Tíminn - 17.03.1972, Qupperneq 6

Tíminn - 17.03.1972, Qupperneq 6
6 Föstudagur 17. marz 1972. AAagnús H. Gíslason: Virkjun Jökulsdr eystri Fram hefur verið lögð á Alþingi „tillaga til þingsályktunar um rannsókn á aðstæðum til virkjun- ar i Jökulsá eystri i Skagafirði”. Flutningsm. till. eru alþm. Gunn- ar Gislason og Pálmi Jónsson. I greinargerð fyrir till. segir svo m.a.: „Augljóst er, að okkar Norð- lendinga biður skortur á raforku i nánustu framtið”. Og siöar: „Þegar rætt hefur verið um hugsanlegar virkjanir á Norður- landi, hefur verið bent á virkjun Jökulsár eystri i Skagafirði”. Hvorutveggja þetta er rétt og mætti þó kveða fastar að orði um orkuskortinn. Eftir honum er óþarft að biða, hann er þegar fyr- ir hendi og verður illbærilegri meö hVerju árinu sem liður, án þess aö úrbætur fáist. Áhugi var hjá ýmsum á þvi,- og ekki nýtilkominn,- að bæta úr orkuskortinum með þvi að virkja Reykjafoss i Svartá i Skagafirði. Beittu mætir menn sér af mikilli atorku fyrir þvi, að knýja það fram. Var svo komiö á sl. vori að fengizt hafði samþ. Alþingis á heimildarlögum fyrir virkjun- inni. Málið var þó engan veginn þar með leyst. Eftir var að ná samningum við landeigendur um bætur fyrir búsifjar þær er þeir yrðu fyrir af völdum virkjunar- innar. Vel mátti svo fara, að þaö samningaþóf yrði langt og strangt. Þó munu fylgismenn virkjunarinnar hafa talið,að með samþ. heimildarlaganna væri úr- slitaorustan unnin. Það hefur ekki verið neitt launungarmál, að ég var aldrei sannfærður um réttmæti Reykja- Magnús H. Gislason. fossvirkjunar. óumdeilanlegt var, að hún gat aldrei orðið nema bráðabirgðalausn á orkuskorti Norðvesturlands, jafnvel þótt að- eins væri miðað við óhjákvæmi- legustu raforkunotkun. Hún skap- aði þvi enga möguleika til þess, að ráðizt yröi þar i orkufrekar framkvæmdir, sem full nauðsyn er þó á, vegna atvinnuástandsins i þessum landshluta. Hún krenkti verulega kosti nokkurra jarða, með þvi að setja verðmætt land undir vatn. Hún var talin spilla fiskiræktarmöguleikum ofan fossins, en þar er áin einmitt, af sérfróðum mönnum, talin fram- úrskarandi álitleg til fiskiræktar. Enginn vissi,hvað skaðabótakröf- ur kynnu aö verða háar frá hendi þeirra manna, sem virkjunin hlaut að valda tjóni. Engin athug- un, að neinu gagni, hafði farið fram á öðrum virkjunarmögu- leikum á Norðurlandi vestra og þvi ógjörlegt að fullyrða nokkuð um hvort aðrar virkjanir þar gætu ekki verið hagkvæmari. Allt voru þetta atriði, sem mér sýndist að ekki væri unnt að kasta umhugsunarlaust aftur fyrir bak- ið. Þessar skoðanir lét ég ákveðið i ljós á sl. vori, bæði i ræðu og riti. Fyrir bragðið var mér brugðið um andstöðu við sjálfsagða og nauðsynlega orkubeizlun fyrir Norðvesturlandskjördæmi. Mér fannst það bæði óskynsamleg og ósanngjörn ásökun en svaraði með þvi að spyrja hver vildi full- yrða, að virkjun t.d. Jökulsár eystri gæti ekki verið hagkvæm- ari? A sl. sumri gerðizt það svo loks að fram fór nokkur athugun á virkjunarmöguleikum á Norð- vesturlandi. Sjálfsagt er þeim rannsóknum enn engan veginn lokið og þvi of snemmt að slá nokkru föstu um óyggjandi niður- stöðu. Verulegar likur eru þó á, að ekki sé önnur virkjun hag- kvæmari á Norðvesturlandi en Jökulsárvirkjun. Þar er um að ræða tvo virkjunarstaði. Orka virðist mikil, virkjunaraðstæður hentugar, landsspjöll litil sem engin, fiskiræktunarmöguleikum ekki spillt. Hér er þvi ekki litið i efni. Ég hlýt þess vegna að fagna þvi, að frekari gangskör sé gerð að þessum athugunum,- og sé raunar ekki að stætt sé á þvi að láta þar staðar numið, sem komið KENNARANÁMSKEIÐ 1972 Eftirtalin námskeið hafa verið ákveðin. I. ÍSLENZKA Timi. Staftur 1.1 Námsk. fyrir barna- og gagnfr.sk.kenn. 20.6. — 24.6. Æfinga- og tilraunask. II. STÆRÐFRÆÐI: 2.1 Námsk. fyrir barnakenn. i 1. -3. bekk 1.6. — 24.6. Æfinga- og tilraunask. 2.2 ” •* ” 4,- 5. ” 14.8. — 29.8. Kennarahásk. islands >'• » 2.3 ” .. ba- °g ga" kenn. 6-. 7- » 14.8. — 29.8. 2A ” » gafrsk- kenn. 8-.10- » 21.8. — 8.9. » » III. EÐLISFRÆÐI: 3.1 Námsk. fyrir barnakennara 14.8. — 2.9. Menntask. i Rvik 3.2 ” ” ” 3*3 » gagnfr. sk. kennara 3 4 » ba. og gafrsk. kennara 31.7. — 21.8. — 4.9. — 19.8. 