Tíminn - 10.03.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 10.03.1972, Blaðsíða 17
Föstudagur 10. marz 1972.TÍMINN Kampakátir íslandsmeistarar Þeir voru kampakátir ís- landsmeistarar Fram, er þeir yfirgáfu leikvöllinn eftir sigur gegn tékkneska liöinu Gott- waldov s.l. þriöjudagskvöld. Og ekki dró þaö úr gleöi þeirra, er þeir komu til bún- ingsklefanna, aö þar voru fyrir fulltrúar frá fyrirtækinu Jörgensen & Noröfjörö og af- hentu þeim gjafakassa frá fyrirtækinu, sem innihéidu rakspira frá Zodiac, en á gjafakassana voru letruö nöfn leikmannanna. A myndinni sjást — I aftari röö taliö frá vinstri — Siguröur Einarsson, Ingolfur Óskars- son, Axel Axelsson, Páll Jóns- son, liösstjóri, Pétur Jóhan- nesson og Arni Sverrisson. 1 miöröð eru Arnar Guölaugs- son og Björgvin Björgvinsson. Og fremst sjást Sigurbergur Sigsteinsson, Þorsteinn Björnsson og Andrés Bridde. (Timamynd Gunnar). Mikil þátt- taka í skoðana- könnun blaðsins Alf - Reykjavik, — Að vanda er mikil þátttaka i skoðanakönnun iþróttasiðu Timans um ,,Hand- knattleiksmann ársins’’ og hafa hundruð atkvæða- seðla þegar borizt blaðinu. Það er von okkar, aö um met- þátttöku verði að ræða að þessu sinni, enda var handknattleiks- timabilið eitt það skemmtilegasta um margra ára skeið. þó að þvi sé raunar ekki lokið alveg enn. Eins og kunnugt er, gilda þær reglur um þátttöku i skoðana- könnuninni, að öllum er heimil þátttaka, en þó má enginn senda inn á blaðið fleiri en einn at- kvæðaseðil. Hér að neðan er atkvæðaseðill — og utanáskriftin er: „Hand- knattleiksmaður ársins”, c/o Timinn, PO 370. HANDKNATTLEIKSMAÐUR ARSINS Ég kýs sem handknattleiksmann ársins Nafn Heimili Simi ÞRÖNGÁ ÞINGI VIÐ SKÍÐASKÁLANN S.l. sunnudag stóð Skiðafél. Reykjavikur fyrir móti i svigi, fyrra mótið hófst kl. 2, en hið seinna kl. 5 eh. Mótstjóri var Jónas Asgeirs- son, SR. Ræsir var Haraldur Pálsson IR. Farnar voru tvær ferðir i hvoru móti. Hlið 25 flest, og brautarlengd um 100 metrar. Milli 50 og 60 keppendur mættu til leiks frá félögunum Ármanni, IR, KR, SR, Val og Breiðablik. Sjaldan hafa sézt fleiri á skiðum við Skiðask. en siðasta sunnud. Algjört öngþveiti var þarna og urðu margir að hverfa frá vegna plássleysis og skorts á bilastæð- um. Nafnakall og skráning i skiðamótunum fór fram utanhúss kl. 1. Lyftan var i gangi allan dag- inn. Strax fyrir hádegi fylltist Skiðaskálinn og linnti ekki fyrr enn um kl. 7 um kvöldið. Eigandi Sportvals i Reykjavik gaf 18 silfurbikara fyrir þessa unglingakeppni, og á að keppa 3svar til úrslita. Þessi tvö mót, sem haldin voru, eru tengd um- ræddri keppni. Úrslitakeppni verður haldin viö allra fyrsta tækifæri. Úrslit I fyrra mótinu Stplkur 10 ára og yngri: l.Svava Viggósdóttir KR 67,3 2. Guðriður Friðþjófsd. Arm. 77,10 3. Björk Harðardóttir, Arm 113,4 Stúlkur 11 og 12 ára: 1. Maria