Tíminn - 17.02.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.02.1972, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 17. febrúar 1972 TÍMINN n ^^^^^^^^^^^^WA^^í^ílxií III H 11 v.._..... ^^^^^^^^^^^^^^S"Æi:Í¥::í:í:i: ÍSií&WÍW yy.m+::t:+:- Nú veljum við....... Handknattleiksmann ársins 1972! Klp-Reykjavik. t dag hefst atkvæðagreiðsla Timans um „Handknattleiks- mann ársins 1972 Eins og flestum handknattleiksunnendum, svo og öörum, er fylgjast meö iþróttum er kunnugt fer tslandsmótinu f 1. og 2. deild karla senn aö Ijúka. Strax að þvi loknu hefst hér mikið handknattleiksmót meo þátttöku þriggja erlendra liða, og slðan heldur landsliðið til Spánar, þar srm þaö mun taka þátt f undan- keppni Oiympfuleikanna. Það er þvi ekki seinna vænna, að fara af stað með atkvæða- greiðsluna, enda hafa margir haft samband við okkur að undan- förnu, og spurt hvort hún fari ekki að hef jast. Þetta er i fjórða sinn, sem Timinn stendur fyrir atkvæða- greiðslu meðal almennings, um hverjum beri að hljóta sæmdar- heitið „Handknattleiksmaður ársins" I fyrsta skipti sem atkvæða- greiðslan fór fram árið 1969, var það Geir Hallsteinsson, FH sem var valinn. Arið eftir hlaut hann einnig hnossið, en I fyrra varð það Olafur H. Jónsson, Val, sem var kjörinn „Handknattleiksmaður ársins". Að sjálfsögðu eru skiptar skoðanir um ágæti fyrirkomulags þessarar atkvæðagreiðslu. En hugmynd okkar, þegar henni var hleypt af stokkunum, var að gefa hinum almenna áhorfenda tæki- færi til að láta álit sitt I ljós. Þannig hefur það verið i þau sjö skipti, sem kosiö hefur verið, annað hvort um handknattleiks- eða knattspynumann ársins. Þátttaka hefur aukizt með hverju ári. Hefur engin önnur atkvæða- greiðsla hjá neinu blaði verið jafn almenn og þessi, en flest blöðin hafa einhverntima haft meðal lesenda sinna atkvæðagreiðslu um beztu hljóöfæraleikarana og annað. Sama fyrirkomulag verður á þessari atkvæðagreiðslu og hinnum fyrri. Allur galdurinn er að klippa (eða rifa) atkvæða- seðilinn, sem hér er á siðunni, út og fylla hann siðan út eftir beztu getu og samvizku. Setja hann siðan i umslag og skrifa utaná það Handknattleiksmaður árs- ins, dagblaðiö Tíminn, Box 370, Reykjavik, og segja siðan um- slagið i póst. Einnig má fara með bréfið á afgreiðsluna i Banka- stræti 7. Auðveldara getur það ekki verið, og nú vonum við bara að sem flestir verði með. GLIMA 1 frétt frá Gllmusambandi Islands segir að Landsflokka- gliman 1972 verðiháð dagana 8.-9. april n.k., Islandsgliman 7. mai og Sveitaglima Islands hefjist þann 20. maí. Nánar mun verða sagt frá þessum mótum siðar. Danir missa enn einn mann úr knattspyrnunni Danir hafa nú misst enn einn knattspyrnumann yfir I atvinnumennskuna. t þetta sinn misstu þeir tver Schriver frá Vejle, sem hefur undir- ritað samning við 1. deildar- Sturm Graz í Austurrfki. „Mistök að Rússar skuli vera með í Olympíuleikunum" - segir Avery Brundage formaður Alþjóða ólympmnefndarinnar Sá sem fær flest atkvæði I atkvæðagreiðslunni um „Handknattleiks- mann ársins 1972-fær eina af þessum veglegu styttum til eignar. HANDKNATTLEIKSMAÐUR ÁRSINS Ég kýs.......................... sem handknattleiksmann ársins Nafn............................ Heimili......................... Simi............................ Skíðakeppni fyrir unglinga 10-14 ára Skiðafélag Reykjavíkur mun i vetur standa fyrir þremur ung- lingamótum i svigi. Keppt verður i þremur aldursflokkum bæði i drengja og stúlknaflokkum aldurs flokkar eru: 13 og 14 ára stúlkur og drengir llogl2 „ „ „ „ 10 ára og yngri. öll börn og unglingar á þessum aldri eru velkomin til að taka þátt i keppninni. Keppt verður að öllu forfallalausu i nágrenni Skiða- skálans i Hveradölum og verða mótin auglýst i blöðum og útvarpi hverju sinni. 