Tíminn - 16.03.1972, Qupperneq 5
Fiinmtudagur 16. marz 1972.
TÍMINN
5
Hvildarhús fyrir
verkamenn
Við rætur Zaliski Alatá á
bökkum hinnar straumþungu ár
Alma-Atinka i Kazakstan hefur
verið reist fimm hæða hús nýs
hvildarheimilis fyrir verka-
menn Balkhas-máliðjuversins.
Dvalargestir hafa til umráða
þægileg herbergi, kvikmynda-
sal, biljarðstofu. Enn eitt
hvildarheimili fyrir verkafólk
hefur bætzt við þau 1240,sem til
eru i landinu — fyrir utan
heilsuhæli og hvildarhús fyrir
samyrkjubændur.
Fjallabúar niður i dalinn
byrlur hafa flutt siðustu fjöl-
skyldurnar frá fornu þorpi i
Tadzjikistan — er það i
Minobgili i 3000 metra hæð.
Engin hætta steðjaði að byggð
þessari, ibúarnir ákváðu ein-
faldlega að flytja frá þessu
þorpi sem var svo til einangrað
fra umheiminum og til þægi-
legra svæða, þar sem þeirra
biðu ný hús, með öllum þægind-
um. Rikið tók á sig allan kostn-
að af þessum flutningum.
i kapp í hjólastólum
Charlie Chaplin, sem nú er
83
ára gamall bauð i keppni Louise
Brat, fjögurra ára,á hjólastól nú
fyrir nokkru, þegar þau voru
bæði stödd á Heathrow flugvelli
við London. Louise litla var svo
hyggin, að hún neitaði. —Þú
vinnur áreiðanlega, af þvi að þú
ert eldri, sagði hún. Þau Chaplin
og Louise hittust i flugvél á leið-
inni frá Sviss til Englands.
Hjólastólar biðu þeirra beggja,
þegar þau komu til London.
Stóllinn beið Chaplins vegna
þess hve gamlall og hrumur
hann er orðinn og Louise vegna
þess að hún var að ná sér eftir
að hafa verið með slæma ilensu.
Þótt Louise litla sé ekki gömul
þekkti hún Charlie Chaplin
þegar i stað. —Hann er maður-
inn i viðu buxunum og með sta-
finn sagði hún.
Eru þau skilin
Upphafið að undarlegri sögu
hófst á flugvellinum i London 5.
janúar siðast liðinn. Þá stóðu á
flugvellinum kona og maður og
rifust hástöfum. Ekki voru það
margir, sem þekktu manninn og
konuna, en þó nógu margir til
þess að frétt um skilnað Jackie
Onassis og Ari Onassis komst á
kreik, en þetta voru einmitt þau
Sú, sem það gerði, heitir Anita
Chuan, og er af kinverskum
ættum. Eftir myndinni að
dæma, er þetta bara venjuleg
ung stúlka. Dagsdaglega vinnur
hún sem einkaritari, en nú
langar hana til þess að fá sér
dálitla aukavinnu til þess að
bæta upp laun einkaritarans, og
þess vegna sótti hún um þetta
heldur óvenjulega starf. — Það
er ekkert að taka menn af lifi,
segir hún. — Það þarf ekki
annað en að styðja á hnapp, og
þar með er það búið.
aukavinnu
Áhugamál fólks eru marg-
visleg, sem betur fer, þvi erfitt
væri, ef allir vildu verða það
sama, eða gera það sama.
Hvers vegna þá að furða sig á
þvi, þótt ung stúlka i Kuala
Lumpur i Malaysiu sæki um að
verða aftökustjóri i hjáverkum.
Tekur fólk af lifi í
tvö. Jackie var að fara til New
York og yfirgaf mann sinn i
mikilli reiði. Ari Onassis hélt til
Aþenu. Svo gerðist ekkert fyrr
en 21. januar. Þá hittust griski
erkibiskupinn, Ari Onassis og
tveir lögfræðingar hans i
Aþenu. t þessu sambandi er
rétt, að geta þess, að þegar fólk
ætlar að skilja i Grikklandi
kemur til kasta kirkjunnar. Það
er þvi heldur erfitt að imynda
sér nokkuð annað en skilnað i
þessu sambandi. Jackie var
stödd i Aþenu um þessar
mundir, en hún hitti þó ekki Ari
mann sinn.Eftir þetta hvarf
hún af sjónarsviðinu um sinn.
Myndin, sem hér er með og
sýnir Jackie hálfsofandi á
svölunum fyrir framan hús
Onassis á Scorpios, og önnur
mynd af þeim Ari og Jackie, þar
sem Ari er að lesa i bók, sanna,
að Jackie kom til þess að hitta
mann sinn fyrrverandi, eftir að
skilnaðurinn hafði farið fram, ef
hann þá hefur átt sér stað.
Jackie og Ari er mikilsvert, að
geta haldið áfram að vera góðir
vinir, þrátt fyrir það, að þau séu
skilin, ef þau þá eru það, þvi
annars eiga þau alls enga vini.
Af myndunum að dæma er
Jackie hætt að hugsa um lin-
urnar og kilóin, og hún er meira
að segja með ótilhaft hárið á
myndunum
Karlmaður er ekki ástfanginn, ef —Auðvitað er ég stoltur af að
honum finnst stúlkan ekki ennþá borga skattana mina, það er bara
yndislegri en henni sjálfri. það, að ég væri alveg eins stoltur
___________ af að borga helmingi minna i
skatta.
— Ertu ennþá hrifinn af smur-
brauðsdömunni?
—Hvers vegna eruð þér með
spora á stigvélunum, fyrst þér
r i ð i ð e k k i ?
—Hvers vegna eruð þér með
fjaðrir i hattinum fyrst þér verpið
ekki?
Gamli reyndi ^kipstjórinn tók á
hverjum morgni i brúnni gulnað
blað upp úr læstri skúffu og las
það, þögull og alvarlegur á svip.
Stýrimaðurinn hafði lengi velt
fyrir sér, hvort skipstjórinn væri
trúaður maður og læsi sálm á
hverjum morgni. Það var ekki
fyrr en sá gamli fór a eftirlaun, að
stýrimaðurinn fékk svalað for-
vitni sinni. Hann opnaði skúffuna
hátiðlega og tók upp blaðið. A þvi
stóð: —Stjórnborði til hægri, bak-
borði til vinstri.
— Pabbi, þvi veiddirðu ekki
þennan þarna ? Hann er miklu
_ stærri.
Það kom merkur prédikari til
bæjarins og ibúarnir fjölmenntu
til að hlusta á hann. Ræðan fjall-
aði að mestu um Viti og allt það
illa, sem þar er.
Loks stóð gömul kona upp og
gekk út með þessum orðum:
—Ef það er svona illt i Helviti, þá
er bara ekki verandi þar.
DENNI
DÆAAALAUSI
Hérna. Ef þú trúir ekki aö hann
sé haröur, þá skaltu prufa eina f
kökunum hans.