Tíminn - 10.03.1972, Blaðsíða 20
Hermenn og lögregluþjónar fyrir utan veitingahús I Belfast, sem skemmdist af sprengingu fyrir nokkrum dögum. Tvær konur fórust og
70 manns slösuöust I sprengingunni. — UPI —
Sprengingar í London
New York og Belfast
NTB — London
Ekki linnir sprengjuæðinu, síður en svo. I gær
fannst sprengja um borð i Boeing 727-flugvél United
Airlines flugfélagsins bandariska. Flugvélin var þá
stödd á flugvellinum i Seattle, og var sprengjan i
farangursgeymslu vélarinnar. Mikil óregla er nú á
öllu innanlandsflugi i Bandarikjunum vegna
sprengjutilkynninga og leitar i flugvélum. Fjórum
sprengjum var varpað að Lundúnaskrifstofu South
African Airways i gær, og kom upp eldur i farþega-
afgreiðslunni. Þá sprakk sprengja i Falls Road
hverfinu i Belfast i gær, með þeim afleiðmgum,að
þrir menn fórust.
A öllum flugvöllum i Banda-
rlkjunum rikir nú eins konar her-
naðarástand. Miklar öryggis-
sveitir hafa verið kvaddar til
starfa, og hafa þær eftirlit meö
öllu,sem fram fer við flugvélar-
nar. Dagurinn i fvrradag var sá
allraversti hvað sprengjuhótan
irnar áhrærir, og var leitað I
mörg hundruö flugvélum þeirra
flugfélaga, sem tilkynnt var um
sprengjur. I e'inni flugvél sprakk
sprengja, og I annarri fannst
sprengja 12minútum áöur en hún
átti að springa. Frá þvi öllu var
sagt i blaðinu I gær.
Dagurinn i gær reyndist ekki
síður annasamur hjá sprengju-
leitarmönnum, þvl þá var flug-
félaginu Northwest Airlines
tilkynnt tvivegis.að sprengja væri
I einni af vélum þess. I fyrra skip-
tið var um að ræða tiltekna flug-
vél af gerðinni Boeing 727, og
nauðlenti hún á næsta flugvelli,
en engin sprengja fannst. I siðara
skiptið var leitað I nokkrum
öðrum vélum, en einnig án árang-
urs.
Sprengja i ferðatösku
Hringt var til National Airways
og sagt, að komið hefði verið fyrir
sprengju i einni flugvél félagsins.
Leitað var þegar i stað i sex
vélum, og fannst sprengja i ferða-
tösku I farangursgeymslu einnar
þeirra, af gerðinni Boeing 727,
sem þá var á flugvellinum i
Seattle. Hringingin kom 20
minútum áöur en vélin lenti.
Hjá TWA, þar sem mest gekk á
I fyrradag, hafa nú veriö gerðar
miklar ráðstafanir, og seinkar
áætlun flugvélanna að jafnaöi um
hálfa aðra klukkustund vegna
þeirra.
Málmleitartæki á
farþegana
Leitaö er á öllum farþegum
með málmleitartækjum, og farið
er vandlega i gegn um allan
farangur. TWA flugvélin, sem
stóö á flugvellinum i Las Vegas i
fyrradag, þegar sprengja sprakk
I henni átti samkvæmt áætlun aö
vera komin á loft 7 mínútum
s i ð a r .
Hús sprengt i Belfast
Að minnsta kosti þrir menn
fórust i Belfast i gær, er sprengja
sprakk i húsi. Þaö eyðilagðist
gjörsamlega, og tvö þau næstu
skemmdust mikið. Sprengjusér-
fræðingur upplýsti, að i spreng-
junni hefðu verið 10 - 15 kg af
dýnamiti. Hermenn, lögregla og
nærstaddir borgarar tóku þegar
að grafa i rústirnar, og fannst 60
ára gamall maður á lffi eftír 10
^minútur, Fólkið i nagrenninu
segir, að einn hinna látnu hafi
verið háttsettur IRA félagi og þrir
hinna slösuðu einnig félagar þar.
