Tíminn - 10.03.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.03.1972, Blaðsíða 7
Föstudagur 10. marz 1972. TÍMINN 7 Fimmtán mínútur í þurrkara Dinky litli, kötturinn hennar Mary Welch i Eastleigh i Englandi, komst i hann krappan hú um daginn. Hann lenti fyrir einhver mistök i þurrkaranum með þvotti frúarinnar, og i fimmtán minútur snarsnerist hann innan i þurrkaranum innan um þvottinn. Hann kom þó út heill á húfi, en dýra- læknirinn, sem skoðaði hann á V Japönsk tizka Stúlkan i svarta pilsinu og munztruðu blússunni hér á miðri myndinni er Hanae Mori, einn þekktasti tizkuteiknari Japans. Hún er hér á heimili japanska sendiherrans i London, og stendur sendiherra- frúin við hlið hennar. (Einnig svartklædd). Hjá sendiherra- hjónunum hélt Hanae Mori smátizkusýningu á klæðnaði, sem hún hafði teiknað og látið gera. Vissulega eru kjólar sýningarstúlknanna nokkuð óvenjulegir, þótt þeir séu ef til vill ekki með neitt sérstökum japönskum blæ. eftir og sagði, að hann hefði sennilega farið eina 800 hringi i þurrkaranum, sagði ennfremur, að hann hlyti að hafa misst ein átta af sinum niu lifum. Golda Meir lætur ekki snúa sér Ef Anwar Sadat, Leonid Brezhnev og Richard Nixon eiga erfitt með að hafa áhrif á hana Goldu Meir, hvað haldið þið þá að tizkuhúsin i Paris megisegja? Um þau sagði þessi gamla skörungskona i útvarps- viðtali i Tel Aviv: Ég er þvi alls ósammála, að einhverjir menn i Paris hafi leyfi til þess að segja einn góðan veðurdag, að nú skuli allar konur stytta kjólana sina, svo að þeir nái tæpast niður á hné. Þetta segja þeir hvort eð er einungis vegna þess, að þeir verða að afla peninga á einhvern hátt. Ég á einfalt heimili og geng i gömlum fötum. Annað finnst mér kjána- legt. En snúum okkur svo að Mirage þotunum á nýjan leik, bætti hún svo við! Giftu sig i Ijónabúri Þau Oscar Salvioli og Norma Zorzano i Cornadero á Italiu fóru fram á það, að þau yrðu gefin saman i heilagt hjónaband i ljónabúri. Kaþólski presturinn i bænum sagði, að annað hvort yrðu þau gift i venjulegri kaþólskri kirkju, eða alls ekki. Unga parið gekk að þessu, að hálfu leyti þó. Fyrst létu þau prestinn gifta sig i kirkjunni, en siðan héldu þau til ljónabúrsins, og þar voru þau gefin saman af borgarstjóranum. 1 Bezti matur í heimi Læknafélagið i Bretlandi segir i bæklingi, sem nýlega er kominn út, að ekki sé til heil- næmari matur en brezki rétt- urinn Fish and chips — steiktur fiskur og franskar kartöflur. 1 fiskinum er svo mikið af eggja- hvítuefnum, segja læknarnir, og i kartöflunum er eins mikið af kolhýdrötum og þörf krefur. Eignast hann systur Stjörnubörn eldast og stækka y eins og önnur börn, Hérna sjáið þið litinn hnokka, sem mikið hefur verið skrifað um áður, þótt hann sé ungur, en hann stækkar nú óðum og eldist. Hann er kallaður Cri-Cri og er orðinn tæplega eins árs. Foreldrar hans eru Mirja og Gunter Sachs. Hér heldur móðirin stolt á syni sinum. Þau Sachs-hjónin og litli Cri-Cri hafa verið að njóta vetrarins i St. Morits og lagt þar mikið kapp á útilif og iþróttir. Einhverjir hafa sagt, að Cri-Cri eignist, áður en langt liður, systur eða bróður, en móðir hans hefur neitað, að svo sé. Hins vegar sagði hún aðspurð, að vonandi yrði það systir, þegar þar að kæmi. * Franskar konur langt að baki körlum. Athuganir i Frakklandi sýna, að konur þar i landi standa langt að baki körlum i þjóðfélaginu. 