9.9. 16.9. Hrafnagilssk. Eyjaf. Menntask. i Rvik Leirárskóla, Borg. IV. LÍFFRÆÐI: 4.1 Námsk. fyrir barnakennara 5.6. — 16.6. Menntask. vift Hamrahiift 4.2 ” 14.8. — 26.8. Menntask. á Akureyri 4.3 ” ” gagnfræftask. kennara 28.8. — 9.9. Menntask. vift Hamrahlift V. DANSKA: S.l Framhaldsnámsk. fyrir barnakennara 5.6. — 10.6. Digranesskóli, Kópavogi »» »» 5.2 Námsk. ” » 14.6. — 1.7. 5.3 ” » » 14.8. — 26.8. Leirárskóli, Borg. 5.4 ” 14.8. — 26.8. Hrafnagilsskóli, Eyjaf. 5.5 ” fyrir gagnfræftaskólakennara 5.6 ” á vegum Kennarahásk. I Khöfn. 28.8. — 8.9. Kennaraháskóli islands ætlaft gagnfræftaskólakennurum 14.8. — 26.8. »» »» VI. S AMFÉ LAGSFRÆÐI: 6.1 Námsk. fyrir barna- og gagnfrsk.kenn. 28.8. — 8.9. Kennaraháskóli isiands VII. TÓNMENNT: 7.1 Námskeið fyrir músik- og söngkenn. 23.8. — 2.9. Tónlistarskólinn Rvik. Umsóknarfrestur er til 1. mai fyrir þau námskeið, sem haldin verða I júni, en til 1. júni um önnur námskeið. Nánari upplýsingar verða sendar skólunum I bréfi ásamt umsóknareyðublöðum. Menntamálaráðuneytið, 16. 3. ’72. Skagfirzku söng- sveitinni vel tekið á fyrstu tónleikum hennar sunnanlands Skagfirzka söngsveitin heit- ir hún og er blandaður kór hér i bænum. Hún má heita nýliði i hópi þeirra kóra, sem hér starfa i höfuðborginni. Hún er, að langmestu leyti a.m.k. skipuð Skagfirðingum og söngstjóri sveitarinnar hefur frá upphafi verið frú Snæbjörg Snæbjarnardóttir frá Sauð- árkróki. Söngsveitin mun fyrst hafa komið fram opinberlega á s.l. sumri, er hún hélt tónleika i félagsheimilinu Miðgarði i Skagafirði og söng þá einnig við hátiðahöld þau, sem fram fóru á Sauðárkróki i tilefni aldarafmælis kaupstaðarins. Nú nýverið hefur Skagfirzka söngsveitin efnt til tveggja opinberra tónleika, fyrst i félagsheimili Seltirninga, siðan I Keflavik. Aðsókn var ágæt og söngnum prýðilega tekið. Frú Snæbjörg er smekk- vis og öruggur stjórnandi. Söngstjórn hennar sannar, að konur geta engu síður en karlar verið liðtækar á þvi sviði. Einsöngvarar með kórnum voru þau Þórunn ólafsdóttir og Friðbjörn G. Jónsson, þekkt nöfn i söng- heimi höfuðborgarinnar. Leystu þau bæði einsöngs- hlutverk sin vel af hendi, sem vænta mátti. Undirleikari kórsins á þessum tónleikum var ólafur Vignir Albertsson og gengur enginn óstuddur, sem hefur hann við hlið. Að sjálfsögðu voru ekki öll lögin jafn vel flutt. En öll voru lögin vel sungin og sum ágæt- lega. Aðaluppistaðan í söng- skránni voru lög eftir skag- firzku tónskáldin Pétur heit- inn Sigurðsson frá Geir- mundarstöðum, Eyþór Stefánsson og Jón Björnsson á Hafsteinsstöðum. Var það vel til fundið. Skagfirzka söngsveitin hefur nú gengið undir sina frumraun og fær góða einkunn. Sá árangur á að vera henni hvatning til þess að halda ágætu starfi áfram og gera jafnvel enn betur en orðið er. Til þess hefur hún alla burði. Norðri. er. Og ég sé ekki ástæðu til að harma þótt þær leiddu i ljós, að ekki hafi verið goðgá að nefna Jökulsá þegar talað var um Reykjafoss. Hitt væri þó þýðingarmeira ef þær sýndu, að Jökulsárvirkjun væri ekki aðeins hagkvæmasta virkjun á Norðurl. vestra heldur einnig álitlegri ýmsum þeim virkjunum, sem mest hafa verið á orði hafðar að undanförnu. FRÁ LÍFEYRISSJOÐI RAFIÐNAÐARMANNA Stjórn lifeyrissjóðsins hefur ákveðið að veita lán úr sjóðnum til félagsmanna hans. Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu sjóðsins að Freyjugötu 27, fyrir 20 april nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást i skrifstofunni, simi 26910. Stjórn Lifeyrissjóðs rafiðnaðarmanna. VERKAKVENNAFÉLAGIÐ FRAMSÓKN Aðalfundur félagsins verður sunnudaginn 19. marz i Iðnó kl. 2.30. e.h. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Konur fjölmennið og mætið stundvislega. Sýnið skirteini við innganginn. Stjórnin. JÖRÐIN HÓLL i Bildudal er til leigu og laus til ábúðar i næstu fardögum. Jörðinni geta fylgt 9 kýr. Umsóknir sendist hreppsnefnd Suður- fjarðarhrepps. Hreppsnefnd Suðurfjarðarhrepps.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.