Tíminn - 10.03.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.03.1972, Blaðsíða 16
16 Föstudagur 10. marz 1972. Umsjón: Alfreð Þorsteinsson Ahugamennska eða atvinnumennska? Asókn utanbæjaraðila í íþróttamenn í Reykjavík veldur reykvfskum íþróttaforystumönnum vaxandi áhyggjum - Lfklegt, að stjórn KSÍ fjalli um málið innan tíðar. ɧ 4 90 Alf- Reykjavík. - Einsog komiö hefur fram í frétt- um, munu nokkrir kunnir knattspyrnumenn úr Reyk- javik halda út á lands- byggöina með vorinu og gerast leikmenn með utan- bæjarliðum, auk þess, sem þeir munu annast þjálfun þessara liða. Er það engin ný bóla, að utan- bæjaraðilar falist eftir reyk- viskum iþróttamönnum, og má i þvi sambandi minna á dvöl Her- manns Gunnarssonar, Einars Bollasonar og Guttorms Ólafs- sonar á Akureyri. Vart er hægt að segja, að mikil hrifning riki i röðum reykviskra iþróttaforustumanna vegna þessarar þróunar, þvi að svo virðist sem ágangur utanbæjar- aðila i þessum efnum sé fremur að aukast en hitt. Hafa ýmsir þeirra haft á orði, að nauðsynlegt væri að rannsaka þessi mál, þvi að um hreina atvinnumennsku sé að ræða. Með öðrum orðum, að utanbæjaraðilarnir séu að kaupa góða ieikmenn undir þvi yfir- skini, að þeir eigi að annast þjálfun og greiði þeim svimandi háar upphæðir, en markmiðið sé fyrst og fremst að komast yfir góða leikmenn. Eftir þvi, sem iþróttasiðan hefur fregnað mun þetta mál að öllum likindum koma til umræðu hjá stjórn KSI, en hvort KSI mun hafa einhver frekari afskipti af málinu, er ekki vitað. Það logaði ekki svona glatt á Melavellinum i fyrrakvöld. Rafmagns- leysið bjargaði Ármanni Alf—Reykjavik. — Enda þótt flestir Reyk- vikingar bölvuðu rafmagnsleys- inu i fyrrakvöld, glöddust þó sum- ir, a.m.k. knattspyrnumenn Armanns, sem voru undir i leik gegn Þrótti á flóðlýstum Mela- vellinum. Staðan var 1:0 Þrótti i vil, þegar ljósin fóru af, en þá var nokkuð liðið á siðari hálfleikinn. Var leiknum að sjálfsögðu slitið, enda niðamyrkur á Melavellin- um, sem annars staðar i borginni, og ákveðið að hinkra i hálftima i von um, að ljósin yrðu komin fyrir þann tima. Sú von rættist ekki, og verða þvi liðin að mætast aftur. Gamansamur Ármenningur sagði eftir leikinn, að alltaf kæmi eitthvað fyrir, þegar Armann ætlaði að skora! Hljómskála- hlaup ÍR 3. Hljómskálahlaup ÍR verður háð á sunnudag og hefst kl. 2 að venju. Þátttaka i þessu hlaupi hefur verið betri i vetur en áður, en þetta er fjórða árið i röð, sem þetta hlaup fer fram. I siðasta hlaupi voru 82 keppendur og er búizt við, að þátttakendur verði 100 á sunnudag. STORBÆTT AÐSTAÐA Tl L SKÍÐAIÐKANA Á ÍSAFIRÐI Tvær skíðalyftur eru nú starfræktar í Seljalandsdal Aðstaða til skiðaiðkana á ísafirði hefur batnað stórkostlega eftir að tekin var i notkun ný skiðalyfta i Seljalandsdal til viðbótar skiða- lyftunni, sem reist var 1967. Eru þvi tvær skíðalyftur i notkun i Seljalandsdal og með nýju lyftunni mögulegt, fyrir keppnismenn