Tíminn - 24.02.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.02.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 24. febrúar 1972 47 kaupa af honuim beztu muni hans og borga allt strax. Árni kvaðst helzt vilja deyja, því sér væri lífið leitt, og svo hins vegar langaði sig til þess að tuska úr honum, eftir að verða endurnýjaður mögnuðum aftur- göngukrafti. Þó, ef hann vildi það heldur, skyldi hann þiggja líf og fara sama dag í burtu ef öll lof- orð hans stæðu heima. Fjölnir var ekki ríkur, kom því til föður míns og fékk hjá honutm tuttugu ríkisdali. Tvítugan klár járnaði hann. Taldi svo peningana og af- henti hestinn. Handsöl fóru fram, og Áirni um leið horfinn og hul- inn myrkrinu. Hverjum um sig fannst sér léttara að fengnum skilnaði. Fjölnir lagðist því róleg uir til svefns, og um leið er ljós- fagur bjarmi dagsins hrakti húm- ið af hvílutjöldum hans, teygði hann nú úr hálsinum og ropaði eins og rjúpkerar eftir afstaðið illviðri. Þreimur árum síðar fékk faðir minn bréf firá Árna, og var hann þá á öðru landshorni. Ekki ritaði hann bæjarnafn eða sýslunafn, oig gat maður því ekki áttað sig veru lega á verustað hans. Hann hafði skuldað föður mínum eina spesíu, og var hún þar innan í. Ur bréfi hans er þessi tjáða frásaga rituð alveg orðrétt. Alltaf var kurr milli föður imíns og Fjölnis, og eftir að faðir minn fékk þetta bréf friá Árna, fór hann að tala um, að hann vildi helzt flytja á annað býli, er hann átti í annarri sveit, og af því að hann tók að þreytast á nábýli við Fjölni, hárið var farið að grána og kjarkur að kikna, og börn hans að halla sér að sjálfræðinu, sauðir að fækka, dugur að dofna, þá tók hann sig upp og flutti sig á þetta býli. Nokkru síðar fékk hann línu frá Árna, og kvaðst hann þá vera sloppinn úr úlfa- kreppunni, og fyrir fullt og allt hættur að drekka, og nýtt auðnu- ljós lýsti sér fagurt á lífsbraut- inni, og heiðursstjairna sín væri nú í indælum velferðaruppruna, því kraftur hamingjunnar hefði sent sér ríkismannsdóttir sér til aðstoðar í lífinu og það liti út fyrir að hann næði hreppstjóra- störfum, og slíkt væri smekklegra en að verða hengdur í greip Fjölnis og svalka svo í aftur- gönguslarki í öðru lífi. Er Áfni svo úr sögunni. Ég var með yngri börnum for- eldra minna. Faðir minn spurði mig að, hvort ég vildi vera eftir á Brekku og hirða fyrir sig hluta af jörðinni, sem hann hefði í hyggju að hafa með, að minnsta kosti fyrst. Ég var til með að reyna mig við bústjórn. Mér virt- ist þetta vera tilefni til að kenna mér fremur sjálfstæði, og tók því brauðið og gerðist nú búskapar- kapelán föður míns og keypti mér einkennishúfu og setti á mig ráð- gjafasvip. Nú víkur sögunni til Guðrúnar. Hún var veik til sálar og líkama. Var hún því þennan vetur að mestu við rúmið, en þegar sumar sólin fór að strá sínum hlýju bless unargeislum yfir mongundöggina og nýgræðingurinn fór svo bros- leitua- í bernsku sinni að teygja upp litla höfuðið sitt og varmi vornáttúrunnar með heilnæmu ljósi tók að faðma hvílutjöld Guð rúnar, linaðist sárasta sorgin. Að- stoðarmenn Guðrúnar voru kjark lausir og meinlausir. Þeir heyrðu að Árni væri strokinn og þá eng- inn, sem upplýst gat málið, og svo var það altalað, að hún mundi "ekki hafa verið upp á það hrein- asta í sambúð við Fjölni, sem dregið var ýmsum óvissum tilgát- um, er Fjölnir var faðir að. Þeg- ar frá leið, sagði heimurinn að Guðrún imætti vera þakklát við Fjölni fyrir manngæzku hans að diraga hana ekki fyrir dómarann. Því kvað Fróði é Stóra-Flóa við Guðrúnu, eftir að hafa spurt hana um málalok og heyrt hana segja að hún væri svo þreytt á málinu, að sér dytti í hug að sleppa því og flytjast langt í burtu, því svo gleymdust gæðin sem fækkuðu fundir, stöku þá, sem hér fer á eftir: Oddur læðist, Grími gremst, Guðrún vill ei parið, Atli hræðist, Inigvar kemst aldrei fram með svarið. Svo hétu bræður og mágar Guð rúnar. Litlu síðar reið Fróði til sóknarprestsins og bað hann að ljá Guðrúnu lið í því að ná ferða- peninguim hjá Fjölni handa henni og þægan hest, sem hún átti og kom með til hans, þyrfti hún að íá til langferðar, því fjarverandi frændi hennar byði henni til sín. Prestur afsagði að fara, nema Fróði kæmi líka, en Fróði álei sig máske spilla, því hann sagð- ist sjá Fjölni út, og þeir væru