Tíminn - 24.03.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.03.1972, Blaðsíða 9
Föstudagur 24. marz 1972. TÍMINN 9 UtgcfamH; Framtdktta rtlok'kurfnn Framkvæmdastiórú Kflítján Bénédtkfasótt, Rjntjötari Þórarirth Þófárinisson 'áþj; f- -rtdrés Kflsfíánsson, íon Holgafon, thdrtSt G. Þorsteinssón og Tómas Karl&son, Aoglýsínstastiórl. Siteln- grímur íórtiarskrRSiWör I Eddoívjsmu, SÍttiar 183ÓO I83Q&, Sk rif?tofur Bankastræfl 7. Af9ret5siusími 12323. Augiýsínqai, m{ 19Í23. Aörar skrjfstofur simi T830Q.:: Áskftftargíald kr. k.r, ti.óð 4 22S.0Q é mánutti Innanlamfs. :( lausasöirf IntakSS. ~ BlaSaprertt h.f. (OfftatJ Efling togaraflotans Talsvert hefur borið á gagnrýni á hin miklu togarakaup, sem nú eiga sér stað. Búið er að semja um kaup á æði mörgum togurum og ýmsir hafa látið i ljós ugg um,að ekki takist að manna þá. Eitt hinna mörgu vandamála, sem núver- andi rikisstjórn hlaut i arf frá „viðreisnar- stjórninni”, var efling togaraflotans, sem hafði grotnað niður á „viðreisnartimanum”. Þegar „viðreisnarstjórnin” kom til valda haustið 1959 voru togararnir 46, en ekki nema 22 þegar hún lét af völdum. Togurunum hafði fækkað um meira en helming. En þess verður jafnframt að gæta, að 17 þeirra togara, sem nú eru i rekstri, eru orðnir svo gamlir og úreltir, að þeir hljóta að heltast fljótlega úr lestinni. Það má þvi segja, að þörf sé endurnýjunar togaraflotans frá grunni. Orsök þess, að togaraflotinn grotnaði niður á viðreisnartimanum var fyrst og fremst vegna þess, að „viðreisnarstjórnin” hafði enga for- ustu um uppbyggingu atvinnulifsins. Þar réð handahóf og sérgróðasjónarmið ferðinni. Nú eru horfur á, að um 30 togarar bætist við fiskiflota slendinga á næstu þremur árum. Það er vissulega rétt,að heppilegast er að endur- nýjun togaraflotans sé nokkuð jöfn og skipuleg og tryggir vafalaust bezt, að fylgzt verði með tækniframförum i togarasmiði.En eins og þessi mál standa núna er ekki unnt að standa þannig að endurnýjun togaraflotans. Þar er ekki við núverandi rikisstjórn að sakast heldur hina fyrrverandi. Þar sem endurnýjun togaraflot- ans var alveg vanrækt sl. áratug er ekki an- nars völ, en gera þetta umrædda íak á stuttum tima. Til að manna þann togaraflota, sem hér verður eftir að umrædd endurnýjun er komin til framkvæmda, þarf ekki nema um 900 manns. Hins vegar þurfti um 1400 manns til að manna þann togaraflota, sem hér var 1960. Mismunurinn liggur i þvi, að hin nýju skip þarfnast minni mannafla sökum fullkomnari útbúnaðar. Hinir nýju togarar munu dreifast á marga útgerðarstaði og treysta stórlega fiskiðnaðinn i sjávarplássunum úti um landið, þar sem fisk- vinnsla er helzta atvinnugreinin og burðarás byggðarlagsins. Efling togaraflotans og endurnýjun frysti- húsanna eru nú meðal helztu stórmálanna, sem núverandi rikisstjórn beitir sér fyrir, en þau eru einnig helztu stórmál dreifbýlisins og þvi einn þýðingarmesti þátturinn i þvi mark- miði rikisstjórnarinnar að treysta jafnvægi i byggð landsins. Við ætlum að færa fiskveiðilögsögu okkar út i 50 milur 1. september n.k. Við ætlum okkur jafnframt að nýta fiskimiðin á landgrunninu okkur til hagsbóta. Við ætlum okkur stærri aflahlut en áður. Til þess þurfum við ný og mörg skip af fullkomnustu gerð. —TK Úr brezka timaritinu THE EC0N0MIST: TILLÖGUR HUSSEINS ERU EKKI FJARSTÆÐA r Afstaða Israelsmanna getur orðið jákvæðari