Tíminn - 10.03.1972, Blaðsíða 9
Föstudagur 10. marz 1972.
TÍMINN
9
ÚJgcfanclt; Frawiiiktta rflófekurinn
: Framk»*mdftatÍ(iri5:::Kr:ISt(árt::;B«r>«;dtkf»Sött^: :ftj.t.Stjótar.t:t»ió:ft»':ittH:;:;>:::
Þ^rartnsson AttdríiS tCffSf{ánSS«rt,::ión H«>9aí0n, Ittdrttff::::
ifclii:
ÍiSvtXliiáJntAktö.::
— filaSaþrertt tt.f. [Ótíut).
w
Islandsvirkjun
Á fundi Sambands islenzkra rafveitna nú i
vikunni gerði iðnaðarráðherra grein fyrir
stefnu og áformum rikisstjórnarinnar i raf-
orkumálum.
Rikisstjórnin telur nauðsynlegt að tengja
saman orkuveitusvæði landsins eins skjótt og
hagkvæmt verður talið, og tryggja þannig að
hægt verði að koma við samrekstri er nái
smátt og smátt til landsins alls, þannig að unnt
verði að virkja i sem stærstum einingum og
koma við nútímalegri tölvutækni við stjórn raf-
orkuvinnslunnar. Þetta getur þvi aðeins tekizt,
að allur meginhluti raforkuframleiðslunnar
verði i höndum eins aðila, íslandsvikjunar. Um
leið þarf að fækka dreifiveitunum og gera þær
stærri en nú er til þess að hægt sé að koma við
nútimalegri tækni, draga úr kostnaði og bæta
nýtingu.
Vegna þessa verður að taka allt skipulag raf-
orkumála til endurskoðunar og að þvi verki er
nú unnið. Að þvi er stefnt, að öll meiriháttar
raforkuvinnsla og raforkuflutningur i landinu
verði i höndum eins aðila, íslandsvirkjunar, er
ynni að samtengingu orkuveitusvæðanna.
Óraunsætt er að ætla að koma sliku fyrirtæki
á laggir i einum áfanga.og ennfremur er það
sjálfsagt lýðræðissjónarmið, að landshlutarnir
fái sem öflugasta aðild að raforkuskipulaginu.
í fyrsta áfanga yrði þvi stefnt að þvi, að stofnað
verði eitt raforkuvinnslufyrirtæki i hverjum
landshluta, er verði sameign rikissjóðs og
sýslu- og sveitarfélaga.
Þessi landshlutafyrirtæki eiga siðan að
verða hornsteinar íslandsvirkjunar, er hefði
ákvörðunarvald ásamt Alþingi um byggingu
og staðarval nýrra orkuvera og flutningalina,
um gerð orkusölusamninga og ákvörðun heild
söluverðs raforku, þar sem stefnt væri að verð-
jöfnun um allt land. íslandsvirkjun hefði einnig
það verkefni að reisa orkuver og flutningalinur
og eiga þau mannvirki og starfrækja, en þar
verður fyrst og fremst um stórvirkjanir að
ræða, sem þjóðin öll yrði að standa að.
Með skipulagsbreytingum og framkvæmd-
um af þessu tagi verður stigið stórt spor að þvi
marki að tryggja öllum almenningi raforku á
eins hagstæðu verði og fekast er kostur
án tillits til búsetu i landinu.
Jafnframt myndu þessar breytingar
gera kleift að hagnýta orkulindir landsins alls
til almennra þarfa og til iðnaðar i þágu þjóðar-
innar allrar. Samhliða þessu verður stefnt að
þvi að skipta Rafmagnsveitum rikisins i
landshlutaveitur, er hafi stjórn i héraði og
verði sjálfstæðar rekstrareiningar i höndum
heimamanna, en Rafmagnsveitur rikisins hafi
á hendi yfirstjórn landshlutaveitna og geri
fyrir þær samninga um kaup á raforku, annist
fjármögnun til nýrra framkvæmda og annist
tækniþjónustu. — TK
Úr brezka tímaritinu THE EC0N0MIST:
Rússar láta handtaka
forustumenn óánægðra
Markmiðið að kveða niður leynirit og þjóðernishreyfingar
Brezhneff
LÖGREGLAN í Sovétrikjun-
um er önnum kafin við eftir-
grennslanir, húsleitir og hand-
tökur, að þvi er virðist sam-
kvæmt leynilegri samþykkt
miðstjórnarinnar 30. des. s.l.