1 verðlaun verða veittir 18 bik- arar sem verzlunin Sport- val,Reykjavik hefur gefið til keppninnar. Til þess að hljóta verðlaun verður að taka þátt i öllum þremur keppnunum. Að þeim loknum verður timi úr öllum þferðum lagður saman og þrir fyrstu keppendur i hverjum flokki hljóta verðlaunabikara til eignar. Það er von Skiðafélagsins, að mótin vekji áhuga unglinganna og verði til að auka áhuga á skiðaiþróttinni hjá almenningi. Fyrsta mótið fer fram við Skiðaskálann I Hveradölum, sunnudaginn 20.febrúar n.k. ef veður og færð leyfir og veröa keppendur skráðir kl. 12 við Skiðaskálann en keppnin hefst kl. 14. Ef veður verður tvlsýnt verða upplýsingar gefnar i Skiðaskálanum i Hveradölum. — Það eru mistök að Rúss- arnir skuli fá að vera með i Olympiuleikunum. Þetta voru orð formanns Alþjóða- olymplunefndarinnar, Avery Brundage, á siðasta degi keppninnar i Sapporo. Þessi yfirlýsing formannsins, sem barizt hefur eins og Ijón fyrir þvi að útiloka þá, sem hann telur hafa brotið áhuga- mannareglurnar, vakti gifur- lega athygli og umtal. Rússarnir sjálfir urðu æfir af vonzku, en þátttakendur og forráðamenn frá Vestur- Evrópu, klöppuðu saman höndunum og sögðu — Loks- ins, loksins'. — Þeir einu, sem ekkert sögðu, voru þeir, sem koma frá öðrum löndum Aust- ur-Evrópu — enda erfitt um vik á allau há'tt i'yrir þá að segja nokkuð. Astæðan fyrir þessari yfir- lýsingu formannsins, kom eft- ir að sænska blaðið Dagens Nyheter, sagði frá þvi, að rússneski Isknattleiksmaður- inn, Anatolij Firsov, sem er talinn einn bezti Isknattleiks- maður I heimi, hefði tekjuraf iþrótt sinni. Sagði blaðið frá þvt að Firsov væri blaðamaður við biað, sem héti Socialistltskaja Industria, og skrifaði þar ein- göngu um Isknattleik. „Aftal- bomban" var þó, að hann skrifaði um leikina I Isknatt- leikskeppninni I Sapporo, og sendi greinarnar jafnharðan heim. Þegar þessi frétt barst til Sapporo, fór heldur að siga I brýnnar á Frökkum og Aust- urrfkismönnum, en frá þeim hafði keppendum verið visað frá leikunum. Karl Schranz, Austurriki, sem þó fengust engar vottfestar sannanir á að heföi þegið fé fyrir að augiýsa ákveðna vörur, og Annie Famose, Frakklandi, fyrir að taka þátt I útsendingu frá Sapporo I Radio Lusemborg, en þar er hún meðal margra starfsmanna. Þvl hefur löngum verið haldið fram, að Rússarnir og flestar aðrar Austur-Evrópu- þjóðir tefli fram á ölium Olympiuleikum atvinnumönn- um og konum I allar greinar. Þetta fólk sé skráð I vinnu hjá liiiiuiu og þessum ríkisfyrir- tækjum, en það sjáist þar sjaldan eða aldrei, enda æfi þaö 6 til 8 tlma á dag. Þetta hefur Alþjóða olympiunefndin aldrei hlustað á, enda Austur-Evrópa lokuð fyrir vottfestar upplýsingar af þessu tagi. Nefndin hefur heldur suúift sér aft keppend- um frá Vestur-Evrópu, sem hún hefur greiðan aðgang að. Og hefur látið finna fyrir sér á þeim slóðum, eins og t.d. nú I Sapporo. Þegar Brundage, var spurð- ur um hvað honum þætti um þetta með Firsov, svaraði hann og var þungur I skapi, — Það eru mistök að Rússarnir skuli fá að vera með I Olympiuleiknum. Við höfum hugsað okkur að breyta regl- unum þannig að aðeins áhuga- menn verði með I Olympiu- leikum framtiðarinnar. Þær reglur verða Rússarnir, svo og aðrar þjóðir að gangast undir. Framhaldábls. 14. Skiðafélag Reykjavlkur gengst fyrir unglingamótum I svigi I vetur. Til keppninnar hefur verzlunin Sport- val á Laugavegi 116 gefið 18 verðlaunabikara. A myndinni er stjórn Skiðafélags Reykjavlkur ásamt gefandanum og öllum bikurunum. Talib frá vinstri: Haraldur Pálsson, Leifur Muller, Jón Aðalsteinn Jónas- son, eigandi Sportvals og Ellen Sighvatsson. (Tlmamynd Gunnar)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.