ViggósdóttirKR 52,2 2. Erla Margeirsdóttir SR 62,0 3. Dóra Rögnvaldsdóttir KR 64,4 Stúlkur 13 og 14 ára: 1. Jórunn Viggósdóttir KR 51,1 2. Helga MullerKR 52,6 3. Guðrún Harðardóttir Arm. 64,7 Drengir 10 ára og yngri: 1. Lárus Guðmundsson Arm. 49,7 2. Árni Þór Arnasón, Árm. 50,1 3. Jón Bergs SR 58,9 Geysifjölmennt unglingamót haldið um síðustu helgi Drengir li og 12 ára: 1. Sigurður Kolbeinsson, Árm.48,7 2. Kristján Sigurðsson, Arm. 49,8 3. Reynir Erlingsson Arm. 50,7 Drengir 10 ára og yngri: 1. Lárus Guðmundsson Arm. 35,8 2. Arni Þór Arnason Arm. 35.9 3. JónBergsSR 39,5 Drengir II og 12 ára: 1. Sigurður Kolbeinsson Arm. 50,0 2. Jónas Ólafsson, Arm. 55,6 3. Sigurður Sigurðsson, Arm. 57,8 Drengir 13 og 14 ára: 1. Magni Pétursson, KR 47,1 2. Sigurgeir Tómasson, KR 51,5 3. Ólafur Gröndal, KR 56,1 Drengir 13 og 14 ára: 1. Magni Pétursson, KR 44,1 2. Sigurgeir Tómasson, KR 48,4 3. Björn Ingólfsson, Árm. 50,0 Stúlkur 11 og 12 ára: 1. Maria Viggósdóttir KR 54,6 2. Halldóra Hreggviðsd. SR 62,6 3. Nina Helgadóttir 1R 65,5 Úrslit i siðara mótinu Stúlkur 10 ára og yngri: 1. Svava Viggósdóttir KR 38,7 2. Guðriður Friðþjófsd. Á 49,8 3. Þorbj. H. Hilmarsd. Breiðab. 68,0 Stúlkur 13 og 14 ára: 1. Jórunn Viggósdóttir KR 52,6 2. Guðrún Harðardóttir Arm. 66,1 3. Guðbjörg Arnadóttir Arm. 75,3 Nýbreytni í frjálsíþróttum: Víðavangshlaup íslands A siðasta ársþingi Frjáls- iþróttasambandsins var sam- þykkt að halda fyrsta Viða- vagnshlaup íslands. Er það meistaramót Islands i viða- vangshlaupi. Keppt verður i 4 flokkum og verður bæði um að ræða einstaklingskeppni og þriggja, fimm og tiu manna sveitakeppni i öllum flokkum. I flokki unglinga og fullorö- inna verður 4km vegalengd. I flokki drengja og sveina 2 km, i piltaflokki 1 km og I kvenna- flokki 1 km. Slik hlaup hafa veriö haldin i fjöldamörg ár i nágranna- löndunum og jafnan vakið gifurlega athygli. Þar sem við höfum nú eignast stóran kjarna i unglingahlaupum um allt land og 61 keppandi kom I mark i siðasta Vföavagshlaupi IR, má gera ráð fyrir mikilli þátttöku og spennandi keppni I öllum flokkum. Stjórn FRI sér um hlaupið aö þessu sinni, og verður það haldið sunnudaginn 26. marz i Laugardalnum i Reykjavik og hefst kl. 14. Verða öll þau félög og héraðssambönd, sem senda ætla keppendur i hlaupið, að tilkynna þátttöku til FRÍ, Iþróttamiöstöðinni Laugar- dal, (box 1099) fyrir 22. marz. A þessari mynd sést hluti kepp enda á pnglingamótinu, sem haldið var um slðustu helgi. SÍÐUSTU F0RVÖÐ Að venju verður Islandsmótið i innanhúss knattspyrnu haldiö i Laugardalshöllinni um páskana. Keppt verður bæði i karla- og kvennaflokki. Nú eru siðustu for- vöð að skila þátttökutilkynning- um, þvi að fresturinn rennur út i dag. Þátttökutilkynningar eiga að sendast til KSI, PO 1011.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.