Markmiðið virðist vera að
kveða niður „mannréttinda-
hreyfinguna” i Sovétrikjunum,
sérstaklega þó eitt afsprengi
hennar eða leyniritið „Annál
samtimans”, sem verið hefur
leiðtogum rikisins þyrnir 1 i aug-
um siðan 1968, að hann birtist
fyrst.
Mjög margir hafa verið hand-
teknir i Ukrainu og á Lithauga-
landi, og bendir það til, að
Sovétstjórnin telji brýnast að
kveða niður hina áánægðu utan
hins gamla Rússlands, en þeir
hafa átt samleið með óánægðum
innan þess um markmið og að-
ferðir. Brezhneff hlýtur að ótt-
ast, að hreyfingunni sé að vaxa
fiskur um hrygg.
ÞJÖÐLEG ólga hefir verið
mest i Ukrainu að undanförnu,
og flest leynirit hafa verið gefin
út þar. Þar er búið að handtaka
21 menntamann. 5 hafa þegar
verið látnir lausir, væntanlega
vegna ónógra sannana, en hitt
er enn óvitað, hverra sannana
öryggislögreglunni tekst að afla
um „borgaralega þjóðernis
stefnu” hinna 16. Megi álykta út
frá fyrri reynslu, verða þær
varla meira sannfærandi en
„sannanirnar,” sem látnar
voru nægja til að fangelsa rúm-
lega 20 menntamenn frá
Ukrainu á árunum 1965 og 1966,
svo sem að hafa i fórum sinum
ótilgreind skjöl „fjandsamleg
Sovétrfkjunum”.
Blöð i Sovétrikjunum hafa
aðeins nafngreint þrjá menn,
sem handteknir hafa verið, eða
Ivan Svitlychny, Vevgen
Sverstyuk og Vyacheslav
Chornovil. Varla verður þeim
gefið að sök að hafa ritað gegn
stjórnmálunum i landinu. Sver-
styuk, 43 ára bókmenntagagn-
rýnandi, er talinn hafa ritað
greinar, sem sýndu fortið
Ukrainu i rómantisku ljósi.
Svitlychny er einnig gagnrýn-
andi, og valdhafarnir hafa oft
hrjáð hann og borið á hann
ýmsar sakir, svo sem að hann
hafi reynt að smygla ljóðum út
úr landinu.ogeitt sinn var hann
hafður I haldi i áttamánuði án
þess að koma fyrir rétt.
CHORNOVIL er sennilega
kunnastur þessara þre-
menninga, og var trúr komm-
únisti fram til 1967. Þá var hann
allt I einu dæmdur i þriggja ára
fangelsi fyrir að taka saman og
senda yfirvöldunum skrá um
lögleysur, sem öryggislögregl-
an framdi i Ukrainu á árunum
1965 og 1966, ef til vill nákvæm-
ustu skrá sinnar tegundar, sem
birzt hefur. Nú er hann, eins og
hinir tveir, sakaður um „starf-
semi fjandsamlega sósíalism-
anum” i samvinnu við ungan
belgiskan stúdent, sem var
settur I fangelsi í janúar fyrir
glæpasamlegt athæfi á vegum
erlendra andsovézkra samtaka.
Samkvæmt þeim upp-
lýsingum, sem enn hafa verið
birtar, er firra að saka þessa
þrjá menn um nokkuð annað
en mótþróa gegn þvingun til
rússneskunar og kröfur um
aukið sjálfræði 40 milljónum
ukrainskra samlanda þeirra i
Sovétrikjunum til handa i
menningar- og stjórnmálum,
— I fullu samræmi við st-
jórnarskrá Sovétrikjanna.
Ukrainumenn eru slavar eins
og Rússar og tala náskylda
tungu, en hafa eigi að siður á-
vallt talið sér annan veg farið
en nágrönnunum i norðri, sem
hófust handa um tilraunir til
að rússneska þá á keisaratim-
unum.