og leikna skiðamenn, að komast hærra i fjallið, en lengd hennar er 674 metrar og hæðarmismunur 297 metrar. Eldri lyftan er hins vegar 1250 metrar og hæðarmismun- ur 200 metrar. Hvor um sig geta lyfturnar flutt 550 manns á klukkustund. Nú eru liðin tvö ár frá þvi að fyrst var farið að athuga möguleika á nýrri lyftu. Athuguðu Oddur Pétursson og fleiri aðilar allar aðstæður og framkvæmdu mælingar. Var siðan leitað hagstæðustu til- boða og samþykkt að kaupa lyftu af norsku fyrirtæki, AS Anleggstransport i Osló. Sjálf lyftan kom svo til landsins um miðjan júni 1971. Góð samvinna var milli skiða- áhugamanna á Isafirði og Rafveitunnar á staðnum, sem lagði nýjan rafmagnsjarð- streng frá Seljalandi að enda- stöð lyftunnar. Jafnframt var skipulögð sjálfboðaliðsvinna og var uppsetningu lyftunnar lokið 5. febrúar s.l. og lyftan þá strax tekin i notkun. Nú i vetur starfrækir Skiðafélag Isafjarðar skála sinn, Skiðheima, eins og un- danfarna vetur, að öðru leyti en þvi, að þar verður ekki skiðakennari, eins og verið hefur. Hins vegar er hægt að útvega hópum, sem hyggjast dvelja i skálanum, t.d. skóla- nemum, skiðakennara, ef þess er óskað. 1 Skiðheimum er nú gistirými fyrir 22 i tveggja og sex manna herbergjum. Nýr vegur hefur verið lagð- ur upp i Seljalandsdal og er nú mun auðveldara að komast þangað að vetrarlagi en verið hefur. Ungur, efnilegur Isfirzkur skiðamaður, Arnór Magnússon, sést á þessari mynd við nýju skíðaiyftuná. Sautján ára gamall Eyjapilt- ur bætist í landsliðshópinn Alf—Rcykjavik. — Landsliðið í knattspyrnu býr sig af kappi undir átök sumarsins og leikur hvern æfingaleikinn á fætur öðrum. N.k. sunnudag mun liðið fara til Vestmannaeyja og ieika gegn heimamönnum. Landsliðskjarninn er að mestu leyti sá sami, en þó hefur Haf- steinn Guðmundsson, landsliðs- einvaldur, bætt tveimur ungum leikmönnum i landsliðshópinn. Eru það Diðrik Ólafsson, mark- vörður úr Viking, og Asgeir Sigurvinsson, Vestmannaeyjum, en hann er bróðir Ólafs, bakvarð- ar i Vestmannaeyja-liðinu, og er aðeins 17 ára gamall. Landsliðinu hefur gengið mis- jafnlega i undanförnum æfinga- leikjum. Til að byrja með gekk liðinu ekki vel, en undanfarið hef- ur það sótt i sig veðrið, þar til um siðustu helgi, að það fékk alvar- legan skell, og það tapaði illa Góóar bækur Gamalt veró fyrir Vikings-liðinu. Landsliðsmennirnir úr Viking og Keflavik munu hafa nóg fyrir stafni um næstu helgi, þvi að auk þess, sem þeir munu leika i Vest- mannaeyjum með landsliðinu, er ráðgert, að Keflavik og Vikingur leiki I Meistarakeppni KSl. Á sá leikur að fara fram i Keflavík á laugardaginn og hefjast kl. 15. BÚKA MARKAÐURINN SILU OG VALDA- . HÚSINU ÁLFHEIMUM 1 HJUKRUNARKONUR Staða skurðstofuhjúkrunarkonu við Skurðlækningadeild Borgarspitalans er laus til umsóknar. Upplýsingar gefur forstöðukona Borgarspítalans i sima 81200. Reykjavik, 8. 3. 1972. Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.