Tíminn - 16.03.1972, Qupperneq 1

Tíminn - 16.03.1972, Qupperneq 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA /” "V SEMDIBIL ASTODIN HF EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR Fágætar bækur um ísland á fornbókasölu í Osló: Fékk mest af íslands- bókunum í Hollywood Ferða- og landfræðibækur til sölu hjá Damms í Osló að verðmæti 25 milljónir íslenzkra króna JH-ÞÓ, Reykjavik. Hnifur þeirra hjá Damms Antikvariati á Tollbúðargötu 25 i Osló hefur heldur betur komizt i feitt. 1 nýjum bóka- lista frá þeim eru hvorki meira né minna en þrjú hundruð og fimmtiu land- fræðibækur, ferðabækur og landabréf, af fágætasta tagi langflest. Alls er þetta virt á nær hálfa þriðju milljón norskra króna. Meðal bóka, sem okkur Islendinga varða sérstaklega, má nefna Skálholtsútgáfu Landnámabókar, ferðabók Gaimards, ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Páls- sonar á þýzku og frönsku, ferðabók Ólaviusar, náttúru- sögu Horrebows, ferðabók Kerguelens á frönsku og þýzku, sæferðabók Frobis- hers, ferðabók Hookers, ferðabók Martinieres á frön- sku, hollenzku og ensku, Grænlandsbók Peyres á frönsku og þýzku og ferðabók Unos von Troil á ensku. Auk þess rit Magnúsar Olaus á mörgum tungumálum. Eigendur fornbóka- verzlunarinnar telja, að aldrei fyrr hafi jafnmargar fágætar bækur verið til sölu samtimis i forbókaverzlun á Norðurlönd- um. En dýrt er drottins orðið: Landnáma kostar 17.500 krónur norskar og ferðabók Gaimards 28.500, enda er það eintak úr eigu Leópolds Belga- konungs. Myndin er af landakorti úr einni landafræði-bókinni, bók Jens Munck um Amerikuferð, sem hófst í mai 1619. Þarna er einnig sú bók, prentuð á Norðurlöndum, er hæst hefur verið metin fram að þessu — rit Jens Munks um Vesturheimsför hans,prentað i Kaupmannahöfn 1624 og kostar 85 þúsund krónur norskar. ,,Það hefur tekið mig fimm ár, að ná þessum bókum saman, óg þetta er örugglega stærsta safn af gömlum bókum, sem hafa verið til sölu á einum og sama staðnum á Norðurlöndum”, sagði Claes Nyegaard, framkvæmdastjóri Damms Antikvariat A/A i Osló, er Timinn ræddi við hann i gær. Hvar hefur þú náð i þessar bækur? — Ég hef keypt margar i Hollyvood, þó ótrúlegt sé, og einnig hef ég keypt þær i Wien, Róm, London, New York, já og um allan heim. En stærsti hlutinn kemur frá Banda- Frh. á bls. 15 Hagrannsóknardeild Framkvæmda- stofnunarinnar um skattafrumvörpin: ALMENNIR SKATT- AR 370 MILU. KRÓNA LÆGRI en ef lagt hefði verið á eftir gamla skattkerfinu EB-Reykjavik. meiri hlutans. 1 neðri deild fór á Hagrannsóknardeild Fram- sama tima fram önnur umræða kvæmdastofnunar rikisins hefur um tekjustofnafrumvarpið, en gcrt yfirlit yfir skattbreytingar Þar mælti Stefán Valgeirsson samkvæmt báðum skattalaga- fyrir áliti meiri hluta heilbrigðis- frumvörpunum, eins og þau lita °6 félagsmálanelndar deildarinn- út eftir 2. umræðu i hvorri deild. ar við frumvarpið. Mun vera gert Miðað er við álagningartölur og r^ fyrir, að Alþingi afgreiði skattvisitölu 106.5. skattafrumvörpin fyrir helgi. Þetta y firlil ber það mcð sér, að miðað við skattvisitölu 