Tíminn - 24.03.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.03.1972, Blaðsíða 3
Fftstudagur 24. mar/ 1972. TÍMINN 3 Handrit skálda og rithöfunda í Landsbóka- safni Fyrir þremur árum var i Landsbókasafni — i tilefni rit- höfundaþings — haldin sýning á eiginhandarritum ungra skálda og rithöfunda. Kom þá brátt til tals að efna síðar til sýningar á eiginhandarritum hinna eldri nú- lifandi skálda og rithöfunda, og stendur su sýning nú i anddyri Safnahússins við Hverfisgötu. Á sýningunni eru ýmist handrit, er safnið átti fyrir, eða handrit, sem skáldin hafa annaðhvort, gefið eða léð Landsbókasafni til þessarar sýningar. Sýningin mun standa fram um 20. april hvern virkan dag frá kl. 9-19 og er öllum heimill aðgangur. Frétt frá Landsbókasafni tslands. Lögum um Verðjöfnunar- sjóðinn breytt EB—Reykjavík. Frumvarp Sjálfstæðisflokks- þingmannanna: Guðlaugs Gisla- sonar, Péturs Sigurðssonar og Matthiasar Bjarnasonar um Verðjöfunarsjóð fiskiðnaðarins, varsamþykkt sem lög frá Alþingi s.l. fimmtudag. Frumvarpið er þess efnis, að Seðlabanki Islands hafi á hendi rekstur Verðjöfnunarsjóðs, og skuli hann ávaxta fé hans i sam- ráði við stjórn sjóðsins, annað hvort i erlendri mynt eða islenzk- um krónum. Verði breyting á gengi islenzku krónunnar, skal fé sjóðsins umreiknast til hækkunar eða lækkunar, eftir þvi sem við á, i samræmi við gengisbreyting- una, að þvi leyti sem það kann að vera ávaxtað i islenzkum krón- um. Sundhöllin i Reykjavik átti :!() ára afmæli i gærdag, og af þvi tilefni höfðu sundhallarforstjór- inn Ilermann Hennannsson og frú lians tertuveizlu á laugar- hakkanum fyrir morgunhanana, sem mæta þar i sund á hverjum morgni. Þrátt fyrir tilkomu nýrri sundstaða i borginni, slendur Sundhöil Reykjavikur fyllilega fyrir sinu, og er reisulegt mann- virki og góður sundstaður enn þann dag i dag. Guðjón Samúelsson húsameistari teiknaði Sundhöllina, sem þótti mikið stórvirki á sinum tíma, og var jafnvel umdeild. Myndin var tekin fyrir átta i morgun, þegar m o r g u n h a n a r n i r , á s a m t nokkrum af veikara kyninu, gæða scr á rjómalertunum á laugar- bakkanum, og er ekki að ela, að vel hefur verið tekið til matar sins eftir sundspretlinn. (Timamynd G E) Hvammstangi: Kanna áfram- hald á rækju- vinnslu HS — llvammstanga. Atvinnuástand mátti heita hér slæmt fram að áramótum. Leiddi það til þess, að nokkuð af fólki fór héðan á vertið. Megin ástæðan fyrir atvinnu- skortinum var sú að rækjuvinnsla hefur hér engin verið að undan- förnu. Er það illt, þvi að nóga rækju virðist vera að hafa á llúnaflóa. En rækjubáturinn, sem lagði hér upp, hefur verið i slipp. og óvissa rikis um framhalcl veiðanna. Af þessum sökum gekkst sveitarstjórnin hér fyrir fundi með Kaupfélaginu, Verzlun Sig. Pálmasonar og Verkalýðs- félaginu til þess að ræða mögu- leika á áframhaldi rækju- vinnslunnar og hvort eitthvað væri unnt að gera til þess að tryggja að hún geti orðið varan- legur og gildur þáttur i atvinnulifi þorpsins. Niðurstaða fundarins varð sú, að hver þessara aðila fyrir sig kanni málið og komi siðan saman til fundar á ný, til frekari ákvörðunar. Garnahreinsunin, sem undan- frana vetur hefur farið hér fram á vegum Samb. isl. samvinnufél. og hel'ur veitt talsverða atvinnu, hófst fyrir tveimur mánuðum og stendur enn yfir. Hvarf Geirfugladrangs breytir ekki lögsögunni OÓ—Reykjavik. — Ég vil ekki viðurkenna að fiskveiðilögsaga okkar minnki, þótt drangur hverfi i