SENNILEGA er handtökun-
um I Kiev, Lvov og öðrum
borgum Ukrainu ætlað að
kæfa áhrifamestu ónægju-
röddina i landinu, „Ukrainska
boðberann”, sem hefir komið
út að minnsta kosti fimm sinn-
um siðan 1970. Ritið er mjög
keimlikt „Annál samtimans”
og hefir gert sér far um að
segja frá hömlum á málfrelsi i
Ukrainu og öðru lýðfrelsi, sem
stjórnarskráin tryggir, laga-
legum þvingunum, brotum
gegn fullveldi riksisins, með-
ferð pólitiskra fanga frá
Ukrainu i fangelsum og fanga-
búðum, ýmsum mótmælaað-
gerðum o.s. frv.
Boðberinn hefir jafnframt
lýst hollustu við stjórnkerfi
Sovétrikjanna : „Boð-
berinn...er hvorki andsovézkt
né andkommúniskt rit...Að-
finnslur við einstaklinga,
samtök og stofnanir, allt upp
til efstu þrepa, fyrir skyssur i
lausn innlendis stjórnmála-
vanda.. er ekki andsovezkt at-
hæfi að dómi Boðberans”.
RITIÐ hefir birt fjölbreyttar
upplýsingar um fangelsanir
og ofsóknir, sagt fra andmæla
bréfum, undirrituðum af rúm-
lega 200 skólamönnum 1
Ukrainu, ofsóknum á hendur
rithöfundum, sem hafa rætt
stefnu Sovétrikjanna i þjóð-
ernismálum yfirleitt, og mál-
efnum Ukrainu sérstaklega.
Það hefir einnig sagt frá hlut-
drægni gegn tungu Ukrainu-
manna, svo sem raunverulegu
banni gegn notkun hennar i
skólum i Dnepropetrovsk og
viðleitni til að afmá gamlar
hefðir og forna siði i landinu.
Þá hefur ritið einnig andmælt
þeirri andúð, sem Gyðingum
hefur verið sýnd.
Brezhneff og samstarfs-
menn hans hafa vitanlega á-
hyggjur af vaxandi þjóðernis-
kennd i Ukrainu, eins og öðr-
um hlutum Sovétrikjanna.
Einvaldsstjórn stafar óbeinn
háski af hvers konar sérstöðu.
Aukin tengsl ýmiss konar
„þjóðlegra lýðræðissinna” og
lýðfrelsishreyfingar Rússa
þó ef til vill enn uggvænlegri i
augum sovézkra stjórnvalda.
Satt er að visu, að kvartað var
undan þvi i forustugrein Boð-
berans, að óánægðir Rússar
hefðu ekki skeitt nægilega um
réttindi annarra þjóða innan
Sovétrikjanna. Þessi ásökun
er skiljanleg ogkann að hafa
veriðréttlætanleg hér áður, en
er það ekki lengur.
ÁNNALL samtimans birti i
desember alllangan kafla úr
þessari forustugrein Boðber-
ans. Siðast liðið ár hefir Ann-
állinn varið allmiklu rúmi til
að kynna baráttu Tatara á
Krin, Gyðinga og fleiri þjóðar-
brota innan Sovétrikjanna.
Mannréttindanefnd Sovétrikj-
anna, undir forsæti Sakharovs
prófessors, hefir oft andmælt
ofsóknum á hendur Gyðingum
og öðrum þjóðernisminnihlut-
um.
Allt bendir þetta til, að rúss-
neskir lýðfrelsissinnar geri
sér i auknum mæli grein fyrir,
að „mannréttindi” ná til
menningarsérkenna og þjóð-
legs sjálfsákvörðunarréttar
annarra en Rússa. Þvi fyrr
verður óánægjan i Sovétrikj-
unum að raunverulegri fjölda-
hreyfingu, sem þessi vitund
breiðist meira út. Óttinn við
slika hreyfingu hlýtur að reka
Brezhneff til að senda
öryggislögreglu sina á vett-
vang i jafn rikum mæli og jafn
viða og raun ber vitni.