Tíminn - 17.02.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.02.1972, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 17. febrúar 1972 TÍMINN Grindavík: Þau leiðu mistök urðu í blaðinu i gær.er birt var mynd af ráðuncyti Steingrims Steinþórssonar, er stóð aö útfærslu landhelginnar i 4 mílur 1952, að einn ráðherrann í ráðuneytinu vantaði á myndina.KysteinJónsson, þáv. fjármálaráðherra. Birtist hér mynd af fullskipuðu ráðuneyti Steingrims Steinþórssonar. Eysteinn er beðinn velvirðingar á mistökunum. — Sjá nánar ,,Á vlðavangi" bls 2. Stjórnarfrumvarp um Tækni- stofnun sjávarútvegsins EB-Reykjavik. Rikisstjórnin lagði i gær fyrir Alþingi frumvarp til laga um Tæknistofnun sjávarútvegsins, sem samkvæmt frumvarpinu er ætlað að hafa á hendi rannsóknir og tilraunir I þágu útgerðar og fiskvinnslu. Þá er henni ætlað að sinna tæknilegri þjónustu við sjávarútveginn með söfnun og dreifingu upplýsinga um tækni- mál. Starfsmmönnum stofnunar- innar er ætlað að vinna jöfnum höndum að verkefnum fyrir aðila sjávarútvegsins og hafa sjálfir frumkvæði að þvi að leysa tækni- leg vandamál atvinnuvegarins. Þeim er ætlað að vera til ráðu- neytis og leiðbeiningar um tækni- leg ef'ni. Þá hefur stofnunin það verkefni að halda námskeið fyrir starfandi sjómenn til að bæta þekkingu þeirra og kynna tækni- nýjungar. Verkefni, sem m.a. myndu falla undir þessa stofnun, yrðu sam- kvæmt frumvarpinu: 1. Hvers konar tæknilega Nýr verksmiðju- stjóri Gefjunar Eftir andlát Arnþórs Þor- steinssonar verksmiðjustjóra Gefjunar, var Hjörtur Eirlksson ráðinn til að veita verksmiðju- rekstrinum forstöðu og hefur hann nú tekið \rið þvi starfi. Hjörtur Eiríksson, hinn nýi verksmiðjustjóri, er ullar- fræðingur og hefur Unnið hjá verksmiðjunni siðustu tuttugu árin.Hann er 43 ára. vandamál, sem varða störf um borð i veiðiskipum svo sem rann- sóknir og tilraunir á veiðar- færum, tækjum og vélum, svo og að fylgjast með innlendum og er- lendum nýjungum á þessu sviði og veita upplýsingar um niður- stöður athugana og rannsókna. 2. Tæknilegar rannsóknir á starfsháttum og aðstöðu við löndun og Utskipun á afurðum, svo og söfnun og dreifingu upp- lýsinga um það efni. 3. Rannsóknir, er taka til starfsaðstöðu i fiskvinnslu- og verkunarstöðvum, t.d. á vélum og tækjum, og upplýsingamiðlun i þvi sambandi. Nýr leikhússtjóri LR verður brátt ráðinn OO-Reykjavík. Umsóknarfrestur um stöðu leikhússtjóra Leikfélags Reykja- víkur rann út s.l. þriðjudag. Að morgni þess dags hafði engin umskókh borizt. En þegar leið á daginn komu nokkrar umsókn og i gær, miðvikudag héldu þær áfram að streyma inn. Hve margar umsóknirnar eru verður ekki gefið upp og þá heldur ekki hverjir sækja um stöðuna, að þeim undanskildum sem ráðinn verður. Sveinn Einarsson, leikhús- stjóri, hefur sagt upp starfi sinu frá 1. sept. n.k., en þá rennur ráð- ningartimi hans Ut. Nýr leikhus- stjóri verður ráðinn fyrir vorið og kemur til með að starfa með Sveini þar til leikhússtjóraskiptin verða i byrjun næsta leikárs. Leikhúsráð og stjórn Leik- félagsins mun fjalla um umsók- nirnar, en endanleg ráðning þarf samþykki félagsfundar Leik- félags Reykjavikur. Saltgufa olli rafmagns- leysi í sex stundir Skemmdi bíl og stakk af, en gaf sig síðar fram Leitin bar ekki árangur. Sá týndi kom ekki heim og bill hans fannst hvergi. En hann gaf sig fram við lögregluna fyrir kl. 3 i fyrradag. Hafði hann farið til félaga sinna, sem bentu honum á að hann gerði réttast i að gefa sig fram. Var leigubilstjórinn mikið drukkinn og ekki gott að henda reiður á skýrslu hans, en hann viðurkenndi að hafa verið drukkinn um morguninn þegar hann ók á bilinn. OO-Reykjavik. Drukkinn leigubilstjóri ók á Htinn bil á Suðurlandsbrauti fyrradag. Skemmdust bilarnir báðir mikið, aðallega sá sem ekið var á. Leigubilstjórinn ók á brott á miklum hraða án þess að skipta sér meira af árekstrinum eða at- huga hvort hann hafi orðið valdur að slysi. Bilstjóri hins bilsins tók niður skrásetningarnúmer leigu- bilsis