sjó, sagði Pétur Sigurðsson forstjóri Landhelgisgæzlunnar i gær, en þá var Gæzlan búin að frétta að Geirfugladrangur væri horfinn. Drangur þessi var vcstasti viðmiðunar- punktur Landhelgisgæzlunn- ar, cn liann cr eða var vestur af Eldey. Sjómenn á fiskibáti urðu varir við að drangurinn var horfinn i fyrradag. Varð- skip er nú að atliuga þetta nánar. Timinn lagði þá spurningu fyrir Pétur Sigurðsson hvort landhelgin mundi ekki minnka við hvarf drangsins og færast innar, þar sem Eldey er nú vestasti viðmiðunarpunktur islenzkrar lögsögu. Pétur svaraði þvi til, að þótt drang- urinn hverfi, sé þetta umsam- inn punktur, og það sem við höfum átt einu sinni innan iög- sögu okkar, verður ekki frá okkur tekið. — Varðskip er nú á þessum slóðum, og er verið að athuga, hvort ekki kemur eitthvað upp af drangnum um fjöru. Geirfugladrangur var um 10 metrar á hæð yfir sjávarmál og litill um sig. Drangurinn minnkaði mikið i striðinu, þá var hann notaður fyrir skot- mark og dúndrað á hann úr stórum fallbyssum. Geir- fugladrangur var úr móbergi, og hefur étizt utan af honum i sjávarróti. Okkur hjá hjá Landhelgisgæzlunni kemur ekki á óvart þótt drangurinn sé horfinn, sagði Pétur. Viö voru búnir að vara við þessu. Sama er að segja um Kol- beinsey, hún er lika að fara. Eyjan er i rauninni ekki annað en grjótruðningur, og minnkar hún sifellt. Kannski verður steypt ofan á hana. Annað mál er með Hvalsbak- inn, fyrir suðaustan land. Hann er ein stór hella, sem brýtur yfir, en hann stendur sig. En ég vil itreka, að höfum við einu sinni teiknað sker og eyjar inn á kort i islenzkri lög- sögu, mun það standast i framtiöinni. Tertuveizla í Sundhöllinni SLIPPSTOÐIN HÆTT VIÐ 1000 LESTA TOGARANA Einar ríki undirritaði samninga um smíði 3 búta SB—Reykjavik. Slippstöðin á Akureyri afsaiaði sér i gær samningunum um smíði tveggja 1000 lesta skuttogara, sem hefjast átti eftir mánuð. Engin ákveöin loforð liggja fyrir, um að stööinni verði falin smiði minni togara, þótt meiri hagkvæmni slfkra togarasmíða hafi verið aðalástæðan fyrir þvi að hætt var við stóru togarana. í gær undirritaði Slippstöðin samninga um smíði 3ja 150 lesta fiskibáta, sem afhendast eiga næsta vor. Gunnar Ragnar framkvæmda- stjóri Slippstöðvarinnar sagði á fundi með fréttamönnum i gær, að eins og kunnugt væri, hefði undanfarið staðið yfir könnun á þvi, hvort stöðin gæti hætt við smiði stóru togaranna, þar sem mestur áhugi rikti nú á minni skuttogurum, 350 til 450 lesta. Ákvörðun i málinu hefði nú verið tekin og Slippstöðin fallizt á það við Samninganefnd um skut- togara á Akureyri að rifta samn- ingunum, sem skrifað var undir fyrir tæpu ári. Smiði fyrra skipsins átti að hef jast i fyrrahaust, en vegna margs konar tafa, hófst hún aldrei. Mikil undirbúningsvinna hefur þó farið fram, og Slippstöðin hefur samið um kaup á vélum og tækjum, en skuttogaranefndin mun nú kanna það mál og semja um að nota vélarnar og tækin i smiðar á svipuðum skipum erlendis. Sagði Gunnar, að kostnaður stöðvarinnar við undirbúning smiðanna væri talsverður, en ekki lægju fyrir ákveðnar tölur i þvi sambandi. Um kostnaðinn yrði einnig samið. Allan timann, sem rætt hefur verið um að hætta við smiði stóru togaranna, hefur legið ljóst fyrir, að ekki yrði hægt að byrja strax á minni togurunum, ef til kæmi. Undirbúningstimi er nokkur, gera þarf útboðslýsingar og annað, sem tekur marga mánuði, og þar sem tveir bátar, sem nú eru i smiðum, eru komnir