því óvinir. Þó sagði hann velkom- ið að fara og kvað þá líkur til að eitthvað skipaðist, því ókropp- aðar hnútur hefði hann til að bjóða honum, ef hann sýndi mik- inn mótþróa. — Við metum hann eftir svör- um hans. En ef ég geng á hólm við hann, þá verðurðu hraustlega að halda fyrir skildi. Þannig talaði Fróði við prest. Um það leyti riðu þeir í hlað hjá Fjölni, og þegar húsráðandi kom út, þá kvað Fróði vísu: Kveðju beztu flytja fer, Fjölni minn það hressi, Grímsi prestur, mildur mér, milli okkar blessi. — Svo er mál með vexti, sagði Fróði, — að Guðrún Gautadóttir á Fögruvöllum bað okkur að finna þig. Við áttum að ganga fyrir þitt blíða og réttláta auiglit og bera þér þau bænarorð frá henni, að þú gerir svo vel að senda henni með okkur hestinn Litfara og hundrað ríkisdali í pen ingum. Aftur á móti lofar hún þér að fara gersamlega burt úr sveitinni og ennfremur lofar hún að gefa þér upp hjónaskilnað. Guð rún er þín eigin kona, og ef þú verður nú ekki mjúkur eins og kálfslungu og voðfelldur, læt ég þig hér með vita, að ég bið lög- mann að kalla ykkur fyrir, og þrátt fyrir þín ljúgvitni, fær Guð- rún eið til að svérja sakleysi sitt, og ertu þá skyldugur að láta hana fá sinn hluta af búinu. Skal ég því sem talsmaður Guðrúnar sýna þér í tvo heknana, ef svar þitt verður dónalegir klækir. Hvað segir þú við Buslubæn þess ari, Fjölnir góður? Það var þöign og rauf prestur hana, með því að óska friðar á báðar hliðar og hann sagði það væri sjáanlegt, að Fjölnir yrði 1046. KROSSGÁTA Lárétt I) Ogn af áleggi. 6) Fiskur. 7) Haf. 9) öfug röð. 10) Geðill. II) Guð. 12) Strax. 13) Röð. 15) Háborg. Lóðrétt 1) Fárviðri. 2) Nes. 3) Sofum. 4) Þófi. 5) Burtfarin. 8) Reiða. 9) Málmur. 13) Drykkur. 14) 45. Ráðning á gátu No. 1045 Lárétt 1) Njálgar. 6) Sig. 7) ÐA. 9) AD. 10) Indland. 11) Na. 12) AA. 13) Aum. 14)4) Siðsemi. líí^iÍ Lóðrétt 1) Níðings. 2) As. 3) Litlaus. 4). GG. 5) Riddari. 8) Ana. 9) Ana. 13) Að. 14) Me. ¦ i ¦ i i i i / 2 3« S HVELL THE RAIPERS KEEP EMPTnNG OUR SILOS ANP Já', Hvellur. 1 sjónum höfum við gnægð af mat. En það þarf að safna honum saman og uppskera. . . Ræningjarnir tæma allt hér fyrir okkur. — Og þrátt fyrir það viltu ekki beita valdi til bess að stöðva ba? — Við höfum aldrei þurft á vopnum að halda. — Fólkið á yfirborðinu vissi ekki um okkur fyrr en... — Fyrr en ég fann ykkur. Þú læturþetta hljóma eins og ég beri ábyrgðina á öllu saman. Allt i einu hefst eldgosið, eftir margra vikna jarð- skjálfta og viðvaranir af þess hálfu. Eldheitir hruan straumar, aska og hnullungar leggja i eyði hús og eignir manna. Um leið og fólkið leggur á flótta undan eyðileggingunni, ber að hóp ókunnra manna með svarta hatta. Hverjir eru það. FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 7.00 Morgunútvarp. 7.50 Morgunstund barnanna kl. 9.15: Konráð Þorsteinsson heldur áfram lestri sögunnar um „Búálfana á Bjargi" eftir Sonju Hedberg (10). 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Eydis Ey- þórsdóttir kynnir óskalög sjó- manna. 14.30 Ég er forvitin, rauð. Konu- myndin i bókmenntum. Fjallað verður um viðhorf höfunda til kvenpersóna sinna og áhrif þeirra. Umsj.: Vilborg Sigurðardóttir. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.40 Tónlistartlmi barnanna. Jón Stefánsson sér um timann. 18.00 Reykjavikurpistill. Páll Heiðar Jónsson segir frá. 18.20 Tilkynningar. 19.45 Veðurfregnir. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 i sjónhending.Sveinn Sæm- undsson talar aftur við Pétur sjómann Pétursson og nú um draugagang á skipsfjöl o.fl. 20.00 Leikrit: „Draumurinn" eftir Alex Brinchmann. Þýð- andi: Torfey Steinsdóttir. Leik- stjóri: Gisli Alfreðsson. 21.00 Tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitar tslands í Háskólabíói. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passlusálma (22). 22.25 Rannsóknir og fræði. Jón Hnefill Aðalsteinsson fil. lic. ræðir við Elinu Ólafsdóttur líf- efnafræðing. 22.55 Létt músfk á siðkvöldi. Þjóðlög frá ýmsum löndum, sungin og leikin. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. Gísli G. ísleifsson hæstaréttarlögmaður Skólavörðustig 3a, slmi 14150. VANDIÐ VALIÐ VELJH) CERTCVA .Sendum gegn póstkröfu GUÐM. ÞORSTEINSSON GULLSMIÐUR Bankastr. 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.