og hóf lögreglan leit að þeim drukkna. Nýjum 120 tonna báti híeypt af stokkunum Nýjum 120 lesta stálbáti var hleypt af stokkinum hjá skipa- smiðastöð Marseliusar Bernharðssonar i gær. Bátur- inn hlaut nafnið Olafur Sólimann KE - 3 og eigendur eru Olafur S. Lárusson h.f i Keflavik. Báturinn er búinn öllum nýjustu siglingatækjum. Aðalvél er 600 ha Wickmann DMG. Spilbunaður frá Sigurði Sveinbjörnssyni og skrúfu- hringurinn er einnig frá sama stað. Oli Sólimann var svo til allur smiðaður innanhúss, aðeins möstrin reist utan dyra. Báturinn mun halda á veiðar innan fárra daga. Undanfarið hefur verið borað eftir heitu vatni fyrir Grinda- vikurhrepp. Boraðar hafa verið tvær holur og Ur þeim kom upp 200 stiga heit gufa er hér um mjög mikið vatn á ferð- inni, allt að 60 sekUndulitrar á klukkustund. t fyrradag átti að athuga báðar holurnar með tilliti til þess hvernig þær tækju sig saman og gekk það áætlega, og reyndist um gnægð af krafti að ræða. Þegar bUið var að reyna holurnar, var þeim lokað að mestu, og virtist allt i bezta lagi. En upp Ur kl. 6 hvarf af allt raf- magn i Grindavik og nágrenni. Þegar farið var að athuga bilunina^kom iljók, að gufan, sem er mjög saltmenguð hafði lent á rafmagnslinunni og saltið setzt á linurnar og olli það straumrofi. Guðjón Einarsson fréttaritari / Timans i Grindavík, sagði að raf- magnslaust hefði verið i 6 tima. Þegar óhappið varð, var vinna i fullum gangi og kom það sér illa i frystihusunum. NU er bUið að loka holunum alveg og ætti saltgufan þvi ekki að setjast á linuna á næstunni. OO-Reykjavikþ Fimm ára drengur varð fyrir bil á Miklubraut i gær. Var hann á leið suður yfir götuna, en billinn var á leið vestur Miklubraut þegar áreksturinn varð. Drengurinn slasaðist á höfði og var i rannsókn á Borgar- spitalanum, þegar siðast til fréttist. Slysið varð rétt vestan við Tónabæ. Korað eftir heilu vatni ! Grindavik. Hjörtur Eiriksson Hvernig Hannibal? Það fer eitthvað fyrir brjóstið á þcim, sem skrifa I Þjóðviljann, að Hannibal Valdimarsson skyldi bregða sér I ferð til Banda- rikjanna. Það liggur þó ekki á ljósu hvernig þeir vilja hafa Hannibal, en sýnilegt er að hann er öðruvisi en þeir ætlast til. Það þykir sjálfsagt bagalegt meðal þeirra, sem hafa nú i nokkur skipti skrifað um vcsturferðina, að Ilannibal skuli ekki vera ein- hver veginn eins og þeir vilja. Maður getur Imyndað sér að þcssir greinarhöfundar sitji meö mynd af Hannibal fyrir framan sig og velti henni fyrir sér á ýmsa vegu, eins og þcir gera gjarnan sem hyggja á það ráð að fá sér nýjan bii, og fletta hinum lit- skrcyttu myndasiðum ýmissa bæklinga til að kynna sér íirvalið. Á þcssari sföunni er kannski mynd af de luxe-gcrð. A annarri siðu er svo mynd af custom-bll eöa þá hard-top tegund. Nú og svo er vanalega hægt að finna mynd af standard-gerðinni. En oft fer það svo, að þótt allar þessar gcrðir blasi við mönnum I bæklingnum, þá þjónar cngin þcirra þörfum væntanlcgs kaupanda, og hann snýr scr að annarri tcgund. Þar upphcfst lcikurinn á ný. Að lokum gctur svo farið að maðurinn skelli sér á Trabant, og uni vcl þeim kaupum. Það sést ekki á siðum Þjóð- viljans að þær hetjur hvcrsdags- ins, scm þeytt hafa lúðrana gegn vesturför Hannibals, hafi fundið neitt við sitt hæfi. I)e luxc- Hannibal er liklega bara auð- valdsþý, custom made-Hannibal þykir ckki við hæfi fátæklinga, hard-top-Hannibal er kannski of stlfur á meiningunni, og stan- dard-Ilannibal kemur náttúrlega ckki til greina, enda nóg til af slikum útgáfum I Alþýðubanda- laginu. Það er þvi ekki gott til gerðar. Auðvitað fer Hannibal Valdimarsson ekki að breyta ágætum lifsstil sinum, þótt hann hcnti ckki notkunarþörfum þeirra Þjóðviljamanna. Af miklum og alkunnum glæsilcik mun hann eflaust bcnda þeim á það úrræði, sem leyst geti þá frá frckari and- vökum, og það er að vera ekki að hugsa um hina stóru skinandi vagna. Þeir endi hvort sem er alltaf I Trabant. Svarthöfði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.