þegar frá liður Husscin k(muiif<iir i Jórdaniu. HUSSEIN konungur i Jór- daniu hefir vakið athygli á sér og þjóð sinni með hvellum lúð- urhljómi. Jórdanir höfðu hægt um sig meðan Egyptar og tsraels- menn léku sinn langdregna og raunar endalausa harmleik styrjalda og friðar. Almennt var gert ráð fyrir, að samn- ingar milli tsraelsmanna og Jórdana yrðu að biða þar til að séð þætti, hver niðurstaðan yrði að lokum i einvigi ísraels og Egyptalands. En niður- staða i þeim átökum virðist þvi fjarlægari, sem lengra lið- ur og þess vegna hefir Hussein konungur tekið til sinna ráða. Hann flutti langa ræðu, 5000 orð, miðvikudaginn 15. þessa mánaðar, og aðal kjarni henn- ar var tillagan um, að austur- og vestur-bakki Jórdan mynd- uðu með sér samband undir nafninu Sameinaða arabiska konungdæmið. Vesturbakkinn átti að nefnast Palesina og til greina kæmi, að Gaza sam- einaðist henni siðar. Svæðin tvö áttu að hafa aðgreint framkvæmda-, löggjafar- og dómsvald, og höfuðborgirnar yrðu Amman og Jerúsalem. FYRSTU viðbrögðin við til- lögunum voru ágizkanir, um hvorir yrðu fyrri til að skjóta konunginn, — i bókstaflegri eða umfærði merkingu, — Arabar eða tsraelsmenn. Sá orðrómur komast á kreik i Baghdad og barst þaðan til Kairó, að tillögur Husseins konungs séu i samræmi við leynilega samninga, sem hann hafi verið búinn að ganga frá við tsraelsmenn. Þessu er harðneitað, bæði i Jórdaniu og tsrael. Tillögurnar benda sannar- lega ekki til þess, að þær séu ávöxtur slikra samninga. Eitt og annað bendir samt sem áður til, að tilraun konungs til að fara kringum þrátefli tsra- elsmanna og Egypta hafi ver- ið gerð með vitund og vilja að minnsta kosti eins ráðherra úr stjórn tsraels, en hún er fjarri þvi að vera samstillt sem kunnugt er. tsraelsmenn ganga það lengst að játa, að ,,sambandi” hafi verið komið á milli þeirra og Jórdaniu- manna. ÓSENNILEGT virðist, að þetta „samband” hafi verið einskorðað við hina umtöluðu komu Anwar Nusseibeh fyrr- verandi ráðherra i Jórdaniu, — sem nú býr i Jerúsalem, — til Goldu Meir forsætisráð- herra i skrifstofu hennar. Vera má, að Yigal Allon vara- forsætisráðherra tsraels hafi átt öllu mikilvægari fund með Hussein konungi i hlutlausu umhverfi. Allon lagði fram tillögur um skipan mála á vesturbakka Jórdan skömmu áður en strið- ið hófst árið 1967. Þar var gert ráð fyrir óvopnaðri eyju Pale- stinumanna, i einhverjum tengslum við Jórdaniu. Svæöi þetta átti ekki að ná til Jerúsa- lem og vera greint frá herj- um Egypta með breiðu, vig- væddu „öryggisbelti” tsraels meðfram Jórdan og Dauöa- hafinu. GOLDA Meir forsætisráð- herra hefir varla hvikað frá þeirri afstöðu einni að draga i efa tilveru Palestinumanna sem þjóðar. Moshe Dayan varnamálaráðherra tsraels sér naumast annað en Egyptaland. Allon varafor- sætisráðherra lætur hins veg- ar ekki af þeirri sannfæringu sinni, að ákaflega þéttbýlt svæði sé að minnsta kosti jafn mikilvægt og Sinai-eyðimörk- in. Fátt sýnist sameiginlegt með litla, áttalaga skikanum, sem tsraelsmenn hafa i yfir- gangi sinum eftirlátið Palest- inumönnum og draumsýn Husseins konungs uin lifvæn- legt hálfsjálfstætt Palestinu- riki með Jesúsalem sem höfuðborg. Hins vegar er kunnugt, að konungurinn lét sér um munn fara á blaða- mannafundi i Róm, að keppi- kefli Jórdaniumanna væri fyrst og fremst að ná einhvers konar samræðugrundvelli við tsraelsmenn, hvernig