106.5, seni látin er fylgja visitölu fram- færslukostnaðar, er ekki uin að ræða aukna skattbyrði i heild tekið. Ilcildarskattbyrðin af völd- um þessara tvcggja frumvarpa, ef gengið er út frá íöguin og frum- varpi á hækkunarheimilda i báð- uin tilvikum, lækkar úr 7641 millj. kr. i 7231 millj. kr. og munar þar meslu, að almennir skattar, þ.e. tekjuskattur og útsvar, eru i heild 370 millj. kr. lægri cn tekjuskatt- ur, útsvar, almannatrygginga- og sjúkrasamlagsgjöld hefðu verið samanlagt, ef lagt hefði verið á eftir sama kerfi og siðast var gert. Þetta kemurfram i nefndaráliti meiri hluta fjárhagsnefndar efri deildar Alþingis, þ.e. fulltrúa stjórnarflokkanna við tekju- og eignarskattsfrumvarpið, en prentaðar eru sem fylgiskjal með nefndarálitinu yfirlitstölur Hag- rannsóknardeildar. Onnur umræða um tekju-og eignarskattsfrumvarpið i efri deild, fór fram i gær. Mælti Ragnar Arnalds fyrir nefndaráliti MAÐUR DRUKNAR PA-Þingeyri. Skipverji af brezka veðurathugunarskipinu Miranda drukknaði hér i höfninni á sunnudaginn. Maðurinn, sem var á fimm- tugsaldri, mun hafa fallið niður á milli Miranda og togarans Crisilla, en skipin lágu saman úti á höfninni. Mikið hvassviðri var, er þetta átti sér stað. Mannsins hefur verið leitað, en án árangurs. Veðurathugunarskipið var dregið hingað til hafnar á sunnudaginn. Var það Crisilla, sem kom með skipið. Mirainda hafði orðið fyrir alvarlegri vélarbilun, sveifarásinn brotnaði, og verður náð i skipið og það dregið héðan af dráttarbáti. tmmmmmmmmmmmmm* SEYÐFIRÐINGAR FÖGNUÐU FYRSTA SKUTTOGARANUM Eingöngu fiskkassar í annarri lestinni IH-Seyðisfirði. Nýtt fiskiskip bættist i flota Seyðfirðinga s.l. fimmtudag. Er hér um að ræða 338 lesta skutttog- ara, sem ber nafnið Gullver NS 12. Þegar togarinn kom til heimahaínar, var bærinn allur fánum skrýddur, og flykktist fólk niður á bryggju til að fagna skip- inu, en þetta skip mun koma til með að treysta undirstöðu at- vinnulifsins á Seyðisfirði. Gullver er smiðaður I örskova Stálskipværk i Fredrikshavn sumarið 1968, en kemur nú úr fjögurra ára flokkunarviðgerð og er skipið þvi i toppstandi. Skipið er búið 1100 ha. Lister Dieselvél og fjórum hjálparvél- um. Að auki er skrúfutoghringur á skipinu, sem eykur togkraftinn til muna. Ganghraðinn reyndist 11,5 sjómilur og togkrafur er 13 lestir. Togspilið er vökvaknúið frá aðalvél og útbúið þannig, að varpan er dregin i einu átaki upp á dekkið. Ataksmælir fyrir tog- vira er i brú og sýnir átak vira i togblökk. Tvær lestir eru i skipinu og er önnur eingöngu gerð fyrir fiski- kassa og tekur 1100-1200 kassa. Hin lestin tekur 120 lestir af is- vörðum fiski, og er skipið búið is- vél og lestarnar kældar. Skipstjóri á Gullver er Jón Pálsson og vélstjórar Gunnar Þórðarson og Reynir Gunnars- son. Eigandi skipsins er Gullberg h.f., en framkvæmdarstjóri þess er Ólafur M. Ólafsson. Þegar skutttogarinn Gullver lagðist að bryggju á Seyðisfirði i fyrsta skipti, flykktist fólk niður á bryggjuna, og bærinn var fánum skrýddur. ‘ (Timamynd IH)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.