Tíminn - 24.02.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.02.1972, Blaðsíða 16
Fundir 20. þings Norðurlandaráös hófust á laugardaginn,og hafa þeir farið ^m i Riksdagen I Helsingfors. Myndin er frá fundi ráðsins. Fundur Norðurlandaráðs samþykkti megininntak landhelgisstefnu okkar - sagði Matthías'A Matthiesen um samþykkt Norðurlandaráðs um landhelgismál SB—Reykjavfk, NTB—Helsingfors — A fundi Noröurlandaráös f gær var sam- þykkt áskorun um samstarf Norourlanda til að ná saih- komulagi um landhelgismái og önnur hafréttarmál. Matthfas A. Mathiesen, sem á sæti I þeirri nefnd, sem um málið fjallaði, sagði 1 gær, að hann teldi, að sam- þykktin fæli I sér megininntak stefnu islands I landhelgismálun- um, jafnframt því, sem felldir hafi verið niður ýmsir þeir kaflar I upphaflegu tillögunni, sem nei- kvæðastir voru fyrir málstað tslands. 1 fréttaskeyti frá NTB i gær sagði m.a., að Norðurlandaráð hefði visað á bug tilraunum ís- lendinga og Færeyinga til að fá stuðning við einhliða aðgerðir i útfærslu landhelginnar, og að talsmenn Islands og Færeyja hefðu margsinnis reynt að láta lita svo út sem Norðurlandaráð styddi ráðstafanirnar i land- helgismálinu, en Danir, Sviar og Norðmenn hefðu visað þeim til- raunum á bug. Þá segir NTB að áskorunin, sem samþykkt var i gær, hafi verið varfærnislega orðuð. Þar er hvatt til samstarfs Norður- landanna I að reyna að ná sam- komulagi um fiskveiðitak- markanir, ráðstafanir gegn mengun og tryggingu réttinda þeirra landa, sem eíga allt sitt undir auðæfum hafsins. NTB segir ennfremur, að til- laga Islands og Færeyja sé fólgin i þvi að strandriki hafi rétt til að taka einhliða ákvarðanir um veiðar á öllu landgrunninu. Matthias Á. Mathiesen hafi gert sér grein fyrir að ráðið væri mót Frh. á bls. 15 — Danmörk og USA semja um Atlantshafslaxinn Stjórnir Bandarikjanna og Danmerkur hafa komið sér saman um takmarkanir á laxveiðum við Vestur-Grænland. I tilkynningu frá banda- ríska utanrikisráðuneytinu segir, að samband hafi verið haft við bæði norsku og dönsku stjórnina, en takmarkanirnar hafa bein áhrif á þau lönd. NTB—Washington í samningnum er gert ráð fyrir, að laxveiðar Dana á svæðinu skuli minnkaöar smátt og smátt til áramóta 1975 og 1976. Grænlenzkir fiskimenn, sem veiða við strendurnar, megi þo halda veiðum sinum á laxi áfram, vegna sérhagsmuna sinna. I tilkynningu utanrikis- ráðuneytisins segir enn- fremur, að sáttmáli þessi þjóni mjög hagsmunum landa þeirra, sem séu uppeldis- stöðvar Atlansthafslaxins, og bent er á, að Bandarikin leggi i mikinn kostnað við að vernda seiðin i bandariskum ám og að i sáttmálanum sé tekið tillit til Danmerkur, þar sem séu hagsmunir grænlenzkra lax- veiðímanna. Bæði Danmörk og Banda rikin munu reyna að fá samning þennan tekinn með i friöunaráætlun Norður- Atlantshafsnefndarinnar, sem heldur ársþing sitt i mai. Nefndin hefur ábur samþykkt að laxveiðar i úthöfum séu bannaðar, og voru þá 12 lönd þvi fylgjandi. Vænzt var, að sáttmálinn yrði birtur jafnt i báðum löndunum, en dönsk yfirvöld hafa þagað þunnu hljóði, þrátt fyrir aö sáttmálinn hefur verið birtur i mörgum dönskum dagblöðum. Nixon í Peking: í sólskinsskapi þrátt fyrir snjó NTB—Peking Nixon Bandarikja- forseti og Chou En-lai forsætisráðherra Kína áttu í gær fjögurra stunda viöræður, og í þerta sinn á hóteli því, sem Nixon býr á. Sér- fræðingar segja, að það, að Chou fór til Nixons, beri vott um virðingu við gestinn. Eins og áður hefur ekkert frétrt af umræðuefni leió- toganna. Litilsháttar snjókoma gerði daginn i gær þann kaldasta i Peking siðan Nixon kom þangað. Hiti var um frost- mark i gærmorgun, eftir tvo daga, sem voru mjög hlýir i Peking miðað við árstima. Frú Nixon eyddi deginum i gær i að heimsækja kommúnu i útborginni og skoða gler- verksmiðju, auk þess sem hún verzlaði talsvert. 