á lokastig, er nauðsynlegt að hefjast handa um nýtt verkefni. Á fundinum i gær undirrituðu þvi slippstöðvarmenn og Einar Sigurðsson i Vestmannaeyjum samninga um smiðir þriggja 150 lesta fiskibáta. Nægir það verkefni stöðinni næsta árið, en jafnframt fer fram undirbúningur að smiði minni togaranna, sem ætti að geta hafizt um áramótin. Gunnar gat þess, að Slippstöðin liti á smiði bátanna þriggja sem bráðabirgðaverkefni, þvi að þótt ekki lægju fyrir ákveðin loforð um að stöðin tæki að sér togara- smiðina, væru fyrir hendi ,,ák- veðin skylyrði”. Smiðin yrði þó ekki hafin, nema kaupendur væru fyrir hendi, öðruvisi en rikisvaldið gegni i ábyrgö. Eins og kunnugt er, var fyrri stóri togarinn ætlaður Útgerðarfélagi Akureyringa, en nú liggur ekki fyrir, að ÚA muni kaupa enn minni togaranna. Að lokum sagði Gunnar, að Siippstöðin liti svo á, að ósk rikis- valdsins um að hætt yrði við stóru togarana, gefi vonir um, að minni skuttogarasmíðunum verði beint til innlendra skipasmíðastöðva og þeim verði þar með tryggð rað- smíði skipa, nokkur ár fram i timann. Heimildir til sliks þyrftu þó að koma sem allra fyrst. Iðnaður í náttfötum Einslök er sú sambúð við óskiljanleg fyrirbæri, sem okkur er gert að bera, eftir þvi sem vcx sá ágangur erlendrar hugmynda- fræði og sambúðarhátta, sem okkur hljóta að vera framandi i bæði trúfræöilegum og siðferði- legum efnum. Gott dæini um þetta, þótt i smáum stfl sé, var sú franska mynd, sem sýnd var i sjón- varpinu á miðvikudagskvöldið, og enginn man stundinni lengur hvað heitir, hvað þá að liægt sé aö festa sér i minni eða skilja upp- haf hennar, endi eöa tilgang. A yfirborðinu var þetta ósköp vcnjulegt nudd út af kvenmanni — konan leggst með öðrum, ha. Myndin er gerð i þessum hefð- bundna franska stil, sem minnir á bflveiki. Fólk gengur um mcð sveiflu, cn kvenpersónan flæmist um i náttfötunum sinum, svolitið máttlaus i höfðinu. Þeir sem handfjötluðu liana studdu gjarna við liana með nokkrum til- burðum, eins og gcrt var á rút- bflaöldinni, þcgar sprakk á Holta- vörðuheiði og hlé varð á styppunni. Hafi þetta átt að vera djörf mynd og sýningarhæf þess vegna. þá skilur enginn slika dirfzku eftir að pornóöldin er gengin i garð, nema kannski þeir sem ráða valinu hjá gamla gufu- radióinu, eins og hann Þorgeir hefur kallað stofnunina. Þau dýpri rök, sem liggja að þvi að svona mynd er gerð, hljóta að vcra svo sérfrönsk, ef þau eru þá cinhver, að hér a.m.k. verður hún óskiljanleg. Myndin er sýnilega gcrð fyrir áhorfendur, sem ciga skriftastólinn yfir böfði sér, og grunur ininn er sá, að myndin liafi fyrst og fremst verið gcrð handa skirlifum frönskum kellingum, til að þær gælu býsnazt og borið sig saman við háltarlagið eftir að hafa kannski stritt lengi gegn hugrenningum sinum til að þurfa ekki að segja neitt ljótt við prestinn. Uppátæki eins og þessi mynd eru þvi syndsamleg á einstökum stöðum á hnettinum. Hins vegar ris hinn franski iönaður i nátt- fötuin til litils hér noröurfrá. Hér vekur liann aðeins minningar um þann laslcika, sem stunduin herjaði á menn og konur, sem voru óvön þvi að hossast i bil. Ráðamenn sjónvarpsins geta ekki talið svona verki til gildis, að það setji tilætlaðan hroll i þær hoidsins verur franskar, sem eiga skriftastólinn yfir höfði sér. ('g þeir geta ekki heidur valið hana á þeim forsendum, að ekki þurl: þeir að skrifta fyrir neinum. Svarthöfði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.