelltum af i islenzkutima hjá 14—15 ára bekk. I sambandi við Hliðaskóla er foreldrafélag sem mun vera öfl- ugra en flest slík félög i borginni. Sagði Ásgeir, að kennarar hefðu fasta viðtalstima sem foreldrar bárnanna sæktu mjög vel. Þá gengum við á fund formanns foreldrafélagsins, Halldórs Gröndal, og spurðum- hann um starfsemi félagsins og hverju það hefði komið til leiðar. Hann nefndi fyrst styrinn, sem varð i fyrra út af umferðinni við Hamrahliðina, sem skapaði mikla hættu við skólann. Foreldrafélagið hélt þá opinn fund i Tónabæ og bauð borgar- stjórn. Arangurinn af þeim fundi varð m.a. sá, að gangstéttar- verðir voru settir við Hamra- hliðina og er það mikið öryggi fyrir skólabörnin. Þá gekk foreldraráð félagsins á fund fræðslustjóra og árangur þess var loforð um að bygging iþróttahúss skólans hæfist i sumar. En það, sem Halldór taldi mikilvægast i Ingibjörn Hafsteinsson, verzlunarstjóri starfseminni, er það góða sam- band, sem skapazt hefur milli skólans og foreldranna. Þar á Asgeir Guðmundsson, skólastjóri milli sé beint samband og hafi árangur komið i ljós, m.a. i þvi, að allar kvartanir hafa stór- minnkað. Að lokum sagði Hall- dór, að vert væri að geta þess, að aðaldriffjöðrin að stofnun for- eldrafélagsins hefði verið skóla- stjórinn sjálfur. Fleiri félög eru starfandi i Há- teigssókn og ber þar að nefna Kvenfélag sóknarinnar, sem er blómlegt, iþróttafélagið Val, sem hefur aðstöðu i Hliðunum og leggur skólanum til húsnæði fyrir iþróttakennslu. Þá starfa skátar i gamla golfskálanum, sunnudaga- skólar prestanna eru vel sóttir og siðast en ekki sizt er að geta þess, að organisti sóknarinnar, Martin Hunger hefur stofnað barnakór, sem bráðlega mun heyrast opin- berlega. Tónabær er þarna i hverfinu með sina starfsemi og mun foreldrafélagið væntanlega ræða um það hús sérstaklega i náinni framtið. Hliðabúar eru ekki i vand- ræðum með að verzla. Suðurver inniheldur flestar tegundir verzlana og þjónustufyrirtækja. Þarna er hægt að kaupa allt frá varalit til eldavéla og allt til 14 ára bekkur i Hlíöaskóla að starfi. (Timamynd Gunnar). matar. Við hittum að máli verzl unarstjóra nýlenduvöru verzlunarinnar i Suðurveri, Ingi- björn Hafsteinsson. Hann kvaðst viss um, að svona verzlana- miðstöðvar væru það sem koma skal. Þá sagðist hann einnig senda mikið af vörum heim, en þó heldur minna, eftir að vinnutimi almennings styttist. Eiginmertn væru einnig farnir að sjást oftar i verzlunum, sérstaklega á laugar- dögum. Um opnunar- eða lokunartima, sagði Ingibjörn, að þarna hefði verið reynt að hafa opið á þriðjudagskvöldum, en enginn komið að verzla. A föstu- dagskvöldum væri það aðeins skárra, en þó ekki nema fram að sjónvarpstima. Að lokum sagði hann, að ef til vill yrði farin sii leið, að hafa lokað á laugardögum yfir sumartimann. Háteigssókn er meira en bara Hliðarnar og þess vegna lögöum við leið okkar niður i Holtin, þar sem verkamannabústaðirnir þutu upp fyrir 30 árum. Við tókum þrjár frúr þar I hverfinu tali. Sigriður Hannesdóttir sagðist hafa búið i Meðalholtinu i 30 ár og þar væri rólegt og gott að vera. Aðspurð um, hvort hún þyrfti að sækja margt niður i miðbæ, svaraði hún, að meira að segja málningu fengi hún i nágrenninu. Hún var önnum kafin við að mála hjá sér. — Nei, þetta er eitthvað annað en þegar ég flutti hingað, sagði Sigriður. Þá voru hér bara braggar um allt og engar búðir. Nú höfum við allt hér, en mér finnst leiðinlegt, hvað litið er orðið af börnum i hverfinu og elzta fólkið, sem flutti hingað fyrst, er að hverfa af sjónar- sviðinu. Jónina Kristófersdóttir er ein af þeim, sem búa i næsta nágrenni við samkomuhúsið Röðul og kvartaði hún yfir ónæði um helgar — Annars er ég vara ný flutt hingað og er að vona, að maður venjist þessu með tim- anum. En það vona vist flestir hér, að húsið fari, sagði hún. Nóa- túnið er mikil umferðargata, en Jónina sagðist ekki kvarta yfir þvi, vegna leikvallarins á bak við húsið. Börnin vildu heldur þangað, en sá galli er þó þar á, að jarðýta óð yfir leikvöllinn i fyrra og skemmdi hann svo, að þegar blotnar þá verða börnin eins og upp úr svaði. Klara Eggertsdóttir sagðist alls ekki vilja flytja úr Stórholtinu, enda hafa búið þar siðan 1947. — Það var nokkuð langt fyrir börnin i skólann og yfir umferðargötur að fara,en þaðgekk alltvel, sagði hún. — Smátt og smátt fengum við svo hér allar verzlanir og maður þarf litið að sækja i bæinn. Um umferðina sagði Klara, að hún væri talsverð i Stórholtinu, en hefði þó minnkað að mun, siðan strætisvagnarnir hættu að aka þar um. Sú breyting hefði verið góð, — en maður saknar þess lika, að geta ekki lengur tekið vagninn við dyrnar hjá sér. SB Þar fornar flutu á land Klara Eggertsdóttir fflmimF """WW& llalldó'r Gröndal Sigriður llannesdóttir Jónina Kristófersdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.