1 komm únunni fékk frúin að sjá gamla konu læknaða með akupunktur-nálum, hitti skólabörn og skoðaði akra og útihiís. Ibúarnir i komm únunni virtust ekki veita forsetafrúnni sérstaka athygli, nema rétta á meðan hún nálgaðist þá, þrátt fyrir að hún var klædd hárauðri kápu og stakk mjög i stúf við umhverfið. 1 gærkvöldi voru Nixon og Chou viðstaddir fimleika- sýningu i stærsta leikfimisal Kina. Þeir litu báðir út fyrir að vera i sólskinsskapi, og þegar fimleikafókið kom inn i salinn, klappaði Nixon taktinn við tónlistina, eins og allir viðstaddir. ¦¦ C Fimmtudagur 24. febrúar 1972 PAKISTAN SÖFNUNIN S.E. Reykjavik. Eins og flestir vita efndi Hjálparstofnun kirkjunnar til skyndisöfnunar i nóvember sl. til hjálpar flóttafólki frá A-Pakistan. A skömmum tima söfnuðust u.þ.b. 3,5 millj., króna. Af framlögum, sem nýlega hafa borizt,má nefna kr. 41.400.00 frá nemendum Menntaskólans á Laugarvatni, kr. 10.000.00 I frá i Éggerti Tómassyni Mið-Hæli, og kr. 10.016,00 frá nemendum Seljalandsskóla undir Eyja fjöllum. Islenzka söfnunarfénu var ráðstafað til flóttafólks um 880 þús. talsins, i Cooch Behar búðunum. Strax i nóvember voru sendar 2 millj. króna til Cooch Behar. En eins og öllum er i fersku minni, lauk styrjöldinni mjög skyndilega, og hefur nú verið stofnað þar rikið Bangla desh. Þar af leiðandi hefur ekki enn verið sent meira fé þangað, fyrr en ljóst lægi fyrir hvernig þvi yrði varið. Nú hefur dr. Hodne gert nýja áætlun um hjálp við flóttafólkið,. sem er i Cooch Behar. <¦ Þessari áætlun dr. Hodne má skipta í tvo meginþætti: 1. Að halda áfram allri daglegri hjálp og þjónustu I Cooch Behar, á meðan flóttafólkið býr sig undir hina erfiðu heimferð. 2. Að hjálpa flóttafólkinu af stað til heimkynna sinna og aðstoða það við að hefja Hf sitt að nýju við hinar erfiðu aðstæöur, sem styrjöld óhjákvæmilega leiðir af sér. Flóttafólkinu verður komið til Dinjapur og Rangpur I austanverðu Bangla-desh. Hjálpin felst aðallega I eftir töldum atriðum: 1. Upp byggingu húsnæðis. 2. Læknis- meðferð. 3. Útvegun búfjár og sáðfræja. 4. útvegun klæða og matariláta. 5. Endurbyggingu skóla og byggingu vatnsbóla. Hjálparstofnunin vill beina þakklæti sinu til allra þeirra, sem lagt hafa þessu máli lið með fórnfúsu framlagi. Fast áætlunarflug milli V-Þýzkalands og Sovétríkjanna 1 þessum mánuði hófu flugfélögin Lufthansa og Aeroflot áætlunarflug milli Moskvu og Frankfurt. Flugsamgöngur milli Sovétrikjanna og Þýzkalands hófust þegar árið 1922, og fastar áætlunarferðir milli Moskvu og Berlinar árið 1928. En þær áttu sér snöggan endi. 21. júni 1941 lenti siðasta áætlunarflugvélin frá Aeroflót á Tempelhof flug- velli, og áhöfnin var þegar i stað handtekin. Siðar var skipt á henni og áhöfn Lufthansaflug- vélarinnar, sem þá var i Moskvu og var sömuleiðis tekin föst. Var báðum áhöfnunum skilað til Istanbul. Nú er loks aftur komið eðlilegt flugsamband á mjlli Vestur Þýzkalands og Sovétrikjanna, ef undan^skildir eru sérstakir samningar, sem gerðir voru milli rikjanna 1966 um gagnkvæmt leiguflug. Fram Islandsmeistari Fram sigraði Hauka með 26:15 i 1. d. Islandsmeistaramótsins i handknattleik I gærkvöldi. t næsta leik á eftir, sem var milli FH og Vals, varð jafntefli, 14:14. Þar sem F H lilaut ekki nema 1 stig fyrir þennan leik, varð Fram sigurvegari með einu stigi yfir. Fram er þvi fslandsmeistari. 1972.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.