svo sem samkomulagsumleitunum yrði að öðru leyti háttað. FYRSTU viðbrögð tsraels- manna benda til, að konung- urinn hafi komið þeim ger- samlega á óvart, bæði i fram- setningu tillagnanna og tima- valinu. M iðvikudaginn 15. þessa mánaðar brá svo við, að furðulega margir af ráðherr- unum i stjórn tsraels voru gersamlega horfnir af sjónar- sviðinu og ógerlegt reyndist að ná til þeirra. Þeir voru sagðir við jarðarför i Galileu — og ef tii vill hafa þeir verið að reyna að kanna huga sinn. Á fimmtudag rættist úr og þeir höfnuðu tillögum kon- ungs. Golda Meir forsætisráð- herra viöurkenndi i ræðu i þinginu, að tsraelsmenn væru reiöubúnir til samningsvið- ræðna, — en tillögur Husseins konungs gætu aldrei orðið samningsgrundvöllur. Hún sagði þær siður en svo friðar- boða. HÆGRIMENN snérust ein- dregið gegn tillögunum og höfðu þær að háði og spotti. Begin leiðtogi Gahala krafðist þess, að lög tsraels yrðu þegar i stað látin ná til allra hinna hernumdu svæða. Opinberir embættismenn tsraelsrikis, þar á meðal Michael Comay sendiherra i London, sögðu tillögur Huss- eins stjórnmálabrellu i sam- bandi við sveitarstjórnarkosn- ingarnar á vesturbakkanum. Þær fara fram á norðurhluta svæðisins 28. þessa mánaðar, en i borgunum i suðurhlutan- um 2. mai. Þó svo fari, að Hussein kon- ungur fái engin jákvæð svör frá Israelsmönnum hefir hann að minnsta kosti sýnt ibúum vesturbakkans fram á, að hann hafi ekki snúið baki við þvi fyrirheiti sinu að bjóða þeim nokkurt sjálfstæði. ISRAELSMAÐUR einn hafði það eftir Araba, að til- lögur Husseins jafngiltu deilu milli Indiánahöfðingja um, hver þeirra ætti að hrifsa New York úr höndum hvitra manna. Þetta er réttmæt sam- liking, ef gengið er út frá öðru af þvi tvennu sem gefnu, að tillögur konungs hafi annað hvort ekki verið annað er her- bragð i æfingaskyni, eða hins vegar að tsraelsmönnum verði alls ekki þokað. Hið fyrra stenzt þó ekki, ef litið er á tillögur konungs i Ijósi þess, að hann er sagður reiðubúinn að semja við tsra- elsmenn um allt mögulegt. Frá þessum sjónarhóli séð getur konungur ekki verið að leggja fram tillögur sinar sem einhverja draumóra út i loftið. Hann er blátt áfram að af- hjúpa ræðanlegan grundvöll samningsumleitana. Úr siðara atriðinu, hvort tsraelsmenn eru yfirleitt ósveigjanlegir, ætti að fást skorið, þegar endanlegt svar tsraelsmanna er fengið. AFSTAÐA tsraelsmanna verður ef til vill ekki jafn nei- kvæð og hún nú viröist, þegar þeir eru búnir að melta tillög- urnar með sér. Margir þeirra eru andvigir þvi að fara með hlutverk hernámsveldis um ótiltekna framtið. Banda- rikjamenn mæla áreiðanlega með hugmyndinni. Hún hefur meðal annars þann mikilvæga kost, að skáka Rússum úr leik. Samningaviðræður eru hins vegar alveg út i bláinn nema tsraelsmenn öðlist andlegt hugrekki til að semja um þá skilmála, sem Hussein kon- ungi getur lánazt að fá ibúana á vesturbakkanum til að virða viðlits. Það þýðir meðal ann- ars samkomulag við tsraels- menn um Jerúsalem og öryggisbeltið. Takist Hussein konungi að sannfæra ibúa vesturbakkans um — þrátt fyrir andróður skæruliðahreyfingarinnar og rikisstjórna Arabarikjanna — að hann geti frelsað þá frá hernáminu, kunna þeir að ganga inn á lausn hans og standa með henni gegnurn þunnt og þykkt. Að öðrum kosti er til einskis barizt fyrir hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.