20% franskra lögfræðinga eru konur, 12% franskra lækna eru konur, 4% franskra vérkfræðinga og 7% háttsettra opinberra emb- ættismanna. Konur sem starfa I viðskiptaheiminum, og gegna ábyrgðarstöðum, hafa almennt 7% lægra kaup en karlar, sem gegna samsvarandi störfum. frönsk sjúkrahús, og hefur þeim fjölgað um 20% á siðustu þremur árum. Arið 1969 ræddu þessir sérfræöingar 722.000 sinnum við sjúklinga. ÞT Fá greíðslur vegna Dracula Dómari nokkur i Los Angeles, Bernhard Jefferson, hefur á kveðið upp dóm þar að lútandi, að greiða beri ættingjum Bela Lugosi fjárupphæðir sem Universal Pictures hefur hingað til innheimt fyrir alls konar hluti, sem gerðir hafa verið til þess að minna á hina frægu kvik’'yndapersónu Dracula. Lugt kom fyrstur fram með Draci .u i kvikmynd, sem gerð var árið 1931, en allt frá þeim tima hefur ýmislegt verið fram- leitt i liki Dracula. Þar má nefna dúkkur, flugdreka, grimubúninga og fleira og frleira. Frá þvi Lugosi lézt árið 1956hefur kvikmyndafyrirtækið Universal Pictures innheimt eins konar höfundarlaun af þessum hlutum, en héðan i frá mun allt slikt renna beint til ekkju og sonar Lugosis. Geðveiki fer vaxandi Tala þeirra, sem þurftu á sjúkrahúsvist að halda i Frakk- landi vegna geðveilu f jórfaldað- ist á timabilinu frá 1950 til 1970. Á Parisarsvæðinu eru 24% allra sjúkrarúma upptekin af geð- sjúklingum. Þessar tölur sýna ljóslega, hversu mikil aukning hefur verið á þessu sviði, og um leið má geta þess, að berklar og aðrir sjúkdómar eru á miklu undanhaldi. Sjúkrarúmafjöldi vegna berkla lækkaði úr 27% i 5% á þessu 20 ára timabili. Nú sem stendur starfa 950 tauga- sérfræðingar og geðlæknar við Prczymotsczitsczin! hrópaði hann. Ritsjórinn klóraði sér i skall- anum, en sagði svo: — Þetta hefur brenglazt við hristinginn. Reyndu að komast það þvi, hvað staðurinn hét fyrir jarðskjálftann. Frúrnar voru að ræða um veizluna, sem þær voru i fyrir nokkrum dögum. Talið barst að ungfrú Sexhólm, sem venjulega var mjög áberandi klædd. — Almáttugur, kjóllinn hennar. Ef hann hefði verið pinulitið flegnari, hefði hún bara verið ferfætt!! Ungi maðurinn var i læknisskoðun, þvi hann ætlaði að ganga i herinn. — Nokkrir likamsgallar? spurði læknirinn. — Já, ég er nærsýnn. — Geturðu sannað það? — Já, sér læknirinn naglann þarna uppi i loftinu? — Já, svaraði læknirin» — Ekki ég. Eitt af þvi erfiðasta við að vera nýgifturá þessum siðustu timum, er að finna barnfóstru, meðan farið er i brúðkaupsferð. Blaðamaðurinn kom á spretti inn til ritstjórans með blað úr fjarritarnum. — Það varð mikill jarðskjálfti i Póllandi i héraði, sem heitir —Elskan min, passaðu að sand- urinn sé hreinn! Hann mælti fyrir minni kvenna og þegar staðið var upp frá borðum, spurði hann gestgjaf- ann: — Sástu framan i konuna þina, þegar ég sagði, að hún væri eins ungleg og dóttir þin? — Nei, ég sá framan i dóttur mina. Forstjórinn hafði boðið starfs fólki sinu i afmælisveizlu fyrir tækisins. Þegar ræðu hans var lokið, sagði hann um leið og hann lyfti glasi: — Lengi lifi starfs- fólkið. — Á hverju? heyrðist þá frá enda borðsins. Svo er það sagan um dönsku stúlkuna, sem var á ferðalagi i Sahara, hitti þar eyðimerkur- fursta, féll fyrir honum og giftist honum. En hjónabandið rann fljótlega út i sandinn.... nÆMAIAIJSI það væri dásamlegt, ef það væri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.