Meðan grafiö vari rústunum, fóru
mótmælendur i nágreninu i mikla
göngu til að mótmæla hryðju-
verkunum og lögleysunum un-
danfarið. Tóku þeir rafmagnið af
I fjölmörgum hverfum, og viða á
vinnustöðum fór fólk i verkfall
seinni partinn.
Lagafrumvarp í Danmörku:
Bannað að kasta úr
gangsefnum í höfin
NTB—RB—Kaupmannahöfn.
Danski umhverfismálaráö-
herrann lagöi fram frumvörp,
á þingi i gær, sem gera ráð
fyrir, aö öllum dönskum flut-
ningatækjum verði bannaö að
kasta skaðsömum efnum i
hafið. Bannið á að gilda á
öllum höfum heimsins, og nær
til skipa, flugvéla og borunar-
palla.
Ef frumvarpið veröur sam-
þykt á danska þinginu, hefur
Danmörk framkvæmt þær
ályktanir, sem samþykktar
voru á hafmengunarráðstefn-
unni i Osló i fyrra.
Frumvarpið gerir ráð fyrir,
að i NA—Atlantshafi, ishaf-
inu, Eystrasalti, Eyrarsundi
og i Stóra — og Litla Belti
verði algjörlega bannað að
kasta úrgangsefnum — einnig
þeim, sem teljast hættulaus.
Lögreglan, tollgæzlan og
herinn eiga að geta athugaö,
án viðvörunar, öll farartæki,
sem liggja undir grun um að
hafa brotið lögin. Brot á lögu-
num varðar fangelsisvist og
skaðabótum.
Gert er ráð fyrir, að i ein-
staka tilfellum' verði hægt að
fá undanþágu, og ef um er að
ræða mjög hættuleg efni
verður undanþágan að metast
hverju sinni. Fyrir efni, sem
talin eru hættulaus, verða
settar almennar reglur, þar
sem bannið nær aðeins til
vissra hafsvæða.
Hingað til hefur verið leyfi-
legt að láta danskan iðnaðar-
úrgang i alþjóðleg hafsvæði,
svo framarlega sem erlend
skip hafa sökkt úrganginum,
en þeim hefur verið bannað að
sökkva honum á dönsku um-
ráðasvæði.
Lögin gera einnig ráð fyrir
þvi, að bannað verði að efni,
sem koma frá vélum skipa,
verði látin fara i hafið, ef þau
teljast hættuleg.
Lagafrumvarpiö hefur verið
rætt á meðal danskra út-
gerðarmanna, danskra iðn-
rekenda og i ráðuneytunum.
Allir aðilar hafa sýst sig fylgj-
andi þeim.
Föstudagur 10. marz 1972.
Hótun
um
flugrán
NTB — London.
IATA tilkynnti i dag, að sam-
tökin hefðu fengið aðvörun um, aö
i næstu viku muni maður með
diplomata — passa reyna aö
ræna flugvél, en talsmaður IATA
neitaði að gefa nánari upp-
lýsingar um þetta fyrirhugaða
flugrán. Sagt er, að IATA hafi
fimm menn grunaða i þessu sam-
bandi, og þeir séu allir með vega-
bréf, sem gefin eru út I Mið —
Austurlöndum.
Fóstur-
eyðingar
í Austur-
Þýzkalandi
NTB — Berlin.
Lög, sem heimila fóstur-
eyðingar á fyrstu þrem
mánuðum meðgöngutimans,
voru samykkt i austur —
þýzka þinginu i dag, með
miklum meirihluta atkvæða,
en óvenjumargir greiddu at-
kvæði á móti þessu laga-
frumvarpi stjórnarinnar.
A þingi eru 500 þingmenn,
og greiddu 14 atkvæði á
móti, og átta sátu hjá.
Venjulega eru lagafrumvörp
stjórnarinnar samþykkt einu
hljóði, og telja frétta-
skýrendur, að aldrei hafi
jafnmargir verið á móti
stjórnarfrumvarpi. Þeir 14,
sem voru á móti, eru trúlega
kaþólikkar en þeir sem sátu
hjá tilheyra evangelisku
kirkjunni. Tryggingakerfiö i
landinu mun greiða fóstur-
eyðingarnar og sjúkrahús-
vist.